Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Side 17
fréttir 4. desember 2009 föstudagur 17 Orð Landsbanka gegn ríkisLögregLustjóra starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Fjár- málaeftirlitið telur sér því ekki fært að veita þér upplýsingar um hvort og þá hvaða mál eru til skoðunar hjá eftir- litinu varðandi rekstur Landsbanka Íslands, í þessu tilviki að því er varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka.“ Í vinnu hjá Jóni Gerald Ingólfur Guðmundsson, þáverandi framkvæmdastjóri einkabankasviðs Landsbankans, rak erindi Jóns Ger- alds og viðskiptafélaga hans í Miami innan Landsbankans árið 2006. Ingólfur gerir lítið úr viðskiptun- um með bréfin frá Venesúela, aðeins hafi verið um að ræða könnun á gildi þeirra og markaðsvirði. Aldrei hafi komið fram beiðni um viðskipti með þau. Þetta stangast á við aðrar heimild- ir innan bankans þar sem fullyrt er að viðskiptafélagi Jóns Geralds í Miami hafi átt að fá 300 milljónir króna fyrir að koma bréfunum í fjárstýringu hjá Landsbankanum og að bankinn hafi átt að fá þóknun fyrir. Ingólfur var stjórnarformaður Ís- lenska lífeyrissjóðsins, sem var í vörslu Landsbankans. Í kjölfar slæmr- ar afkomu og grunsemda Fjármálaeft- irlitsins um lögbrot í starfsemi sjóðs- ins var Ingólfi vísað úr starfi í júní síðastliðnum og sérstökum saksókn- ara falið að rannsaka hvort hann hefði brotið lög, í félagi við samstarfsmenn sína í stjórn sjóðsins. Rannsókninni er ekki lokið og niðurstöður liggja ekki fyrir. Engu að síður bauð Ingólfur sig aftur fram til stjórnarsetu í sjóðnum í október síðastliðnum og situr nú í varastjórn. Í kjölfar brotthvarfs frá Landsbank- anum vann Ingólfur síðastliðið sum- ar og fram á vetur við að koma á fót Kosti, lágvöruverðsverslun Jóns Ger- alds Sullenberger í Kópavogi. „Ég tók að mér tímabundið starf fyrir Jón Ger- ald. Ég annaðist fjármálin hjá honum til að byrja með.“ Ingólfur situr nú í stjórn Kosts. Hann vann 20 ár í Landsbankan- um, meðal annars sem útibússtjóri og framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs og síðar einkabankasviðs, en þeirri stöðu gegndi hann þegar skuldabréfin frá Venesúela rak á fjörur hans í bankanum. Úr Lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti Og fjármögnun hryðjuverka: 17. gr. Almenn tilkynningaskylda. Samkvæmt skriflegri beiðni lögreglu, sem rannsakar peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, skulu tilkynningaskyldir aðilar láta í té allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru taldar vegna tilkynningarinnar. 18. gr. Skylda til að forðast viðskipti. Forðast skal viðskipti þegar fyrir hendi er vitneskja eða grunur um að rekja megi þau til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka. Skal tilkynna um þau til lögreglu og taka fram í tilkynningunni innan hvaða frests tilkynningaskyldum aðilum er skylt að framkvæma viðskiptin. 19. gr. Meðferð tilkynninga o.fl. Lögreglu ber að staðfesta skriflega móttöku tilkynningar skv. 17. og 18. gr. 22. gr. Tilnefning ábyrgðarmanns. Tilkynningaskyldir aðilar bera ábyrgð á því að ákvæðum laga þessara og reglu- gerða og reglna settra samkvæmt þeim sé framfylgt. Þeim er skylt að tilnefna einn úr hópi stjórnenda sem sérstakan ábyrgðarmann sem að jafnaði annast tilkynningar í samræmi við ákvæði 17. og 18. gr. og hefur skilyrðislausan aðgang að áreiðanleikakönnun viðskiptamanna, viðskiptum eða beiðnum um viðskipti ásamt öllum þeim gögnum er skipt geta máli vegna tilkynningar. Þrátt fyrir þessa yfirlýs- ingu virðist sá möguleiki fyrir hendi að Lands- bankinn hafi engu að síður tilkynnt málið með öðrum hætti. Jón Gerald Sullenberger Ingólfur Guðmundsson, sá er aðstoðaði Jón Gerald með Venesúelabréfin 2006 í Landbankanum, situr nú í stjórn Kosts, fyrirtækis Jóns Geralds. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Njótum aðventunnar saman Einstakar lífsreynslusögur „Stórfróðleg viðtöl og ánægjuleg aflestrar.” Jón Þ. Þór, DV. Milli Mjalta og Messu holabok.is 2 dálkar = 9,9 *10 Falleg jólavara Nýjar vörur Stærri búð Opið: má-fö. 12-18, Opið á laugard. til jóla frá 12-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.