Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Qupperneq 38
38 föstudagur 24. júlí 2009 helgarblað Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 fram neinar hausatalningar innan flokksins og það eina sem ég vissi um einstök atkvæði í málinu var það sem menn höfðu sagt við mig persónu- lega,“ segir Ásmundur. AlgjörlegA misboðið „Þegar ég heyri þetta er mér algjör- lega misboðið,“ heldur Ásmundur áfram um hótanir Samfylkingarinn- ar. „Við verðum að átta okkur á því að það er þingræði í landinu. Það er þingið sem ræður en ekki einhverj- ir einstakir ráðherrar innan stjórnar- flokkanna. Sérstaklega í málum sem er búið að semja um með þeim hætti. Ég tek samt ákvörðun um að taka nafn mitt af tillögunni en læt alla vita alveg skýrt að svona hlutir eigi ekki heima inn á Alþingi. Ég kalla það ekki flótta þó ég taki nafnið af tillögunni því ég lét vita af hverju það var og hvatti alla til þess að styðja hana,“ segir hann. „Það var mikill þrýstingur af hálfu Samfylkingarinnar í þessu máli. Þetta er hennar höfuðmál og hún beitti ótrúlegum vinnubrögðum til að koma þessu máli í gegn. Meira ætla ég ekki að segja um það. Málið fór samt í gegnum þingið þar sem þingræðið fékk að ráða og það er lýðræðislegt. Ég er auðvitað svekktur yfir niðurstöð- unni um ESB en það er engin reiði í mér. Ég hef talið Íslandi best borgið utan ESB með stuttum boðleiðum, sjálfstæði, lýðræði og þeim áhuga á stjórnmálum sem við höfðum. Þetta er bara fyrsta orustan í þessu. Við vinnum stríðið. Það er alveg klárt,“ segir Ásmundur ákveðinn en hvernig sér hann samstarfið við Samfylking- una í framhaldi af þessu? „Tímarnir fram undan verða rosa- lega þungir og það mun reyna á sam- starfið. Það er alveg klárt. Ég ætla ekkert að fullyrða eitt eða neitt um hvernig þessu samstarfi reiðir af. Auð- vitað eru skoðanaskipti um öll mál og menn verða að hafa þroska til að ná lendingu í þeim málum sem verið er að takast á við. Ég styð að sjálfsögðu þessa ríkisstjórn til allra góðra verka enda blasa hér við ægileg verkefni eft- ir 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Ég vil að þessi ríkisstjórn haldi og reisi hér landið við. En ég vil líka uppfylla stjórnarskrárbundna skyldu mína sem þingmanns um að fylgja eigin samvisku og standa vörð um þing- ræðið í landinu,“ segir Ásmundur. berst utAn Alþingis Ásmundur er nú kominn í þá að- stöðu að vera í ríkisstjórn sem er búin að leggja inn umsókn í Evrópusam- bandið. Hann getur þó séð jákvæða hluti við það. „Kannski er samt, þrátt fyrir að þessi orusta hafi tapast, gott að þarna á milli séu einstaklingar sem hafa efasemdir um málið. Baráttan verður minni inni á þinginu til þess að stöðva málið þar. Eftir þetta held ég líka að það vaki ekki fyrir neinum að beita sér fyrir því að stöðva mál- ið nema niðurstaðan í þessu samn- ingaferli verði svo óhagstæð að menn geti ekki annað gert,“ segir Ásmund- ur sem mun nú berjast gegn ESB utan Alþingis. „Nú verður unnið meira utan þings og þar mun ég koma að þessu eins og hver annar borgari í landinu. Ég hef starfað mikið með Heimssýn- armönnum sem eru mikið gegn um- sókn að ESB og við erum að stofna félög úti um landið. Þeir halda fyrir- lestra um landið og ég hef boðið fram krafta mína í það,“ segir hann. esb er Að verðA bAndAríki evrópu „Ég hef ekkert legið á þeirri skoð- un minni að lykilatriðið fyrir Ísland er að halda fullu sjálfstæði og fullri reisn ásamt því að við höfum allt kerf- ið í höndum okkar og stjórnum laga- umgjörðinni eins og við getum,“ seg- ir Ásmundur en hver er framtíðarsýn hans fyrir Ísland? „Mín framtíðarsýn er sú að í þessu sem við erum að fara að ganga í gegnum megum við ekki glopra niður sjálfsvirðingu okkar og trú á það að hægt sé að byggja upp betra samfélag. Við megum ekki selja frá okkur dýrmætar grunnatvinnu- greinar eins og sjávarútveg og land- búnað. Nú verðum við að búa þannig um hnútana að íslensk framleiðsla geti vaxið og dafnað. Þá eru okkur all- ir vegir færir.“ Hann segir ESB vera að þróast í Bandaríki Evrópu. „Til lengri tíma eru alltaf að færast meiri og meiri völd til Brussel. Það sést til dæmis í Lissabon- sáttmálanum. Við erum í raun að fara að ganga inn í miðstýrt sambands- ríki, ekkert ólíkt Bandaríkjunum. ESB er að þróast í það að verða Banda- ríki Evrópu. Helsti munurinn er sá að ESB er á ýmsum sviðum að taka sér meira vald til Brussel, burt frá sjálf- stæðum þjóðríkjum, en Washington frá fylkjum Bandaríkjanna. Til lengri tíma litið er þetta mjög varhugavert og ólýðræðislegt þótt í fyrstu kunni innnganga í ESB að virðast eftirsókn- arverð fyrir suma. Það er enda bull- andi óánægja með ESB innan margra ESB-ríkja.“ gæti séð frAm- tíðinA á Alþingi „Mér finnst þetta skemmtilegt en þetta er krefjandi,“ svarar Ásmund- ur spurður undir lokin um þingstarf- ið. „Ég hef alltaf haft gaman af pólitík en núna er þetta erfitt og tekur á. Það eru miklir umbrotatímar en ég hef fulla trú á öllu því sem er að gerast í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur sem gæti vel hugsað sér framtíð á Al- þingi en hann veit nákvæmlega hvar hætturnar liggja í þeim efnum. „Það sem er mikilvægast í þessu er að týna aldrei rótunum. Það er mjög auðvelt að gera innan veggja Alþing- is og gleyma því sem fleytti þér þang- að inn. Það er mjög auðvelt að verða samdauna þessu einhvern veginn. Ég hef sagt það við mitt fólk að það sé grasrótarinnar að halda mér við efn- ið. Fari ég út af brautinni verður fólk að láta mig vita. Ef mér tekst það að tapa ekki þessari tengingu gæti ég vel hugsað mér að gera þetta lengi. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að hætta á Alþingi því þá fer ég bara aftur í sveitina,“ segir bóndinn og yngsti al- þingismaður Íslands, Ásmundur Ein- ar Daðason. tomas@dv.is „Ég hef einsett mér það frá því ég tók sæti á Alþingi að í öllum stór- um málum skyldi ég reyna að skilja þau alveg í hörgul og taka svo ákvörðun sem ég persónulega er sáttur við.“ Alþingi Miklar deilur hafa verið á Alþingi vegna ESB og Icesave.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.