Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 15
Föstudagur 3. júlí 2009 15Helgarblað „ÍSLENDINGANA SKORTI REYNSLU“ „Ég var ekki á móti kaupum Kaup- þings á Singer & Friedlander árið 2005. Ég taldi kauptilboð Kaup- þings í bankann mjög gott fyrir hluthafa Singer & Friedlander. Það var skylda mín að hámarka hagnað hluthafa,“ segir Tony Shearer sem var forstjóri Singer og Friedlander árið 2005 þegar Kaupþing keypti breska bankann. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hef- ur gagnrýnt Shearer fyrir að hafa fullyrt á fundi við breska fjármála- eftirlitið í upphafi ársins að stjórn- endur Kaupþings hafi verið óhæfir til að reka banka í Bretlandi. Sagði Sigurður að Shearer hefði sagt þetta þar sem stjórnendur Kaup- þings hafi ekki óskað eftir starfs- kröftum hans eftir að Kaupþing keypti breska bankann. Í samtali við DV segir Shearer að það séu tvær ástæður fyrir því að hann taldi stjórnendur Kaupþings óhæfa til að reka breskan banka. „Í fyrsta lagi voru þeir að lána háar fjárhæðir til stjórnenda sinna til hlutabréfakaupa í eigin banka. Slík- um vinnubrögðum var ég ekki van- ur.“ Shearer nefnir að það hafi verið ýmislegt annað sem hann taldi að væru ekki heppilegir stjórnarhætt- ir hjá mönnum sem ætluðu sér að stjórna banka á Lundúnasvæðinu. „Í öðru lagi taldi ég Íslending- ana skorta reynslu í rekstri alþjóð- legra banka. Reynsluleysið sást í ákvörðunum sem þeir tóku sem ég taldi rangar,“ segir hann. Hins vegar hefði hann ekkert slæmt um fólkið sjálft að segja. Það hafi flest verið mjög indælt. „Það var vel menntað og ekkert út á það að setja. Ég taldi það hins vegar ekki hafa burði til að reka banka af þeirri stærðargráðu sem Singer & Friedlander var árið 2005. Það hafði ekki nægilega al- þjóðlega reynslu,“ segir hann. „Þetta er með ólíkindum,“ seg- ir Shearer þegar honum er tjáð að um 20 stjórnendur hjá Kaupþingi hafi fengið í kringum 24 milljarða íslenskra króna í lán hjá Kaupþingi til hlutabréfakaupa. Hann seg- ir það líka sláandi að stjórn bank- ans hafi ákveðið það á fundi tveim- ur vikum fyrir yfirtöku bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna. „Vissulega eru lán af- skrifuð hjá bönkum þegar fólk get- ur ekki borgað þau. Hins vegar er með ólíkindum að persónulegar ábyrgðir séu felldar niður. Ég hef aldrei heyrt um slíkt,“ segir hann. Að hans mati er það líka sláandi að Helgi Sigurðsson, yfirlögfræð- ingur Kaupþings, hafi verið feng- inn til að segja til um hvort niður- felling á persónulegum ábyrgðum stæðust lög. „Þarna er um augljósa hagsmunaárekstra að ræða,“ segir Shearer. Hann segist hafa haft áhyggjur af því þegar árið 2005 þegar Kaup- þing keypti Singer & Friedland- er að illa gæti farið fyrir íslensku efnahagslífi. Hann hafi kom- ið til Íslands það ár í þriggja daga veiðiferð „til þessa ótrúlega fallega lands,“ segir hann. „Ég hitti mikið af helstu viðskiptamönnum lands- ins. Þetta var mjög indælt fólk. Hins vegar kom það mér ekki fyrir sjón- ir sem fólk sem gæti stjórnað rekstri af þeirri stærðargráðu sem það var að taka þátt í,“ segir Shearer. Hann segist þekkja nokkur dæmi þess að íslenskir viðskiptamenn hafi keypt fyrirtæki á Bretlandseyjum á yfir- verði. „Ég fann það ekki þegar við vorum að ganga frá sölunni á Singer & Friedlander að ég væri að eiga við mjög séða fjármálamenn í yfirtök- um á fyrirtækjum,“ segir Shearer. Hann segist eiga erfitt með að leggja mat á það hvort það sé und- arlegt að enginn hafi enn verið ákærður á Íslandi vegna fjársvika eftir bankahrunið árið 2008. „Það hefur enginn enn verið ákærður í Bretlandi. Þetta tekur oft langan tíma í réttarkerfinu,“ segir Shear- er. „Ég get ekki dæmt um það hvort niðurfelling persónulegra ábyrgða á lánum stjórnenda Kaupþings standist lög. Ég hef hins vegar aldrei heyrt um slíkar niðurfellingar,“ segir hann. Hann segir að í Bretlandi geti fjármálafyrirtæki ekki lánað sínum eigin starfsmönnum til hlutabréfa- kaupa í eigin fyrirtæki. Að sögn Shearers var tvennt sem hann sagði við breska fjármálaeftir- litið þegar hann var kallaður á fund til þeirra. „Ef þeir hefðu sinnt hlut- verki sínu í að hafa eftirlit með ís- lenskum fjármálafyrirtækjum og skoðað efnahagsreikninga þeirra hefði átt að stoppa þá af. Það á bæði við um eftirlitsaðila í Bretlandi og á Íslandi,“ segir hann. Hins vegar hefðu þeir átt að átta sig á því eft- ir að hafa átt fundi með íslenskum stjórnendum að þá skorti alþjóð- lega reynslu. „Þeir hefðu átt að gera eitthvað en gerðu það ekki,“ segir Shearer. Hann segir að breska fjár- málaeftirlitið hafi notað þá afsökun í samtali við sig að þeir hefðu ávallt þurft að ráðfæra sig við íslenska fjármálaeftirlitið. „Það er hins veg- ar afsökun sem ég kaupi ekki“ seg- ir hann. annas sigmundsson blaðamaður skrifar: as@dv.is Tony shearer segist hafa haft áhyggjur af því þegar árið 2005 þegar Kaupþing keypti Singer & Friedlander að illa gæti farið fyrir íslensku efnahagslífi. Tony shearer Fyrrverandi forstjóri singer og Friedland- er hafði efasemdir um Kaupþingsmenn. Hátíðarmatseðill Forréttur Koniaksbætt humarsúpa Aðalréttur Steikt Lúðufiðrildi með hvítlauksristuðum humarhölum og humarsósu Dessert Hátíðardessert Forréttur Súpa dagsins Aðalréttur Hunangsgljáð andabringa „Orange” með rusty kartöflum og ristuðu grænmeti Dessert Hátíðardessert Forréttur Koniaksbætt humarsúpa Aðalréttur 200 gr. ristaðir humarhalar með mangó-chilli cous cous, salat og kartöflubátar Dessert Hátíðardessert Forréttur Súpa dagsins Aðalréttur Glóðuð Nautalundarpiparsteik, ristaðir humarhalar, grænmeti og rjómalöguð piparsósa Dessert Hátíðardessert Laugaás 30 ára 25. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.