Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Side 36
Föstudagur 3. júlí 200936 Helgarblað Þór Saari er eitt af nöfnum nýja Íslands. Hann er alþing-ismaður nýjasta stjórnmála-afls landsins, Borgarahreyf- ingarinnar. Þór hefur komið víða við á sinni ævi sem spannar fjörutíu og níu ár. Hann fór aldrei í mennta- skóla heldur beint á sjóinn eftir að hann tók síðasta landsprófið sem þá var og hét árið 1976. Á sjónum var hann í tíu ár áður en hann ákvað að þar lægi hans framtíð ekki lengur. Án menntaskólaprófs komst hann inn í háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann dúxaði í hagfræði, hefur BS gráðu í henni og bætti við sig mast- ersgráðu í viðskiptafræði eftir það. Eftir störf sem kennari í Barcelona, starf á Wall Street og í Seðlabankan- um meðal annars lá leið þessa ágæta manns inn á Alþingi Íslendinga. Gaman en erfitt á sjónum „Nafnið er finnskt,“ svarar Þór Sa- ari þegar hann er inntur eftir upp- runa eftirnafnsins. „Faðir minn var finnskur. Sjálfur er ég fæddur í Flór- ída en fluttist heim til Íslands þeg- ar ég var sex ára gamall. Við móðir mín og systir bjuggum í Holtunum í Reykjavík, þar sem við ólumst upp,“ segir Þór en systir hans er Anna B. Saari sem var einnig í framboði fyrir Borgarahreyfinguna.. „Ég fór þessa hefðbundnu skóla- göngu,“ segir Þór sem var aðeins svo hefðbundin út grunnskóla. Það sem síðar fylgdi var afar sérstakt. Þór fór þess í stað á sjóinn aðeins sextán ára gamall. „Ég var til sjós í tíu ár á milli- landaskipum hjá Eimskipi. Ég kunni vel við mig á sjó en það er erfitt starf. Ég sá hvað menn um fertugt í sama starfi voru orðnir slitnir,“ segir Þór sem var bátsmaður og háseti sína sjótíð og var ánægður með það. „Ég vildi aldrei verða stýrimaður,“ segir Þór Saari. Vann í öðrum tvíburaturninum Um tuttugu og sjö ára aldurinn ákvað Þór að hætta sjómennskunni. „Ég fékk þá flugu í höfuðið að ég vildi fara að læra meira og fór að kynna mér möguleika í því,“ segir Þór. „Ég komst inn í háskóla í Bandaríkjunum einfaldlega á inntökuprófi og fór fyrst í BS-nám í hagfræði. Ég glansaði þar og útskrifaðist með hæstu einkunn. Þaðan flutti ég til Barcelona þar sem ég kenndi ensku í tæpt ár. Frá Spáni fór ég aftur til New York í masters- nám í viðskiptafræði,“ segir Þór en viðurkennir að það hafi ekkert verið sérstaklega ævintýraþráin sem or- sakaði þessa flutninga heldur hafi: „Örlögin nú bara hagað því einhvern veginn að ég hef þvælst á milli,“ eins og hann orðar það. Með viðskiptafræðináminu í New York vann Þór hjá verðbréfafyrir- tæki sem var í öðrum tvíburaturn- anna sem hrundu síðan sex árum síðar. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort Wall Street-starfið sé jafn út úr stressandi og hratt og það virð- ist í kvikmyndunum. „Wall Street var óttalega einkennilegur vinnustaður. Þetta er heimur sem er mjög skrít- inn og mér hugnaðist hann nú ekki en það var áhuagvert að kynnast því engu að síður,“ svaraði Þór. Alþingisfríið út af OECD Þór kom heim til Íslands í lok árs 1997 og hóf þá störf hjá Seðlabank- anum þar sem hann vann í um fimm ár. Eftir það fór hann að starfa hjá Lánasýslu ríkisins þar til hún var lögð niður árið 2007 við litla hrifn- ingu að sögn Þórs. „Lánasýsla ríkis- ins var einmitt sú er sá daglega um skuldastýringu ríkissjóðs. Skulda- stýring ríkissjóðs hefur