Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 26
Ekki hægt að sötra allan daginn Ég datt í gríðarlegan 2006 fíling á dögunum þegar ég, nauðbeygður, ákvað að tími væri kominn til að skipta loksins út fermingarrúm-inu mínu sem hefur fylgt mér í hartnær fjórtán ár og skella mér á eitt nýtt flennistórt á lagerútsölu. Mikið varð konan mín fegin enda höfðum við harkað í gamla rúminu eins lengi og lífsins mögulegt var. Það litla sem forríkur blaðamaður getur búist við að safna í sarpinn af pening- um á þessum síðustu og verstu var lagt í púkkið. Ég er vanafastur maður varðandi flest í minni til-veru og að fá sér nýtt rúm er nú ekki beinlínis eins og að skipta um sokka enda þarf maður að flatmaga á þessum beddum megnið af ævinni. Og það var ekki að spyrja að því. Röskunin þýðir að ég hef ekki sofið í mánuð! Gamla rúmið hafði ekki aðeins fylgt mér í á annan áratug heldur hugsa ég að ef ég skæri það upp mætti finna hliðarprófílinn á mér rækilega stimplaðan í gormakerfið. Þar er mitt far sem hefur fylgt mér og tryggt mér svo góðan nætursvefn í gegnum tíðina að hægt var að leggja skurðgröfu inn á svefnherbergisgólfið hjá mér án þess að ég rumskaði. Enginn prófaði það samt, ég bara gef mér það. Gamla rúmið var ekki búið neinum lúxus, það var lítið, svo lítið að það er eiginlega með hreinum ólíkindum að tvær manneskjur hafi getað sofið í því. Mér fannst það svalt. Í því var viss naumhyggja sem ég kunni að meta. Jú, jú, þú getur keypt King Size, raf- drifið, upphitað, nuddrúm með útvarpi og gervi- hnattamóttöku, en þú þarft þess ekki. Tvennt gat vel komist af í litla gamla rúminu, kreppan og allt það. En nýja rúminu tekur mig lengri tíma að venjast en góðu hófi gegnir. Það hentar mér greinilega bara ekki að sofa allur í réttum hlutföll-um eins og tölvuteiknuðu týpurnar í rúmauglýsingunum. Ég var gaurinn sem var í gömlu týpunni í þeim auglýsingum og samkvæmt öllum lögmálum hefði ég átt að vera með rauða hringi og sársaukaörvar á helstu álagsstöðum þar sem mig átti að verkja vegna þess að rúmið var ekki vottað heilsurúm af einhverjum hnykklækni með sjálfsalagráðu og þaulprófað af NASA. En svo var ekki. Það bara virkaði fyrir mig. Konan fílar nýja rúmið, aldrei sofið betur. Á meðan ég ligg án þess að ná að festa djúpsvefn gjörsamlega þjakaður af víðáttubrjálæði í öllu þessu plássi sem ég hef allt í einu. En þær eru ófáar andvökunæt-urnar undanfarnar vikur sem ég hef legið og hugsað hvort ég ætti nú ekki bara að laumast fram, draga fram gamla rúmið, sem enn liggur upp á rönd í stofunni þangað til einhver kemur og tekur það, og læðast til að stela nokkrum tímum af gæðasvefni. Hugurinn reikar þegar maður liggur andvaka. Ég fór að setja hlutina í heimspekilegt samhengi og félagsfræðingurinn, sem prófgráðan í náttborðinu mínu segir að ég sé að einhverju leyti, vaknaði. Þetta er nýi tíminn, ekki ósvip-að Nýja Íslandi. Þótt hann sé ekki jafn þægilega kunnug-legur og sá gamli er mikil- vægt að falla ekki í gamla farið sitt. Ekki ósvipað Nýja Íslandi. Því þá lærir maður aldrei að venjast því nýja sem er, hvort sem manni líkar það betur eða verr, vonandi komið til að vera. Góðærið fyrir hrun var þægi-legt, það var kunnuglegt og þægilegt að hjakka í því fari. Svo gott að það sváfu allir á verðinum. En einhvern tíma verður maður að vakna og átta sig á því, líkt og ég með gamla rúmið, að gamla farið og gamli tíminn var handónýtur og eflaust að skemma á manni bakið til frambúðar. Þótt kreppan komi illa við ótrúlega marga og enn fleiri horfi til fyrri tíma með söknuði þá leyfi ég mér að fullyrða að góðærið var gamla, handónýta fermingarrúmið sem engum gerði gott. Og nýi tíminn, Nýja Ísland, er heilsurúmið sem ætlað er að rétta úr okkur og lina álagsmeiðsli gamla tímans. En við verðum að standast freistinguna, næst þegar hún hún sýnir sinn ljóta haus í andvöku nýrra nátta, að laumast ekki úr nýja rúm-inu, nýja tímanum, Nýja Íslandi, yfir í gamla farið. SvEfnlauSar nætur á nýja ÍSlandi sigurður MikaEl Jónsson skrifar HELGARPISTILL „Þetta er mjög skemmtilegt starf, mjög fjölbreytt. Það er eiginlega enginn týpískur dagur til í þessu starfi,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðar- innar. Guðmundur er lærður bruggmeistari frá Danmörku. Var þar í skóla í tvö ár en hann er með háskólapróf í efna- fræði. „Það er gott að vera með þann grunn. Áður en mað- ur getur skráð sig í svona skóla þarf maður að vera með einhvern grunn í einhverju matvælatengdu,“ segir hann en þegar DV slóst í för með Guðmundi var hann að dæma framleiðslu Ölgerðarinnar. Hann settist niður í nýstofn- aðan Bjórskóla Ölgerðarinnar og fékk sér sopa. „Þótt það sé viss rútína á hverjum degi þá er enginn dagur hjá mér eins.