Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 64
Föstudagur 3. júlí 200964 Lífsstíll Tími Til að splæsa Sumarið er tíminn til þess að fjárfesta í góðri flík. Á útsölum bæjarins má gera góð kaup bæði á Laugaveginum og í verslunarmiðstöðvunum. Landsmenn hafa ekki mikla peninga á milla handanna á þessum síðustu og verstu tímum og því er tilvalið á kíkja á útsölurnar og fjárfesta í fallegum sumarkjól eða nýju pari af skóm án þess að fá samviskubit. Margar skemmti- legar vörur eru á útsölu í Nakta apanum og í Kringlunni en útsölur þar hófust á miðvikudaginn. Splæstu í eina flík. Þú átt það skilið. umsjón: Hanna Eiríksdóttir, hanna@dv.is Hann var kallaður kóngurinn og ekki að ástæðulausu. Michael Jackson varð á einni nóttu einn vinsælasti söngvari heims með sveitinni Jackson 5. Þegar Michael hóf sólóferil sinn breyttist hann úr vinsælum söngvara í tónlistargoðsögn. Það sama má segja um klæðaburð hans sem tók töluverðum stakkaskiptum. Michael byrjaði að klæðast glitrandi jakkafötum, í stíl við Jheri-krullurnar, hvítu sokkunum og hanskanum sem varð hans helsta einkenni í seinni tíð. Michael Jackson er hið eina sanna poppgoð og tískustraumar hans lifa, en hermannajakki Michaels gekk í endurnýjun lífdaga hjá tískuhúsinu Balmain. Michael verður alltaf kóngurinn. Hanskarnir Einkenni poppgoðsins. afró-greiðslan michael var þekktur fyrir hana.smellur, belti og sylgjur Hann var þekktur fyrir þennan stíl. töff með aviator-sólgleraugu, í perlu- og pallíettujakka með hanskann. Hvítu sokkarnir michael jackson sagði það í lagi að ganga í hvítum sokkum við svartar stuttar buxur. micHael jackson tískutákn okkar tíma. svo flottur Á sviðinu. svalir jackson 5-bræður. sá flottasti michael jackson á 25 ára afmæli motown í pallíett- ujakka, semalíu- steinaskyrtu og með hanskann. „Drop- croTcH“- buxur Það heitasta í herratískunni í dag eru „drop-crotch“-buxur. Þær minna svolítið á MC Hamm- er-buxurnar en eru samt sem áður ekkert líkar þeim buxum sem gerðu allt vitlaust í byrjun tíunda áratugarins. Þannig að karlmönnum líður ekkert eins og Wesley Snipes í White Man Can´t Jump. Sniðin eru marg- breyting og á herratískuvíkunni sem var að líða sáust „drop- crotch“- buxurnar hjá öllum helstu hönnuðunum. Á með- fylgjandi mynd má sjá buxur þröngar að neðan frá Givenchy. YngisT um mörg ár Madonna hefur yngst um mörg ár í auglýsingaherferð Louis Vuitton fyrir haustið 2009. Madonna hefur verið andlit Vuitton um tíma og er óhætt að segja að í nýjustu auglýs- ingunni hefur Madonna yngst um áratug, þökk sé fótósjopp. Það sama má segja um handleggi Madonnu en söngkonan er þekkt fyrir vöðva- mikla handleggi og ellilegar hendur sem hvorugt er sjáanlegt á þessari mynd. Það var Steven Meisel sem tók myndirnar en það er einstak- lega draumkenndur blær yfir þeim. Madonna er með sama höfuðfat á myndinni og hún mætti með á Fashion Institute Gala fyrir nokkrum mánuðum. Madonna var þá valin ein verst klædda kona kvöldins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.