nú ekki verið góð síðan,“ segir Þór og hlær við. Þór var ekki lengi án vinnu held- ur var hann ráðinn sem sérfræðing- ur í skuldastýringu hjá OECD í París. Þar hefur hann sérhæft sig í skulda- stýringu ríkissjóða. „Þar hef ég ver- ið að vinna sérstaklega í svokölluðu Afríkuverkefni. Það verkefni er ég að klára í sumar því ég get ekki unnið það samhliða þingstörfunum,“ segir Þór sem nýverið tók sér tveggja vikna frí á þingi til þess að ferðast til Suður- Afríku vegna starfsins. Hann þurfti þó aðeins viku en þegar þingmenn setja inn varamenn fyrir sig má það minnst vera tvær vikur. Vanhæfni og vantraust „Þetta var ekki hefðbundin stjórn- málabarátta hjá Borgarahreyfing- unni,“ segir Þór spurður um að- dragandann að framboðinu. „Þetta var bara fólk sem hafði ekkert hist áður en mætti á laugardögum nið- ur á Austurvöll og upp úr því varð framboðið til í febrúar. Við svo sem reiknuðum aldrei með að við kæm- umst inn á þing. Við ákváðum bara að prófa,“ segir Þór en ástæðan fyrir framboðinu var einfaldlega að þeim ofbauð það sem var fram undan þá þegar. „Það var hér allt að fara til fjand- ans og við vorum með ríkisstjórn sem var algjörlega vanhæf. Og okkur fannst stjórnarandstaðan líka van- hæf og við vantreystum henni. Við vantreystum Framsóknarflokknum, en kannski ekki vinstri grænum sem slíkum, en við vantreystum Stein- grími J. Því ákváðum við að ganga ekki til liðs við aðra stjórnmálaflokka heldur að koma fram með okkar frekar takmörkuðu stefnuskrá bara sjálf,“ segir Þór sem hafði aldrei ætl- að sér að verða þingmaður. „Fjórum dögum fyrir kosning- ar birtist skoðanakönnun þar sem var ljóst að við myndum ná fjórum, jafnvel fimm mönnum inn á þing. Þar rann það upp fyrir mér að ég yrði kannski þingmaður. Þetta var ekkert endilega eitthvað sem ég ætlaði mér að verða en það hefur verið gefandi og gaman að koma að þessum mál- um.“ Vill ekki vera lengi á þingi Þór er ekki mjög hrifinn af Alþingi sem vinnustað, eiginlega bara alls ekki. „Ég hef engan áhuga á því að vera á þingi mjög lengi. Kannski í mesta lagi eitt kjörtímabil. Þetta er ekki þannig vinna og Alþingi ekki þannig vinnustaður að þar sé vert að eyða mjög miklum tíma,“ segir Þór og er inntur eftir frekari útskýring- um á því. Sem hann veitir. „Þarna er margt illa unnið, bara slæm vinnu- brögð og Alþingi er illa skipulagt. Þing- og nefndarfundir eru boðað- ir þvers og kruss og það mæta ekk- ert allir á fundina. Þingið starfar líka á mjög einkennilegum tímum. Það eru þingfundir út og suður og jafnvel fram á nótt. Það er einfaldlega af því „Við Vantreystum steingrími J.“ Alþingismaðurinn Þór Saari fór aldrei í menntaskóla heldur fór hann á sjóinn ungur að árum. Í dag er hann þó hámenntað- ur hagfræðingur sem hefur unnið á Wall Street. Hann sér ekki fram á að vera lengi á Alþingi, segir að það sé einfaldlega ekki mjög spennandi vinnustaður og afar illa skipulagður. Þór kaus vinstri græn í þarsíðustu kosningum en segir þau nú vera orð- in beina gerendur í hrunadansinum. „Ég hef engan áhuga á því að vera á þingi mjög lengi. Kannski í mesta lagi eitt kjör- tímabil.“ Framhald á næstu opnu Næstu frambjóðendur? Þór saari og flokkssystir hans, Birgitta jónsdóttir, horfa á fólkið í landinu mótmæla Icesave. sjálf voru þau mótmælendur. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.