Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Síða 6
6 föstudagur 4. desember 2009 fréttir Sandkorn n Einar Skúlason, nýkjörinn oddviti framsóknarmanna fyr- ir borgarstjórnarkosningarn- ar í Reykjavík, býst nú til sóknar ásamt þeim sem standa honum næst á fram- boðslistan- um. Óskar Bergsson, var bókstaf- lega tekinn í bólinu eins og einn innvígður framsóknar- maður orðar það. En undiraldan í Framsóknarflokknum kann að skila fleiri breytingum á land. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson þykir lítið gefinn fyrir flokksstarf og hefur safnað fámennri hirð í kringum sig. Auk þess þykir hann hafa stillt sér upp með gamla Ís- landi fremur en því nýja. Innmúr- aðir telja að jafnvel geti soðið upp úr innan flokksins fyrir vorið. n Norræn blaðamannafélög eru undrandi vegna þess ráðs- lags Óskars Magnússonar og stjórnar Árvakurs að ráða Davíð Oddsson sem ritstjóra að Morg- unblaðinu. Svo mikið er þeim niðri fyrir að halda skal ráðstefnu á Íslandi um öll þessi ósköp. Svo er að sjá sem Þóra Kristín Ásgeirsdótt- ir, formað- ur Blaðamannafélags Íslands, og kollegar hennar geri sér ekki grein fyrir að Árvakur er einka- hlutafélag sem hefði þess vegna getað ráðið Berlusconi sem rit- stjóra. Það eru lesendur og kaup- endur blaðsins sem eiga síðasta orðið. Einhver þúsund þeirra hafa þegar tjáð sig með því að segja upp áskrift að blaðinu. n Eiður Guðnason, fyrrver- andi sendiherra, er lítt hrifinn af áformum erlendra blaðamanna um að fjölmenna til Íslands. Hann ýjar að því að yfirlýsing- in hafi verið pöntuð frá Íslandi. „Ekki gefur undirritaður mik- ið fyrir pantaða yfirlýsingu frá norræn- um blaða- mönnum um íslenska fjölmiðla. Ekki sendu þeir frá sér áhyggjuyfir- lýsingu, þeg- ar stjórnvöld í löndum sumra þeirra neituðu að greiða út lán til okkar, sem lofað hafði verið,“ bloggar Eiður og bætir því við að Mogginn sé raunar orðinn ómerkileg flokks- púta sem hann ætli að segja upp ef ekkert breytist. „Ég held að þetta skýrist af réttlætis- kennd fólks og þetta er í takt við lýð- ræðishugmyndir í nútímasamfélagi,“ segir Hjörtur Magni Jóhannesson fríkirkjuprestur um ástæður þess að um 74 prósent Íslendinga vilja að- skilnað ríkis og kirkju, samkvæmt nýrri könnun Capacent. Hjörtur Magni segist einnig telja að mál séra Gunnars Björnssonar hafi haft áhrif á afstöðu fólks. Könnun Capacent var gerð í lok nóvember og var úrtak- ið 2.400 manns. Könnunin kemur á erfiðum tímum fyrir þjóðkirkjuna, enda neyddist kirkjan til þess að sættast við séra Gunnar Björnsson og greiða hon- um milljónir gegn því að hann léti af störfum í Sel- fosskirkju. „Ég held að það sé eitt af mörgum atriðum sem sýna ótrúverðugleika þessa fyrirkomulags. Þjóð- kirkjan er ekkert annað en ríkisstofnun sem má ekki kalla ríkisstofnun, það er þessi tvöfeldni sem fólki blöskrar,“ segir Hjört- ur. Fjárhagslegur aðskilnaður löngu búinn Davíð Þór Jónsson guðfræðingur telur að fólk sé haldið þeirri villu að kirkj- an kosti ríkið mikla peninga og að kirkjan eigi að standa undir sér sjálf. „Kirkjan hefur engar tekjur af ríkinu, heldur fær hún bara sókn- argjöld eins og önnur trúfélög. Svo er hún með samning við ríkið um af- not af eignum kirkjunnar sem ríkið hefur notað. Ég hugsa að fólk sé að horfa í það,“ segir Davíð en bætir við: „Ef ég hefði verið spurður þá hefði ég svarað játandi á þeim forsendum að það standi kirkjunni fyrir þrifum að hafa ekki sjálfræði um sín innri málefni. Það gilda ekki sömu lög um þjóðkirkju og trúfélög almennt. Fyr- ir mér er aðskilnaður ríkis og kirkju staðreynd, nema að í stjórnarskrá er kirkjan undir verndarvæng ríkisins. Það er bundið í lög hvernig kirkjan á að taka á sínum innri málum.