Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 14
14 föstudagur 24. júlí 2009 fréttir Undanfarnar vikur hefur DV sagt ít- arlega frá því sem á gekk í partístandi þegar risið var sem hæst á íslensk- um auðmönnum. Ferð Glitnis til New York reis þar hátt, þar sem ní- faldur Grammy-verðlaunahafi spil- aði undir dýrindis steikaráti slaufu- og kjólfataklæddra viðskiptavina og starfsmanna bankans. Ferðin kost- aði meira en 100 milljónir og kol- sprengdi allar kostnaðaráætlan- ir. Skömmu síðar fór bankinn með lykilstarfsmenn sína til Turnberry í Skotlandi, þar sem herbergið kostaði röskar 70 þúsund krónur á nóttina og sérhönnuð Glitnishúsgögn prýddu veislusali. Fljótlega eftir það fór að molna undan partídeild Glitnis, sem taldi þegar mest lét átta starfsmenn. En veislurnar voru ekki bara í út- löndum og ekki bara hjá Glitni. Hér heima var margt brallað líka og eflaust á enn eftir að segja svakalegustu sögurnar af veislu- haldinu í ofal- inni Reykjavík á þenslutímum. Nokkrum við- mælendum DV, sem sóttu margar veislur og samkom- ur þegar allt lék í lyndi, ber þó saman um að hátíðarkvöld- verður UN��EF í Listasafni Reykjavíkur hafi verið toppurinn hér heima. Ekki endilega vegna þess að upphæðirnar hafi þar verið hæstar og vissulega fór peningurinn í gott málefni. Heldur vegna þess að þar varð keisarinn fyrst allsber. Plebba- skapur hinna nýríku opinberaður á styrktarsamkomu fyrir fátæk börn. Jafnvel þarna, þegar þolið gagnvart bruðli var í hámarki, ofbauð nokkr- um gestum svo svakalega að þeir gengu út af samkomunni. FL Group og Fons lofuðu skólum í Afríku Kvöldverðurinn 1. desember 2005 átti sér nokkurn aðdraganda, því að fyrr um daginn höfðu nokkur íslensk fyrirtæki lagt stórfé til styrktar UN�- �EF til að hita upp fyrir kvöldið. Í frétt Ríkisútvarpsins af málinu sagði meðal annars: „Einn stærsti styrkt- arsamningur sem gerður hefur ver- ið hér á landi við hjálparstofnun var undirritaður í morgun þegar þrjú ís- lensk fyrirtæki undirrituðu samning við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þetta voru FL Group, Baugur Group og Fons. Fyrirtæk- in styrkja UN��EF um 135 milljón- ir á þremur árum og skiptist upp- hæðin jafnt milli fyrirtækjanna, 15 milljónir króna á hvert þeirra á ári. Peningarnir verða notaðir til að gera upp um 50 skóla, þjálfa 50 kennara og standa und- ir skólagöngu 24 þúsund barna í Gínea Bissá.“ Líklega hafa ekki allir pening- arnir skilað sér, enda fór FL Group í þrot áður en árin þrjú voru liðin og ekki liggur fyrir hvort Fons og Baug- ur borguðu sinn skerf árið 2008, þeg- ar lausafé var orðið vægast sagt lítið í félögunum tveimur. James Bond var fluttur til landsins ásamt breskum blómaskreytingamönnum En þá að aðalatriðinu, kvöldinu sjálfu í Listasafni Reykjavíkur. Þar var búið að skipuleggja uppboð, til að ná inn meiri peningum en því sem hafði verið lofað af fyrirtækjunum þremur fyrr um daginn. Samkoman fór fram 1. desember 2005 að kvöldi dags. Að- alræðumaður kvöldsins var sjálfur Roger Moore, sem í mörg ár hefur lagt UN��EF lið. Kannski táknrænt að fullveldisdagurinn skyldi valinn til að sýna göfuglyndi Íslands fyrir framan sjálfan James Bond. Gestum varð strax ljóst að ekkert hafði verið til sparað. Samkoman sem var öll hin glæsilegasta, var í boði áðurgreindra fyrirtækja, Baugs, Fons og FL Group. Boðsgestir á samkomuna voru nokk- ur hundruð og margir þeirra töldust þá meðal ríkustu manna Íslands. Í hópnum voru meðal annarra Pálmi Haraldsson og frú, Hannes Smára- son og frú, Bolli í Sautján og frú, auk margra fleiri áhrifamanna. Einn heimildarmaður DV segir að sér- stakt matarstell hafi verið flutt inn fyrir gestina og að nýju gólfteppi hafi verið komið fyrir sérstaklega fyrir kvöldverðinn. „Og það voru ekki bara dauðir hlutir fluttir inn, því að það komu líka blómaskreyt- ingamenn frá London, eingöngu til að skreyta veislusalinn,“ segir einn heimildarmaður sem var á staðnum kvöldið umrædda. Þó að vissulega hafi boð af þessu tagi tíðk- ast víða úti í hinum stóra heimi má setja spurn- ingarmerki við lúxus af þessu tagi, þegar ætlun- in er að safna peningum fyrir bláfá- tæk börn. Mörgum þætti eflaust smekklegra að hafa boðið sjálft ódýrara og geta þá látið meira renna til malaríuneta, vítamína og bólusetningar fátækustu barna heims. Sigur Rós voru boðnar 3 milljónir fyrir að troða upp Strákarnir í hljómsveitinni Sigur Rós virtust átta sig á þessu og þeir voru jarðbundnari en margir aðrir. Sigur Rós hafði verið beðin um að spila á góðgerðarkvöldverðinum og tekið vel í það. Þar sem um var að ræða góðgerðarstarf gerðu þeir ekki ráð fyrir að fá krónu