Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 31
föstudagur 26. júní 2009 31Fókus Þegar tíkin sem er kærasta Jimmys, leikinn af Matthew Horne, yfirgefur hann í enn eitt skiptið þvingar besti vinur hans, Fletch, leikinn af James Corden, í ferðalag til þess að gleyma raunum sínum. Auralausir komast þeir ekki úr landi á sólarströnd og ákveða því að fara þangað sem pílan endar á korti af Bretlandi. Á þorpinu sem verður fyrir valinu hvíla þau ör- lög að allar stúlkur þess verði lesb- ískar vampírur um leið og þær verða átján ára. Magnað plott. Á einu æv- intýraríku kvöldi þurfa þeir að af- létta bölvununni með hjálp blótandi prests og yndisfagurrar stúlku. Horne og Corden eru nýjasta gríntvíeyki Breta og hafa farið á kost- um í gamanþáttunum Gavin and Stacey sem unnið hafa ótal verðlaun, bæði á BAFTA og bresku grínverð- laununum. Í þáttunum leika þeir félagana Gavin og Smithy sem auð- velt er að elska enda samband þeirra bæði fáránlega fyndið og sykursætt. Þeir félagarnir fara ekki langt í kar- aktersköpun fyrir þessa mynd og eru þetta í raun sömu karakterarnir. Ga- vin, nú Jimmy, þessi mjúka týpa og Smithy, nú Fletch, fíflið en svo sann- arlega fyndið fífl. Þessi fáviti sem James Corden hefur skapað er nefni- lega alveg viðbjóðslega fyndinn. Lesbian Vampire Killers er vissu- lega algjör þvæla en hún var gerð til þess að vera þvæla og býður því ekki upp á neinn kjánahroll. Menn vissu nákvæmlega út í hvað þeir voru að fara og reyna því ekkert skot yfir markið. Hraðar klippingar í breskum stíl og teiknimyndatexti lífgar upp á myndina á milli þess sem Fletch blótar öllu í sand og ösku og reynir við gullfallegar, stórbrjósta fegurðar- dísir. Yfirhöfuð er myndin ekkert meira en fínasta afþreying og á skilið það sem hún fær. Unnendur Gavin and Stacey-þáttanna verða þó mun hrifn- ari en aðrir af myndinni og geta vel bætt við hálfri, jafnvel einni stjörnu. Tómas Þór Þórðarson Hressandi þvæla m æ li r m eð ... Tölvuleikurinn uFC 2009 „skugga- og sudda- rudda- mudda- tuddalegur,“ segir gagnrýnandi dV. Grease sýningin grease er í einu orði sagt „dúndur show“ segir gagnrýnandi. The hanGover frábær grínmynd úr smiðju todds Phillips sem hefur leikstýrt myndum á borð við Old school og road trip. year one gamanmynd sem springur eins og Kínverji, ekki skipa- raketta eins og innihaldslýsingin vísaði á. TerminaTor salvaTion „Christian Bale er fínn í hlutverki johns Connor en myndin ekki jafngóð,“ segir gagnrýnandi. Íslenska eFnahaGs- undrið: FluGeldahaG- Fræði Fyrir byrjendur Bók um hrunið eftir jón fjörni thoroddsen féll ekki vel í kramið hjá gagnrýnanda. m æ li r eK Ki m eð ... föstudagur n Gunni og sinfó Meistaralagasmiðurinn og -tónlistar- maðurinn gunnar Þórðarson opnar söngbók sína og spilar öll sín bestu lög með aðstoð sinfóníuhljómsveitar ísland í Háskólabíói. tvö miðaverð eru á tónleikana en hægt er að kaupa miða á midi.is. n Útgáfupartí Thule og beatport Á jacobsen verður útgáfupartí thule og Beatport í tilefni þess að Beatport gefur út lög frá thule-músík. Beatport er með eitt stærsta net af elektrónískum lögum til niðurhals. Þarna verða dj thor, Hunk of a Man, strákarnir í Plugg´d, dj Oxy, hg dj a.t.L að þeyta skífum. n nana á kúltúru Það verður dúndrandi hip-hop, r&b og reggeaton-kvöld á Cafe Kúltúru við Hverfisgötu 18 á föstudagsnótt- ina. dj nana mun trylla lýðinn og sjá til þess að fólk hristi rassinn þangað til það getur einfaldlega ekki meira. n v.i.P. á Prikinu Það er V.I.P.-helgi á skemmtistaðnum Prikinu um helgina. Á föstudaginn hefur húsbandið leik klukkan nákvæmlega sautján mínútur og þrjátíu og þrjár sekúndur yfir tíu. Eftir það sér svo dj addi Intro um að klára kvöldið. laugardagur n hjaltalín á nasa Á laugardaginn ætla Hjaltalín og rás 2 að slá upp ærlegri veislu á nasa í tilefni þess að Hróarskelduhátíð er rétt handan við hornið, en Hjaltalín mun einmitt spila á hátíðinni. 