Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 24
fátækur í lottó Svarthöfði hefur lengi átt sér þann draum að verða ríkur. Allar mögulegar leiðir hafa ver-ið skoðaðar í þeim efnum en án árangurs. Lottóið er ein þeirra. En það var sama hve margar raðir voru keyptar, enginn gróði. Eftir margra ára útgjöld var loksins nóg komið. Krepp- an útilokaði að bruðlinu í lottóið yrði haldið áfram. Eitt sinn þegar Svarthöfði fór með miða með númerunum sínum í hverfissjoppuna kom babb í bátinn. Afgreiðslumað- urinn tók við visakortinu og renndi í gegnum vél. Kortinu var hafnað. Svart- höfði var miður sín. Hann fór heim með krumpaðan miðann og settist fyrir framan sjónvarpið, niðurbrot- inn og sannfærður um að nú myndi stóri vinningurinn koma á talnaröð hans. Það voru 35 milljónir króna í pottinum. Mínúturnar í lottóútsend-inguna siluðuðust áfram í ískaldri þjáningu hins blanka lottóspilara. Svo birtist kynnirinn á skjánum og troml- an með tölusettum kúlunum sem skildu á milli fátæktar og ríkidæmis fór á fleygiferð. Spennan var næstum óbærileg og Svarthöfði kreppti sveittar hendur sínar um arma lazy boy-stóls- ins sem hann hafði keypt í Góða hirð- inum. Það suðaði fyrir eyrum hans. Þulan las upp fyrstu töluna. Það var 11 sem var einmitt á miðanum. Meira að segja fyrst í röðinni. Svarthöfði skrækti upp yfir sig í skelfingu. Veruleikinn var að breytast í martröð. Næsta tala birt- ist. Silkimjúk röddin kynnti töluna 24. Hún var líka á miðanum. Þetta varð enn hryllilegra þegar talan 32 kom. Svarthöfði faldi andlitið í gaupnum sér og vonaði eitt andartak að hann væri sof-andi. Hann heyrði skrönglið í fjórðu kúlunni en þorði ekki að líta upp. Milli vonar og ótta beið hann eft- ir röddinni. Næsta tala er 17 heyrð- ist eins og úr órafjarlægð. Svarthöfða létti óskaplega. Þetta var ekki hans tala. Lokatalan var svo 3. Hún var ekki heldur á blaðinu. Á þessari stundu uppgötvaði Svarthöfði að því fylgdi enn meiri spenna að eiga tölur en ekki miða. Hann hefði farið nokkurn veg- inn sléttur út úr því að kaupa miðann. En síðan þetta gerðist hefur Svarthöfði grætt. Hann sest á laugardagskvöldum fyrir framan sjónvarpið með krump- aða miðann sinn og fagnar ógurlega í hvert skipti sem tölurnar hans sitja fastar inni í tromlunni. Sparnaðurinn nemur þegar þúsundum króna og vex í hverri viku. Og spennan er ókeypis. Svarthöfði leitar nú annarra leiða til að verða ríkur. Hann er að velta fyrir sér að láta spyrjast út að hann hafi stórgrætt á því að selja gosverksmiðju á Grænlandi. Þannig gæti hann komist yfir banka. Sandkorn n Ekkert lát er á áhuga ákveðins kjarna innan Sjálfstæðisflokks- ins á að koma Davíð Oddssyni eftirlaunaþega aftur á valdastól. Þó viðurkenna jafnvel hörð- ustu Davíðssinnar að hann eigi vart aftur- kvæmt sem formaður Sjálfstæð- isflokksins. Fyrir síðustu áramót var orðið sam- komulag um að Davíð gæti orðið ritstjóri Moggans og var málið tekið upp í viðræð- um oddvita stjórnarflokkanna. Af því varð ekki en nú er aftur sterkur orðrómur um að Dav- íð verði plantað við hlið Ólafs Stephensen og þannig kom- ið jafnvægi á ESB-umfjöllun blaðsins. n Þess er beðið í ofvæni að Steingrímur Ari Arason, fyrr- verandi nefndarmaður einka- væðingarnefndar, segi frá ástæðum þess að hann skellti hurðum og yfirgaf nefndina. Brotthvarf hans er sérstaklega athyglis- vert í ljósi þess sem nú er kom- ið á daginn um vinavæðingu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Steingrímur