fyrir viðvikið. En samkvæmt heimildum DV fengu þeir upphringingu frá fulltrúa Baugs sem spurði þá hvað þeir tækju fyrir að spila á samkomunni. Nokkurt fát kom á fulltrúa Sigur Rósar, sem sagði í gríni að þeir kostuðu þrjár milljón- ir. Það var umsvifalaust samþykkt án frekari málalenginga. Í hugum hljómsveitarmeðlima kom hins veg- ar aldrei til greina að þiggja pening- inn, þannig að þeir létu hann renna beint aftur til UN��EF. Tuttugu milljóna króna málverk Hallgríms Að kvöldverðinum sjálfum. Þó að sumum gesta hafi ofboðið var ljóst að öðrum leiddist ekki að fá að sýna veldi sitt. Heimildarmaður DV sem var á staðnum segir svona frá: „For- rétturinn var varla kominn á borðið þegar margir þarna inni voru orðnir ofurölvi. Stemningin var mjög und- arleg í alla staði og manni krossbrá við að sjá ástandið á sumum strax snemma í matnum. Það var mik- ið fyllerí og einhvern veginn hálf- gerð vanvirðing við allt og alla sem lá í loftinu.“ Rúsínan í pylsuendan- um var svo uppboðið sjálft, þar sem margt var í boði. Þegar til þess kom hafði erindreki UN��EF og aðalgest- ur kvöldsins, sjálfur Roger Moore, látið sig hverfa. Hann fékk því ekki að berja oflátungshátt íslenskra auð- manna augum, kannski sem betur fer kynnu sumir að segja. Á uppboð- inu var meðal annars boðið í ómálað verk eftir Hallgrím Helgason, söng feðganna Garðars �ortes og Garðars Thors �ortes, lúxusflugferð til Suður- Afríku, bassa áritaðan af Sting, auk þess sem boðið var upp á lestur veð- urfrétta á NFS í einn dag. Strax var ljóst að ekkert af ofangreindu yrði ódýrt. Eftir mikla keppni fór söngur feðganna á fimm og hálfa milljón, bassinn frá Sting seldist á sjö og hálfa milljón og ferð- in góða til Suður- Afríku fór á tuttugu milljónir. Toppnum náði þó listaverkið frá Hallgrími sem fór á tuttugu og eina milljón króna. Hallgrímur sjálfur óttaðist fyrir fram að enginn myndi bjóða í málverkið. Hann áttaði sig greini- lega ekki á stemn- ingunni hjá fólkinu í salnum og var víst steinhissa á með- an á upp- boðinu stóð. Hallgrímur sagði í frétt- um NFS daginn eftir: „Nei, ég verð nú að segja það að ég átti nú eigin- lega ekki von á því að þeir vildu hafa mig með á uppboðinu, það er svo langt síðan ég hef málað mynd, mér finnst þetta… þetta kom á óvart og sérstaklega náttúrulega upphæðin… það er hætt við að maður verði svo- lítið skjálfhentur við verkið.“ Þegar DV biður hann um að rifja þetta upp segir Hallgrímur: „Verkið fór minn- ir mig á 21 milljón króna… verkið varð því mega „challenge“ fyrir mig út af verðinu, stillti mér upp við vegg. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að geta málað verk sem væri svona mikils virði, hummaði þetta fram af mér í 3 ár… en á endanum tók ég 3 kaup- lausa mánuði í þetta haustið 2007 og skilaði þessu um áramótin 2007–08. Kaupandi var einn af minni útrás- arvíkingunum.“ Sá sem um ræðir er Þorsteinn M. Jónsson, eða Steini í Kók eins og hann er jafnan kallaður. Hallgrímur bætir við að á samkom- unni hafi verið allir helstu auðmenn Íslands. Landsbankamann dreymdi um að lesa veðurfréttir Sjónvarpsáhugamaður í hópi bjóð- enda náði að krækja í lestur veður- frétta á NFS í einn dag fyrir tvær og hálfa milljón króna. Heimildarmenn DV segja að sá sem átti sér þann draum að feta í fótspor Sigga storms hafi verið háttsettur starfsmaður Landsbankans. Hann var kampa- kátur eftir að hafa hreppt hnossið og sagði í samtali við NFS að þann dag sem hann myndi starfa yrði sól í viku. Því miður fyrir Landsbankamann- inn varð aldrei af lestri veðurfregn- anna á NFS og sjónvarpsferill- inn bíður því enn um sinn. Þorsteinn Pálsson gekk út Heimildarmaður DV sem var á sam- komunni segir að sér hafi fyrst ofboðið þegar Hannes Smárason, þáverandi keypt lika veðrið Glæsileg veisla sem íslenskir auðmenn héldu til styrktar UNI- CEF í desember 2005 var einn af hápunktum góðærisins. Það var ekkert til sparað og þótti efnaminni veislugestum snobb- ið og plebbaskapurinn yfirgengilegur hjá hinni nýríku stétt Íslendinga. Útrásarvíkingar eyddu tugum milljóna króna á uppboði til styrktar UNICEF. Hannes Smárason og eiginkona hans kepptust um að bjóða í sama hlutinn og Steini í Kók eyddi 21 milljón í hvítan striga. SöLvi TRyGGvASon blaðamaður skrifar solvi@dv.is Roger Moore Gamli James Bond hefur snúið sér að vinnu fyrir UNICEF. Moore var kynnir kvöldsins en lét sig hverfa snemma. ÓSleSið Hannes Smárason Bauð ríflega í muni á uppboðinu í keppni við eiginkonu sína. Þorsteinn Pálsson Fyrrverandi forsætisráðherra. Pálmi Haraldsson Eignarhaldsfélag Pálma lofaði skólum í Afríku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.