Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 29
m æ li r m eð ... ... nýrri þýðingu á ummyndunum Óvíds Stórvirki í íslenskum þýðingabókmennt- um sem mun lengi lifa. ... AugnAbliki eftir mAl- colm glAdwell Ein af þeim sjaldgæfu bókum sem eru allt í senn lærdómsríkar, gagnlegar og skemmtilegar. ... leitinni Að Audrey Hepburn eftir bjArnA bjArnA- son Falleg og fyndin skáldævisaga. ... loftkAstAlAnum sem Hrundi eftir stieg lArsson Lausir endar úr fyrri bókunum hnýttir í alveg sérlega spenn- andi glæpasögu. ... stÓrskemmtilegu stelpubÓkinni eftir A. j. bucHAnAn og m. peskowitz Mjög skemmtileg og fræðandi. fókus 4. desember 2009 föstudagur 29 Lýsi ljós Hjálma föstudagur n mozart í langholtskirkju Requiem eftir Mozart verður flutt í Langholtskirkju á föstudagskvöldið en tónleikarnir hefjast rétt upp úr miðnætti á dánarstundu meistarans. Flytjendur eru Óperukórinn í Reykja- vík og sinfóníuhljómsveit ásamt stórsöngvurum á borð við Garðar Thór Cortes. 3.500 krónur kostar inn en umsjón hefur Söngskólinn í Reykjavík. n erpur á skaganum Rapparinn magnaði BlazRocka, eða Erpur Eyvindarson, mun gera allt vitlaust á Akranesi um helgina en kóngurinn í íslensku hipphoppi ætlar að spila á Kreppukvöldi á föstudaginn. n yngvi á zimzen Nýjasti FM957-starfskrafturinn og plötusnúðurinn Yngvi Þórir Eysteins- son, eða DJ Yngvi, mun þeyta skífum á Kaffi Zimzen á föstudagskvöldið og fram á nótt. n mótor á 800bar Þeir sem vilja skella sér aðeins út fyrir bæjarmörkin eða búa þar geta hent sér á 800bar á Selfossi. Þar verður hljómsveitin Mótor að spila en það er alltaf stuð þegar sá ágæti flokkur tekur fram hljóðfærin. n Mozart í Langholtskirkju Requiem eftir Mozart verður flutt í Langholtskirkju á föstudagskvöldið en tónleikarnir hefjast rétt upp úr miðnætti á dánarstundu meistarans. Flytjendur eru Óperukórinn í Reykja- vík og sinfóníuhljómsveit ásamt stórsöngvurum á borð við Garðar Thór Cortes. 3.500 krónur kostar inn en umsjón hefur Söngskólinn í Reykjavík. laugardagur n stebbi Hilmars í salnum Stefán Hilmarsson verður með aukatónleika í seríuinni Af fingr- um fram í Salnum í Kópavogi á laugardagskvöldið en uppselt hefur verið hingað til. Hann rifjar upp sín þekktustu lög og ræðir feril sinn á einlægum nótum ásamt gestgjaf- anum Jóni Ólafssyni. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 en 2.900 krónur kostar inn. n jólatónleikar í Hallgrímskirkju Mótettukór Hallgrímskirkju stendur fyrir jólatónleikum í kirkjunni á laugardagskvöldið en það er um að gera að taka jólin snemma og heyra þennan frábæra kór hringja inn hátíðina. Miðinn kostar 3.000 krónur og er hægt að kaupa sér einn slíkan á midi.is. n tónleikaveisla Duplex er ný tónleikasería þar sem fyrsta laugardagskvöld mánaðarins verður boðið upp á mikið af því skemmtilegasta sem er að gerast í íslensku tónlistarlífi. Bæði er notast við skemmtistaðina Sódómu og Batteríið. Á laugardaginn koma með- al annars fram Bloodgroup, Agent Fresco, Lára Rúnarsdóttir og Mikado. Aðeins kostar 1.000 krónur inn. n síðustu forvöð Á laugardaginn spilar hljómsveitin Á móti sól á Players í Kópavogi en þetta eru síðustu tónleikar sveitarinnar áður en hún fer í frí um óákveðinn tíma. Góðir gestir hita upp fyrir Magna og félaga en það má enginn láta þetta fram hjá sér fara. Hvað er að GERAST? Auglýsingarnar í sjónvarpinu segja að nýjasta plata Hjálma sé þeirra besta hingað til. Sjaldan ná jafn brattar fullyrðingar að standa und- ir sér, en í þessu tilfelli gera þær það með glæsibrag. IV eða Krókó- dílaplatan eins og hún er líka köll- uð, er fjórða plata Hjálma og var tekin upp á Jamaíka fyrr á þessu ári. Þessi Jamaíkaferð skilar sér greini- lega inn á plötuna, því aldrei hafa Hjálmar boðið upp á jafn fallega, sólríka og glaðlega reggítónlist. Undirritaður er einlægur aðdá- andi Hjálma og samkvæmt talning- unni í iTunes er það sú hljómsveit sem mest hefur verið spiluð. Síð- asta plata Hjálma, sem ber nafnið Ferðasótt, var talsvert melankólísk. En nú kveður við allt annan tón. Hvert „fíl-gúdd“ lagið á fætur öðru hefur verið spilað í útvarpi í haust, enda er öll platan ótrúlega notaleg í hlustun. Veikan blett er varla að finna. Eitt aðalsmerki Hjálma í gegn- um tíðina hefur verið hin ljóðræna og þjóðlega textagerð. Á þess- ari plötu er einnig að finna frá- bæra texta í nærri öllum lögum. Ég leyfi mér að fullyrða