Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Qupperneq 64
n Leikarinn Magnús Guðmunds- son og kærasta hans, Gullý, eiga von á sínu fyrsta barni í lok ágúst. Turtildúfurnar hafa verið saman um dágott skeið og er þetta þeirra fyrsta barn saman. Fyrir á Gullý lítinn strák en þau Magnús eiga einmitt von á litlum leikarapjakki. Magnús útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007 og með honum í bekk voru Vignir Rafn Valþórsson, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Hall- grímur Ólafsson og Kristín Þóra Halldórsdóttir sem öll hafa gert það gott í leiklistinni. Magnús gefur þeim ekkert eftir og sló rækilega í gegn í uppfærslu á leikritinu Fool for Love. Hann heillaði einnig kven- þjóðina í Fólkinu í blokkinni í Borg- arleikhúsinu þar sem hann dillaði mjöðm- unum frygðarlega í eftirminnilegri kög- urskyrtu. Magnúsi er margt til lista lagt þar sem hann er einnig hárgreiðslumaður og fegrar hár Íslendinga á hársnyrtistof- unni Ónix. Voru þeir sáttir með Seljan? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Kastljósmaðurinn geðþekki Helgi Seljan ákvað að taka sér frí frá sviðsljósinu í byrjun mánaðarins og skellti sér á sjóinn á dallinn Að- alstein Jónsson SU-11. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Helgi tekur upp á því að heiðra skipverja með nærveru sinni því hann fór líka á veiðar með skipinu í fyrra. Hægt er að fylgjast með ævin- týrum uppsjávarskipsins á blogg- síðunni aðalsteinnjonsson.blog. is. Í fyrra var Helgi ekki kallaður neitt annað en sjónvarpskvikindið eða Kastljóskvikindið. Þá hélt Helgi því fram að reimt væri í klefa sín- um. Í túrnum núna var hann hins vegar kallaður konungur spjallsins en einnig „fíflið og dóninn Helgi Seljan“ með vísan í fræg orð Geirs Haarde, sem hélt að væri slökkt á öllum upptökutækjum. Í ár hefur Helgi haft gríðarlega góð áhrif á áhöfnina þó svo að síld- veiðarnar hafi farið fremur hægt af stað. Á bloggsíðunni er sagt frá því að öll ágreiningsefni hafi verið leyst eftir að „celeb“ kom um borð. Þau hafi verið leyst við hringborð inni í setustofu skipsins þar sem Helgi setti sig í Kastljósstellingar og gerði sjómönnum kleift að grafa stríðsöxina. Þessum uppákom- um var síðan sjónvarpað með vefmyndavél um allt skip og ljóst að andrúmsloftið á Aðalsteini Jóns- syni hefur sjaldan eða aldrei verið betra, eftir að sáttasemjarinn Helgi Seljan beitti þar töfrum sínum. Leikarabarn á Leiðinni Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan stillir til friðar í beinni ústendingu: „Dóninn“ Leysir DeiLur n Söngkonan Íris Kristinsdóttir, oft- ast kennd við hljómsveitina Butter- cup, leggur nú stund á nám í leiklist fyrir kvikmyndir í Kvikmyndaskóla Ís- lands. Um er að ræða tveggja ára nám og ætlar Íris að reyna fyrir sér í leik- listarheiminum þegar náminu er lok- ið. Hún er samt sem áður byrjuð að pota sér áfram í þessum harða heimi og tekur að sér verkefni sem aukaleik- ari, eða svokallaður statisti. Þá er hún nýbúin í tökum sem statisti í mynd- inni Bjarnfreðarson sem verið er að taka upp þessa dagana. Myndin er í leikstjórn Ragnars Braga- sonar og er kvikmynd í fullri lengd um ævin- týri félaganna Georgs, Ólafs Ragnars og Daníels sem sjón- varpsáhorfendur þekkja úr þáttaröð- unum Næturvakt- inni, Dagvaktinni og Fangavaktinni sem sýnd verður í haust. stjarna á skóLabekk n Leikmenn Íslandsmeistara FH kynntust alveg nýjum aðstæðum þegar þeir fóru til Kasakstan í vikunni til að leika seinni leik sinn í Evrópu- keppni. Mikil öryggisgæsla var í kring- um leikinn og fylgdi lögreglan þeim hvert fótmál. Ekki nóg með það held- ur voru hermenn með alvæpni komn- ir til að vernda þá hvar sem þeir stigu út úr rútunni. Þetta var ekki eini við- búnaðurinn. Ekki var hætt á að þeir snæddu mat heima- manna heldur var all- ur matur og vatn flutt með þeim frá Íslandi, fyrir utan að þeir bættu á sig ávöxtum í Danmörku. Og til að sjá til að allt væri á hreinu var Ingvar á Salatbarnum með í för til að sjá um matseldina. FH-ingar Fengu HervernD Vanur sjóari helgi er ættaður frá reyðarfirði og var talsvert á sjó á sínum yngri árum. DV0905044292_02.jpg SET er framsækið og vaxandi iðnfyrirtæki með fjögurra áratuga reynslu af framleiðslu og þjónustu við íslenska lagnamarkaðinn. SET framleiðir foreinangruð hitaveiturör og plastpípur fyrir vatnsveitur, fráveitur, raforku og fjarskiptakerfi. Fyrirtækið gegnir mikilvægu hlutverki við virkjun jarðhitaorku og nýtingu ferskvatns til neyslu og útflutnings, ásamt verkefnum á sviði fráveitumála og fjarskiptavæðingar. Gæðamál, þekking og fræðsla skipar veglegan sess í menningu fyrirtækisins sem og öflug nýsköpun og framþróun í tækni. SET á samvinnu við tugi evrópskra fyrirtækja á sviði tækni, hráefna, rannsókna og staðalmála. Allar afurðir röraverksmiðju SET eru framleiddar samkvæmt evrópskum framleiðslu- stöðlum og fyrirtækið hefur vottað gæðastjórnunarkerfi skv. ISO-EN-IS 9001 staðli. Gæði til framtíðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.