Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Side 23
Föstudagur 3. júlí 2009 23Helgarblað RAFBÍLAR INNAN FIMM ÁRA aðstoð góðs fólks,“ segir Sighvatur. Mitsubishi iMiev Hekla hefur hafið innflutning í til- raunaskyni á Mitsubishi iMiev-raf- magnsbílum. Bílarnir eru væntan- legir hingað til lands fyrir áramót og samkvæmt upplýsingum frá Heklu verða þrír bílar notaðir hér fyrst um sinn og ef allt gengur vel er stefnt að því að hefja innflutning á þeim fyr- ir almennan markað um áramótin 2010. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu verður iMiev-rafmagns- bíllinn mjög sparneytinn og miðað við 15 þúsund kíómetra akstur á ári verði rafmagnskostnaður um 25 þús- und krónur. Verðið á iMiev er enn mjög hátt, en ráðgert er að það lækki hratt á næstu fjórum árum þegar rafgeymaframleiðslan verður ódýr- ari og innan fimm ára megi reikna með því að hann verði kominn í al- menna notkun. Græn stæði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for- maður umhverfs- og samgöngu- ráðs Reykjavíkur, leggur áherslu á að skapa hentugt umhverfi í borg- inni áður en rafbílavæðingin hefst að fullu. Í grænum skrefum borg- arinnar er gert ráð fyrir því að öku- menn fái að leggja visthæfum bifreiðum ókeypis í bílastæði borg- arinnar. Borgarbúar eru með þeim hætti hvattir til að aka um á visthæf- um bílum. Þá hefur borgin tekið frá sérstök bílastæði á tveimur stöðum í borginni fyrir rafmagnsbíla, þar sem þeir geta fengið ókeypis hleðslu í leiðinni. Ennfremur er áformað að bjóða rafmagnsbílum upp á svokall- aða næturgistingu, þar sem hægt er að hlaða þá á næturnar. Með rafmagn í áskrift Stefnan hjá 2012 er að bjóða upp á áskrift að ragmagnsstaurum, þar sem fólk getur hlaðið bíla sína. „Áskrift að plögginu fyrir smábíl verður í kringum 50 þúsund krón- ur á ári, eða um 4 þúsund krónur á mánuði. Ef þú notar ekki allt það rafmagn þarftu að sjálfsögðu ekki að greiða fyrir það,“ segir Sighvatur. Metnaðarfullar hugmyndir félagsins gera ráð fyrir því að þegar fólk kaup- ir nýjan rafmagnsbíl af þeim verði inni í kaupverðinu 3 til 5 ára áskrift að rafmagnskerfinu. „Þá þarftu ekki að hugsa um orkukaup allan þann tíma,“ segir hann. „Ísland hentar best í heimi fyrir rafmagnsbíla. Við erum með svaða- lega flottan infrastrúktur hér á landi og það sem við erum að gera er að ýta þessu áfram síðustu fimm metr- ana., hér er eru mikil tækifæri og næg orka. Ef allir bílar á landinu væru raf- magnsbílar myndum við nota 50 megavött til að knýja þá alla áfram og það þarf ekki að virkja neitt fyrir þá orku.“ Skilur alla eftir á ljósum HveR dRAp RAFMAgNsBÍLINN? Í kvikmyndinni, Who Killed the Electric Car?, sem kom út árið 2006, er fjallað um hvers vegna rafmagnsbílaþróun er komin jafnstutt á veg og raun ber vitni. Í myndinni er varpað ljósi á það hvernig hagsmunaaðilar á borð við stóra bílaframleiðendur í Bandaríkjunum, og þá sérstak- lega General Motors, hindruðu þróun á rafmagns- og vetnis- bílum. Í myndinni er fjallað um hvernig olíuiðnaðurinn, ríkis- stjórnin í Bandaríkjunum og fylk- isstjórnin í Kaliforníu lögðust á eitt að hindra framþróun tækn- innar. Höfundar myndarinn- ar komast að þeirri niðurstöðu að rafmagnsbílar myndu duga nægilega vel fyrir 90 prósent Bandaríkjamanna. Þeir segja neytendur skorta viljann til þess að greiða meira fyrir rafmagns- bíla en stuðla um leið að um- hverfisvernd. Hver Bandaríkjamaður ekur að meðaltali um það bil 50 kíló- metra á dag og því ættu raf- magnsbílar að henta langflest- um. Í myndinni er komið inn á að General Motors hafi selt sinn hlut í leiðandi þróunarfyrirtæki á sviði rafbílatækni til olíurisa og með því hafi rafgeymaþróun stöðvaðst að verulegu leiti. Olíufyrirtækin hafi hins vegar óttast hina nýju orkugjafa og því hafi þau fjárfest í rafmagnsbílafyrirtækjum í þeim tilgangi að hindra þróun þeirra. Þá segir í myndinni að General Motors hafi farið í áróðursherferð gegn rafmagnsbílafyrirtækjum, meðal annars með því að birta villandi neytendakannanir sem sýndu andstöðu við þróunina. Telja samsæri ástæðuna fyrir því að rafmagnsbílar séu komnir stutt á veg: Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsins, telur að miklir möguleikar séu fyrir rafmagnsbíla hér á landi. Hann bendir á að Íslendingar séu skuldbundnir til að brenna metangasi en hann er ekki eins bjartsýnn á framtíð