Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Qupperneq 28
Föstudagur 3. júlí 200928 Helgarblað
Um fátt hefur verið meira skrifað og skrafað en ótímabært fráfall konungs poppsins, Michaels Jackson.
Samkvæmt frásögnum þeirra sem upplifðu síðustu daga hans var eins og hann vaknaði til lífsins á einni
síðustu æfingunni og varð eins og fólk átti að venjast á árum áður.
SÍÐUSTU STUNDIR
JACKSONS
Michael Jackson á æfingu „Við
sátum bara opinmynnt – þetta var
frábært... hann var ennþá fær um allt.“
Síðasta kvöld ævi sinnar var Jack-
son við æfingar í Los Angeles þar
sem farið var í gegnum alla tón-
listardagskrá tónleikaraðarinnar
sem fyrirhuguð var í Lundúnum og
átti að hefjast í upphafi júlí. Und-
anfarna tvo mánuði höfðu æfing-
ar staðið yfir og var haft á orði að
Michael Jackson hefði vart verið
nema skugginn af sjálfum sér þar
til undir það síðasta.
Dorian Holley, raddþjálfari fyr-
ir tónleikaröðina sem sá um radd-
þjálfun Jacksons síðan 1987, sagði
að við undirbúning fyrri tónleika-
ferða hefði ekki verið óalgengt að
áheyrnarprufur væru framkvæmd-
ar með myndböndum og alls ekki
óalgengt að hann og Jackson hitt-
ust aðeins tvisvar eða þrisvar á eins
árs tímabili.
Fyrir tónleikana nú kvað við
annan tón og Micheal Jackson var
miklu viðriðnari ferlið en áður tíðk-
aðist og var í nánari tengslum við
starfsfólk og tónlistarmenn.
Of magnvana
Eftir dauða Jacksons hafa birst frá-
sagnir af heilsuleysi hans síðustu
dagana fyrir andlát hans. Í breska
blaðinu Daily Mail var sagt að Jack-
son hefði verið of magnvana til að
dansa, syngja og jafnvel tala vik-
urnar fyrir dauða hans. Hvort sem
það á við rök að styðjast eða ekki á
Dorian Holley ekki orð til að lýsa
frammistöðu Jacksons síðustu vik-
una: „Hann var á sviði með þessum
dönsurum, öllum á þrítugsaldri, en
þú gast ekki slitið augun af hon-
um... Við sátum bara opinmynnt –
þetta var frábært... hann var ennþá
fær um allt.“
Að sögn Holleys var ljóst að á
miðvikudaginn fyrir dauða hans
hafi Jackson séð að allt var loks-
ins að smella saman. „Það var stór
stund,“ sagði Holley í viðtali við
Time.
Patrick Woodroffe ljósameistari
hafði svipaða sögu að segja. Wood-
roffe sagði að Michael Jackson
hefði verið í góðu formi á þriðju-
dagskvöldið. „Hann kom á svið
klukkan níu að kvöldi og við litum
öll hvert á annað og eitthvað sagði
okkur að hann raunverulega hefði
þetta,“ sagði Woodroffe. Woodroffe
sagði að það hefði verið eins og
Jackson hefði haldið aftur af sér þar
til þá og „skyndilega var flutning-
ur hans eins og hans var minnst á
árum áður“.
En að kvöldi miðvikudags mætti
Jackson þremur tímum of seint á
æfingu og var að sögn viðstaddra
áhugalaus og þróttlítill.
Háður lyfjagjöf
Fregnir af meintri lyfjanotkun
Michaels Jackson eru ekki nýjar af
nálinni, en eins og við var að bú-
ast fengu þær vængi í kjölfar dauða
hans og sagt að hann hefði verið
háður Demerol, morfíni og allt að
fimm öðrum lyfjum þeirra á meðal
kvíðastillandi lyfinu Xanax. Í kjölfar
dauða hans var ýjað að því að hann
hefði daglega fengið skammt af
Demerol, sem getur valdið hjarta-
stoppi.
Samkvæmt fréttum var Jackson
verulega háður verkjalyfjum undir
það síðasta og álagið vegna æfing-
anna var ekki til þess fallið að draga
úr þörfinni.
Vefsíða TMZ, Thirty Mile Zone,
var í fararbroddi fréttaflutnings af
andláti Jacksons og ástandi söngv-
arans undir það síðasta, en vefsíð-
an mun vera afar vel tengd í heimi
hinna frægu. Morguninn sem Jack-
son dó er talið að hann hafi feng-
ið eða verið gefin sprauta af Dem-
erol, en einkalæknir Jacksons var
þá staddur á heimili Jacksons í Los
Angeles.
Á vefsíðu TMZ er vitnað í
ónafngreindan heimildamann:
„Skömmu eftir að hafa fengið
Demerol varð andardráttur hans
grunnur og hægur. Andardráttur
hans varð hægari og hægari þar til
hann stöðvaðist.“
Löng sjúkrasaga
Sennilega má til sanns vegar færa
að farið hafi að halla undan fæti
í heilsufarslegu tilliti árið 1984,
tveimur árum eftir að hann gaf út
metsöluplötuna Thriller. Við gerð
aulýsingar fyrir Pepsi brann hann
illa eftir að eldur komst í hár hans
og sagt að í kjölfar óhappsins hafi
hann orðið háður verkjalyfjum og
fylgdi sú fíkn honum það sem eftir
var ævi hans. Sagt er að sú fíkn hafi
ágerst í kjölfar slyss sem hann lenti
í við æfingar vegna hljómleikaferð-
ar 1993 og enn frekar vegna þrauta í
baki sem hann fékk árið 2005 þegar
réttað var yfir honum vegna ásak-
ana um barnaníð.
