Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 80
n Brúðkaup fótboltastjörnunn- ar Grétars Rafns Steinssonar og fegurðardrottningarinnar Manu- elu Óskar Steinsson um síðustu helgi hefur vakið mikla athygli. DV fjallaði um lífverðina sem turtildúf- urnar höfðu sér til fulltingis á stóra deginum. Þorbjörg Marinósdóttir, blaðakona Séð og Heyrt, bloggaði um fréttina og blöskraði umgjörð brúðkaupsins. Margir skrifuðu at- hugasemdir við færsluna og þar lét Karen Lind Tómasdóttir, fegurð- ardrottning og vinkona Manuelu, hressilega til sín taka: „Þið eruð að tala um fólk hérna, ekki steina á götunni sem hafa ekki hjartslátt,“ ritar Karen Lind og finnst miður hvernig fólk talar um vinkonu hennar. „Mikið er leiðinlegt að sjá hvað þið gleypið við hlutum án þess að hafa nokkra stoð fyrir þeim.“ Alltaf jafn hátt á honum risið! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. „Þetta er nú ekkert nýtt. Það eru á annað hundrað greinar sem hafa birst í erlendum blöðum um safnið. Þetta er alltaf stöðugt,“ segir Sigurður Hjartarson, safnstjóri Hins íslenska reðursafns á Húsavík. Danska blaðið Ekstra Bladet sýnir safninu mikinn áhuga á vefsíðu sinni um þessar mundir og fjallar sérstak- lega um það á þeim hluta síðunnar sem fjallar um ferðalög. Sigurður var ekki búinn að sjá umfjöllun Ekstra Bladet þegar blaða- maður hafði samband við hann en umfjöllunin kemur honum alls ekki á óvart. „Það er alltaf einhver áhugi að utan. Þetta er náttúrulega klassískt safn.“ Í reðursafninu er að finna 209 reðra og reðurhluta frá 46 dýrateg- undum. Alltaf bætist í safnið og hef- ur það sjaldan eða aldrei verið vin- sælla. „Ég hef ekki fengið eintök síðan í haust. Þá fékk ég ofsalega falleg- an rostung og hvalategund sem ég átti ekki áður. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt. Svo eru alltaf að koma inn listgripir, þannig að safnið er í blóma,“ segir Sigurður. Íslendingar ættu því að nýta tækifærið í sumar- fríinu og heimsækja safnið sem verð- ur örugglega stútfullt af Dönum eftir glæsilega umfjöllun í Ekstra Bladet. liljakatrin@dv.is Manuela er ekki steinn Sjóðheitur SPÁNN ALLT INNIFALIÐ!* Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Benidorm Verð frá: 69.900kr. Brottför 11 júlí. 5 dagar m/v 2 fullorðna og 2 börn *Allar máltíðir, kaffi og kökur milli mála , ís fyrir alla og allir drykkir. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Skráðu þig í netklúbb Plúsferða og vertu fyrstur til að fá bestu tilboðin! Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is Hið íslenska reðursafn vekur athygli erlendra fjölmiðla: „saFniÐ er Í BlÓMa“ n Athafnamaðurinn Ásgeir Kol- beins, eða Rauði turninn eins og hann er stundum kallaður, situr ekki aðgerðalaus í sumar. Ásgeir opnar skemmti- og veitingastað á næstunni við hliðina á Jacobsen í Austurstræti með tveimur félögum sínum. Mikið er lagt í staðinn sem verður með glæsilegasta móti. Mik- il áhersla er einnig lögð á að spila gæðatónlist fyrir gesti og gangandi. Á daginn verður boðið upp á góm- sætan mat og mun matseðillinn vera í léttari kantinum og á afar við- ráðanlegu verði. Ætla má að Ásgeiri reyn- ist auðvelt að fylla staðinn af gestum, nótt sem nýtan dag, þar sem hann er ekki ókunnugur skemmtanalíf- inu og annál- aður partí- pinni. Ásgeir opnar skeMMtistaÐ n Ásgeir Þór Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, er mjög virkur Facebook-notandi og skemmtir sér við að taka hin ýmsu persónuleikapróf. Hann tók nýlega prófið „Hvaða raðmorðingi ertu?“ og fékk niðurstöðuna Ted Bundy, en hann er einn alræmdasti rað- morðingi Bandaríkjanna. Þetta leist Geira ekki á þrátt fyrir að í lýsingu á Ted Bundy, og þar af leiðandi Geira, standi að honum líki kvenfólk og láti ekkert stöðva sig. Geiri bjóst nefnilega bara alls ekki við því að vera líkt við raðmorðingja þó hann hafi tekið prófið því eins og hann segir á síðunni sinni hélt hann kannski að það yrði svarmöguleiki sem myndi tjá Geira að hann væri alls enginn raðmorðingi. geiri er ted Bundy Já, halló! á reðursafninu er meira að segja reðursími.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.