Ari, sem hætti í aðdraganda þess að Landsbankinn og Búnaðar- bankinn voru vinavæddir, hefur ekki opinberlega reifað ástæður þess að honum ofbauð það sem gerðist í nefndinni. n Víst er að Björgólfur Guð- mundsson er gjaldþrota eftir hrun Landsbankans og aðra óáran sem á honum hefur dun- ið. Ólíklegt er því að þrotabú Samsonar nái neinu til baka af því sem auðmanninum fyrrver- andi er nú stefnt fyrir. Hing- að til hefur verið talið að staða Björgólfs Thors væri mun skárri og hann ætti þó nokkrar eignir. Vís- bendingar eru nú uppi um að allt hans sé í kaldakoli rétt eins og hjá gamla manninum. Beiðni hans um niðurfellingu láns þeirra hjá Kaupþingi þykir klár vísbend- ing um að fjármál hans séu líka í tjóni. n Þótt fjöldi Íslendinga sé nú á flótta til útlanda vegna kreppunnar eru líka dæmi um Íslendinga sem snúa heim. Einn þeirra er Guðmundur Franklín Jónsson, hóteleigandi í Tékk- landi og fyrrverandi verðbréfa- sali á Wall Street. Hann á Bellag- io-hótelið í Prag en er nú að selja glæsihótelið og hyggst í fram- haldinu hasla sér völl í íslensku viðskiptalífi að nýju. Hann er hokinn af reynslu og víst að hans bíða næg verkefni á Íslandi. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Ruslið í RÚV Leiðari Ríkisútvarpið er víðsfjarri því að þjóna almenningi. Um komandi mánaðamót tekur gildi nefskattur þar sem skattborgarar eru neydd- ir til að borga stórar fjárhæðir, tæpar 18 þús- und krónur á mann, til að halda stofnuninni gangandi. Fjögurra manna fjölskylda getur þannig þurft að greiða yfir 70 þúsund á ári fyr- ir tilgangslítinn fjölmiðil. Eina ljósið í myrkri RÚV er Rás 1 sem haldið hefur sínu striki, ómenguð af markaðshyggju þeirra sem ráða för hjá Ríkisútvarpinu. Engin leið er að halda því fram með rökum að Sjónvarpið eða Rás 2 hafi menningarlegt gildi. Báðir þessir fjöl- miðlar eru stútfullir af efni sem frjálsir fjöl- miðlar áttu frumkvæði að. Sjónvarpið liggur sérstaklega lágt í þeim skilningi. Helsta inn- legg þeirra sem stjórna dagskrá þar felst í því að taka á dagskrá þætti sem eiga uppruna sinn á auglýsingasjónvarpinu Skjá einum. Þess í milli eru spiluð tónlistarmyndbönd eða endursýndir gamlir þættir. Nær ekkert gæðaefni er að finna í þjóðarsjónvarpinu. Komandi kynslóðir munu gapa af undrun yfir ruslinu sem var á borð borið fyrir þjóð- ina á þessum tímum. Sagan geymir ýmis- legt sem Sjónvarpið hefur gert vel og telst til menningarverðmæta. Þar má nefna Stiklur Ómars Ragnarssonar sem gefa ómetanlega innsýn í þjóðlíf sem var. Arftaki þeirra þátta er Út og suður, hráunnir spjallþættir sem eru víðsfarri því að uppfylla kröfur um gæði. Bæði Sjónvarp og Útvarp reka harðsnúna auglýsingastefnu í samkeppni við frjálsar stöðvar. Undirboð eru umtöluð og bjóraug- lýsingar algengar á meðan forsvarsmenn einkarekinna miðla eru dæmdir fyrir að aug- lýsa áfengi. Stjórnvöld verða að grípa í taum- ana og koma þjóðarútvarpinu í réttan farveg. Það er móðgun við íslenskan almenning að sitja uppi með þann hroða sem viðgengst og þurfa að greiða stórfé fyrir. Það ætti að vera forgangsverkefni stjórnvalda að reka stríðal- inn útvarpsstjórann, helsta ábyrgðarmann þess hvernig komið er. Það er kominn tími til að hreinsa út ruslið. reynir traustason ritstjóri skrifar. Komandi kynslóðir munu gapa af undrun. bókStafLega Ísland er best Ég tók mér frí um daginn og gerði mér það fyrst til dundurs að fara með strætisvagni um borgina. Ég var svo heppinn að í sætaröðinni fyrir