Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Page 12
12 föstudagur 24. júlí 2009 fréttir Hin nýja valdastétt Þegar íslenska bankakerfið hrundi fyrir nærri 10 mánuðum gripu stjórnvöld til ráðstafana sem áttu að tryggja eðlilega greiðslumiðl- un og gjaldeyrisviðskipti. Verkefn- ið var ærið og óvænt því skyndilega voru allir stærstu bankarnir, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, komn- ir í fang ríkisins. Sett voru umdeild neyðarlög þar sem skilið var á milli gömlu og nýju bankanna. Fjármála- eftirlitið skipaði í skyndingu fimm manna skilanefndir yfir alla gömlu bankana. Bankaráð voru sömuleiðis valin til þess að stýra nýju bönkun- um sem tóku við innlendum skuld- bindingum, innistæðum og eignum á móti þeim úr gömlu bönkunum. Síðar átti eftir að skipa skilanefndir yfir Straum Burðarás og SPRON, sem einnig komust í greiðsluþrot. Skila- nefndirnar voru skipaðar lögfræð- ingum, endurskoðendum og hag- fræðingum, sem oftar en ekki höfðu reynslu af bankastarfsemi. Það átti síðar eftir að vekja spurningar um hæfi nokkurra þeirra til starfans. Í upphafi voru skilanefndar- menn á launum hjá FME. Athug- un DV í upphafi árs leiddi í ljós að margvísleg tengsl voru á milli skila- nefndarmanna. Auk þess var til þess tekið að skilanefndarmenn þáðu laun sín nær undantekningarlaust sem verktakar. Reikningar voru því sendir fyrir þjónustu þeirra frá lög- mannsstofum, endurskðunarfyrir- tækjum eða einkahlutafélögum sem skráð voru heima hjá stöku skila- nefndarfulltrúa. Fyrstu þrjá mánuð- ina frá bankahruninu voru að jafn- aði innheimtar 3,2 milljónir króna fyrir hvern skilanefndarmann, sem meðal annars skýrðist af gríðarleg- um vinnustundafjölda á reikningum sem bárust Fjármálaeftirlitinu. Eftir því sem næst verður kom- ist var samið um fastar greiðslur til lögfræðinga en taxti endurskoðenda var að jafnaði lægri. Að jafnaði inn- heimta lögfræðingar um 17 þúsund krónur á tímann en endurskoðendur nokkru minna. Umsýslan eykst Verkefni skilanefndarmanna er að standa vörð um eigur bankanna, halda verðgildi þeirra sem hæstu, semja við kröfuhafa og reyna eftir megni að komast hjá lögsókn kröfu- hafanna. Samskipti þeirra voru og eru að mestu við erlenda viðskipta- vini íslensku bankanna eins og aug- ljóst var á fundum sem skilanefnd- irnar hafa haldið með kröfuhöfum. Að mörgu leyti er starf á vegum skilanefndanna hreinræktuð banka- starfsemi ef frá er talið að gömlu bankarnir stunda engin útlán leng- ur. Starfsemi þeirra jókst jafnt og þétt fram eftir vetri og hefur mönnum tal- ist til að nú starfi 200 til 300 manns á vegum skilanefndanna allra. Þá hef- ur það gerst að skilanefndirnar sjálf- ar eru ekki lengur á launum hjá hinu opinbera heldur fá þær laun fyr- ir störf sín af starfsemi hinna föllnu banka og vaxtatekjum þeirra. Fyrir utan umfangsmikla starf- semi á vegum skilanefndanna í gömlu bönkunum hafa nú einnig verið skipaðar slitastjórnir. Þeim er sérstaklega ætlað að kalla eftir kröf- um í þrotabúin, gera grein fyrir þeim og ráða fram úr málum komi upp ágreiningur við kröfuhafa og taka afstöðu til einstakra krafna. Í hverri slitastjórn eiga sæti þrír fulltrúar, allt lögfræðingar, endurskoðendur eða viðskiptafræðingar. Við þetta má bæta að gömlu bankarnir njóta í raun greiðslu- stöðvunar og var skipaður einn eft- irlitsmaður með greiðslustöðvun við hvern banka, allt lögfræðingar. Með endurfjármögnun bankanna var ákveðið að bjóða stærstu erlendu kröfuhöfunum að taka yfir rekstur nýja Kaupþings og Glitnis. Þetta gæti gerst í fyrsta lagi um næstu áramót ef kröfuhafar á borð við Deutsche Bank þekkjast slíkt boð. Fari svo má búast við að skilanefndir gömlu bankanna verði leystar upp en hluta starfs- manna þeirra verði boðin áfram- haldandi störf. Margvísleg tengsl Í skilanefnd Kaupþings sitja Stein- ar Þór Guðgeirsson lögfræðing- ur, Guðni Aðalsteinsson rekstrar- hagfræðingur, Knútur Þórhallsson endurskoðandi, Jóhannes Rúnar Jóhannsson lögfræðingur og Theo- dór Sigurbergsson endurskoðandi. Steinar Þór er formaður nefndarinn- ar