Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Side 38
Föstudagur 3. júlí 200938 Helgarblað að þingstarfið er illa skipulagt. Það er eins og menn kunni ekki að skipu- leggja þetta almennilega. Það væri hægt að gera þetta mun betur,“ segir Þór sem veit þó vel af ábyrgð sinni á staðnum. „Þetta er ekki þannig vinna að maður geti hætt á morgun. Það eru rúmlega fimmtán þúsund manns sem kusu Borgarahreyfinguna og maður ber ábyrgð gagnvart þeim. Það tók mig smá tíma að átta mig á hversu mikil ábyrgð fylgir þessu starfi en hún er mikil og maður verður að fara vel með hana,“ segir Þór Saari. Sama jarmandi sauðahjörðin „Það hefur heldur ekkert breyst á þinginu,“ heldur Þór áfram um Al- þingi. „Þarna eru sömu aðferðir og sömu vinnubrögð en það er bara búið að skipta um nöfn á flokkunum sem eru í stjórn. Þarna er gamla fjór- flokkapólitíkin í gangi sem hefur ver- ið Íslandi til svo mikils skaða á síð- ustu áratugum og það er mjög erfitt að horfa upp á þessa hugsunarlausu pólitík halda áfram þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Sérstaklega þegar maður er svona nýr á þingi.“ Þór kaus vinstri græn í þarsíðustu kosningum. Hann segist þó nú hafa séð með berum augum hvernig flokkurinn sem hann leit nokkuð upp til hefur snúist í lið með firring- unni. „Vinstri græn hafa lengi stað- ið einarðlega á móti firringunni sem var í gangi en því miður hafa þau snúist í lið með henni þegar þau komust til valda. Nú er VG orðinn beinn gerandi í Hrunadansinum og heldur honum áfram. Þarna er líka nákvæmlega sama leiðtogadýrkunin og er í Samfylkingunni og Sjálfstæð- isflokknum. Ung vinstri græn eru til dæmis engu skárri en Heimdelling- arnir. Þetta er alveg sama jarmandi sauðahjörðin. Það er mjög erfitt að horfa upp á þetta því maður hélt lengi framan af að vinstri græn væru öðruvísi en um leið og þau komust til valda fóru þau beint í sama mótið og hinir. Því miður,“ segir Þór. Hrunið skammarlegt Í þessari viku hefur DV birt sóðaleg- ar staðreyndir um spillinguna innan Kaupþings upp úr lánabók bankans frá því 2006. Þar kemur meðal ann- ars fram að Kristjáni Arasyni, eigin- manni Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur, var veitt 893 milljóna króna kúlulán sem síðar var afskráð. „Þetta er dæmi um þá gjörspillingu sem hefur verið hér í gangi. Kaupþing hef- ur keypt sér aðgang að ráðamönnum með því að gefa mökum þeirra svona gríðarlega fyrirgreiðslu. Svo fella þeir niður skuldina þegar einsýnt er að viðtakandi lánsins verður ekki millj- arðamæringur af láninu,“ segir Þór ákveðinn. „Mér finnst að Þorgerði Katrínu sé ekki stætt sem þingmanni leng- ur né sem varaformanni Sjálfstæð- isflokksins. Hrunið hér heima stafar af samkrulli peningaafla og stjórn- málaflokka, sérstaklega Sjálfstæðis- flokksins sem er komið bersýnilega í ljós. Þetta er skammarlegt og það þarf að hreinsa almennilega út úr þessu kerfi. Þetta er ömurleg spilling sem er enn ömurlegra að horfa upp á,“ segir Þór. Vandamálin gleymast á hálendinu Þegar blaðamaður náði í Þór var hann svo utan þjónustusvæðis að alþingismaðurinn þurfti að nota gamla góða bílasímann til að ná almennilegu sambandi. Gemsinn dugði ekki. Það er nefnilega þannig að Þór er mikil útivistartýpa. „Ég leigði mér sumarbústað og hef ver- ið að þvælast hér um hálendið. Ég reyni að gera það þegar tækifæri gefst,“ segir Þór sem var á leið- inni í vænan göngutúr eftir spjall- ið. Deginum áður hafði hann tek- ið aðra fimm klukkustunda göngu. En um hvað hugsar Þór þegar hann gengur um fjöll og firnindi Íslands? Hann tekur sér allavega andlegt frí frá vandamálum landsins „Þegar ég er á göngu úti í náttúrunni hef- ur hún yfirhöndina yfir vandamál- unum alveg leikandi létt,“ segir sjómaðurinn, hagfræðingurinn og alþingismaðurinn Þór Saari kátur í bragði. tomas@dv.is „Þetta er dæmi um þá gjörspillingu sem hefur verið hér í gangi. Kaupþing hefur keypt sér að- gang að ráðamönnum með því að gefa mökum þeirra svona gríðarlega fyrirgreiðslu.“ Borgarahreyfingin Varð til fyrir framan alþingishúsið í vetur þegar fólk mótmælti vegna hrunsins. MYND RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR „Wall Street var ótta- lega einkennilegur vinnustaður. Þetta er heimur sem er mjög skrítinn og mér hugn- aðist hann nú ekki en það var áhugavert að kynnast því engu að síður.“ Þingmaðurinn Þór saari finnst alþingi ekki spennandi vinnustaður og sér ekki fram á að starfa lengi þar. MYND RÓBERT REYNISSONÖmmubakstur ehf. Kársnesbraut 96a | 200 kópavogi | S: 545 7000 Veljum íslenskt gott í dagsins önn... Ömmu kleinur Ömmu spelt flatkökur Ömmu flatkökur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.