Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Side 6
föstudagur 26. júní 20096 Fréttir Sandkorn n Einar Karl Haraldsson virð- ist ekki í miklum vandræðum með að finna sér vinnu. Þannig er hann nýlega búinn að láta af starfi sem aðstoðarmaður Össur- ar Skarphéðinssonar í iðnaðar- ráðuneytinu eftir stjórn- arskiptin og búinn að ráða sig til almanna- tengslastarfa hjá Landspít- alanum þó hann byrji þar ekki formlega fyrr en í haust. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hann starfi nú fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætisráðu- neytinu að almannatengslum um skeið eins og Moggavefurinn greindi frá. Virðulegu línunum í starfsferilsskrá almannatengsla- fulltrúans fjölgar því en hann hef- ur áður unnið fyrir Ólaf Ragnar Grímsson forseta og ekki síður Þjóðkirkjuna. n Frjálslyndi flokkurinn sýndi smávægilegt lífsmark á mið- vikudaginn eftir að hafa verið að mestu í dvala frá því flokkurinn þurrkaðist út af þingi í síðustu þingkosningum. Umdeilt er þó hversu jákvætt þetta lífsmark er því það fólst í því að Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þing- maður og varaformaður flokks- ins, sagði sig úr honum. Magnús Þór segist nú ekki lengur eiga samleið með flokknum eða for- ystu hans. Það kemur þó kannski fáum á óvart í ljósi þess að Magn- ús Þór bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Guðjóni Arnari Krist- jánssyni, á síðasta flokksþingi, en starfaði þó reyndar áfram sem aðstoðarmaður hans þrátt fyrir tap í þeim kosningum. n Margir ráku upp stór augu og hreinsuðu merginn úr eyrun- um þegar þeir heyrðu Júlíus Vífil Ingvarsson, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, tala um Tónlist- ar- og ráð- stefnuhúsið við Reykja- víkurhöfn sem Alþýðu- höllina í sjón- varpsfrétt á mbl.is á dög- unum. Vissu- lega hafa hús og önnur fyrirbæri fengið for- skeytið alþýðu- á liðnum áratug- um en þar hefur oftar verið um að ræða nafngiftir vinstrimanna, sem reistu til dæmis Alþýðuhúsið á sínum tíma, stofnuðu Alþýðu- flokk og Alþýðubandalag, ráku Alþýðubrauðgerð og fleira í þeim dúr. Hins vegar þarf að fara alla leið til Austur-Þýskalands til að finna aðra Alþýðuhöll. Hún hýsti þing Austur-Þýskalands og var rifin fyrir fáeinum árum. „Það kom upp niðurgangsprest og einkennin voru meiri en venjulega. Við brugðumst því strax við með því að taka sýni og í ljós kom að þetta var nóróveiran,“ segir Jan Triebel, yfirlæknir á Heilsustofnun Náttúru- lækningafélags Íslands í Hveragerði. Veikindin blossuðu upp á Heilsu- stofnuninni í síðustu viku og 18. júní lá fyrir að um nóróveiruna var að ræða. Fáir hafa þó veikst að sögn Jans en aðeins tveir eða þrír eru nú með niðurgangspestina. „Við einangruðum strax þá sem voru veikir og þetta var fljótt í rén- un,“ segir Jan. Loftborið smit Nóróveiran er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Hóp- sýkingar á sjúkrahúsum og öðrum meðferðar- og umönnunarstofnun- um geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp. Í byjun þessa árs greindist nóróvírusinn á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja og þurfti þar að loka deildum og setja fólk í sóttkví. Jan segir af og frá að umfang sýkingarinnar á Heilsustofnuninni sé nokkuð í líkingu við það. „Þetta er ekkert sambærilegt við það sem gerðist á Suðurnesjum,“ segir hann. Nóróveiran kemur reglulega upp hér á landi en misjafnt er hversu mikil útbreiðslan er. Dæmi eru um hópsýkingar í skólum, leikskólum og á vinnustöðum. Veikindin einkennast af niður- gangi eða uppköstum auk verkja og jafnvel hita. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu eru smit- leiðir margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu en einnig benda líkur til að smitið geti verið loftborið. Ekkert skaðræði Ekki hefur þurft að senda neinn heim af Heilsustofnuninni vegna sýkingarinnar en nokkrir völdu sjálfir að fara heim. „Fólkið hér er ekki það veikt að það geti ekki farið heim. Við upplýstum fólk um þetta og það fékk val um að fara heim. En enginn var sendur heim,“ segir Jan. Hann telur að þrír hafi valið að fara heim af Heilsustofnuninni vegna þessa. Eldra fólk er sérstaklega við- kvæmt fyrir veirunni. Ingi Þór Jónsson, almannateng- ill Heilsustofnunar NLFÍ, telur það skjótum viðbrögðum yfirlæknis og hjúkrunarforstjóra að þakka að út- breiðslan hefur ekki verið meiri en raun ber vitni. „Þar sem þetta hef- ur komið upp hefur þetta stund- um reynst algjört skaðræði en sem betur fer hefur ekki farið þannig hjá okkur. Þetta hefði getað farið miklu verr en strax í byrjun var hér sérstaklega vel hugað að hreinlæti og fræðslu til dvalargesta og starfs- fólks,“ segir Ingi. Vonandi yfirstaðið Ingi segir að í lok síðustu viku hafi legið fyrir að fjórir eða fimm dval- argestir væri smitaðir. Liðna helgi greindust síðan tvö ný tilfelli en að sögn Inga hefur enginn greinst á Heilsustofnuninni með nóró- veiruna. „Vonandi er þetta bara yfir- staðið,“ segir hann. Á vef Landlæknisembættisins segir að þeir sem veikjast af nóró- veirunni séu smitberar á meðan á veikindum stendur en séu í flest- um tilfellum lausir við smit tveim- ur til þremur sólarhringum eftir að einkenni eru horfin. Þó eru dæmi um smitandi einstaklinga allt að tíu dögum eftir bata. NIÐURGANGSPEST Á HEILSUSTOFNUNINNI „Þetta er ekkert sam- bærilegt við það sem gerðist á Suðurnesjum“ ErLa HLynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Nóróveira hefur greinst hjá vistmönnum á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Jan Tri- ebel yfirlæknir segir að nú séu aðeins tveir eða þrír dvalargestir smitaðir. Þeir sem veikst hafa geta þó smitað í allt að tíu daga eftir að þeim er batnað. aldraðir sérlega viðkvæmir Enginn hefur verið sendur heim af Heilsustofnun nLfí vegna nórósýkingarinnar en þrír völdu að fara heim á meðan veikindin ganga yfir. Mynd róbErt rEynisson Maður á áttræðisaldri í Vestmannaeyjum er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum: afi grunaður um að misnota börn Maður á áttræðisaldri var handtek- inn og færður til yfirheyrslu af lög- reglunni í Vestmannaeyjum fyrir helgina, grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn nokkrum stúlku- börnum. Fimm ára stúlka greindi nýverið frá því að maðurinn hefði misnotað hana kynferðislega og í kjölfarið hófst rannsókn á málinu. Eftir það hafa fleiri stúlkur og kon- ur stigið fram og sagt manninn hafa misnotað þær sem börn. Þar á með- al er barnabarn mannsins, ung kona sem nú er komin yfir tvítugt. Mannin- um var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Í samtali við DV segist maðurinn ekkert vilja tjá sig og gefur ekki upp um hvort hann játar eða neitar ásök- ununum.. „Ég er bara niðurbrotinn. Ég vil ekkert segja um þetta. Ég sé engan tilgang með því,“ segir hann. Þegar hafa verið teknar lögreglu- skýrslur af nokkrum þeirra sem saka manninn um að brjóta gegn þeim en skýrslutökur eru annars í fullum gangi. Heiðar Hinriksson, lögreglu- maður í Vestmannaeyjum, er yfir rannsókninni. Hann segist ekki geta gefið upp hversu margar hafa stig- ið fram og sakað manninn um kyn- ferðisbrot. „Það liggur ekki ljóst fyrir ennþá. Við erum að vinna úr þeim upplýsingum sem við höfum feng- ið. Við höfum fengið fullt af nöfnum en erum að kanna framhaldið,“ seg- ir Heiðar. Hann getur heldur ekki sagt til um grófleika þeirra brota sem mað- urinn er sakaður um. „Ég get í raun ekki sagt til um það fyrr en öll kurl eru komin til grafar,“ segir Hinrik. Rannsóknin er í fullum gangi og á viðkvæmu stigi að sögn Hin- riks. Hann vonast til að málið fari að skýrast strax á næstu dögum. erla@dv.is óljós fjöldi fimm ára stúlka steig fram fyrir skemmstu og sagði manninn hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi. rannsókn málsins leiddi í ljós að fleiri höfðu sömu sögu að segja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.