framan mig sátu fjórir gyð- ingar sem vissu ekkert um Reykja- vík en reyndu að ferðast ódýrt og útskýrðu hver fyrir öðrum hvar mætti finna hin ýmsu kennileiti. Ég heyrði gyðingana bollaleggja um það að þeir ætluðu að eyða fríinu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar ætluðu þeir að tjalda og síðan ætluðu þeir að skoða íslenskar fjöl- skyldur og íslensk húsdýr. Nokkru eftir strætóferðina átti ég því láni að fagna að fara að Skógafossi og dvelja í tjaldi. En áður en ég mátti njóta fuglasöngs í skjóli nætur naut ég kvöldverðar ásamt fjölmenni í húsi sem kall- ast Fossbúð. Þarna kostaði máltíð- in einungis 2.500 krónur og í boði var það sem húsráðendur kölluðu ítalskt hlaðborð. En hlaðborð þetta samanstóð af einhverju jukki sem var borið fram í álbökkum og inni- hélt einhvers konar hveitisull með nokkrum hakklufsum. En með þessu var pastasalat sem var gert úr pasta og nokkrum grænmetis- örðum. Sem sagt ítalskt hlaðborð! Og verðið, kæru landsmenn, að- eins 2.500 krónur. Að vísu hitti ég ekki staðarhaldarann og náði ekki að þakka fyrir matinn. En ég reyni að gera það við næsta tækifæri. Ekki mun ég þó láta það eftir mér að setjast að hlaðborði aftur á þeim stað sem heitir Fossbúð. Skömmu eftir ferð mína að Skógum fór ég ásamt nokkrum er- lendum vinum mínum í Bláa lón- ið. Mikið var dásamlegt að tilkynna gestunum að það kostaði einung- is 4.000 krónur fyrir manninn að fara ofan í lónið og svo var algjör- lega ókeypis að fara upp úr. Á móti okkur tóku krakkagemlingar sem varla voru talandi á enska tungu. Og eftir að við komumst að skáp- um sem ekki virkuðu eins og þeir áttu að virka tóku við sturtuklefar þar sem útlendingar böðuðu sig í sundfötum og voru ekkert sér- staklega að hafa fyrir því að skola af sér skítinn. Engan sá ég bað- vörðinn en úti á subbulegri strönd við óþrifalegt lónið mætti okkur dónalegur vörður sem sagðist reka hvern þann upp úr sem vogaði sér að sletta gráu gumsi. Já, unaðsleg skemmtun í Bláa lóninu, fyrir að- eins 40.000 krónur fyrir tíu manna hóp. Sjálfvirkur skápur og ilmandi sturtusápa auðvitað innifalin í þessu einstaka verði. Á Íslandi er flest að fá og fólkið er svo lekkert, þar kræsingarnar kaupa má sem kostar nánast ekkert. kristján hreinsson skáld skrifar „Ég heyrði gyð- ingana bollaleggja um það að þeir ætluðu að eyða fríinu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.“ SkáLdið Skrifar 24 föstudagur 24. júlí 2009 umræða „Í miðju hlaupi við Naut- hólsvík.“ n Ung kona sem var úti að skokka þegar hún fékk símtal frá sóttvarnalækni sem tilkynnti henni að hún væri smituð af svínaflensu. – DV. „Alveg eins og Íslendingar viðurkenndu fyrstir allra sjálfstæði okkar, munum við verða þeir fyrstu til að styðja Íslend- inga í átt að ESB.“ n Vygaudas Ušacka, utanríkisráðherra Litháens, sem hafði samband við kollega sinn Össur Skarphéðinsson og óskaði honum til hamingju með að aðildarumsókn að ESB hefði verið samþykkt. – DV.is „Aftrurelding.“ n Stóð á skilti ungmennafélagsins Aftureldingar þegar alþjóðlega fótboltamótið Rey Cup var sett á miðvikudag. Mynd var af skiltinu á forsíðu Fréttablaðsins. Einhver hefur verið aðeins of glaður á r-in. – Fréttablaðið. „Eru ekki allir í jafnmiklu tjóni.“ n Einar Bárðarson segir að hann einn fjármagni Kanaútvarpið sem hann er að setja á laggirnar á ný. Hann spyr hver ætti svo sem annar að koma með fjármagn að verkefninu. – Fréttablaðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.