Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Síða 28
föstudagur 26. júní 200928 Umræða Maraþon í niðurskurði Við kynntumst þegar ég var fermingardrengur og hann hvolpur. Mig fór strax að gruna að aðskilnaður okkar yrði svip- legur. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari íslenska fjár-hundsins míns var undarleg áhættuhegð- un. Þegar hann sá sinueld hljóp hann að honum og þefaði, eins og enginn væri morgundagurinn. Jafnvel þótt hann brenndi sig á trýninu munaði hann ekki um það. Áhyggjuleysið og þorstinn í lífsreynslu voru slík að hann þefaði aftur. Þessi forvitni átti eftir að verða honum fjötur um fót. Íslenski hundurinn minn var hvatvísin feldi klædd og var einstak-lega fljótur að akta eftir tilfinningunni einni saman. Þegar hann sá út um glugga á bifreið á ferð að fuglar flugu á himninum stökk hann út, algerlega á skjön við tegundarlega þróaða sjálfsbjargarvið- leitni og þyngdaraflið sem kom upp á milli hans og fuglanna. Darwin hlýtur að hafa hringsnúist í gröfinni við atferlið. Það var sem hundur- inn minn væri gæddur óbilandi bjartsýni og óstjórnlegri áhættusækni. Hann þráði frelsið umfram allt. Við hvert tækifæri sem gafst strauk hann að heiman. Það var eins og hann hefði enga tryggð við heimili sitt, ólíkt flestum gæludýrum. Þegar hann fór kom hann ekki aftur. Ef hann sá ókunnugan sýndi hann honum taumlausa blíðu. Hann stökk upp í bíl hjá hverjum sem er. Eftir að hann hafði stækkað tók ég eftir því að hann bjó við meiri hömlur á þroska en ég hafði ímyndað mér. Í fyrsta lagi náði hann aldrei fullri stærð. Þrátt fyrir að vera hreinræktaður og eiga ætt-bók var hann þriðjungi minni en aðrir af hans kyni. Hann gelti undarlega skærum rómi og tvær tennur sem sköguðu út úr munnvik- um hans létu hann líta út fyrir að vera síbrosandi. Gerð var tilraun til að sýna hann á hundasýningu, en honum var hafnað. Í ljós hafði komið að hann var einu eista fátækari en tegundarbræður hans. Af þeim sökum var honum aldrei ætlað að skila af sér afkomendum. Enda var eftir því tekið þegar hann kom meðal hunda að hann gerði engan greinarmun á kynjunum hvað tilraunir til samfara varðaði, nema hvað hann sótti heldur í karlkynið. Allt var reynt til að veita hundinum hamingju. Honum var markvisst veitt aukið frelsi, svo hann næði að fullnægja útrásar- eðli sínu. Í flest skiptin misnot- aði hann frelsið. Þegar ekið var með hann í sveitaferð rauk hann af stað og velti sér upp úr refa- skít. Þar sem hann sat klepraður í bílnum á leiðinni heim virtist hann óskiljanlegur. Sérfræðing- ar á sviði íslenska fjárhundsins greindu hins vegar atferlið síðar þannig að hann væri að reyna að blanda sér í hóp refa. Þeir sögðu þetta ósköp eðlilegt og jafnvel til marks um aðlögunarhæfni íslenska fjárhundsins, sem væri einstök meðal hunda heimsins. Næst var farið með hann að sjávarsíðunni, fjarri hægðum dýra. Þar strauk hann og velti sér upp úr úldnum fiski. Engin niður-staða fékkst í það hvort hann vildi komast óséður inn í fiskitorf-ur með þessum hætti. Með tíð og tíma gerði ég mér grein fyrir að nær drægi að enda-lokum hundsins míns. Í bifreiðum var hann aldrei til friðs. Ýmist lagði af honum stækja af því sem hann hafði velt sér upp úr eða hann reyndi að éta bílinn að innan eða nálgast fuglana sem flugu á himninum. Skömmu áður en hann fórst gaf hann til kynna ástæðuna fyrir dauðdaga sínum. Hann hafði fengið að hlaupa frjáls, en vildi ekki stoppa og hljóp í átt að fáfarinni götu. Jafnvel þótt það kæmi bifreið hljóp hann áfram. Þótt bifreiðin væri beint fyrir framan hann stoppaði hann ekki. Svo fór að hann rak trýnið á drullusokkinn við afturdekkið. Hann ýlfraði, en hélt áfram hlaupinu í leit að útrás sem hann aldrei fann. Það var nokkrum vikum síðar sem ég fór með hann í verndað umhverfi fyrir heimilishunda á Geirsnefi. Allt virtist með felldu þegar það hljóp skyndilega í hann óþol og hann rauk af stað. Kannski sá hann fugl á himni. Það liðu þrír dagar áður en hann fannst. Ég leitaði hans um alla borg og bjóst helst við því að hann hefði stokkið upp í bíl hjá ókunnugum. Að hann hefði hafið nýtt líf hjá hundaþjófi. Loks var ég kallaður á dýraspítalann. Dýralæknirinn benti mér á gám og sagði: „Hann ætlaði að hlaupa yfir Ártúnsbrekkuna.