Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Síða 22
föstudagur 26. júní 200922 Fréttir Hátíðarmatseðill Forréttur Koniaksbætt humarsúpa Aðalréttur Steikt Lúðufiðrildi með hvítlauksristuðum humarhölum og humarsósu Dessert Hátíðardessert Forréttur Súpa dagsins Aðalréttur Hunangsgljáð andabringa „Orange” með rusty kartöflum og ristuðu grænmeti Dessert Hátíðardessert Forréttur Koniaksbætt humarsúpa Aðalréttur 200 gr. ristaðir humarhalar með mangó-chilli cous cous, salat og kartöflubátar Dessert Hátíðardessert Forréttur Súpa dagsins Aðalréttur Glóðuð Nautalundarpiparsteik, ristaðir humarhalar, grænmeti og rjómalöguð piparsósa Dessert Hátíðardessert Laugaás 30 ára 25. júní NÆRMYND Auðmaðurinn Guðmundur Birgisson á Núpum hefur ekki verið áberandi í fjöl- miðlum á undanförnum árum ef undan er skilin umfjöllun um minningarsjóð frænku hans Sonju Zorrilla. Eignir hennar voru metnar á tíu milljarða króna. Einungis nokkrar milljónir hafa verið veittar úr sjóðnum. Guðmundur er talinn hafa tapað miklum peningum við bankahrunið síðasta haust. Að sögn viðmælenda hefur þeim fækkað sem vilja stunda viðskipti við hann. Auðmaðurinn Guðmundur Birgisson á Núpum hefur ekki verið áberandi í umræðunni undanfarin ár þrátt fyrir að hafa vera mjög umsvifamikill fjár- festir. Hann er líklega þekktastur fyrir að vera í forsvari fyrir minningarsjóð frænku sinnar Sonju Zorrilla. Guð- mundur er meðeigandi að félaginu Lífsval sem er stærsti landeigandi landsins. Félög sem hann kemur að eiga Hótel Borg og Nordica Spa og hann kemur að fiskeldi víðs vegar á Suðurlandi, þar á meðal að Núpum í Ölfusi en þar leigir hann Samherja aðstöðu. Hann á hús að Hofsvallagötu 1 og Sóleyjargötu 7 sem hann færði yfir á eiginkonu sína nokkrum dögum eftir bankahrunið. Auk þess á hann hús að Núpum sem Sonja frænka hans bjó í síðustu þrjú ár ævi sinn- ar að ógleymdri fasteign á Flórída. Hann hefur einnig verið í fasteigna- viðskiptum í Slóvakíu undanfarin ár með Runólfi Oddssyni, hálfbróður Davíðs Oddssonar. Þegar hlutafélagaþátttaka Guð- mundar er skoðuð kemur í ljós að hann er ansi umsvifamikill þó ekki sé fastar að orðið kveðið. Hann er skráður stjórnarmaður í 29 félögum, framkvæmdastjóri níu félaga, prók- úruhafi þrettán félaga og stofnandi 20 félaga. Óljós staða Þeir viðmælendur sem DV ræddi við sem hafa stundað viðskipti með og við Guðmund á undanförnum árum voru ekki vissir hvernig fjárhagsleg staða hans er í dag. „Þetta er mjög heiðvirður og góður maður. Hefur haft mörg járn í eldinum. Er í sömu stöðu og margir sem voru í verð- bréfaviðskiptum og farið mismun- andi út úr því. Hann hefur líklega tapað miklum peningum eins og allir,“ sagði einn viðmælandi. Hann sagði Guðmund bera gott skynbragð á markaðinn og bera það enn þrátt fyrir að hafa tapað að undanförnu. „Hann vill engum illt,“ bætti hann við. Skilur eftir sig sviðna jörð Ekki báru þó allir viðmælendur hon- um vel söguna. „Hann er tillitslaus og mjög óstundvís. Hann hefur aldrei byggt upp eitt eða neitt á sínum 30 ára fjárfestaferli heldur ávallt hagn- ast á kostnað annarra,“ sagði viðmæl- andi. Sagðist hann hafa heyrt margar frásagnir frá viðskiptafélögum hans sem segja Guðmund yfirleitt skilja eftir sig sviðna jörð eftir samstarf við þá. „Ef eitthvað bjátar á er hann fyrst- ur til að hoppa af vagninum.“ Eins og áður kom fram er hluta- félagaþátttaka Guðmundar ansi um- fangsmikil. Sagði einn viðmæland- inn að samstarf Guðmundar byggðist fyrst og fremst á því að komast yfir upplýsingar og hugmyndir án þess að leggja neitt út fyrir þeim. „Kjafta- gangur í kringum hann er mjög mik- ill og er sannleikurinn þá oft látinn liggja á milli hluta. Ef það hentar honum að koma af stað einhverjum orðrómi gerir hann það hvort sem hann er sannur eða ekki,“ sagði við- mælandinn. Rifist um Picasso Í samtali við DV fullyrðir Guðmund- ur Franklín Jónsson, æskuvinur nafna hans, að Sonja hafi á sínum tíma ánafnað honum verk eftir Pablo Picasso. Guðmundur Franklín var á sínum tíma verðbréfasali á Wall Street í New York og var verðbréfamiðlari Sonju. Hann segist hafa kynnt Guð- dularfullur frændi sonju þÓRaRinn þÓRaRinSSon fréttastjóri skrifar toti@dv.is Sjóðsstjórinn guðmundur a. Birgisson á núpum er annar sjóðsstjóra minningarsjóðs sonju Zorrilla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.