“ Aðspurður hvort hann mæti á bíl í vinnuna seg- ist hann ekkert smakka meira yfir daginn og lítið í einu. „Þetta væri ekki gott starf fyrir einhvern sem ætti í erfið- leikum með áfengi. Þetta er vinna, það er ekkert hægt að sötra allan daginn – það gengur ekki upp,“ segir hann og hlær. Hálf milljón lítra af Malti í desember Þegar jólahátíðin nálgast rúllar verksmiðjan allan sólar- hringinn og ekki er bara verið að framleiða bjór. Malt er fyrirferðarmikið á framleiðslulínum Ölgerðarinnar. „Það er rosamikið framleitt af Malti núna. Við erum líka að selja tilbúnar blöndur. Salan á því hefur aukist mikið. En Maltið hefur alltaf haldið sér. Sumir vilja búa til sína blöndu en við erum með 50/50 blöndu og hún selst vel fram að jólum. Síðan selst lítið þegar hátíðin gengur í garð. Þá vill hver og einn gera sína blöndu,“ segir sérfræðingurinn og glottir. „Við seljum í desember rúma hálfa milljón lítra af Malti.“ Ætla að þróa nýjar tegundir Í litlum sal hefur Ölgerðin komið sér upp tilraunatönk- um. Tveir þúsund lítra tankar standa tilbúnir fyrir afurðir sem framleiddar eru í litlu magni. Þorra- og jólabjór eru til dæmis bruggaðir þarna. „Þetta er svona einn tíundi af stóru vélunum okkar enda eru þær í gangi allan sólar- hringinn. Hér erum við með tilraunabrugg sem við erum nýbúin að setja upp. Það er til að þróa nýjar tegundir og brugga árstíðabjóra. Þorra, jóla og svo framvegis. Búa til tegundir í minna magni.“ Dæmir í Ameríku Guðmundur er í miklum metum sem smakkari. Á næsta ári er hann að fara til Ameríku að dæma í einni stærstu bjórkeppni heims. „Mér bauðst það að vera dómari. Ég fer í apríl og fæ að meta bjóra alls staðar að úr heiminum. Ég fæ samt ekki að dæma flokkana sem Ölgerðin keppir í,“ segir hann en Gull- og Lite-bjórar fyrirtækisins hafa stað- ið sig mjög vel í keppnum undanfarið. „Við sendum ein- hverja bjóra í keppnina og það er raðað þannig að ég fái ekki að dæma flokka þar sem okkar bjór er. Það eru níutíu flokkar þannig að það er af nægu að taka,“ segir hann og hlær. „Síðast voru 2.500 bjórar sem kepptu og það er búist við svipuðu magni nú,“ segir Guðmundur og það er ekki laust við að blaðamaður fái vatn í munninn við tilhugsun- ina. Íslenskur bjór góður Íslenskir bjórar hafa slegið í gegn undanfarið og segir Guð- mundur að þeir séu vel samkeppnishæfir við þá erlendu. „Það er vaxandi flóra hér á landi. Ljós lagerbjór hefur verið langmest framleiddur hér á landi en það er langt frá því að vera eina tegundin sem er til. Ölvisholt er að gera skemmti- lega hluti að mörgu leyti. Bjórinn frá þeim er með meira bragði en gengur og gerist og þó þeir séu ekki að selja í ein- hverju gríðarlegu magni eru þeir að auka við flóruna. Það er kosturinn við litlu tankana, þá getum við farið að leika okkur meira. Það á ekki að seljast mjög mikið en við aukum flóruna – það er pælingin með þessu,“ segir þessi mikli meistari um leið og bjalla í sal Ölgerðarinnar gellur. Það er kominn tími til að fylgjast með framleiðslunni sem verður drukkin yfir hátíðarnar. Guðmundur Mar Magnússon bruggmeistari Ölgerðarinnar er einn af fremstu bruggmeisturum landsins. Hann er á leið til Am- eríku í apríl til að dæma í einni stærstu bjórkeppni heims. Guðmundur segir starfið sitt afar skemmtilegt, það séu nánast engir tveir dagar eins þó að klára þurfi ákveðna rútínu. 26 föstudagur 4. desember 2009 uMræða brugg- meistara Í smökkun Guðmundur að smakka á framleiðslunni. Niðurstaðan - þetta var í lagi. Kíkt í tankinn Bruggferlið er langt og strangt og nýjustu tækni beitt. Guðmundur fylgist með af athygli. MynD Kristinn MAGnússon Margverðlaunaður Guðmundur er mikils metinn smakkari. Hér fyrir framan hluta viðurkenninga sem bjór Ölgerðarinnar hefur fengið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.