og einn af eigendum Lögfræði- stofu Reykjavíkur. Meðeigandi hans er Lárentsínus Kristjánsson, lög- fræðingur sem nú er orðinn formað- ur skilanefndar Landsbankans eft- ir að Lárus Finnbogason hætti þar störfum fyrirvaralaust. Eftir því sem næst verður komist er ekki ætlunin að ráða mann í sæti Lárusar. Lárentsínus er sjálfstæðismað- ur og formaður Lögmannafélags Íslands. Stjórn félagsins ályktaði nýverið, meðal annars um hæfi. Í yf- irlýsingunni segir orðrétt: „Að gefnu tilefni má í þessu samhengi nefna álitaefni um hæfi einstakra embætt- ismanna. Um hæfi gilda settar laga- reglur sem ber að virða. Varhugavert er að rannsakendur eða handhafar opinbers valds freisti þess að ná fram úrlausn um álitaefni af því tagi með málflutningi í fjölmiðlum.“ Fullvíst má telja að þarna sé átt við Sigríði Benediktsdóttur hagfræðiprófessor, sem situr í rannsóknarnefnd Alþing- is, en Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, hafði kvartað yfir um- mælum sem hann taldi að bökuðu henni vanhæfi í nefndinni. Lárentsínus er starfsfélagi Ólafs Garðarssonar lögfræðings á Lög- fræðistofu Reykjavíkur, en hann er eftirlitsmaður með greiðslutstöðvun Kaupþings og nú kominn í slitastjórn Kaupþings. Fleiri lögfræðingar af umræddri lögfræðistofu hafa komið við sögu skilanefndanna. Guðni Níels Aðalsteinsson situr í skilanefnd Kaupþings. Hann var áður framkvæmdastjóri fjárstýring- ar Kaupþings og var meðal þeirra sem fengu niðurfellda persónu- lega ábyrgð á lánum til hlutabréfa- kaupa í bankanum. Árið 2006 hafði hann fengið 417 milljónir króna að láni hjá Kaupþingi til kaupa á hlutabréfum í bank- anum og líkast til tekið úr 20 milljóna króna arð. Er kunningjaveldið óhjákvæmilegt? Formaður skilanefndar Glitn- is er Árni Tómasson end- urskoðandi. Með honum í nefndinni eru Heimir Haraldsson endurskoðandi, Þórdís Bjarnadótt- ir lögfræðingur, Erla S. Árnadóttir lögfræðingur og Kristján Óskarsson rekstrarhagfræðingur. Í slitastjórn Glitnis hefur verið skipaður Páll Ei- ríksson lögfræðingur, en hann er bróðursonur Árna. Erla starfar á lög- fræðistofunni Lex ásamt Lilju Jón- asdóttur sem skipuð hefur verið í slitastjórn Straums Burðaráss. Á lög- fræðistofunni starfar einnig Þórunn Guðmundsdóttir, en Lex hefur verið helsta lögmannsstofa Björgólfsfeðg- anna. Áðurnefnd Erla í skilanefnd er eig- inkona Jóns Finnbjörnssonar héraðs- dómara sem hefur meðal annars vald til þess að úthluta þrotabú- um til lög- fræðinga og skipa skipta- stjóra. Jóhann haUksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is skilanefnd straums: n Reynir Vignir, formaður endurskoð- andi n Kristinn Freyr Kristinsson endurskoð- andi n Arna Guðrún Tryggvadóttir endurskoðandi n Elín Árnadóttir lögfræðingur n Ragnar Þórður Jónasson lögfræð- ingur slitastjórnir bankanna Lögfræðingar: Glitnir n Steinunn Guðbjartsdóttir n Einar Gautur Steingrímsson og n Páll Eiríksson. Gamla kaupþing n Ólafur Garðarsson n Davíð B. Gíslason n Feldís L. Óskarsdóttir Gamli Landsbankinn n Kristinn Bjarnason n Halldór Bachman n Herdís Hallmarsdóttir. straumur: n Hörður Felix Harðarson n Ragnar H. Hall n Lilja Jónasdóttir. spron: n Hlynur Jónsson n Jóhann Pétursson n Hildur Sólveig Pétursdóttir skilanefndirnar Eggert Páll Ólafsson lögfræðingur skilanefndar Landsbankans ásamt Árna Tóm- assyni formanni skilanefndar Glitnis og Steinari Þór Guðgeirssyni formanni skilanefndar Kaupþings. Myndin er af fundi skilanefndanna með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni síðastlið- inn mánudag þegar kynnt var samkomulag skilanefndanna og stjórnvalda við erlenda kröfuhafa. Lögmenn á góðri stund Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings, ásamt Jóni Steinari Gunn- laugssyni hæstaréttardómara. Steinar og nokkrir aðrir lögmenn af Lögfræðistofu Reykjavíkur koma mjög við sögu skilanefndanna. starfsmaður ólafs ólafssonar Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, situr í stjórn Alfesca. Glitnir á hagsmuna að gæta gagnvart Ólafi vegna lána.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.