Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 40
40 föstudagur 4. desember 2009 helgarblað Hlynur Þór Sigurðsson fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði grunnskólanám við Öldu- selsskóla, stundaði síðan nám við Verzlunarskóla Íslands og var þar í 5. bekk. Hlynur Þór hóf kornungur að æfa knattspyrnu hjá ÍR og æfði og keppti með öllum yngri flokkum félagsins. Þá var hann aðstoðarþjálfari yngri flokka hjá ÍR og starfaði við leikja- námskeið félagsins á sumrin auk þess hann sinnti dómgæslu í knatt- spyrnuleikjum yngri flokka. Fjölskylda Bræður Hlyns eru Arnþór Sigurðs- son, f. 3.10. 1988, nemi við HR; Krist- ján Þór Sigurðsson, f. 16.2. 1996, nemi við Ölduselsskóla. Foreldrar Hlyns eru Sigurður B. Arnþórsson, f. 9.6. 1954, löggiltur endurskoðandi og framkvæmda- stjóri Löggiltra endurskoðenda, og Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir, f. 6.4. 1966, aðstoðarskólastjóri við Ölduselsskóla. Ætt Sigurður er sonur Arnþórs, húsa- smiðs í Reykjavík Sigurðssonar, verkamanns í Reykjavík Sigurðsson- ar. Móðir Arnþórs var Kristín Frið- riksdóttir. Móðir Sigurðar er Arndís Árna- dóttir, b. á Hellnafelli í Grundarfirði Sveinbjörnssonar, og Herdísar Gísla- dóttur. Aðalheiður er dóttir Hjálmars Di- ego flugumferðarstjóra Arnórsson- ar Diego, yfirflugumferðarstjóra í Reykjavík Hjálmarssonar Diego, full- trúa tollstjóra í Reykjavík Johnson Di- ego, skipstjóra á Gelti í Dýrafirði, frá Boston á Englandi. Móðir Arnórs var Halldóra, systir Jasonar kaupmanns, föður Benedikts kristniboða. Móð- ir Hjálmars var Guðfinna Vilhjálms- dóttir, bæjarpósts á Ísafirði Jónsson- ar og Sesselju, systur Péturs, afa Ólafs Þ. Þórðarsonar alþm. og Kjartans Ól- afssonar, fyrrv. alþm. Móðir Aðalheiðar er Anna Krist- jánsdóttir, verkamanns í Reykjavík Arngrímssonar, b. á Höfða í Eyrar- sveit Magnússonar. Móðir Önnu var Aðalheiður Friðriksdóttir, b. á Litla- teigi á Akranesi Bergssonar, í Bergs- bæ í Ólafsfirði Jónssonar. Hlynur Þór verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 4.12. kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minn- ast hans er bent á Minningarsjóð Hlyns Þórs Sigurðssonar, kt. 411209- 0160, banki 115-05-60550. Rögnvaldur Á. Ólafsson arkitekt f. 5.12. 1874, d. 14.2. 1917 Rögnvaldur fæddist í Ytri-Hús- um í Dýrafirði, sonur Ólafs Zakaríassonar, bónda þar, og Veróníku Jónsdóttur húsfreyju. Rögnvaldur lauk stúdentsprófi frá MR 1900 og stundaði nám í Det Tekniske Selskaps Skole í Kaupmannahöfn 1901-1904. Hann var ráðunautur ríkisstjórn- arinnar um húsagerð frá 1904 og til æviloka 1917 og er almennt talinn fyrsti íslenski húsameist- arinn. Rögnvaldur er án efa einn merkasti íslenski arkitektinn. Hann teiknaði mörg af glæsi- legustu timburhúsunum sem reist voru í Reykjavík á fyrsta áratug aldarinnar, t.d. nokkur við Tjarnargötuna og þar með talinn Ráðherrabústaðinn. Þá teiknaði hann turninn á Bern- höftstorfunni við Amtmannsstíg 1, Húsavíkurkirkju og kirkjuna í Hjarðarholti í Dölum. Auk þess er hann höfundur að ýmsum svipmestu fyrstu steinhúsunum, s.s. Pósthúsinu i Pósthússtræti, Vífilsstaðaspítala og skólahúsum á Hvanneyri og á Hólum. Mörg húsa Rögnvalds eru snilldarleg, íslensk útfærsla á Sveitserstíl og ný-klassík. Þá má sjá mansard- þök á sumum húsa hans, s.s. Pósthúsinu. En það sem einkum einkennir persónulegan stíl hans er afar næm tilfinning fyrir hlut- föllum og vandaðar útfærslur. Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður Fæddur 4.12. 1916, dáinn 13.7. 