1.500 krónur kostar inn á tónleikana sem hefjast klukkan 21.30. n house á jacobsen Á neðri hæð skemmtistaðarins jacobsen á laugardaginn verður spilað minimal house- og teknó-tónlist alla nóttina. Oculus, Oran og asli munu þeyta skífum fram undir morgun en Oculus hefur meðal annars verið að gefa út á Beatport. n dalton á hressó Hljómsveitin dalton spilar í garðpartíi Hressingarskálans á laugardaginn en þar verða fríir borgarar og áfengi á meðan birgðir endast. tuttugu ára aldurstakmark er í partíið en aðeins er hægt að fá miða með því að senda línu á dalton-menn: daltonbandid@ gmail.com. n deluxxx á Prikinu Hinn vikulegi útifatamarkaður Priksins verður á sínum stað á laugardaginn en V.I.P.-helgi er á staðnum. Meistara- plötusnúðurinn dj danni deluxxx sér svo um að þeyta skífum um kvöldið og verður enginn svikinn af því frekar en fyrri daginn. n mafían í london og reykjavík strákarnir í the House Mafia munu spila á London/reykjavík á laugardag- inn og gera allt vitlaust eins og þeir gerðu á júróvisjón-kvöldinu í maí. öll besta danstónlistin verður spiluð og kostar aðeins 500 krónur inn eftir eitt. fram að því er frítt inn. Hvað er að GERAST? Lesbian Vampire KiLLers leikstjóri: Phil Claydon aðalhlutverk: Matthew Horne og james Corden kvikmyndiR lesbian vampire killers algjör þvæla en Horne og Corden eru góðir. ing þannig að maður sé ekki að end- urtaka sig.“ Hann segir það frábært að vinna með Ladda. „Þeir sem þekkja hann vita að hæfileikarnir sem fóru í Ladda áttu að fara í fimm þúsund manns en hann leikur mann alltaf út í horn,“ segir Stefán brosandi. lárus í laxdælu Um miðjan júlímánuð hefjast síðan tökur á myndinni Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar. Myndinni er leikstýrt af Ólafi Jóhannessyni sem gerði með- al annars Stóra planið og The Amaz- ing Truth About Queen Raquela. „Það er meira drama í þessari mynd. Þetta er ekki ádeilumynd en hún fjallar um íslenskt hugarfar að sumu leyti og ég er þá ekki að meina ástandið í dag heldur bara okkur Ís- lendinga,“ segir Stefán sem fer með hlutverk Lárusar í myndinni. Úrvalslið leikara fer einnig með hlutverk í þessu fjölskyldudrama og má þar meðal annars nefna Eggert Þorleifsson, Ágústu Evu Erlendsdótt- ur, Pétur Einarsson, Flosa Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Myndin er tekin upp að mestu í Búðardal en Ólafur Jóhannesson er einmitt þaðan. Lárus lendir í því áfalli að eiginkona hans yfirgefur hann fyrir yfirmann hans sem leikinn er af Sig- urði Sigurjónssyni. „Hann er að reyna að fóta sig í lífinu og fer út á land, í Búðardal að ósk föður hans, að end- urreisa gamalt sláturhús á staðnum,“ segir Stefán. „Aumingja Lárus hefur aldrei komið nálægt viðskiptum en lýgur sig inn til að reyna að húrra sam- félagið upp og það er gaman að fylgj- ast með Lárusi þar sem hann verður betri maður eftir þessa reynslu.“ Stefán fer fögrum orðum um leik- stjórann og bindur miklar vonir við hann. „Hann er mjög skipulagður og með sýnina yfir myndina alveg í hausnum sem er frábært. Það eru for- réttindi að fá að vinna með svoleiðis fólki.“ Fjarri fjölskyldunni Stefán dvelur á Íslandi fram í miðjan ágúst frá fjölskyldu sinni sem hann viðurkennir að sé mjög erfitt. Því fylgja blendnar tilfinningar en hann segir það nánast ómögulegt að fljúga með alla fjölskylduna til landsins frá Los Angeles. „Það hefði klárað laun- in ansi fljótt hefði ég komið með þau heim. Við hefðum sennilega ekki náð að borða neitt,“ segir Stefán að gamni sínu. En Stefán segir að flug fyrir alla fjölskylduna hefði kostað hátt í millj- ón íslenskra króna. Hann segir það ávallt skrýtið að koma heim eftir svona langa dvöl úti. „Mér líður alltaf eins og gesti í eigin landi en þó er ég alltaf meira og meira sannfærður um það að Ísland sé besta land í heimi,“ segir Stefán og tekur þá sérstaklega fram einstaka hlýju sem hann finnur frá landanum. „Það er alltaf hlýlegt og heimilis- legt að koma heim. Ókunnugir menn gefa sig á tal við mann eins og ættingja og vin úti á götu og það er ofboðslega heimilisleg tilfinning og þægileg og gerir fjarveruna frá minni eigin fjöl- skyldu bærilegri. Satt best að segja er þetta besta land í heimi,“ ítrekar hann enn eina ferðina. „Svo ekki sé minnst á kókið hérna heima. Það er alvöru sykur og vatn í því en ekki klórvatn og kornsíróp.“ hanna@dv.is stefán karl stefánsson Hann hefur tekið að sér tvö hlutverk í tveimur afar ólíkum myndum í sumar ásamt því að gefa út skemmtidiskinn túrett og moll. mynd heiða helGadóTTir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.