Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Qupperneq 22
Föstudagur 3. júlí 200922 Helgarblað RAFBÍLAR INNAN FIMM ÁRA Metnaðarfullt verkefni stefnir að því að rafmagnsbílavæðing hér á landi verði langt á veg komin árið 2012 og stendur til að flytja inn 1.500 rafknúna smábíla á næst- unni á sama verði og er sett á hefðbundna smábíla. Hekla stefnir að því að hefja inn- flutning árið 2010 á rafbílum fyrir almenn- an markað. Venjulegur rafmagnsbíll dug- ar að minnsta kosti 100 kílómetra á milli hleðslna og hefur stóru verkefni verið ýtt úr vör til að setja upp hleðslustaura um allt land. Verkefninu 2012 Nýtt upphaf var hleypt af stokkunum á síðasta ári. Því er ætlað að koma að rafmagns- bílavæðingu hér á landi og stendur til loka ársins 2012. Sighvatur Lárus- son, verkefnisstjóri hjá 2012, stefn- ir að því að þá verði rafmagnsbíla- væðing komin mjög langt á veg hér á landi. Hann segir verkefnið gríðar- stórt og krefjist hugarfarsbreytinga hjá fólki. Félagið ætlar að hefja um- fangsmikla kynningu á rafmagnsbíl- um inni í háskólum og framhalds- skólum í haust, sem lið í að opna huga fólks fyrir rafmagnsbílum. „Við ætlum okkur að setja upp kerfi sem samanstendur af rafmagns- póstum til að hlaða bíla. Þetta kerfi er þannig að þú stingur bílnum í samband og þá þekkir kerfið bílinn þinn, hvaða rafhlöðu hann notar og svo framvegis. Þá getur fólk hlað- ið bílana sína á venjulegum hrað- hleðslustaurum sem verða mjög víða um land,“ segir Sighvatur. Með hrað- hleðslustaurum ætti það ekki að taka nema 10 mínútur að ná um það bil 80 prósent hleðslu á rafmagnsbílana. Algengt er að rafmagnsbílar komist frá 100 kílómetrum og allt upp í 500 kílómetra á hverri hleðslu. Aðallega eru rafmagnsbílar hugsaðir til notk- unar í borgum. Á sama verði og Yaris Sighvatur segir að 2012 hafi þegar verið gengið frá pöntun á 1.500 raf- magnsbílum sem verði fluttir hing- að til lands á næstu misserum. Hann vill að svo stöddu ekki upplýsa um hvaða tegundir þeir eru. Hann seg- ir hins vegar að bílarnir verði í svip- uðum stærðarflokki og Volkswagen Polo og Toyota Yaris og á sambæri- legu verði. Hátt verð á rafmagnsbíl- um hefur verið eitt af því sem hefur hamlað útbreiðslu þeirra hingað til. „Við erum að ganga frá samningum við fleiri aðila og ég vona að fleiri fari að selja rafmagnsbíla. Við get- um ekki sett upp risastórt kerfi ein, en við erum að ýta því af stað með „Ef allir bílar á landinu væru rafmagnsbílar myndum við nota 50 megavött til að knýja þá alla áfram og það þarf ekki að virkja neitt fyrir þá orku.“ valgeir örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is 2012 „ísland hentar best í heimi fyrir rafmagnsbíla. Við erum með svaðalega flottan infrastrúktúr hér á landi og það sem við erum að gera er að ýta þessu áfram síðustu fimm metrana, “ segir sighvatur lárusson. MYnD HeiÐa HelgaDÓTTir DV0906253121 Ketill Pálsson fer ferða sinna innanbæjar á gömlum Peugot-rafmagnsbíl: skilur alla eftir á ljósum Ketill Pálsson hefur ekið um á Peug- ot 106-rafmagnsbíl undanfarna tvo mánuði. Hann sá bílinn, sem var flutt- ur inn til landsins árið 1997, auglýst- an í Bændablaðinu og ákvað að slá til. Hann segist ekki sjá eftir því að hafa keypt bílinn, enda reiknast honum til að það kosti eina krónu að keyra hvern kílómetra. „Ég er í skýjunum yfir þessu. Þetta er ekkert vesen. Mað- ur bara stingur þessu í hvaða inn- stungu sem er, hvort sem er 10 amp- era innstungu eða 16 ampera. Ef ég er búinn að keyra eitthvað áður en ég fer í vinnuna legg ég honum bara nálægt húsinu og sting í samband. Mér hef- ur fundist ég vera eins og kúreki með hestinn minn,“ segir Ketill. Bíllinn er sem fyrr segir kominn nokkuð á aldur, en hann hefur dugað eigendum sínum vel hingað til. Hann er keyrður 37 þúsund kílómetra og í honum eru ennþá upphaflegu raf- geymarnir. „Það er ekkert viðhald á þessu,“ segir hann. Ketill segist nota bílinn innan- bæjar og hann dugi vel til þess. „Þetta passar innanbæjar, til að keyra í og úr vinnu.“ Rafmagnsbíll- inn er ekki eins kraftmikill og hefð- bundnir bílar, en Ketill segir hann gæddan öðrum eiginleikum. „Hann nær 90 til 100 kílómetra hraða, en ef ég er að keyra upp Ártúnsbrekk- una, þá hef ég hann upp í 70. Við- bragðið er hins vegar miklu betra og ég skil alla við hliðina á mér eftir á ljósum.“ Fyrir utan viðbragðsflýtinn og erf- iðleika upp Ártúnsbrekkuna, nefn- ir Ketill að rafmagnsbíllinn sé mjög hljóðlátur. „Það heyrist í vökvastýr- inu, en maður heyrir ekkert í honum. Ég myndi mæla með þessu við alla. Ég hef átt japanskan bíl og sætin og fjöðrunin í þessum eru í klassa fyrir ofan hann.“ Rafmagnsbílar eru ekki ódýrustu bílarnir á markaðnum og segir Ketill að hans hafi kannski verið dýr mið- að við jafngamlan bensínbíl af sömu stærð. Hann sé hins vegar mjög spar- neytinn og þægilegur í rekstri. „Þetta er eins og keyra sjálfskiptan bíl, það eru tveir pedalar í gólfinu og svo ýtir maður á takka til að fara aftur á bak. Í gær keyrði ég 65 kílómetra á hleðsl- unni. Ég mældi hann einu sinni, þá var ég um það bil 3,5 klukkutíma að fullhlaða hann.“ Hjörtur gauti Ketilsson sonur Ketils Páls- sonar á rafmagnsbílinn með pabba sínum. MYnD sigTrYggur ari JÓHannsson græn stæði rafbílaeigend- ur geta hlaðið bílana sína ókeypis í Bankastrætinu. MYnD HeiÐa HelgaDÓTTir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.