Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 30
svarthöfði Hin geðþekka Megan Fox Íslendingar eru margfaldir í roð-inu eins og umheimurinn hefur heldur betur fengið að kynnast undanfarið og þá ekki síst bresk- ir og hollenskir sparifjáreigendur sem ætluðu sér að ávaxta sitt pund á Icesave-reikningum. Það er þó mun fleiri sem fá að kenna á rótgrónum skepnuskap þjóðarinnar en nafnlaus- ar kennitölur í bókhaldi hins gjald- þrota Landsbanka. Súpermódel og stjórstjörnur úti í hinum stóra heimi fræga fólksins verða iðulega fyrir barð- inu á tvöföldu siðgæði Íslendinga og þá helst í fjölmiðlum. Þar kemur berlega í ljós að samkvæmt skilningi Íslendinga eru þeir öðrum æðri og verðskulda allt aðra meðferð en sauð- svartir útlendingar. Þannig þótti sjálfsagt að lofa Íslendingum sem áttu fé í íslenskum bönkum á Íslandi að innistæður þeirra væru tryggðar á meðan útlendingum sem áttu fé í íslenskum bönkum í útlönd- um var ætla að éta það sem úti fraus. Sami þankagangur gegnsýr-ir íslenska fjölmiðla þar sem íslenskt frægðarfólk er sett skörinni ofar en það útlenda sem er þó þrátt fyrir allt iðulega fræg- ara, fallegra, ríkara og oftar en ekki hæfileikaríkara en íslenskar hliðstæð- ur þeirra. Grandvarir fjölmiðlar tipla á tánum í kringum íslenska frægðar- fólkið og sjá sjaldnast ástæðu til ann- ars en fjalla bara um það á jákvæðum nótum með ógurlegum flaumi fallegra lýsingarorða. Þegar útlendingar eru annars vegar er hins vegar ekk-ert heilagt og þá er allt látið flakka. Meira að segja virðu- legur fjölmiðill eins og eyjan.is sem ritstýrt er af sagnfræðingi sem ekki má vamm sitt vita hegðar sér eins og illa uppalinn götustrákur þegar útlenskar stjörnur eru annars vegar. Skólabók- ardæmi um þetta er frétt á Eyjunni um leikkonuna þokkafullu Megan Fox sem Eyjan sér ástæðu til að upplýsa að sé „treggáfuð“. Nú veit Svarthöfði ekkert hvað Eyjan hefur fyrir sér í þessu en veit upp á sína tíu fingur að jafnvel þótt á ritstjórn Eyjunnar lægi fyrir vottað greindarpróf íslenskrar stjörnu þá yrði þess látið ógetið að hún væri með lágmarksgreind. Eyjan er nefni- lega vönd að virðingu sinni og varar lesendur sína við því að meiðandi ummæli verði til dæmis ekki liðin í athugasemdakerfi vefjarins. Þetta á þó vitaskuld aðeins við um Íslendinga þar sem Svarthöfði veit ekki hvaða ummæli eru meiðandi ef það að segja manneskju treggáfaða eru það ekki. Helvíti mun frjósa áður en við sjáum Geir Ólafsson, Ásdísi Rán eða Bubba uppnefndan með þess- um hætti enda hafa íslenskir fjöl- miðlar leyst þetta mál innanlands með því að skella lyndiseinkunn- inni „geðþekki“ á íslenskt frægð- arfólk. Það orð getur komið í stað- inn fyrir hvaða óþverra sem er og lesandanum er látið eftir að skipta á því fyrir fúkyrði. En er ekki rétt að láta jafnt yfir alla ganga og leyfa Megan Fox bara að vera geðþekk eins og allt fína fólkið okkar? Föstudagur 3. júlí 200930 Umræða sandkorn n Sjaldan hefur Ríkissjónvarp- ið verið eins rislágt og nú þegar tónlistarmyndbönd merkt Rás 2 eru með fyrirferðarmesta efni ríkisstöðvarinnar. Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri, sem er mennt- aður leikari, hefur verið duglegastur við að gera þætti ann- arra stöðva að sínum en ekki fært þjóðinni neitt nýtt. Þannig eiga vinsæl- ustu þættir Sjónvarpsins sér uppruna annars staðar. Silfur Egils er þannig til komið eins og Popppunktur og Skólahreysti. Ríkisútvarpið er því sannkallaður eftirbátur frjálsu stöðvanna. n Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður, er ókátur með bók- ina Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen og krefst þess að vera beðinn afsökunar. Það sem truflar Björn er að í