Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 18
18 föstudagur 24. júlí 2009 fréttir ÓDÝRT SUMARFRÍ Í Sú tíð er liðin að allar heimSinS vellyStingar Séu hræódýrar í Kaupmanna- höfn fyrir oKKur íSlend- inga. Því halda margir landSmenn að eKKi Sé hægt að SpóKa Sig í borginni einS og Kóngur einS og áður fyrr. Það er meSti miSSKilningur Því Það er vel hægt að njóta SumarfríSinS í KóngSinS Kaupmannahöfn og eKKi Koma heim með feitan mínuS á KrediKortinu. umsjón lilja katrín Ódýrt far Far til Kaupmannahafnar aðra leiðina kostar frá 12.900 krónum með Iceland Express. Hátískufatnaður á grínverði Kvenfataverslunin Gina Tricot býður upp á hátískufatnað á hreint fáránlegu verði. Verslunin er meira að segja ódýrari en H&M í mörgum tilfellum og þá er nú mikið sagt. Auk þess sem seldur er hátískufatn- aður er einnig hægt að festa kaup á guðdómlegu skarti, töskum, sokkabuxum, nærfötum og náttfötum í versluninni. Algjör snilldar- verslun þar sem hægt er að gleyma sér. staðsetning: Købmagergade 19 og Frederiksberggade 23 á Strikinu. Heimasíða: www.ginatricot.com Köben Ókeypis samgöngur Kaupmannahafnarkortið, eða CPH card, er einstaklega sniðugt fyrir ferðamenn í Kaupmannahöfn, bæði fyrir þá sem eru að heimsækja borgina í fyrsta sinn og fyrir vana. Með kortinu er hægt að fá aðgang að um það bil sextíu söfnum og annarri afþreyingu, ókeypis ferðir með lestum, strætó og metró, afslátt af aðgangseyri á áhugaverðum stöðum, viðburðum, veitingahúsum og bílaleigu ásamt ítarlegum leiðarvísi með korti af borginni. Hægt er að velja milli 24 klukkutíma og 72 tíma korts. Hægt er að kaupa kortið á www.visitcopenhagen.is og þarf að bóka það með sjö daga fyrirvara áður en haldið er til Kaupmannahafnar. Brjálað bíó TP Musik Marked er frábær verslun fyrir tónlistar- og kvikmyndaáhugamenn. Þar er hægt að fá allt það nýjasta á ótrúlegu verði - til dæmis nýjar myndir á aðeins fimmtíu danskar krónur, eða um tólf hundruð íslenskar krónur. Ýmis tilboð eru í gangi í versluninni hverju sinni þar sem hægt er að fá kvikmyndir á allt niður í tíu danskar krónur eða aðeins tæplega 250 íslenskar. staðsetning: Amagertorv 19 á Strikinu. Heimasíða: www.tpmusik.dk Styrktu gott málefni Second hand-verslunin Fisk er ekki eins og aðrar second hand-verslanir. Þar er hægt að versla og fá sér köku og kaffi með góðri samvisku. Verslunin er nefni- lega rekin af Hjálparstofnun kirkjunnar og rennur allur ágóði til barna og kvenna í þróunarlöndunum. Fötin sem seld eru í Fisk eru bæði fyrir karla og konur og eru það besta sem neyðarhjálpin fær gefins. Fatnaðurinn er síðan endurhannaður af hönnuðum Fisk sem allir vinna sjálfboðavinnu. En það eru ekki einungis föt sem fanga athygli gesta í Fisk heldur líka gömul húsgögn sem búið er að endurhanna ásamt ýmsu glingri og smámunum. Verðið er í algjöru lágmarki og hægt að festa kaup á einstökum vörum sem ekki er hægt að fá neins staðar annars staðar. Kökurnar og kaffið er líka ódýrt - aðeins 35 danskar, eða rúmlega átta hundruð krónur, fyrir kökusneið og kaffibolla. staðsetning: Skt. Peders Stræde 1 Heimasíða: www.noedhjaelp.dk/fisk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.