Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Page 22
22 föstudagur 24. júlí 2009 fréttir Krabbameinsvaldandi efni geta myndast í mat sem brennur á grilli. Aldrei skal byrja að grilla fyrr en loginn slokknar og kolin eru glóandi, samkvæmt vef Matvælastofnunar. Ólafur Gunnar Sæmundsson næringar- fræðingur segir best að skafa allt sem brennt er af kjötinu. Hann telur þó neyslu á brenndu grillkjöti sjaldn- ast svo mikla að áhyggjur þurfi að hafa af heilsufari fólks. Brenndur grillmatur veldur kraBBameini Varasamt getur verið að borða brenndan grillmat og því ber að var- ast að byrja að grilla á kolagrilli fyrr en loginn slokknar og kolin eru orð- in glóandi. Brenni yfirborð matarins spillir það bragðinu og skaðleg, jafn- vel krabbameinsvaldandi efni geta myndast. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bæklingi Matvæla- stofnunar um meðhöndlun á grill- mat. Ekki grilla í loganum Nú stendur „grillvertíðin“ sem hæst og grill á bensínstöðvum rjúka út eins og heitar lummur. Þó grillmatur geti verið algjört hnossgæti er nauð- synlegt að fara að öllu með gát við þessa gömlu eldunaraðferð. Mat- vælastofnun bendir þeim tilmælum til fólks að gæta þess að logi leiki ekki um matinn, skiptir þá engu hvort um er að ræða kola- eða gasgrill. Brenni kjötið er hætta á því að krabba- meinsvaldandi efni myndist. Því sé mikilvægt að skera frá alla brennda hluta af kjöti áður en þess er neytt. Til að forðast að brenna matinn er ráðlagt að nota álpappír eða marin- eringu án ólíu. Þegar kjötmeti er grillað lekur gjarnan fita eða marinering á kolin í grillinu. Þá fer að loga í kolunum og reykur með tjöruefnum getur stest á kjötið. Þetta má fyrirbyggja með því að nota álpappír eða álbakka. „Ef það logar undir matnum er mikilvægt að færa hann frá loganum,“ segir í bæk- lingi frá Matvælastofnun. Skafið það brennda burt Ólafur Gunnar Sæmundsson næringarfræðingur segir að vissu- lega geti efni myndast við bruna sem geti verið skaðleg og valdið krabba- meini. Það séu ekki ný sannindi. Hann segir hins vegar staðreyndina þá að fáir grilli svo oft að hætta sé á því að þeir hljóti skaða af neyslu gill- aðs kjöts. „Það er engu að síður best að skafa allt sem er brennt af kjöt- inu,“ segir hann en hefur þó ekki teljandi áhyggjur af heilsufari fólks, jafnvel þótt það innbyrði dálítið af brenndu kjöti. Best sé þó að venja sig á að bíða þar til loginn slokknar og gæta þess að grilla fugla- og svína- kjöt í gegn, til að fyrirbyggja matar- sýkingar. Gegnumsteikið hamborgara Á vef Matvælastofnunar segir frá ýmsu sem beri að varast þegar til stendur að grilla, sérstaklega til að fyrirbyggja matarsýkingar. Algeng- ustu mistökin eru krossmengun, það er að segja að hrátt kjöt, vökvi af hráu kjöti eða áhöld blandist við áhöld eða kjöt sem er eldað. Það get- ur valdið matarsýkingum. Í því sam- bandi er nauðsynlegt að hafa eina töng fyrir hrátt kjöt og aðra fyrir grill- að kjöt. Eitt fat undir hrátt kjöt og annað fyrir það sem búið er að grilla. Bent er á að tvær grundvallarregl- ur gildi fyrir alla matseld. „Matvæli verða að ná að minnsta kosti 75°C í gegn, en sérstaklega mikilvægt er að gegnumsteikja unnar kjötvörur.“ Hin reglan er sú að kæla afganga hratt niður, helst í kæliskáp. Kælingin mikilvæg Á síðunni segir einnig að ávallt sé rétt að gera ráð fyrir að sjúkdóms- valandi bakteríur geti verið í kjöti. Á heilum kjötstykkjum séu bakter- íur fyrst og fremst á yfirborðinu og því drepist þær fljótt við grillun, þó kjötið sé ekki gegnsteikt. „En bakter- íur dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað og þess vegna er nauðsyn- legt að gegnsteikja hamborgara og aðra rétti úr hakki.“ Kæling er einnig sögð afar mikil- væg, ekki síst á ferðalögum. Það geti haft alvarlegar afleiðingar að geyma mat við of hátt hitastig, því þá auk- ist vöxtur sjúkdómsvaldandi örvera verulega. Því sé ljóst að matvara sem ekki verði hituð fyrir notkun, til dæmis sósur, álegg og salöt, geti valdið matarsýkingu. Matvöru eigi að geyma við 0 til 4 gráður á Celsius. „Matvæli sem á að framreiða köld verður að kæla fljótt og vel og geyma við sama hitastig. Við upphitun þurfa matvæli að gegnhitna í 75°C. Við flutning og afhendingu/mót- töku verður hitastig einnig að hald- ast rétt allan tímann. Hitastigskeðj- an má hvergi rofna. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn,“ seg- ir í bæklingi Matvælastofnunar. Hafið Eftirfarandi í HuGa við Grillið: n Höfum hreinlætið í fyrirrúmi n Höfum hendur ávallt hreinar n Tryggjum að öll áhöld sem notuð eru séu hrein n Höfum röð og reglu á eldhúsborðum og þrífið þau oft og vel. n Þurrkum blóðvökva frá kjöti og kjúklingum með eldhúspappír n Gætum þess að hakkað kjöt (hamborgarar), svínakjöt og fuglakjöt sé gegnsteikt (75°C) n Notum tvöfalt sett af áhöldum n Notum sérstakt skurðarbretti fyrir grænmeti n Látum blóð/safa úr hráu kjöti ekki berast í matvæli sem tilbúin eru til neyslu n Grillum ekki yfir logandi kolum, bíðum þar til eldurinn slokknar og kolin glóa n Látum kjötið ekki brenna n Forðumst að láta fitu drjúpa niður á kolin Baldur GuðMundSSOn blaðamaður skrifar baldur@dv.is „En bakteríur dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað og þess vegna er nauðsynlegt að gegnsteikja ham- borgara og aðra rétti úr hakki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.