Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 38
föstudagur 26. júní 200938 Helgarblað
Ekkert jafnast á við að ferðast gangandi. Sífellt fleiri njóta þess að fara gangandi um fáfarnar slóðir og njóta feg-
urðar náttúrunnar. Margir fara eina
ferð á hverju sumri meðan aðrir eru
stórtækari. Gönguleiðir eru auðvit-
að óteljandi í sjálfu sér en sumar eru
gríðarlega vinsælar meðan aðrar eru
lítt þekktar og sumar eru auðrataðar
en aðrar vandfarnar.
Hér verður þess freistað að gefa
yfirlit yfir tíu gönguleiðir á Íslandi
sem allir duglegir göngumenn ættu
að ráða við og gætu stefnt á að fara
þær allar. Hér geta menn lagt lín-
urnar fyrir næstu sumur hvort sem
þeir eru að hefja feril sinn sem
göngugarpar eða teljast til þeirra
sem lengra eru komnir.
Laugavegurinn
Frægasta og vinsælasta gönguleið
á Íslandi frá Landmannalaugum
til Þórsmerkur, 56 kílómetra löng
og venjulega farin á fjórum dög-
um. Leiðin er merkt með stikum og
umferðin hefur mótað skýran stíg í
landið. Veglegir skálar bíða í hverj-
um áfangastað og hægt er að flytja
allan farangur fyrir göngumenn.
Stórbrotið landslag um litríkt líp-
arít, heitar laugar og fjölbreytt hvera-
svæði á fyrstu tveimur dagleiðunum
gera leiðina sérstaka og ógleyman-
lega. Síðan taka við eyðisandar og
stórkostleg gil og gljúfur uns kom-
ið er í ilmandi birki og ríkulegan
gróður í Þórsmörk. Vaða þarf þrjár
ár á leiðinni sem geta verið nokk-
uð miklar. Hæðarmunur er nokkur
en leiðin hefst í 600 metra hæð og
fer upp í rúma 1000 metra í Hrafn-
tinnuskeri sem er fyrsti áfanginn.
Eftir það hallar undan og er endað í
220 metra hæð í Þórsmörk. Þetta er
leiðin sem margir byrja á, enda ættu
flestir að ráða við hana.
Fimmvörðuháls
26 kílómetra löng leið milli Bása á
Goðalandi og Skóga undir Eyjafjöll-
um um háls milli Eyjafjallajökuls
og Mýrdalsjökuls. Oftast farin í ein-
um áfanga en tveir skálar eru uppi á
hálsinum. Leiðin er ágætlega merkt
og hægt að flytja allan farangur fyrir
göngumenn hvort sem gist er uppi á
hálsinum eða í Þórsmörk. Gangan
hefst í 16 metra hæð við Skóga og fer
hæst í 1100 metra hæð efst á háls-
inum. Stórkostleg náttúrufegurð
í fossasinfóníu Skógaár á leiðinni
upp hálsinn að sunnan nær síðan
óvæntu hámarki í gríðarlega mögn-
uðu útsýni efst á hálsinum séu menn
heppnir með veður. Lofthræddir
eiga erfiðar stundir við Heljarkamb
neðan við Bröttufönn og á Kattar-
hryggjum skammt fyrir ofan Bása
en stígur er allgóður og keðja til
styrktar. Um Fimmvörðuháls er far-
in árlega ein vinsælasta hópganga
landsins þegar Útivist stendur fyrir
Jónsmessunæturgöngu.