“ Þar ofan í lá hann í plastpoka merktum Hagkaupum. Tennurnar sem sköguðu út úr munn- vikunum voru farnar að gulna. Hann hafði aldrei brosað svona skært. HUNDUR Í ÚTRÁS rEYnir TrausTason skrifar Nú standa yfir svokallaðir nefndardagar en það þýðir að þingmenn sitja allan liðlang- an daginn í fastanefndum þingsins sem eru notabene ekki launaðar nefndir held- ur hluti af hefðbundnum þingstörfum. Ég ásamt fjölda þingmanna er að upplifa þessa nefndardaga í fyrsta sinn. Það sem einkennir þá er mikill gestagangur. Ég tók sæti í karlanefndinni fjár- laganefnd fyrir Þór Saari á meðan hann tók sér hlé á þingstörfum fyrir OECD verkefnið sitt sem hann var í miðju kafi að ljúka þegar hann varð óvænt þingmaður. Þriðjudagurinn sem ég sat í þessari nefnd fór allur í að taka á móti fólki úr öllum ráðuneyt- unum og hlusta á þetta ágæta fólk sem oftast voru skrifstofu- stjórar innan úr ráðuneyt- unum, ræða um hvernig þau ætluðu að haga sínum blóð- uga niðurskurði sem þeim var skipað að framkvæma frá rík- isstjórn vorri. En auðvitað er þessi niðurskurður unninn út frá hugmyndum AGS um hvernig rétta á halla á ríkis- útgjöldum. Því var það alveg ljóst að þessi dagur yrði afar niðurdrepandi. Eftir að hafa heyrt að það ætti að skerða afkomu um 30.000 ellilífeyr- isþega og þeirra er þurfa á ör- orkubótum að halda blöskr- aði mér svo hressilega að ég gat ekki orða bundist og spyrði háttvirta ríkisstjórnar- liða eftirfarandi: „Afsakið, en er þetta ekki ríkisstjórnin sem boðaði að staðinn yrði vörð- ur um velferðarkerfið?“ Ég þarf víst ekki að taka það fram að þessi athugasemd féll í frekar grýttan jarðveg. Ég var ekkert að reyna að vera andstyggileg, þetta spratt bara upp úr mér í hjartans einlægni, því ég átti ekki von á að slíkar aðgerðir yrðu samþykktar af velferðarríkisstjórn. Ég hefði frekar átt von á slíku frá Sjálfstæðisflokknum. Leynimakk og gáleysi Eftir að hafa hlustað á velferðarráðuneytin okkar tala um að þau væru komin að þolmörkum og að niðurskurður næsta árs myndi þýða uppsagnir og lokanir á stofnunum var mér farið að líða veru- lega illa. Það hlýtur að vera til önnur lausn en sú sem þarna var boðuð. Ég viður- kenni það fúslega að ég hef ekki heildarlausn en það er aldrei bara til ein leið. Það væri ef til vill ekki vitlaust fyrir ríkisstjórnina að byrja á réttum enda og til dæmis skera niður ofurlaun skila- nefndamanna sem hlaupa víst á milljónum fyrir þetta fólk í mánaðarlaun. Það væri ef til vill rétt að sleppa því að setja 140 milljónir í heims- sýningu í Kína í stað þess að skerða tekjur þeirra sem síst mega við því. Það væri ef til vill réttlætismál að þeir sem komu okkur á hliðina myndu þurfa að sæta varðhaldi á meðan þeirra mál væru skoðuð ítarlega og þeirra eignir frystar eigi síð- ar en NÚNA. Ef slíkt væri gert er ég viss um að almenningur væri til í að þola þær hremm- ingar sem fram undan eru og fylkja sér á bak við núver- andi ríkisstjórn. En meðan stjórnin hallast undir leyni- makk og vítavert gáleysi í starfi samanber ICESLAVE samningsgerðina er næsta ljóst að fólk mun hreinlega ekki geta treyst þeim þótt þau meini vel. Færumst frá markmið- inu Ég fagnaði öðru stjórnarfar- smynstri með vinstri stjórn eftir allt of langt tímabil sömu stjórnvalda, það er engu ríki hollt að búa við sama stjórnarfarsmynstur um of langan tíma. En ég verð að viðurkenna að ég hef orð- ið fyrir miklum vonbrigðum með árangur þessarar svo- kölluðu norrænu velferðarstjórnar – kannski ættu þau að drífa sig til Norðurlandanna og fá kynningu á því hvað vel- ferðarstjórn snýst um, því það er alveg ljóst að við munum færast enn lengra frá því markmiði núna, en í tíð nýfrjáls- hyggjunnar. (Já, ég veit að við erum í þessari martröð út af einkavinavæðingu sem hér var stunduð.) Skora því á þetta ágæta fólk að venda sínu kvæði í kross og taka fyrst á því sem fær fólkið í landinu til að standa með þeim í stað þess að haga sér þannig að ný bylting virðist óumflýjanleg. Birgitta Jónsdóttir hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með árangur hinn- ar svokölluðu norrænu velferðarstjórn- ar og telur að ráðherrar ættu að fara til Norðurlandanna og fá kynningu á því hvað velferðarstjórn snýst um. Hún segir athugasemdir sínar á fundi fjárlaganefndar um blóðugan niðurskurð í málefnum öryrkja og ellilífeyrisþega hafa fallið í grýttan jarðveg. Blóðugur niðurskurður sá niðurskurður sem ríkisstjórnin hefur skipað fyrir um er blóðugur, að mati Birgittu. Ofurlaun skilanefndanna Birgitta leggur til að ríkisstjórnin skeri niður ofurlaun skilanefndanna í stað þess að taka af þeim sem minnst mega sín. HELGARPISTILL Velferðarstjórn? Birgittu blöskrar að skerða eigi afkomu 30 þúsund ellilífeyr- isþega og þeirra sem þurfa á örorkubótum að halda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.