Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Page 27
föstudagur 26. júní 2009 27Umræða
Hver er konan? „tvítugur nemi í
stærðfræði í Háskólanum í reykjavík.“
Hvar ertu uppalin? „Á Hornafirði.“
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn? „Ætli ég verði ekki að segja
eitthvað gott pasta og kjúklingur.“
Hvaða húsverki reynirðu að
koma þér hjá? „Ætli það sé ekki að
vaska upp.“
Hvað eldaðirðu síðast? „súpu.“
Hvar langar þig helst að búa?
„Þar sem mér líður best. Ég veit ekki
alveg hvar það er ennþá.“
Áhugamál utan dómarastarfa?
„Ég hef mjög mikinn áhuga á tónlist
og einnig fótbolta. fótboltinn er
númer eitt, tvö og þrjú.“
Hvernig kom það til að þú fórst
að dæma? „Þetta byrjaði ósköp
rólega. Ég fór að dæma leiki í yngri
flokkum hér heima og síðan vorum
við fengnar á héraðsdómaranám-
skeið fyrir konur hjá Ksí. Þetta hefur
gerst mjög hratt síðan. Það er bara ár
síðan ég fór á námskeiðið.
Spilarðu ennþá fótbolta
samhliða dómarastarfinu? „nei.
Ég spilaði reyndar tvo leiki í sumar en
ég er hætt í fótbolta.“
Hvort ertu betri fótboltakona
eða dómari? „Ég hef allavega náð
aðeins lengra sem dómari.“
Ætlarðu þér langt í dómarastarf-
inu? „já, eins langt og ég kemst“
Vantar fleiri konur í dómara-
störfin hér heima? „að sjálfsögðu.
Ég held við séum bara fimm sem
erum mikið í þessu í efri deildum. Ég
ætla heldur ekki að fullyrða neitt en
ég held að hinar séu allar bara á
línunni, aðstoðardómarar.“
Hver er draumurinn? „Hann
verður bara að fá að koma í ljós.“
Guðrún Fema ÓlaFSdÓttir
er fyrsti íslenski kvenkyns dómarinn
sem fær verkefni erlendis. Hún mun
starfa á norðurlandamóti u17 ára
landsliðum kvenna um mánaðamót-
in. dómaraferill guðrúnar hefur verið
stuttur en hraður.
Ætla eins langt
og ég kemst
maður dagsins
Í nýjasta hefti tímaritsins Time er
þess minnst að 20 ár eru liðin frá ár-
inu sem breytti heiminum. Vissu-
lega var hrun Berlínarmúrsins árið
1989 sögulegur viðburður. En árið
1979 hefur ekki síður dregið dilk á
eftir sér.
Það ár gerðust tveir heimssögu-
legir viðburðir. Annars vegar varð
stjórnarbylting í Íran, sem leiddi til
þess að Khomeini erkiklerkur komst
til valda. Hins vegar varð Margret
Thatcher forsætisráðherra Bret-
lands. Bæði stóðu fyrir stefnur sem
voru í senn byltingarkenndar og aft-
urhaldssamar, annars vegar strang-
trúar íslam og hins vegar frjáls-
hyggjukapítalisma.
upphafið að endalokunum
Þessar tvær stefnur urðu brátt höf-
uðóvinir í kapphlaupinu um að
móta samtímann. Í Teheran var ráð-
ist á bandaríska sendiráðið og starfs-
fólkið þar tekið í gíslingu, og það að
Carter Bandaríkjaforseta mistókst
að bjarga þeim var ein höfuðástæða
kosningaósigurs hans gegn Reagan
árið 1980. Reagan tókst að fá gíslana
lausa, en það kom síðar í ljós að það
var gegn því að selja Írönum vopn.
Ágóðinn af sölunni var síðan notað-
ur til þess að fjármagna hryðjuverk
gegn lýðræðislega kjörnum stjórn-
völdum í Níkaragva. Þetta sama ár,
1980, réðst Saddam Hussein á Íran
og var studdur vopnum frá Banda-
ríkjunum. Tímamótarið1979 höfðu
Sovétmenn ráðist inn í Afganistan,
sem markaði upphafið að endalok-
um þeirra jafnt sem byrjunina að
uppgangi Osamas bin Laden.
