Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Qupperneq 39
föstudagur 26. júní 2009 39Helgarblað Hvanndali eða leiðin úr Hvanndöl- um um Sýrdal, yfir Hvanndalabjarg og yfir í Fossdal. Varla nema fyr- ir vana göngumenn í góðu formi. Sumt er vandratað fyrir ókunnuga en skipulagðar ferðir eru í boði ár- lega og njóta vinsælda. Lónsöræfi Stórkostlega litríkt og fallegt svæði í nágrenni við Jökulsá í Lóni fyrir inn- an Illakamb. Bílfært er á Illakamb á öflugum bílum og bera verður allan farangur þaðan í skála í Nesi sem er ríflega kílómetri. Þar liggja ferða- langar einatt við í 2–3 daga og fara gangandi í Víðidal yfir Kollumúla og inn í Tröllakróka og margir ganga á Sauðhamarstind sem er hæst fjalla í nágrenninu. Náttúran býður upp á einstakt samspil af fjölskrúðugu líp- aríti og kjarri en stopul og átakanleg byggðasaga Víðidals gefur staðnum sérkennilega vídd. Úr Víðidal liggja leiðir yfir í Geithellnadal og einn- ig er hægt að ganga norður öræfin um Geldingafell, yfir Eyjabakka- jökul í Snæfell. Göngubrú á Jökulsá við Eskifell hefur aukið úrval leiða á svæðinu. Ferðalangar geta því val- ið sér misjafnlega erfiðar leiðir sem flestar krefjast þess að menn beri farangur með sér. Flateyjardalur og Fjörður Stórkostlega fallegt og mikilfenglegt svæði á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Margar leiðir eru fær- ar til þess að njóta náttúru svæðisins gangandi. Hægt er að flytja farangur út á Flateyjardal og í Hvalvatnsfjörð. Leiðin þar á milli liggur um Bjarn- arfjallsskriður sem mörgum finnst brattar. Frá nyrstu bæjum í Kinn er hægt að ganga á tveimur dögum yfir á Flateyjardal og þaðan er ein dag- leið í Hvalvatnsfjörð. Úr Hvalvatns- firði er hægt að ganga á rúmum tveimur dögum um Þorgeirsfjörð og Keflavík yfir á Látraströnd að enda bílvegar. Boðið er upp á hestaferð- ir um hluta svæðisins. Fjallgarður- inn milli Flateyjardals og Skjálfanda nær upp í tæplega 1000 metra hæð og Uxaskarð frá Keflavík yfir á Látra- strönd er rúmir 600 metrar. Vaða þarf ár á Flateyjardal, Þorgeirsfirði og Keflavík en ár í Hvalvatnsfirði eru brúaðar. Að ganga alla leið frá Skjálfanda til Látrastrandar tekur sex daga hið minnsta og er öll leið- in um 70 kílómetrar en auðvelt er að ferðast um svæðið í styttri áföngum. Gista verður í tjöldum. Víkur og Loðmundarfjörður Svæðið sunnan við Borgarfjörð eystri, nánar tiltekið Breiðavík, Brúnavík, Húsavík, Álftavík og Loðmundar- fjörður, eru heillandi göngusvæði sem nýtur vaxandi vinsælda. Góðir skálar eru við leiðina og hægt að flytja farangur göngumanna. Líparítfjöllin eru hvergi litríkari og fjölbreyttari en á þessu svæði og nægir að minna á fjallið Hvítserk eða Röndólf sem eng- um gleymist sem það sér. Í Húsavík er forn kirkjugarður að hrynja úr sjávar- bakkanum og sunnan víkurinnar er merkasti fundarstaður baggalúta á Íslandi í Álftavíkurtindi. Eyðibyggð- irnar búa yfir sérstakri og átakan- legri sögu. Þetta telst vera nokkuð létt gönguleið því þótt farið sé um fjallaskörð eru þau ekki sérlega há (400-500 metrar) og víða bílslóðir til að ganga eftir. Fyrir vaskari göngu- menn leynast áhugaverðir möguleik- ar á svæðinu eins og heimsóknir að Glettingi og í Ytri-Álftavík sem hlýt- ur að teljast eitt sérstæðasta bæjar- stæði á Íslandi. Heildarvegalengd úr Borgarfirði í Loðmundarfjörð er um 38 kílómetrar og hæfilegt að ganga í þrjá daga. Kjalvegur Hinn forni Kjalvegur, þjóðleið milli byggða um aldir, er merkileg göngu- leið þar sem sagan angar úr hverju hóffari og hverju vörðubroti. Grón- ar götur, skófum vaxnar vörður og sögusvið átakanlegra atburða eins og endaloka bræðranna frá Reyni- stað gera Kjalveg að ákjósanlegu verkefni fyrir þá sem hafa áhuga á sögu landsins. Flestir sem fara þessa leið byrja eða enda á Hveravöllum eða Hvítár- nesi en vegalengd þar á milli er 40 kílómetrar. Góðir skálar eru í Þjófa- dölum og við Þverbrekknamúla og engar ár þarf að vaða á leiðinni og gengið er í svo til jafnri hæð alla leiðina. Auðvelt er að flytja farangur göngumanna. Í Hvítárnesi er elsta sæluhús FÍ, frægt fyrir draugagang. Rétt norðan við Þverbrekknamúla skammt frá hefðbundinni gönguleið er Beinahóll þar sem Reynistaða- bræður urðu úti 1780 og Hveravell- ir eru meðal þekktustu dvalarstaða Fjalla-Eyvindar og Höllu lagskonu hans. Heitt náttúrulegt bað er á Hveravöllum. Auðvelt er að ganga milli Hvítárness og Hveravalla á tveimur til þremur dögum. Vilji menn svo lengja leiðina annaðhvort til norðurs eða suðurs eru margir möguleikar á gististöðum, í Haga- vatni, Áfangafelli eða Galtarárskála austan Blöndu. Öskjuvegurinn Leiðin úr Herðubreiðarlindum að Svartárkoti í Bárðardal er kölluð Öskjuvegurinn og er um 75 kíló- metrar að lengd. Leiðin liggur um Bræðrafell, Drekagil, Öskju og Víti, um Jónsskarð í Dyngjufjalladal og þaðan norður Ódáðahraun og end- ar í Suðurárbotnum. Leiðin er vel merkt og greið og góðir gistiskálar í eigu Ferðafélags Akureyrar á öllum gististöðum. Hægt er að flytja farang- ur milli staða og leiðin liggur lengst af í jafnri hæð en taka þarf um 500 metra hækkun á leiðinni frá Dreka- skála yfir í Öskju. Magnþrungn- ar sögur af dularfullum slysförum í Öskju gefa ferðinni dulúðugt yfir- bragð en stórbrotin náttúrufegurð tignarlegustu fjalla landsins, ekki síst þjóðarfjallsins Herðubreiðar gera leiðina ógleymanlega. Bræðrafell og Kollóttadyngja búa yfir töfrum sem eru fáum kunnir og ferðalangur sem kemur að fossandi uppsprettulind- um Suðurár eftir eyðimerkurgöng- una gegnum Ódáðahraun getur ekki annað en fallið fram og tilbeðið þetta land. Gönguleiðir eru auðvit- að óteljandi í sjálfu sér en sumar eru gríðarlega vinsælar meðan aðrar eru lítt þekktar og sum- ar eru auðrataðar en aðrar vandfarnar. Tíu mögnuðusTu gönguleiðirnar Laugavegurinn er vinsælasta gönguleið landsins Horft af brúnum ofan Brennisteinsöldu til Bláhnúks. 3 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.