Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Side 12
föstudagur 26. júní 200912 Fréttir Í september 2007 vissu allir sem ein- hvers máttu sín í fjármálageiran- um bæði á Íslandi og annars staðar að afar erfið staða væri komin upp úti um allan heim. Þó að enn væri ár í allsherjarkreppu voru flest við- vörunarljós farin að blikka þegar þarna var komið sögu. Undirmáls- lánin í Bandaríkjunum voru fúlnuð og lausafjárkreppa var orðin stað- reynd. En þó að áhyggjuský hrönnuðust upp í kringum fjármálakerfi heims- ins, var bjartsýnin enn við völd hjá Glitni. Partíið var rétt að byrja. Ekk- ert áhyggjukjaftæði hér. „Engin áhætta, enginn árangur“ var ennþá mottóið. Ef heimurinn er hættur að skilja hvað við erum flink í banka- starfsemi, er kominn tími til að keyra á orkuna. Flestir á Saga Class Í áætlunarflugvél Icelandair til New York snemma í septembermán- uði 2007 var ljóst að eitthvað mikið stæði til. Heimildarmenn DV segja að þannig hafi meira en helmingur vélarinnar verið lagður undir Saga Class og tjaldið dregið aftarlega í vélinni. „Það gustaði af farþegun- um sem þarna voru komnir í boði Glitnis og manni fannst nánast eins og aðrir farþegar sem voru á leiðinni til New York ættu ekki að vera þarna. Sumum þeirra leið augljóslega ekki vel innan um þennan elítuhóp,“ seg- ir einn viðmælandi. Hafa ber í huga að þarna var eng- an skugga farið að bera á snillinga- ímynd útrásarvíkinganna. Þarna giltu ennþá þau lögmál að lítillæti og hógværð væru ekki einkunnarorð sigurvegarans. „New York here we come.“ Tilefnið var opnun útibús á Manhattan 5. september og kynning orkuútrásarinnar. En um þetta leyti lá sameining REI og Geysis Green Energy fyrir dyrum, eins og frægt er orðið, og var Glitnir einn af helstu þátttakendunum í því ævintýri. Árni Magnússon átti að leiða orkuútrásina Ekki minnkaði íburðurinn þegar út var komið. Undir hópinn voru leigðir nokkir tugir herbergja á Hotel New York Palace í hjarta New York-borgar. 500 dollarar nóttin fyrir hvert herbergi, eða rétt rúm- lega 60 þúsund krónur miðað við gengi dagsins í dag. Víkingar hafa alltaf borðað vel til að verða stór- ir og sterkir og því viðeigandi að eftir hópnum biði morgunverður meistarans í rúmgóðum sal á hótel- inu. Hlaðborð með ávöxtum, kjöti, brauði og kökum fyrir þá sem ekki höfðu þegar fengið nóg að bíta og brenna í vélinni. Síðar um daginn sem lent var í New York var boðið í veglegt kok- teilboð, en hin eiginlega dagskrá byrjaði ekki fyrr en daginn eftir. Þar voru lykilmenn Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, og Lárus Welding bankastjóri. Árni hafði þarna nýverið hætt í pólitík og tekið að sér að leiða orkuútrás- ina fyrir hönd Glitnis og þess vegna verið með annan fótinn í New York um skeið. Viðmælendur DV sem voru í ferðinni segja að andrúmsloftið hafi verið á þá leið að æðstu prestar bankans hafi í einlægni trúað því að stórkostlegir hlutir væru um það bil að gerast og að orkuútrásin ætti eftir að slá öllum öðrum afrekum bank- anna erlendis við. Árni sagði við þetta tilefni í viðtölum við fjölmiðla að Glitnir horfði til fjárfestinga upp á 40 milljarða Bandaríkajdala fyrir árið 2025 í orkugeiranum í Banda- ríkjunum. Það eru á núvirði um það bil 5.000 milljarðar íslenskra króna, eða meira en sjöföld Icesave-upp- hæðin eins og hún leggur sig. Marg- falt eigið fé bankans á þessum tíma, þannig að augljóst var að það átti ekki að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur. Á fundum með erlendum fjár- festum og lykilmönnum í orku- málum að morgni næsta dags voru stórhuga áformin kynnt. Nú átti að kenna Bandaríkjamönnum að losna undan olíufíkninni og stöðugri þörf fyrir auðlindir Mið-Austurlanda. Til að rifja upp þann stórhug sem var í mönnum varðandi orkuútrás- ina á þessum tíma má rifja upp að í upphafi október, mánuði eftir ferð- ina, héldu Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason kynningu fyr- ir fjárfestum á starfsemi hins sam- einaða félags REI í London. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafði þá samþykkt sameininingu fyrirtækj- anna og Hannes og Bjarni áttu að stjórna því. Í kynningunni sögðu Bjarni og Hannes að draumur þeirra væri að búa til stærsta jarðvarmafyr- irtæki í heimi sem eiga myndi eign- ir upp á 5 til 8 milljarða Bandaríkja- dala. Þetta voru svipaðir draumar og komu fram í máli Árna í ferðinni: Ísland átti að sigra heiminn á sviði jarðvarma. „How big is this Glitnir?” Strax var ljóst að hinir erlendu gestir voru hissa á „lúkkinu“ á öllu saman og fannst mikið til koma. Í samræð- um nokkurra úr íslenska hópnum í kaffipásu var hlegið. Einn sagði stoltur frá því hvernig Bandaríkja- mennirnir hefðu spurt hann: „How big is this Glitnir?“ Ljóst var að hon- um og öðrum á vegum bankans leiddist ekki að Bandaríkjamennirn- ir virtust alveg steinhissa og hrein- lega ekki trúa sínum eigin augum. Einn viðmælandi sem var stadd- ur í New York segir íburðinn hafa komið erlendum ráðstefnugestum í opna skjöldu og svo virðist sem þeir hafi talið Glitni miklu stærri en raunin var. Ljóst var á öllu að þeim sem skipulögðu atburðina á vegum Glitnis í New York í byrjun septem- ber 2007 leiddist ekki að gestir teldu fyrirtækið mörgum sinnum stærra en það var í raun. Miðað við lýsing- ar þeirra sem þarna voru má í raun telja líklegt að það hafi verið hluti af planinu. Forsetinn mætir til leiks Áætlunin svínvirkaði, Bandaríkja- mennirnir virtust bera mikla virð- ingu fyrir Glitni. En stóru trompin voru enn á hendi og þeim átti eftir að spila út. Sjálfur forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson átti eftir að stíga á stokk og halda fyrirlestur til að gefa samkom- unni enn frekari þungavigt. Hinn snjalli ræðumaður stóð sig vel. Svo vel að nokkrir Íslendinganna höfðu á orði að útlendingarnir hefðu talað um að hann minnti á sjálfan Al Gore. Svo mikil væri þekking hans þegar kæmi að orku- og náttúruauðlinda- málum. Forsetinn notaði tækifær- ið til að ræða um hlýnun jarðar og mikilvægi þess að nýta jarðvarma. Allt gekk vel og ekki annað að sjá en Ísland væri á beinni braut í orkuút- rásinni, sem forsetinn sagði að yrði enn stærri en bankaútrásin. „Græn orka heillar Bandaríkjamenn“ sagði í fyrirsögn í Fréttablaðinu 6. sept- ember, þar sem meðal annars var fjallað um ráðstefnu Glitnis og hlut- verk forsetans. Hann sló raunar tvær flugur í einu höggi í ferð sinni til New York, því eins og minnugir lesendur muna stóð „lobbyismi“ vegna framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna sem allra hæst þarna. Bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Ólafur Ragnar höfðu lýst því yfir að Íslendingar nytu mikils velvilja í alþjóðasamfélaginu. Í þá gömlu góðu daga. Nífaldur Grammy-verðlauna- hafi spilar yfir kvöldmatnum En nóg af útúrdúrum og aftur að Glitni. Þó að fyrsti heili dagurinn í Glitnir bauð fríðum hópi manna í boðsferð til New York-borg- ar í september árið 2007. Tilefni ferðarinnar var opnun útibús Glitnis í New York og þátttaka í orkuráðstefnu. Forseti Íslands var með í för og fór svo fögrum orðum um íslensku orkuút- rásina að Bjarni Ben og Árni Sigfússon muna ennþá eftir því. Ekkert var til sparað í ferðinni og var gist á fimm stjörnu hóteli. Auk þess var veitt vel í mat og drykk og heimsþekktur djassisti lék undir borðum. Þarna stóð íslenska orkuútrásin sem hæst og REI átti að sigra heiminn. INGI F. VIlHjÁlMSSoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is Boðsferð Glitnis til New York glitnir bauð vel völdum viðskiptavinum og hagsmunaaðilum sínum í boðsferð til new York í september árið 2007. tilefnið var opnun útibús glitnis í borginni og ráðstefna um orkumál; vonir manna við orkuútrásina voru gríðarlegar á þessum tíma. „HOW BIG IS THIS GLITNIR?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.