vetnisbíla hér á landi. Hann leggur til að einblínt verði frekar á rafmagnsbílaþróun heldur en á vetni sem eldsneyti. „vIð eRuM RAFMAgNs- BÍLALANdIð sjÁLFt“ rafmagnsbíll Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsins, telur framtíðarhorfur raf- magnsbíla hér á landi vera bjart- ar. „Það eru gríðarlega framfarir í framleiðslu almennilegra rafgeyma sem duga vel. Það hefur verið akk- elisarhæll rafmagnsbíla að geymar þeirra hafa verið of þungir og geymt í sér allt of lítinn straum til þess að notagildi þeirra gæti nálgast bensín og dísilbíla. Það er hins vegar gríð- armikil framþróun á þessu sviði núna,“ segir Stefán. Spurður um galla rafmagnsbíla, nefnir Stefán að þeir séu almennt mjög dýrir ennþá. Rafmagnsbílar séu að meðaltali í kringum tvöfalt til fjórfalt dýrari en sambærilegir bensínbílar. Hann segist þó búast við því að um leið og fjöldafram- leiðsla hefjist að ráði, muni verðið lækka umtalsvert. „Svipað og með tölvur, sjónvörp og farsíma. Það voru mjög dýr tæki í upphafi en síð- an hafa þau orðið miklu ódýrari,“ segir hann. Drífa ekki eins langt „Gallarnir eru þeir að vinnuhring- urinn er ekki enn jafnstór og hjá bensín- og dísilbílum. Það er tíma- frekara að hlaða þá heldur en að láta bensín og olíu renna í tankinn. En kostirnir eru að þeir eru sneggri og nýta orkuna miklu betur. Það er yfir 90 prósenta orkunýting í nýjustu rafmagnsbílunum,“ segir hann. Stefán telur Ísland henta mjög vel fyrir rafmagnsbíla og það ætti að vera auðvelt að byggja upp öflugt kerfi hér á landi fyrir þá. „Við erum vitaskuld rafmagnsland og erum með byggðarlínu sem nær hring- inn í kringum landð. Við erum raf- magnsbílalandið sjálft. Þetta eru mjög spennandi tímar og það eru ýmsir að þreifa fyrir sér í þessu og ég vona að þeim gangi sem best.“ Borgin ætti að nýta metanið Stefán metur framtíðarhorfur met- anbíla hér á landi einnig góðar. „Á meðan við hendum rusli og það gengur frá okkur úrgangur frá land- búnaði, fiskiðnaði og fleiru er hægt að safna saman metani. Við erum skuldbundin til að brenna þessu og þá er skynsamlegt að gera það til ákveðins gagns. Vandinn við metan er hvað það er takmarkað magn til. Sorpa getur safnað metani fyrir sirka fjögur til fimm þúsund bíla, meira er það ekki. Mér finnst því langeðli- legast að þeir sem hafa forræði yfir þessu myndu nýta það, til dæmis strætó og vinnubílar borgarinnar.“ Hann bendir á að ókostirnir við að nota metanbíla séu hversu fáar metanstöðvarnar eru, en innan við fimm slíkar eru á landinu. Hins veg- ar séu þeir mjög hagkvæmir í rekstri og séu fáanlegir á góðu verði. „Ég hef keyrt metanbíla, þeir eru bún- ir bensíntanki líka og skipta sjálf- krafa yfir í bensínið þegar metanið er búið. Maður kemst langleiðina til Egilsstaða á þeim og finnur eng- an mun.“ Vetnið sísti kosturinn Vetnisbílar eru í vissum skilningi rafmagnsbílar. Vetnið er framleitt með því að keyra framleiðslustöð sem notar rafmagn, sem síðan er þjappað saman. „Síðan er það sett á bílinn, þá fer það í gegnum rafal og verður aftur að rafmagni, en í því ferli týnist orka. Í mínum huga er meira vit í því að halda áfram að þróa rafmagnsbílana,“ segir Stefán og bætir við: „Það þarf að geyma vetnið í bílnum undir ógurlegum þrýstingi og það er ekki alveg hættu- laust heldur.“ Hann segist þó ekki reikna með því að einn orkugjafi verði algjör- lega ofan á í framtíðinni. Hins vegar telur hann líklegast að raf- magnsbílarnir verði útbreiddast- ir hér á landi. „Ég hef keyrt mjög vonda rafmagnsbíla og mjög góða líka. Það stenst enginn bíll bestu rafmagnsbílunum snúning. Hins vegar hafa rafmagnsbílar ver- ið byggðir þannig að það er eins og það sé verið að refsa fólki með bíladellu. Þeir hafa verið svo af- spyrnu leiðinlegir og kaldir. En það er að verða breyting á. Ég tók í lítinn Mitsubishi-rafbíl sem á að koma hingað til lands undir ára- mótin. Hann virkar eins og góður smábíll.“ ValGeir örn raGnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is „Þetta eru mjög spenn- andi tímar og það eru ýmsir að þreifa fyrir sér í þessu og ég vona að þeim gangi sem best.“ Stefán Ásgrímsson telur mikla framtíðarmöguleika fyrir rafmagnsbíla hér á landi. MynD StefÁn Mitsubishi iMiev Hekla ráðgerir að hefja innflutning á Mitsubishi iMiev-rafbílnum á næsta ári. MynD HeKla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.