Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 19
fréttir 24. júlí 2009 föstudagur 19 ÓDÝRT SUMARFRÍ Í Köben Margfalt ódýrari Súpermarkaðurinn NETTO er hjá einni stærstu metró-stöð Kaupmannahafnar, Nørreport. Stórsniðugt er að kaupa sér nesti og drykkjarvörur í NETTO því þær eru margfalt ódýrari þar en í mörgum sjoppum og öðrum stórmörkuðum. Þarna er líka hægt að kaupa ýmislegt matarkyns ef ferðalangar taka upp á því að elda sér sjálfir í staðinn fyrir að fara á veitingastað sem er ekki gefins í Kaupmannahöfn í dag. Staðsetning: Fiolstræde 9. Heimasíða: www.netto.dk Vinsæll Íslendingabær Kjötbærinn, Kødbyen, á Vesterbro er á bak við aðallest- arstöð Kaupmannahfnar. Þetta er eitt heitasta hverfið í Kaupmannahöfn í dag og ekki að ástæðulausu enda þar að finna samansafn af ýmissi þjónustu, svo sem veitingahús, líkamsræktarstöðvar, bakarí, skemmtistaði og gallerí. Dóra Takefusa rekur þar skemmtistaðinn Jolene sem er afar vinsæll með Íslendinga sem búsettir eru í Kaupmannahöfn. Kósí skjaldbaka Veitingastaðurinn Skildpadden, eða Skjaldbakan, býður gestum upp á að búa til sína eigin samloku sem kostar ekki mikið. Samlokurn- ar eru afar gómsætar og má með sanni segja að diskurinn sé vel útilátinn. Svo er staðurinn líka bara svo hrikalega kósí. Staðsetning: Gråbrødretorv 39. Heimasíða: www.skilpadden.dk Betri en Burger King Á Sporvagninum, eða Sporvejen, er hægt að fá gómsæta hamborgara sem skjóta borgurunum á MacDonalds og Burger King svo sannarlega ref fyrir rass. Sporvagnahamborgararnir eru líka ekkert sérstaklega dýrir miðað við gæði. Staðsetning: Gråbrødretorv 17. Heimasíða: www.sporvejen.dk Ein sú heitasta Verslunin Wasteland er ein sú heitasta í Kaupmannahöfn í dag og selur bæði notuð föt ásamt eigin hönnun sem gefur second hand-perlunum ekkert eftir. Einnig er hægt að kaupa einstaklega smart reiðhjól í versluninni. Finna má fleiri second hand-verslanir á www.visitcopenhagen.dk/secondhand. Upplýsingar um fata- markaði má finna á wwww.visitcopenhagen.dk/loppemarkeder. Staðsetning: Studiestræde 5. Köben undir berum himni Á Nýhöfn er hægt að fara í hálftíma bátssiglingu um Kaupmannahöfn og kostar það aðeins þrjátíu danskar fyrir fullorðna og fimmtán danskar krónur fyrir börn. Mikil örtröð er í siglingarnar á sumrin en bátarnir eru margir og því komast allir að sem vilja. Ferðalangar ættu að varast að tylla sér á veitingastöðunum á Nýhöfn aftur á mót því þar er verðið brjálæðislegt. Sniðugra er að koma með drykkjarföng og nesti með sér og setjast við höfnina og fylgjast með mannlífinu. Staðsetning: Nýhöfn. Töff, notuð föt Önnur flott second hand- verslun er København K sem er rótgróin í miðbæ Kaupmannahafnar. Þar er að finna töff, notuð föt á mjög viðráðanlegu verði. Alveg þess virði að kíkja í bæinn. Staðsetning: Studiestræde 32B og Teglgårdsstræde 4. Engu líkur Taílenski veitingastaðurinn Wok- shop er í fínni kantinum en verðið er hreint ótrúlegt. Fyrir rúmar hundrað danskar er hægt að velja um hina ýmsu rétti sem eru hver öðrum gómsætari og hrikalega matarmiklir. Þjónustan er frábær, veitingastaðurinn einstaklega huggulegur og stemningin engu lík. Um helgar er yfirleitt mikil örtröð á Wokshop og því óvitlaust að panta borð. Staðsetning: Ny Adelgade 6 Heimasíða: www.wokshop.dk mynd Gunnar GunnarSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.