Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Page 42
föstudagur 26. júní 200942 Sport Lífið ekki aLLtaf Ljúft á BernaBeu Því fylgir eðlilega mikil pressa að leika fyrir stórliðið Real Madrid. Þetta sögufræga lið hefur síðustu áratugi aðeins keypt bestu leikmenn heims. En þegar svona margir eru keyptir get- ur lífið ekki verið öllum gott á Bernabeu. Meira að segja þó að þú standir þig vel áttu þér ekki viðreisnar von í hörðum heimi þess að vera leikmaður Real Madrid. DV tekur saman sjö leikmenn sem lifa eða lifðu ekki sældarlífi á Bernabeu. javi Garcia - Spáni Staða: Varnarsinnaður miðjumaður Aldur: 22 ára Núverandi lið: real Madrid Ár með Real Madrid: 2004-2007 og 2008-? Leikir með Real Madrid (mörk): 18 (0) javi garcia er einn af sárafáum leik- mönnum real Madrid sem koma úr unglingastarfi liðsins. Miklar væntingar voru bundnar við hann þegar hann var að brjótast fram á sjónarsviðið fyrir fáeinum árum. ungur að aldri fékk hann afar fá tækifæri og var seldur til Osasuna þar sem hann fékk að njóta sín og sýndi hvers hann var megnugur. real Madrid hafði rétt á að kaupa hann aftur til baka og í stað þess að leyfa honum að þroskast annars staðar stukku Madridingar á hann þegar önnur lið fóru að bera víurnar í garcia. Hann kom aftur á Bernabeu fyrir síðasta tímabil en hefur meira og minna setið á bekknum síðan. joSe antonio reyeS Spáni Staða: Vængmaður Aldur: 25 ára Núverandi lið: Benfica Ár með Real Madrid: 2006-2007 Leikir með Real Madrid (mörk): 49 (9) draumur joses reyes var alltaf að leika fyrir real Madrid og sannaðist það hvað best í frægu útvarpsviðtali þar sem hann var plataður til þess að segja sína skoðun á Lundúnum og drauma sína um Bernabeu. Hann fékk svo loks tækifærið tímabilið 2006-2007 og lék vel með liðinu það ár en hann var á láni frá arsenal. Hann kom meira að segja inn á snemma í lokaleik tímabilsins þar sem real Madrid var undir, 1-0, skoraði tvö mörk í 3-1 sigri og real endurheimti titilinn á ný. Það virtist aðeins formsatriði að reyes myndi skrifa undir varanlegan samning en skjótt skipast veður í lofti og áður en hann vissi af var hann kominn í lið Madrid. En ekki real. Heldur atletico. Hjá atletico gekk reyes ekkert og er hann nú kominn í Benfica í Portúgal og virðist sem snögglega hafi fjarað undan ferli joses antonios reyes. juLio BaptiSta BraSiLíu Staða: framherji Aldur: 27 ára Núverandi lið: roma Ár með Real Madrid: 2005-2008 Leikir með real Madrid (mörk): 58 (11) julio Baptista var stórkostlegur í liði sevilla þegar það var að vinna sig upp á meðal þeirra bestu á spáni árin 2003-2005. real Madrid fór ekki varhluta af gæðum Brasilíumannsins og fékk hann til þess að styrkja framlínu sína. Baptista var þó einn af þeim sem einfaldlega komust aldrei í takt við lífið hjá real Madrid. Hann lék aðeins fimmtíu og átta leiki á þremur tímabilum og skoraði ellefu mörk. Áður hafði hann skorað fjörutíu mörk í sextíu leikjum fyrir sevilla. Hann fór eitt ár til arsenal á láni áður en real Madrid þakkaði Baptista pent fyrir sitt framlag og sendi hann með frímerki á rassinum til roma á ítalíu. tomaS GraveSen danmörku Staða: Miðjumaður Aldur: 33 ára Núverandi lið: Hættur Ár með Real Madrid: 2005-2006 Leikir með Real Madrid (mörk): 35 (1) danski harðjaxlinn thomas gravesen var eiginlega keyptur til real Madrid fyrir misskilning. Mönnum á Berna- beu fannst sárlega vanta upp á varnarleikinn á miðjunni og ætluðu gravesen að binda saman vörn og miðju eins og hann hafði gert svo snilldarlega með Everton fram að því. Málið var að gravesen sá ekkert um hlutverk varnarsinnaðs miðjumanns hjá Everton. Það gerði annar sköllóttur leikmaður sem er afar líkur gravesen, Lee Carsley, sem nú leikur með Birmingham. gravesen hafði sig mun meira í frammi í sókninni og lagði upp ófá mörkin. í hlutverki varnarsinnaðs miðju- manns gekk gravesen lítið og var hann kominn til skotlands ári síðar. javier SavioLa arGentínu Staða: framherji Aldur: 27 ára Núverandi lið: real Madrid Ár með Real Madrid: 2007-? Leikir með Real Madrid (mörk): 16 (4) ungur að árum raðaði saviola inn mörk- um fyrir Barcelona. Hann var sendur á lán síðustu tvö árin sín hjá Barca og þegar kom að því að selja saviola voru erkifjendurnir í real Madrid ekki lengi að klófesta argentínu- manninn snjalla. saviola hefur verið meira og minna týndur frá því hann klæddist fyrst hvíta búningnum enda virðist sem honum hafi aldrei verið ætlað byrjunarliðssæti. Hann hefur aðeins komið við sögu í sextán leikjum hjá liðinu á tveimur tímabilum og þá meira og minna komið inn á sem varamaður. Margir bíða eftir að þessi hæfileikaríki framherji komi sér eitthvað annað og fari að skora en hann virðist vera nokkuð sáttur með sinn stað í lífinu. micHaeL oWen enGLandi Staða: framherji Aldur: 29 ára Núverandi lið: newcastle Ár með Real Madrid: 2004-2005 Leikir með real Madrid (mörk): 35 (16) Það verður seint sagt að Michael Owen hafi staðið sig illa hjá real Madrid. Þvert á móti. Owen var mikið notaður sem varamaður tímabilið sem hann eyddi hjá real Madrid en tókst samt að skora nokkur mörk. Það virtist þó að hvað sem hann gerði vel, hann var einfaldlega ekki í myndinni hjá þjálfara né stuðningsmönnum liðsins. Hann hrökklaðist því til newcastle og féll með liðinu úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Hann hefur þó verið afar mikið meiddur á síðustu árum. Owen byrjaði hægt með real Madrid en var fljótur að koma sér í gang. seinagangurinn í byrjun móts gleymdist þó aldrei og var hann alltaf kaffærður af spænskri pressu sama hvað hann gerði gott. antonio caSSano ítaLíu Staða: framherji Aldur: 26 ára Núverandi lið: sampdoria Ár með Real Madrid: 2006-2008 Leikir með Real Madrid (mörk): 19 (2) uppalinn hjá Bari átti Cassano sín langbestu ár hingað til með roma árin 2001-2006. Þar kornungur lék hann eins og kóngur og var samstarf hans og tottis alveg magnað. Með hverri mínútunni varð Cassano hins vegar alltaf meira og meira fífl en ósjaldan hefur hann komist í kast við þjálfara, stuðningsmenn eða fjölmiðla vegna hegðunar sinnar. real Madrid ákvað þó að taka sénsinn á stráknum og reyna að berja í hann vitið. Á tveimur tímabilum lék Cassano aðeins nítján leiki og átti meira og minna við sömu hegðunarvandamálin að stríða. Hann virðist þó hafa fundið fjölina sína hjá sampdoria síðustu tvö árin og hefur hagað sér meira og minna vel. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.