nokkru máli er fjallað um tengsl hans við útrás- arvíkinga. Þar er vísað til þess að tengdason- ur Björns er Heiðar Már Guðjóns- son, hægri hönd Björg- ólfs Thors. Björn botnar ekkert í því að höfundurinn hafi talið að hann sem dómsmálaráðherra hafi „þvælst fyrir“ því að rann- sókn ákæruvaldsins á banka- hruninu væri unnt að taka alvar- lega „vegna skyldleika eða tengsla okkar við starfsmenn fjármála- fyrirtækja“. n Björn Bjarnason hefur raunar verið mjög harður í afstöðu sinni til útrásarvíkinga. Það á þó aðeins við um suma þeirra. Þannig hef- ur Björn farið mörgum orðum á bloggi sínu um Baugsmenn svo sem Jón Ásgeir Jóhannesson sem hann hefur talið vera til óþurftar. Aftur á móti hefur hann aðeins farið hlýjum orðum um Björgólf Thor Björgólfsson, einn ábyrgð- armanna Icesave og vinnuveit- anda tengdasonar hans. n Egill Helgason er í sumar- fríi þessa mánuðina frá Rík- isútvarpinu. Hann heldur þó úti hárbeittu bloggi á Eyj- unni. Hann fagnaði því þar að Markaður Fréttablaðsins hefði verið lagður niður. „Markað- arins, fylgirits Fréttablaðsins, verður minnst sem snepils þar sem útrásin var mærð undir drep. Þar sem helstu grúpíur útrásarinn- ar mærðu skulda- kóngana ...“ bloggar Egill. Í at- hugasemd- um við færsluna má skilja sem svo að Hafliði Helgason, stofn- andi Markaðarins og nú náinn samherji Bjarna Ármannsson- ar, hafi verið ein aðalgrúpían í útrásinni. lyngháls 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það er eins og að ætla að skilja við börnin sín.“ n Stefán Karl um að hann muni aldrei geta hætt að leika Glanna glæp úr Latabæ fyrir fullt og allt. - DV. „Maður lærir af fortíðinni, maður lifir ekki í henni.“ n Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þjálfari Vals, við leikmenn liðsins þegar hann ávarpaði þá í síðasta sinn eftir að hafa verið sagt upp störfum. - Fréttablaðið. „...gæti ríkisstjórnin keypt Cristiano Ronaldo 30 sinnum frá Manchester United fyrir sömu upp- hæð.“ n Fréttaskýring á Visir.is um hversu oft ríkisstjórn Íslands gæti keypt Ronaldo bara fyrir þann pening sem við þurfum að greiða Bretum fyrir Icesave. Ronaldo kostaði 80 milljónir punda. - Visir.is „Því fer fjarri.“ n Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um að það sé ekki rétt að Ísland geti ekki staðið undir greiðslum vegna Icesave. Það virðast allir hafa mismunandi skoðun á því hvað þessi samningur mun hafa í för með sér. Þjóðin situr ringluð eftir. - DV. Hjarta spillingar Leiðari Hjarta íslenskrar spillingar var í ís-lensku bönkunum í mesta brjál-æði þenslunnar. Þær upplýsing-ar úr lánabók Kaupþings sem DV hefur birt undanfarið varpa skýru ljósi á þær falsanir sem áttu sér stað í aðdrag- anda hrunsins. Það er staðreynd að æðstu menn Kaupþings tóku sér milljarða króna að láni án þess að nokkru sinni væri nein áhætta samfara lántökunni. Á sama tíma og þeir seildust í forboðna ávexti var efnahag- ur bankans styrktur með pappírskúnstum. Þetta var lántaka sem einungis var hægt að hagnast á. Siðblindan í Kaupþingi tekur á sig skýra mynd í lánabókinni. Óljóst er hvort það athæfi stjórnenda bankans að afnema persónulegar ábyrgðir sé löglegt. Þó velkist enginn í vafa um að gjörningurinn er siðlaus. Óbreyttir viðskiptavinir Kaupþings hafa ekki notið sömu fyrirgreiðslu. Kaupþing, líkt og aðrir bankar, hefur undanfarið sett fjölda fólks í gjaldþrot vegna upphæða sem eru aðeins brot af því sem sjá má í lánabókinni. Ótal dæmi eru um venjulega óspillta Íslend- inga sem hafa beðið bankann griða eða nið- urfellingar án þess að miskunn hafi fengist. Topparnir í Kaupþingi höfðu sínar ástæð- ur til að láta næstráðendur sína fá kúlu- lán. Þeir mynduðu skjaldborg um