Strútsstígur
Rúmlega 40 kílómetra leið frá Hóla-
skjóli við Eldgjá um Álftavatnakrók,
Ófærudali og Strútslaug í Strútsskála
og þaðan í Hvanngil. Venjulega farin
á þremur dögum og hægt er að flytja
farangur fyrir göngumenn. Leiðin er
merkt og víðast hvar skýr slóði. Úti-
vist endurreisti gangnamannakofa
í Álftavatnakróki og byggði nýjan
skála við Strút og þannig varð leið-
in til fyrir fáum árum. Þetta er afar
fögur gönguleið með fram Syðri-
Ófæru með hraunbogum, nafn-
lausum fossum og flúðum. Gróður-
sæld og fegurð Álftavatnakróks er
óviðjafnanleg og í Hólmsárbotnum
norðan við Strút er Strútslaug sem
er frábær baðstaður. Seinasti áfang-
inn liggur um eyðisanda Kaldaklofs
og Mýrdalssands undir tignarlegum
Kaldaklofsfjöllum með litríku lípar-
íti. Leiðin hefst í 340 metra hæð og
endar í 560 metra hæð í Hvanngili
og hvergi yfir fjall að fara. Fátt um
torfærur en vaða þarf á nokkrum
stöðum. Stórbrotin og frekar auð-
veld leið sem nýtur vaxandi og verð-
skuldaðra vinsælda.
Ófeigsfjörður – Reykjarfjörður
50 kílómetrar meðfram sjó milli
fornra höfuðbóla í magnaðri eyði-
byggð. Margir bera farangur sinn all-
an en hópferðir fá oft farangur flutt-
an með bát. Reglulega er siglt milli
Norðurfjarðar og Reykjarfjarðar en
jeppafær vegur er í Ófeigsfjörð.
Hægt að ganga á þremur dög-
um og fara þarf yfir lága hálsa, ann-
ars gengið með sjó og meðal annars
undir hinum rómuðu Drangaskörð-
um. Gist í tjöldum á leiðinni en
hægt að gista í húsi í Reykjarfirði
og þar bíður ferðalangs hin dás-
amlega sundlaug. Einstök leið um
eyðibyggðir sem enn er haldið við
til sumarnytja. Rekaviður, refur, fjöl-
breytt fuglalíf og forvaðar gera all-
ar göngur um Strandir að ógleym-
anlegu ævintýri og sagan liggur yfir
öllu eins og vaðmálsteppi. Nokkur
stríð vatnsföll eru á leiðinni en tvö
þau stærstu, Eyvindarfjarðará og
Hvalá eru undir brú. Annað þarf að
vaða og stærstir eru ósarnir í Bjarn-
arfirði og Reykjarfirði. Sannkölluð
ævintýraleið sem nýtur vaxandi vin-
sælda.
Hvanndalir og Héðinsfjörður
Frekar erfið leið um tröllslegt lands-
lag og afskekktustu mannabyggðir á
Íslandi í Hvanndölum. 15 kílómetr-
ar eru frá Siglufirði um Hestskarð í
Héðinsfjörð og þaðan um Reiðskörð
niður að bæjum í Ólafsfirði. Heim-
sókn í Hvanndali krefst aukadags.
Hægt að flytja farangur á bátum. Um
nokkrar misjafnlega langar leiðir er
að ræða og allar eru þær frekar erf-
iðar þar sem farið er um lítt merkta
eða sjáanlega slóða og víða þarf að
fara neðan úr fjöru yfir fjallaskörð
sem ná rúmlega 600 metra hæð.
Sumar leiðirnar eru með því hrika-
legasta sem í boði er svo sem gangan
undir skriðum á leið úr Héðinsfirði í
Páll Ásgeir Ásgeirsson, göngugarpur og blaðamaður, lýsir á
hnitmiðaðan hátt þeim 10 gönguleiðum sem hann telur vera
þær áhugaverðustu fyrir göngugarpa og náttúruunnendur,
með eða án bakpoka.
Tíu mögnuðusTu gönguleiðirnar
1. Páll Ásgeir Ásgeirsson rithöf-
undurinn og göngugarpurinn við
fagraskógarból á goðalandi.
2. Strútslaug við rætur Torfa-
jökuls um þessar slóðir liggur
strútsstígur.
3. Göngumaður veður
Drangavíkurós Á leið í Ófeigsfjörð
á ströndum.
4. Fjörður eru stundum kall-
aðar Hornstrandir norðursins
Horft ofan af Blæjukambi.
MynDiR PÁLL ÁSGeiR ÁSGeiRSSon
oG JÓHann HaukSSon
1
2