Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Síða 20
20 föstudagur 4. desember 2009 fréttir sortuæxli í húð Nýgengi Asr (W), Konur aldur (15–34) 30 25 20 15 10 5 0 Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð 1980 1985 1990 1995 2000 2005 heimild: GerDa eNGholm, JacqueS Ferlay, NielS chriSteNSeN, FreDDie Bray, mariaNNe l. GJerStorFF, ÅSa KliNt, JóaNiS e. Køtlum, elÍNBorG ólaFSDóttir, eero PuKKala aND haNS h. Storm (2009). NordCAN: caNcer iNciDeNce, mortality, PrevaleNce aND PreDictioN iN the NorDic couNtrieS, verSioN 3.5. aSSociatioN oF the NorDic caNcer reGiStrieS. DaNiSh caNcer Society (httP://www.aNcr.Nu). tí ðn i á h ve r h un dr að þ ús un d „Einn mesti áhættuþátturinn er sól- bruni á barnsaldri. Það gerðist hjá mér þegar ég og vinkona mín stál- umst í háfjallasól. Þetta var stór pera á standi sem eldri systir mín átti inni í skáp. Þú máttir standa fyrir fram- an peruna í nokkurra metra fjarlægð með hlífar fyrir augunum. Við vorum alveg ofan í perunni með enga vörn. Ég brann alveg hrikalega, fékk ann- ars stigs bruna og augun í mér bók- staflega sukku. Þarna var ég níu ára gömul,“ segir Ásta Guðríður Guð- mundsdóttir. Hún er aðeins 37 ára gömul og hefur tvisvar greinst með sortuæxli. Auk þess hafa um þrjátíu blettir ver- ið fjarlægðir af húð hennar, ýmist vegna gruns um æxli eða sem fyrir- byggjandi aðgerð. í ljós fyrir ferminguna Ásta er með ljósan húðlit en eins og margir Íslendingar hefur hún allt- af sótt í að vera brún árið um kring. Þekking á húðkrabbameini og tengsl- um þess við ljósabekki var ekki mik- il þegar hún var unglingur. Því þótti alveg sjálfsagt að hún færi í ljós fyr- ir fermingardaginn. „Það var í tísku. Allir gerðu það,“ segir hún. Sólbaðsstofur spruttu upp á öðru hverju götuhorni og fékk Ásta vinnu á einni slíkri þegar líða tók á ungl- ingsárin. Geislarnir frá ljósabekkj- unum lýstu þar upp vinnurýmið lið- langan daginn en Ásta gerði sér enga grein fyrir að hún gæti verið í hættu. Síðar sótti hún mjög í að fara í sól- arlandaferðir og hugsaði þá lítið um að verja sig almennilega gegn sól- inni. Í dag passar hún vel upp á að sóli skíni aldrei á bera húð og sam- kvæmt ráðleggingum húðsjúkdóma- læknis síns, Bárðar Sigurgeirssonar, notar hún iðulega sterka sólarvörn. „Ég nota hana alltaf á bæði mig og börnin mín,“ segir Ásta. Greindist snemma Upp úr tvítugu ákvað Ásta að fara til læknis og láta fjarlægja fæðingarblett sem henni fannst fötin sín nudd- ast óþægilega við. Læknirinn sem hún hitti vildi þá einnig taka ann- an fæðingarblett sem honum fannst ekki líta alveg eðlilega út. Ásta hafði þó litlar áhyggjur af því að hún gæti fengið sortuæxli en lét til leiðast og fór reglulega í eftirlit hjá húðsjúk- dómalækni. Nokkru síðar komst hún að hjá Bárði og um 1999 ákvað hún að láta líta á enn einn blettinn. Í ljós kom að hún var komin með sortuæxli á upphandlegg. „Auðvitað var erfitt að greinast með illkynja sjúkdóm sem getur verið banvænn,“ segir Ásta. Hins vegar hafði það úrslitaáhrif hversu snemma meinið greindist hjá henni. Því var hægt að fjarlægja æxl- ið með skurði án mikilla vandkvæða. tvö æxli á sama árinu Ástu var gert að koma í eftirlit á erlA hlyNsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is GREINDIST TVISVAR MEÐ SORTUÆXLI Ásta Guðríður Guðmundsdóttir hefur alla tíð verið mikill sólardýrkandi og byrjaði ung að stunda ljósa- bekki. Rúmlega tvítug greindist hún með sortuæxli og hafa tvö mein verið fjarlægð hjá henni. Hún þakkar góðu eftirliti hversu snemma þau greindust en erfiðara er að eiga við meinin því seinna sem þau greinast. Ásta býst við að verða undir eftirliti lækna það sem eftir er og passar hún vel að nota alltaf sólarvörn. „Auðvitað var erfitt að greinast með ill- kynja sjúkdóm sem getur verið banvænn.“ Vann á sólbaðsstofu Ásta Guðríður Guðmundsdóttir brann fyrst þegar hún var aðeins níu ára gömul. Síðar fékk hún vinnu á sólbaðsstofu og var böðuð hættulegum geislum drjúgan hluta dagsins. myNdir róbert reyNissoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.