Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Síða 50
Föstudagur 3. júlí 200950 Helgarblað Hver er maðurinn? Einn klassískasti og besti bílaleikur sögunnar. Einn í bílnum hugsar sér einhvern frægan karl eða konu og hinir í bílnum reyna að komast að því hver maðurinn sé með því að spyrja spurninga sem aðeins er hægt að svara með já eða nei. Hægt er að takmarka spurningafjöldann við tuttugu eins og margir gera þannig að sé ekki komið nafn á þann sem viðkomandi er að hugsa um innan þeirra marka hefur hann sigrað. Frúin í Hamborg Frúna í Hamborg þarf ekki að kynna fyrir nokkrum. leikurinn er ætlaður fyrir tvo og spyr annar: „Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér?“ Hinn velur þá einhvern hlut sem hann á að hafa keypt og spyr þá sá sem byrjaði alls kyns spurninga um hlutinn. Markmið þess sem er að spyrja er að fá hinn til þess að svara annaðhvort já eða nei eða láta hann segja litina svart eða hvítt. Það eru bannorðin. Söguleikur í þessum leik geta verið endalausir þátttakendur. sá fyrsti byrjar á einni setningu úr sögu, vanalega með: „Einu sinni...“ og gæti svo bætt við „fór lítill strákur út í búð“. sá næsti kemur svo með næstu setningu í framhaldi og svo koll af koll. Þessi leikur getur tekið langan tíma og verður sagan alltaf skrýtnari og skemmtilegri því lengri sem hún verður. Ekki er verra ef mamma eða pabbi punkta hjá sér söguna og lesa hana svo síðar um kvöldið. Steinn, Skæri, blað Þennan kunna allir. Ætlaður fyrir tvær persónur. upplagður fyrir systkini sem sitja aftur í bílnum á leið um land- ið. Þátttakendur setja aðra höndina á móti hvor öðrum. telja svona upp að þremur og mynda svo annaðhvort stein, skæri eða blað með höndunum. steinninn vinnur skærin, blaðið tekur steininn og skærin vinna blaðið. í þessum má hanga endalaust. bílalitir og -tegundir Eitt sem er enginn skortur á þegar verið er að keyra um fagra ísland en það eru aðrir bílar á vegunum. Þá má líka nýta sér í skemmtilegan leik sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Hver og einn velur sér annaðhvort bílategund eða bílalit, tegundir eru oftar sanngjarnari en litir auðveldari. svo er fylgst með hvaða bílar koma á móti í ákveðinn tíma og sá sem á flestar tegundir eða liti vinnur. Myndast getur mikil stemning undir lokin séu margir jafnir að stigum. SíðaSti StaFurinn Þessi er einnig fyrir alla fjölskylduna. Hægt er að nota nöfn hljómsveita, bíómynda, íþróttafélaga eða manna, eiginlega hvað sem er. sá sem byrjar segir kannski nafnið á hljómsveit: Kings of leon, þá þarf sá næsti að finna hljómsveit sem byrjar á N því hin hljómsveitin endaði á þeim staf. Hann segir kannski: Nirvana, og svo heldur þetta áfram koll af kolli. Í BÍLNUM Fallin Spýta Einhver byrjar á því að ver´ann. Hann grúfir andlitið upp við bústaðinn á meðan hinir sem leika með hlaupa og fela sig. Þegar sá sem er að leita er svo búinn að telja röltir hann rólega frá sínum stað þar sem er spýta lögð upp að veggnum. sjái hann einhvern sem er að fela sig hleypur hann til baka, fellir spýtuna og kallar: „Fallin spýta fyrir Óla, einn, tveir og þrír.“ Komist aftur á móti einhver að spýtunni á meðan sá sem er að leita er of langt frá kallar hann: „Fallin spýta fyrir mér, einn, tveir og þrír.“ pictionary í þessum leik þurfa að vera minnst tvö tveggja manna lið. Fleiri lið og liðsmenn eru þó leyfileg. liðin skiptast á að fara upp að töflu eða bara blaði sem hangir á vegg og eiga að teikna einhvern fyrirfram ákveðinn hlut. Hinir í liðinu keppast svo við að giska hvað er verið að teikna á meðan klukkan telur niður. Bæði er hægt að nota sjálft spilið Pictionary eða einnig útbúa sinn eigin leik sem er engu síðra. dagblaðakappHlaup Þessi er frábær á rúmgóðum palli við sumarbústaðinn séu nokkrir krakkar með í för. Ekkert þarf nema gamalt dagblað til þess að mynda frábæra skemmtun. Þetta er einfalt kapphlaup, kannski fram og aftur pallinn nema það er einn hængur á. Hver þátttakandi heldur á einni dagblaðssíðu í hvorri hendi og má aðeins stíga fæti á blaðið. Hver og einn verður því að vera duglegur að koma blaðinu undir næsta fót. stígi menn ekki á blað þarf að byrja upp á nýtt. krónuFótbolti Þessi leikur er ætlaður fyrir tvo og er fullkominn ef vont veður er á meðan á sumarbústaðadvölinni stendur og það þarf að drepa smá tíma. Ekkert þarf til þess að spila nema þrjá smápeninga af sömu gerð, krónur ekki skylda. sá sem er að verjast býr til mark öðrum megin við matarborðið með því að skeyta saman þumal- og vísifingri. sá sem sækir reynir að skora inn í markið með því að skjóta krónunni með vísifingri. Hægt er að takmarka fjölda snertinga og nota fleiri peninga til að gera leikinn flóknari. körFuboltaborðtenniS Þennan má spila utan- og innandyra og geta eins margir og vilja spilað leikinn sem er afskaplega einfaldur. skál eða fata er sett við enda borðs og eiga þeir sem spila að láta borðtenniskúlu skoppa á borðinu og ofan í skálina eða fötuna. Eitt stig fæst fyrir hvert skopp þannig skoppi kúlan aðeins einu sinni og fari svo ofan í fæst eitt stig, tvö stig fyrir tvö skopp og svo koll af kolli. FréttaboðHlaup Þessi er góður innandyra sé slæmt veður eða bara yfirhöfuð skemmti- legur. gott er að hafa mömmu eða pabba með. Mamma hengir upp kannski svona fjórar síður úr sama dagblaðinu upp á vegg á meðan krakkarnir bíða hinum megin í stofunni. Mamma semur svo nokkrar spurningar úr fréttunum á veggnum og spyr síðan einnar í einu. Krakkarnir hlaupa yfir, reyna að finna fréttina og kalla svo upp svarið. Eitt stig fæst fyrir hvert rétt svar. Spurningakeppni spurningakeppn er alltaf góð. Þær þarfnast smá undirbúnings en eru fullkomin leið til þess að klára notalegt kvöld í sumarbústaðnum, jafnvel með heitu kakói. Best er að hafa einn spyril sem þarf að búa til spurningar. liðin skiptast svo á að reyna að svara og má útfæra keppnina í raun á hvern hátt sem fólk vill. Ekki er verra að skipta í strákar á móti stelpum því þá myndast alltaf mikil samkeppni á milli kynjanna. Boltinn Það er alltaf gaman að kíkja í smá fótbolta hvar sem maður er á landinu. Í bústaðnum Má gera fullt skemmtilegt. sérstaklega ef þar er stór og góður pallur. Í fjörunni Ekki má gleyma fjörunni en við strendur íslands má finna og gera margt skemmtilegt. Í bílnum Þó ferðalögin séu löng má stytta þau til muna með skemmtilegum bílaleikjum. Í SUMARBÚSTAÐNUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.