Talið er að Michael Jackson hafi
farið í sína fyrstu lýtaaðgerð árið
1984 til að laga brunasárin, sem
hann fékk við gerð Pepsi-auglýs-
ingarinnar, og að síðar hafi hann
lagst alloft undir hnífinn vegna að-
gerða á nefi, höku og vörum.
Jackson var iðinn við að neita
sögusögnum um lýtaaðgerðir, en
viðurkenndi 1988 í sjálfsævisögu
sinni Moon Walk að hafa feng-
ið tvær „nefaðgerðir“ og eina að-
gerð til að fá hökuskarð. Hann vís-
aði alfarið á bug fullyrðingum um
að hann væri að lýsa húð sína að
ásettu ráði, en skellti skuldinni á
sjúkdóm sem hafði áhrif á litarefni
húðar hans.
Áhyggjur vegna þyngdar Jack-
sons voru oft og iðulega viðraðar
og ýjað að því að hann þjáðist af
átröskun.
Samkvæmt breska slúðurblað-
inu The Sun var Michael Jackson
um 50 kíló þegar hann lést og inni-
hald maga hans var eingöngu pillur
sem voru að hálfu uppleystar. Höf-
uð hans var nánast hárlaust og var
Jackson með hárkollu þegar dauða
hans bar að. Nokkur rifbein voru
brotin, sennilega vegna lífgunartil-
rauna.
Mjaðmir, læri og axlir Jacksons
voru með fjölda stungusára, að öll-
um líkindum vegna lyfjagjafa und-
anfarinna ára og hann hafði fjöldi
öra á höfði vegna lýtaaðgerða.
KLuKKan 12.21 var Hringt í
neyðarLínuna.
911: Neyðarvörður 33, hvaðan hringir
þú?
Hringjandi: Ég þarf sjúkrabíl eins fljótt
og auðið er.
Hvað er heimilisfangið?
Los Angeles Kalifornía, 90077.
Carolwood?
Carolwood Drive, já.
úr hvaða símanúmeri hringir þú?
Við erum með karlmann hérna sem
þarfnast hjálpar. Hann er hættur að
anda, hann andar ekki og við erum
að reyna hjartahnoð, en hann er ekki,
hann er ekki...
Hve gamall er hann?
Hann er 50.
Hann er meðvitundarlaus, hann andar
ekki?
Nei, hann andar ekki.
Og hann er einnig meðvitundarlaus?
Já, hann er meðvitundarlaus.
Ókei. Er hann á gólfinu, hvar er hann
núna?
Hann er í rúminu, hann er í rúminu.
Ókei, setjið hann á gólfið.
Ókei.
Ókei, komum honum á gólfið. Ég ætla
að hjálpa þér með endurlífgun, ókei?
Við þörfnumst hans... við þörfnumst...
já, við erum á leið til ykkar. Við erum á
leiðinni. Ég ætla eftir fremsta megni að
aðstoða þig í gegnum símann. Við erum
á leiðinni. Hefur einhver litið á hann?
Já, við erum með einkalækninn hérna
hjá honum.
Nú eruð þið með lækni þarna?
Já. En hann sýnir enga svörun enga sv...
nei... hann bregst ekki við endurlífgun-
inni eða öðru.
Ó, ókei. En við erum á leiðinni. Ef þið
eruð að reyna endurlífgun og fáið
leiðbeiningar frá lækni er hann hærra
settur en ég. Og hann er á staðnum.
Ókei
sá einhver hvað gerðist?
Nei, bara læknirinn. Hann er sá eini sem
var hér.
Ókei og sá læknirinn hvað gerðist?
Læknir, sástu hvað gerðist? (Ógreinileg
rödd) Ef þú gætir bara...
Við erum á leiðinni. Við erum á
leiðinni. Ég er að koma upplýsingun-
um áfram til neyðarvarðanna sem eru
á leiðinni.
Þakka þér fyrir. Hann er að reyna
hjartahnoð en hann bregst ekki við
neinu. Gerðu það
Ókei, ókei, við erum á leiðinni. Við
erum í innan við mílu fjarlægð og
verðum komnir eftir skamma stund.
Þakka þér, þakka þér.
Ókei. Hringdu aftur ef þú þarfnast
frekari aðstoðar. Þakka þér fyrir.
Michael jackson var úrskurðaður
látinn klukkan 14.26, að staðartíma í
los angeles, fimmtudaginn 25 júní.
KOLbeinn þOrsteinssOn
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
„...skyndilega var
flutningur hans eins
og hans var minnst á
árum áður.“
í München í þýskalandi jacksons
er minnst um víða veröld.
„HANN ER HÆTTUR AÐ ANDA“