“ Vilja losna við Gunnar Davíð telur sennilegt að mál séra Gunnars hafi einnig haft áhrif á þessa eindregnu afstöðu. „Um þjóðkirkjuna gilda ekki sömu lög um önnur trúfélög. Um presta gilda sömu lög og um aðra opinbera emb- ættismenn, það þarf að veita þeim áminningu og viðvörun áður en þeim er sagt upp. Síðan eiga þeir rétt á starfslokasamningi, það hefur haft sitt að segja. Fólk hefur hugsað með sér að það vilji ekki að milljónir af skattpeningum verði notaðar til að losna við prest sem káfar á börnum. En ekki ein króna kemur úr ríkissjóði, heldur frá sóknargjöldum kirkjunnar. Svo er svokallaður kirkjujarðasjóður, sem er leiga sem ríkið borgar kirkj- unni. Sú greiðsla er í formi þess að ríkið stendur straum af því sem nem- ur launum ákveðið margra presta,“ segir Davíð Þór. Davíð Þór Jónsson guðfræðingur og Hjörtur Magni Jóhannesson fríkirkjuprestur eru sammála um að mál séra Gunnars Björnssonar kunni að hafa þau áhrif að 74 prósent þjóðarinnar vilji aðskilnað ríkis og kirkju, samkvæmt nýrri könnun. Hjörtur Magni segir þjóðkirkjuna vera ríkisstofnun sem ekki megi kalla ríkisstofnun. Davíð Þór telur að fólk sé haldið þeirri hugsanavillu að þjóðkirkjan kosti ríkið mikla peninga á hverju ári. SÉRA GUNNAR KIRKJUNNI ERFIÐUR „Fólk hefur hugsað með sér að það vilji ekki að milljónir af skattpeningum verði notaðar til að losna við prest sem káfar á börn- um.“ Séra Gunnar Björnsson Stuðning við aðskilnað ríkis og kirkju má að vissu leyti rekja til máls séra Gunnars, að mati Davíðs Þórs og Hjartar Magna. Davíð Þór Jónsson „En ekki ein króna kemur úr ríkissjóði, heldur frá sóknar- gjöldum kirkjunnar.“ Hjörtur Magni Jóhannesson „Þjóð- kirkjan er ekkert annað en ríkisstofnun sem má ekki kalla ríkisstofnun, það er þessi tvöfeldni sem fólki blöskrar,“ segir Hjörtur. Jólagjöfin hans/hennar Fjöltól: Vasaljós,hnífur,sög töng og skrúfjárn kr 3.900 með beltistösku Nóatúni 17 S: 534 3177 eða 820 7746 www.icefin.is Lögreglan rannsakar ásakanir um nauðgun á hendur íþróttahetju. Tilkynning þess efnis barst lögregl- unni fyrir rúmum þremur vikum og hefur málið síðan verið til skoðun- ar hjá embættinu. Atvikið á að hafa átt sér stað að loknu karlakvöldi hjá íþróttafélagi sem viðkomandi spil- ar fyrir. Hetjan hefur verið lykil- leikmaður félagsins og hefur einn- ig komið fram erlendis fyrir Íslands hönd. Sú sem tilkynnti til lögreglu, snemma laugardagsmorguns, er sautján ára gömul og á atburður- inn að hafa átt sér stað í heimahúsi. Stúlkan hringdi til lögreglu sem kom henni til aðstoðar og fór með hana á neyðarmóttöku vegna nauðgana í Fossvogi. Þar hlaut hún aðhlynn- ingu og áverkavottorð liggur fyrir frá móttökunni. Þar hefur henni síðan verið skipaður réttargæslumaður. Stúlkan hefur átt erfitt uppdrátt- ar og hefur varla þorað í skólann eft- ir hina meintu nauðgun. Lögreglan rannsakar málið enn og leikmað- urinn hefur verið yfirheyrður vegna málsins. Formlega kæra hefur enn ekki borist og því óljóst hver fram- vinda málsins verður. trausti@dv.is Meint nauðgun Formleg kæra á hendur leikmanninum hefur enn ekki borist. Lögregluembætti rannsakar meinta nauðgun eftir karlakvöld: Íþróttahetja sökuð um nauðgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.