spillingu og gerðu þeir undirmenn sína samábyrga í græðginni. Í DV í dag eru birt nöfn fjölda starfsmanna bankans sem gerðust bakhjarl- ar hinna spilltu. Þetta er sama fólkið og kref- ur venjulegt fólk um fulla greiðslu á öllum skuldum eða steypir því annars miskunnar- laust í ógæfu. Bankinn sem gaf sínu fólki eft- ir milljarða djöflast á sakleysingjum og smá- skuldurum. Yfirlögfræðingur bankans er einn þeirra sem þáðu. Réttlætið felst í því að hann hætti störfum eftir að DV opnaði hans hluta af lánabókinni og sýndi svart á hvítu að hann hafði þegið 450 milljóna króna kúlu- lán og seinna lagt til að ábyrgð hans yrði felld niður. Sá forarpyttur sem opnaður hefur ver- ið er ein skýrasta myndin af því hvers vegna Ísland er næstum eða alveg gjaldþrota. Lána- bók Kaupþings sýnir þó aðeins hluta heild- armyndarinnar. Aðrir bankar gengu fram af svipuðu siðleysi. DV mun af fremsta megni ná fram í dagsljósið því sem þar gerðist. Fyr- ir þjóð á barmi hengiflugs er nauðsynlegt að fara í gegnum öll þessi mál. ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRiFaR: Siðblindan í Kaupþingi tekur á sig skýra mynd. bókstafLega Hin hála helgislepja Um daginn krafðist launahæsti prestur landsins, séra Pálmi Matthí- asson, þess í útvarpsprédikun að þjóðin tæki útrásarvíkinga í sátt. Hann bað okkur um að dæma ekki vini sína, jafnvel þótt þeir hefðu dæmt heila þjóð til fátæktar. Hann nefndi það að sagan af týnda syn- inum myndi í dag heita Útrásarvík- ingurinn. Hræsnin skín svo greini- lega í gegn að jafnvel blindir sjá. Hér í eina tíð þótti við hæfi að fara með vandað málfar í útvarp og í þá daga var reyndar gerð krafa um lámarksgreind og eins þótti kostur ef menn sýndu almenna kurteisi þegar þeir komust að ríkishljóð- nemanum. Í þá daga var gildismat þannig að fötluðu fólki var ekki leyft að njóta sannmælis. Eitt sinn var það, að lítillega fatlaður náungi var markvörður hjá knattspyrnuliði hér í henni Reykjavík. En þegar lið- ið átti að leika við danskar kempur þótti ekki við hæfi að bjóða gestun- um að mæta fötluðum markmanni. Og hefði þessa manns því ekki ver- ið getið ef lýsingu frá leiknum hefði verið útvarpað. Í dag er þessu öðruvísi farið, nú geta menn – til allrar hamingju – fleytt sér á fötlun sinni á öldum ljósvakans og jafnvel náð langt. Nú er aukaatriði hvort fötlunin er af málfarslegum toga eða hvort menn eru festir við hækjur trúar, bundn- ir í hjólastól heimsku eða kviks- ettir í kistu græðginnar. Í dag stíga poppgoð af stalli og bjóða viðmæl- endum – froðufellandi af viskuleysi – að tjá sig um flóknustu fyrirbæri, á talmáli sem líklega var uppruna- lega ætlað börnun á fyrsta ári í leik- skóla. Menn mega hálsbrjóta sig í helgislepju og dæla yfir þjóðina á einni klukkustund fleiri ambög- um og meiri þvættingi en leyft var að fara með í Ríkisútvarpið í þau hartnær 80 ár sem stofnunin hefur dafnað. Þetta leyfist mönnum í dag ef þeir eru málpípur auðvaldsins og tala fyrir þá sem vilja að fáir ríkir nærist á fátækt fjöldans. Hér geta allar millasleikjur landsins sameinast um það að biðja griða fyrir þá sem hugsanlega höfðu rangt við í viðskiptum. En það getur, fjandakornið, ekki verið einlægur vilji manna sem þykjast á tyllidögum vera menn almúgans, að óska þess að útrásarvíkingarnir eigi að njóta forréttinda þegar mál þeirra verða til lykta leidd. Það hlýtur að vera krafa okkar að með lýðræðið skuli eitt yfir alla ganga. Ef þjófar landsins þrá það mest að þola blessað lífið þá tala þeir við pokaprest sem passað getur þýfið. kristján hreinsson skáld skrifar „Hér geta allar millasleikjur landsins sam- einast...“ skáLdið skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.