að engin íslensk hljómsveit stendur Hjálm- um framar á þessu sviði. Sumar setningar eru svo sterkar að mað- ur kemst ekki hjá því að raula þær í sífellu. Ein slík er: „Því ég og afi minn, við mun- um sjá um hey- skapinn,“ í lag- inu Taktu þessa trommu. Önnur frábær lög má nefna Hærra ég og þú, Lýsi ljós og Það sýnir sig Helsti munurinn á þessari plötu og síðustu plötum Hjálma er að reggíið er hreinræktaðra og glað- legra en áður, eins og hljómplötu- útgáfan Borgin segir sjálf. Á milli platna hafa Hjálmar rifið sig ræki- lega upp úr depurðinni og senda nú frá sér eina stærðarinnar gleði- bombu í skammdeginu. Hjálmar IV er besta platan sem kemur út fyrir jólin. Valgeir Örn Hjálmar plata: IV Útgefandi: Borgin TónliST ... fuglAlífi á frAmnes- vegi eftir ÓlAf HAuk símon- Arson Góð lýsing á uppvexti ungra Reykjavíkurdrengja á 6. áratug 20. aldar. Innblásinn af tröllkonu skapa úr henni eina af aðalpersón- um sögu sinnar og gefa henni nafn- ið Hringaló. „Svo setti ég Grýlu inn í þetta líka. Hún er náttúrlega þekkt tröll og hennar gengi allt saman. Ég notaði líka tröllkonuna Hettu sem er í Bárðarsögu Snæfellsáss og Surt sem sagt er frá í Landnámu og Surtshellir er nefndur eftir.“ Steinar þekkti ekki Brian Pilking- ton áður en samstarfið hófst en hann hafði samband við teiknarann þegar hann var búinn að skrifa fyrri sög- una. Pilkington hefur teiknað mynd- ir í ógrynni bóka sem komið hafa út hér á landi, þar á meðal Örkina hans Nonna, Afa gamla jólasvein, Ástar- sögu úr fjöllunum og Blómin á þak- inu, svo einungis fáar séu nefndar. „Þegar ég sat uppi með handritið að sögunni datt mér strax í hug að fá útgefanda í málið. Og mér datt líka strax í hug að fá Brian inn í þetta því hann hafði sérhæft sig svolítið í tröll- um með sínum frábæru myndum. Ég hafði samband við báða og var mjög vel tekið á báðum stöðum. Það var mjög ánægjulegt að þurfa ekkert að ganga á milli heldur að geta bara hringt í þessa tvo aðila og sjá dæmið ganga upp. Og viðtökurnar og salan voru góð þegar bókin kom út.“ reisa tröllastyttur Plötuútgefandinn fyrrverandi segir tröllaáhuga sinn orðinn mikinn eft- ir uppljómunina við Tröllafossa um árið og því ekki útlit fyrir neitt ann- að en að Steinar haldi áfram á sömu braut. „Ég er mjög áhugasamur um þá mynd sem dregin er upp af tröll- um í þjóðsögum og norrænum fræð- um og hvernig hún hefur þróast og lifað. Ég er svona að taka til við að þróa tröllin inn í þetta umhverfi og gera þau part af nútímanum. Þau þurfa ekki alltaf að vera gamaldags og fornfáleg í hugsun og öðru.“ Og Steinar vonar að hann og Brian haldi samstarfinu áfram. „Ég held að við gerum það, enda hafa verk okkar fengið ágætis móttökur og samstarfið verið skemmtilegt að öllu leyti. Núna erum við líka að undirbúa uppsetn- ingu á styttum eftir karakterunum hans Brians hér uppi í Borgarfirði,“ segir Steinar og bætir við aðspurð- ur að þetta séu styttur af stærri gerð- inni, eðli málsins samkvæmt; 2,5 til 3 metrar á hæð. Steinar hefur svo út- búið gönguhring þarna í Fossatúni sem er sögu- og náttúruengdur sem hann telur að allir ættu að hafa gam- an af að ganga. „Við erum því smátt og smátt að byggja undir að gera þetta sýnilegra og sjá þetta þróast á einhvern skemmtilegan hátt til fram- tíðar.“ punktur aftan við plötuútgáfu Flestir þekkja Steinar sem plötu- úgefanda en hann var í þeim bransa í um þrjátíu ár. Hann rak meðal ann- ars útgáfuna Steinar og Spor og gaf út kanónur eins og Bubba, Sálina og Todmobile svo fáeinar séu nefndar, en Steinar seldi allan þann útgáfurétt sem hann átti til Senu fyrir búferla- flutningana upp í Borgarfjörð. „Við héldum samt aðeins áfram eftir flutningana og gáfum út nokkrar plötur undir nafninu Steinsnar, með- al annars sálmaplötu Ellenar Krist- jánsdóttur og Vetrarljóð með Ragn- heiði Gröndal. Þetta gekk mjög vel en okkur fannst við þurfa að velja á milli plötuútgáfunnar og ferðaþjón- ustunnar. Útgáfustússið kallaði á sí- felldar ferðir til Reykjavíkur þannig að við seldum þann rétt líka til Senu,“ segir Steinar sem gekk frá þeirri sölu árið 2006 og kveðst þar með hafa sett punktinn aftan við plötuútgáfu um sína ævi. kristjanh@dv.is við árbakkann Ein fjölmargra mynda hins drátthaga Brian Pilkingtons sem eru í bókinni. tröllagleði Mikið gengur á í lífi tröllanna í sögu Steinars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.