Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Qupperneq 25
Hver er maðurinn? „Víðir Sigurðsson, umsjónarmaður íþróttafrétta á Morgunblaðinu og mbl.is og höfundur bókanna um íslenska knattspyrnu.“ Hvað drífur þig áfram? „Ný og spennandi viðfangsefni frá degi til dags, fjölskyldan og nú síðustu árin barnabörnin.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er Fáskrúðsfirðingur að upplagi og bjó þar fram að tvítugu.“ Hvar langar þig að búa ef ekki á Íslandi? „Ég hef eiginlega aldrei hugleitt slíkt. Kannski helst í Barcelona sem er heillandi borg, annars bara í Færeyjum, þar er svo frábært fólk.“ Ertu jólabarn? „Svona hæfilegt, held ég. Mér finnst eins og sjálfsagt flestum gott að slaka á með fjölskyldunni og borða góðan mat um hátíðarnar.“ Hver er uppáhalds íslenski fótboltamaðurinn þinn frá upphafi? „Ásgeir Sigurvinsson, ekki spurning. Ekki síst eftir að hafa spilað með honum í Lunch United!“ Hvaða ár tókst þú við bókinni og hvernig kom það til? „Það var í október 1982 sem Sigurður Sverrisson, sem hafði skrifað fyrstu bókina 1981, bað mig að hjálpa sér að koma henni út. Við sátum sveittir við skriftir í 3 til 4 vikur og þetta tókst hjá okkur. Árið eftir bað Siggi mig um að taka alfarið við bókinni og ég hef séð um hana síðan.“ Hvað ertu lengi að skrifa Íslenska knattspyrnu hvert ár? „Ég byrja að undirbúa hana í febrúar og mars og skrifa síðan jafnóðum og viðburðirnir gerast. Þannig er grunnurinn að henni kominn í lok Íslandsmótsins en þá er eftir að púsla öllu saman, fá myndir, taka viðtöl og ganga frá öllu, og því lýkur vanalega um miðjan nóvember.“ Er mikið stress að leggja lokahönd á bókina eftir hvert tímabil? „Það getur verið talsvert álag á tímabili og þá kemur fyrir að heimilisstörfin sitji á hakanum!“ Eru einhverjar nýjungar í bókinni þetta árið? „Hún er í sama formi og undanfarin ár en ég reyni alltaf að gera hlutina aðeins betur og ítarlegar þar sem það er hægt á milli ára.“ Hefurðu fengið Íslenska knatt- spyrnu í jólagjöf? „Já, ég man ekki betur en mín ástkæra sambýliskona til þrjátíu ára hafi einhvern tíma laumað henni með í pakkann, svona upp á húmorinn.“ Ertu búin/n að kaupa allar jólagjafirnar? „Já, ég er búinn að því. Það tók 22 mínútur í Hagkaup klukkan tvö að nóttu.“ Jón Grétar Þórsson, 27 Ára StarFSMaðUr KFUM og K „Já, það sem ég ætlaði að kaupa. Svo á ég eftir að sauma og prjóna líka. Ég á tíu barnabörn þannig að ég þarf að gefa margar jólagjafir.“ stEinunn Jónsdóttir, 66 Ára FyrrVEraNdi SJúKraLiði „Nei, ég er ekki búinn að því. Ég hef ekkert komist í það ennþá.“ alfrEð Markússon, 47 Ára MatrEiðSLUMaðUr „Ekki ennþá. Ég er ekki búin að kaupa neinar. Ég geri það yfirleitt á síðustu stundu.“ sylvia ZinGara, 28 Ára HEiMaViNNaNdi HúSMóðir Dómstóll götunnar „Nei, ég er ekki byrjuð á því. Ég þarf að gefa nokkrar gjafir.“ Gyða MJöll Þórðardóttir, 13 Ára NEMi vÍðir siGurðsson gefur nú út bókina Íslensk knatt- spyrna eins og hann hefur gert síðan árið 1982. Bókin er sannkölluð biblía íþróttafréttamanna og annarra áhuga- manna um íslenska knattspyrnu. Konan laumaði bóKinni í paKKann maður Dagsins Það vakti mikla furðu mína þegar ég fór í rukkunarleiðangur hingað upp á DV um daginn, að nánast allir voru hættir að reykja. Reykingalykt- in hefur löngum þótt jafn einkenn- andi fyrir blaðamannastéttina og olíulyktin er fyrir bifvélavirkja. Sjálf- ur man ég eftir því að þegar ég var að vinna í fullri vinnu á DV byrjaði ég aftur að reykja, enda var það eina leiðin til þess að fylgjast með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Í þá daga var blaðið staðsett í