Skæruhernaður Osamas bin
Laden og annarra strangtrúar-
manna í Afganistan var fjármagn-
aður af Bandaríkjamönnum. Eftir
því sem leið á 9. áratuginn og mátt-
ur Sovétríkjanna fór þverrandi fóru
þó múslímar smám saman að taka
við sem höfuðóvinirnir í vitund
margra Bandaríkjamanna. Þetta var
umtalsverð breyting frá stjórnartíð
Carters, sem hafði reynt að stilla til
friðar í Miðausturlöndum, ekki síst
með samkomulagi á milli Ísraela og
Egypta sem tók gildi árið 1979.
endalok frjálshyggjunnar
Árið 1983 voru gerðu Hezbollah-
samtökin, sem voru studd af Íran,
sjálfsmorðsárásir á stöðvar Banda-
ríkjamanna í Beirút og árið 1985
gerðu bandarískar herflugvélar loft-
árás á Líbýu. 1991 hófust síðan við
Persaflóa umfangsmestu hernað-
arátök sem Bandaríkin höfðu tekið
þátt í frá lokum Víetnamstríðsins.
Endalok Kalda stríðsins og árásir á
World Trade Centre 1993 og á sendi-
ráð Bandaríkjanna 1998 festu síðan
þá ímynd í sessi að herskáir músl-
ímar væru nú orðnir óvinurinn.
Eftir að Bush yngri var kjörinn
forseti árið 2000 var það nokkurs
konar fullnaðarsigur frjálshyggj-
unnar í bandarísku stjórnmálalífi.
Átök við múslíma fóru enn harðn-
andi með árásunum 11. september
og innrásum í Afganistan og Írak.
Þrátt fyrir þær voru þó margir sem
héldu áfram að líta á klerkaveldið í
Íran sem helsta hugmyndfræðilega
andstæðinginn. Clinton hafði verið
einn af fáum Bandaríkjaforsetum
til að skila afgangi af fjárlögum, en
Bush var fljótur að sólunda því fé í
stríðsrekstur. Þegar Bush lét af völd-
um í janúar 2009 hafði bæði utan-
ríkisstefna Bandaríkjanna og frjáls-
hyggjan beðið algert skipbrot.
endalok klerkaveldisins?
Kosning Baracks Hussein Obama
sem forseta markar ekki aðeins
endalok frjálshyggjunnar sem ráð-
andi afls í bandarísku stjórnmála-
lífi, heldur ef til vill einnig endalok
30 ára stríðs þeirra við múslíma. 4.
júní hélt Obama ræðu við háskól-
ann í Kaíró þar sem hann kallaði
eftir „nýju upphafi“ í samskiptum
Bandaríkjanna og múslíma.
Nú virðist sem klerkaveldið í
Íran riði til falls, rétt eins og komm-
únistastjórnirnar í Austur-Evrópu
gerðu árið 1989. Það er merkilegt
hvað klerkarnir virðast þrátt fyr-
ir allt vera háðir höfuðóvini sín-
um Bandaríkjunum. Um leið og
vestrænir stjórnmálamenn eins og
Thatcher og Reagan, Bush og Blair
fara frá völdum er eins og klerkarn-
ir í Teheran missi allan trúverðug-
leika meðal eigin þjóðar. Þeir kom-
ast ekki af án spegilmyndar sinnar,
frjálshyggjunnar. Vonandi höfum
við nú séð endalokin á báðum þess-
um stefnum sem hafa leitt svo mikl-
ar hörmungar yfir heimsbyggðina.
1979: Árið sem breytti heiminum
Valur
GunnarSSon
rithöfundur skrifar
„Þessar tvær
stefnur urðu brátt
höfuðóvinir í kapp-
hlaupinu um að móta
samtímann.“
myndin
Hamingjustund gleðin var mikil þegar skrifað var undir stöðugleikasáttmálann eins og róbert reynisson ljósmyndari komst að raun um. Vilhjálmur Bjarnason var kampa-
kátur og tók hressilega í hönd jóhönnu sigurðardóttur sem virtist hálfpartinn bregða við tilþrifin þó gleðin leyndi sér heldur ekki á þeim bænum. mynd rÓbert reyniSSon
kjallari
Á þjóðin að taka Bjarna Ármannsson í sÁtt?
„nei. Hann hefur tekið þátt í öllu því
sem hinir tóku þátt í. Hann hefur ekki
gert hreint fyrir sínum dyrum þótt
hann hafi reynt það.“
ÞÓrarinn VíkinGur SVeinSSon
50 Ára Byggingameistari
„nei. Hann tók þátt í að setja banka á
hausinn.“
dríFa lÁruSdÓttir
54 Ára sKólaliði
„já, ég held að hann hafi ekki gert svo
mikið af sér.“
Guðmundur einarSSon
54 Ára sölumaður
„nei. Hann á bara að sitja með sína
prjóna í næsta klefa við Björgólf thor á
litla-Hrauni.“
eGill ÞorFinnSSon
45 Ára sjÁlfstÆtt starfandi
dómstóll götunnar
„nei.“
daGbjört Hanna
SiGdÓrSdÓttir
48 Ára Veitingamaður