1993 Sigurður var sonur Ólafs Jón- atanssonar frá Kolbeinsstöð- um, verkamanns í Reykjavík, og Þuríðar Jónsdóttur frá Elliða í Staðarsveit. Dóttir Sigurðar er Þuríður söngkona. Sigurður stundaði bif- reiðaakstur á yngri árum, var rannsóknarmaður á Rann- sóknarstofu HÍ og á Keldum, gærumatsmaður hjá SÍS, kjöt- matsmaður á vegum yfirdýra- læknis og sá um talningu búfjár í borgarlandinu á vegum Reykja- víkurborgar. Sigurður sótti ungur söng- tíma hjá Sigurði Birkis og Guð- mundi Jónssyni, söng með Karlakór Reykjavíkur frá tuttugu og þriggja ára aldri og síðar með eldri félögum kórsins. Hann söng í Rigoletto, fyrstu óperunni sem hér var færð upp, í óperett- unum Leðurblökunni og Bláu kápunni og lék og söng í fjölda leikrita. Hann hélt marga tón- leika, var söngvari með ýmsum danshljómsveitum og söng dæg- urlög inn á fjölda hljómplatna. Þá var Sigurður einn þekkt- asti hestamaður sinnar kyn- slóðar, stundaði hestamennsku frá fermingaraldri og átti fjölda hrossa en þekktasta skeiðhross hans var Gletta sem átti Íslands- met í skeiði í tuttugu og átta ár. Sigurður var kvæntur Ingu Val- fríði Einarsdóttur frá Miðdal, systur Guðmundar frá Miðdal, föður Errós, Ara Trausta og Egils arkitekts. minning Hlynur Þór Sigurðsson nemi við vÍ og knattspyrnumaður hjá Ír merkir Íslendingar Fæddur 17.7. 1991, dáinn 25.11. 2009 Eftirmæli Elvar Lúðvík Guðjónsson, fyrir- liði knattspyrnuliðs ÍR „Hlynur var góður félagi og félag- inu til sóma. Hann átti framtíðina fyrir sér í fótboltanum og var mjög áhugasamur. Hann var gegnheill ÍR-ingur og vildi félaginu allt hið besta. Var til- búinn að fórna tíma sínum fyrir fé- lagið hvenær sem var í hvers kyns störfum og í þjálfun. Í þjálfun náði hann til guttanna og var þeim innan handar og mikil fyrirmynd. Hann sinnti þjálfuninni af kostgæfni og vandvirkni með bros á vör. Þegar hann kom á æfingu breyttust jafn- vel mestu skeifur á munnum sumra drengjanna í skært og fallegt bros. Hans verður svo sannarlega sárt saknað af öllum ÍR-ingum og öll- um þeim sem þekktu hann. Sjálfur sendi ég mínar dýpstu og innileg- ustu samúðarkveðjur til fjölskyldu Hlyns og allra ÍR-inga. Minning hans verður okkur styrkur fyrir komandi sumar.“ Hörður Heiðar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri ÍR „Hlynur Þór var uppalinn ÍR-ing- ur sem byrjaði að æfa hjá félaginu fimm ára gamall. Svo um leið og hann hafði aldur til fór hann að að- stoða við þjálfun hjá félaginu. Hann var búinn að vera aðstoðarþjálf- ari síðustu tvö til þrjú ár og í sum- ar var hann að starfa hjá okkur við íþróttanámskeið hjá yngri flokkun- um. Þá hafði hann einnig verið að dæma hjá yngri flokkunum. Öllum þeim störfum sem hann tók að sér hjá ÍR skilaði hann af sér eins vel og mögulegt var. Hlynur var heiðarlegur, prúður og samviskusamur drengur sem hugsaði nánast númer eitt um fé- lagið. Það var honum kærast og hann vildi leggja sig allan fram við að ÍR dafnaði eins og hann óskaði sér. Hlynur var toppfélagi og algjör reglumaður. Þó að hann hafi verið ungur að aldri var hann mjög góð fyrirmynd fyrir alla ÍR-inga, sama hversu gamlir þeir voru. Hlynur var svo kurteis og prúður drengur og ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að lýsa þessari viku sem hef- ur liðið frá fráfalli hans. Vikan hef- ur verið mjög erfið en við höfum gert okkar besta til að halda áfram starfi félagsins. Við hugsum öll hlýtt til fjölskyldu hans á þessum tímum.“ 515 55 50 smáauglýsingasíminn er smaar@dv.is Hafðu samband í síma 515-5555eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.