Skaftahlíð, og fyrir utan húsið (eða á ganginum þegar kalt var í veðri, við litlar undirtektir skiptiborðs- fólksins) komu allir helstu reykinga- menn DV, Fréttablaðsins og Stöðvar 2 saman og skiptust á skoðunum og jafnvel upplýsingum. Blaðamenn eru ekki gjarnir á að upplýsa aðra um eigin skúbb, en í reyknum getur allt gerst. Nú er öldin sem sagt önnur. Helsta umræðuefni manna á milli á DV þessa dagana virðist vera lík- amsæfingar ýmiss konar, en ein- hver hafði áhyggjur af því að hann hefði ekki komist í ræktina í nokkra daga sökum veikinda. Sá eini sem enn reykti var ritstjórinn, en jafnvel hann hafði skipt yfir í pípu í stað illa þefjandi sígarettna. tommaborgarar æsku minnar DV er jú ágætis mælikvarði á það sem er að gerast í þjóðfélaginu, og sýnist mér það sama vera uppi á teningnum annars staðar. Margir spáðu því að líkamsræktarstöðvar og heilsumatur væru eitthvað sem heyrði góðærinu til og myndi hverfa með því, að þegar efnahagurinn hrundi myndi fólk leita huggunar í ódýrum skyndibitamat, sígarettum og brennivíni. Svo virðist ekki endi- lega vera. Heilsuæðið var ekki hluti af góðærinu, heldur andspyrna við það almenna óhóf sem þá ríkti. Ís- lendingar vilja nú ekki lengur græða á daginn og grilla á kvöldin, heldur gera eitthvað sem er uppbyggilegra fyrir bæði líkama og sál. Skyndibitamaturinn fór fyrst að ryðja sér til rúms hér á landi á 9. ára- tugnum. Nöfn eins og Bleiki pardus- inn og Tommaborgarar lifa óljóst í æskuminningum. Ef til vill lofaði ég sjálfum mér þegar ég var lítill að þeg- ar ég yrði stór myndi ég éta skyndi- bitamat í öll mál, og gott ef ég gerði ekki mitt besta til þess að standa við það. Upp úr 1990 hófst síðan pítsu- æði mikið, og staðir spruttu upp á hverju horni sem kepptust um að bjóða ókeypis heimsendingu allan sólarhringinn. Það er ekki að undra að mín kynslóð byrjaði að bæta vel á sig upp úr tvítugu, en slíkt fór áður fyrr ekki að gerast fyrr en um fer- tugt. Matarbyltingin mikla Síðan þá hefur hljóðlát bylting átt sér stað. Mötuneyti bjóða mörg upp á salatbar í stað kjöts og kartaflna. Í háskólanum var eitt sinn ekkert að fá nema sjoppumat og svo pítsu- sneiðar tvisvar í viku, en með til- komu Háskólatorgs eru salatbakkar, súshí og speltbrauð á matseðlinum. Íslensk börn voru að nálgast það að verða þau feitustu í Evrópu, en nú hefur hægt á þeirri þróun og rólega verið snúið við. Börnum vina minna finnst einfaldlega gos, nammi og skyndibitamatur ekki jafn spenn- andi og okkur þótti þegar við vor- um lítil. Þegar eitthvað er alls staðar hættir fólk að sækja í það. Vandamálið undanfarið hefur þó einmitt verið það að maður hefur þurft að hafa svo miklu meira fyr- ir því að nálgast hollan mat heldur en óhollan. Þetta er blessunarlega að snúast við. Kannski eru endalok McDonalds á Íslandi einnig tákn- ræn endalok skyndibitamenningar- innar að einhverju leyti. Það er lítil ástæða til að gráta hana. Ekki frekar en góðærið allt, ef út í það er farið. Blaðamenn og aðrir reykingamenn mynDin 25 ár af angist Ein þeirra sem lifðu af heldur á kerti á vöku í Bhopal á indlandi þar sem þess var minnst að 25 ár eru liðin frá einu versta mengunarslysi sögunnar þegar 40 tonn af eiturgasi láku frá verksmiðju bandaríska fyrirtækisins Union Carbide. talið er að rúmlega 20 þúsund manns hafi látist í slysinu. Vatnið í Bhopal er enn baneitrað. Mynd: afP kjallari umræða 4. desember 2009 föstudagur 25 valur Gunnarsson rithöfundur skrifar „Börnum vina minna finnst einfaldlega gos, nammi og skyndi- bitamatur ekki jafn spennandi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.