Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Síða 41
Íslenski James bond helgarblað 4. desember 2009 föstudagur 41 James Bond er mjög stílfærð út-gáfa af raunverulegum njósn-ara. Fyrirmyndin er… William Stephenson,“ sagði spennu- sagnahöfundurinn Ian Fleming um uppruna ofurnjósnarans James Bond, í viðtali við breska dag- blaðið The Times árið 1962. Þetta var um það leyti sem Bond var að sigra heimsbyggðina í fyrstu Bond- myndinni, Dr. No. Það sem Flem- ing sagði hins vegar ekki í viðtalinu er að William Stephenson, sem var umsvifamikill í njósnakerfi Wins- tons Churchill í seinni heimsstyrj- öldinni, var íslenskur, fæddur í Kanada, sonur íslenskrar konu og þarlends manns. William Stephenson átti ævin- týralegan feril. Hann var einn þús- unda Vestur-Íslendinga sem gegndu herþjónustu í kanadíska hernum á seinni heimsstyrjaldarinnar. Eft- ir það fór hann út í atvinnurekstur og varð vellauðugur. Í framhaldi af því gekk hann í þjónustu Winstons Churchill og fóðraði hann á upplýs- ingum um hernaðaruppbyggingu Þjóðverja í aðdraganda heimsstyrj- aldarinnar síðari. Þegar Churchill varð forsætisráðherra var eitt hans fyrsta verk að gera Stephenson út til að byggja upp njósnakerfi í Vestur- heimi. Íslensk móðir „Það fer tvennum sögum af því hvort hann sé sonur Guðfinnu frá Íslandi og Williams Stanger frá Orkneyjum,“ segir Hans Krist- ján Árnason sem undirbjó útgáfu mynddisks með heimildarmynd um Sir William Stephenson þar sem er einnig að finna fyrirlest- ur Inga Hans Jónssonar, frænda Stephensons, sem kynnt hefur sér ævi þessa merka Vestur-Íslendings. Samkvæmt þessu var Stephenson fæddur 1896 og faðir hans dó þrem- ur árum síðar. Þá sat móðir hans uppi sem ekkja með þrjú börn og setti drenginn í fóstur til bestu vina- hjóna sinna. Hjónin sem tóku drenginn unga að sér voru Vigfús Stefáns- son og kona hans Kristín. Þau voru frá Klungurbrekku á Skógarströnd á Snæfellsnesi og höfðu flutt til Winnipeg nokkrum árum áður. „Þá heitir hann William Samuel Stephenson. Þar elst hann upp og er til 1916. Þetta er alveg íslenskt heimili, og íslenskt uppeldi hjá fólki sem talar íslensku, í Íslend- ingagettói í Winnipeg,“ segir Hans Kristján um William Stephenson. „Hann skráir sig í herinn, verður fyrir eiturgasi og er sendur á sjúkra- hús í Englandi. Þar ákveður hann að verða orrustuflugmaður. Þannig að síðasta ár stríðsins skýtur hann niður átján þýskar tvíþekjur og er sjálfur skotinn niður eftir að hann er búinn að bjarga franskri njósna- vél sem sex þýskar tvíþekjur höfðu ráðist á. Frakkinn er svo ruglað- ur að hann skýtur William niður.“ William særðist á fæti og var sett- ur í fangabúðir þar sem hann var þar til í október. Hann hafði þó eitt upp úr fangabúðadvölinni. Hann stal dósahníf sem Þjóðverjar höfðu fundið upp og þegar hann kom til Kanada aftur setti hann á fót fyrir- tæki í Winnipeg með félaga sínum og fékk einkaleyfi á dósahnífnum. Þessi fyrsti fyrirtækisrekstur Willi- ams gekk þó ekki vel. „Fyrirtækið fór á hausinn á mettíma. Allir vin- ir hans í Íslendingahverfinu höfðu lagt spariféð sitt í fyrirtækið, og töp- uðu því. Hann stingur af um miðja nótt. Næst spyrst af honum í Lond- on og er hann þá vel stæður.“ Eftir þetta reyndi Stephenson mikið að afvegaleiða þá sem reyndu að rita sögu hans og átti til að segja hverjum sína útgáfuna af ævisögu sinni. Telur Hans Kristján það að einhverju leyti mega rekja til enda- lokanna á viðskiptunum í Winni- peg þar sem hann skildi marga ná- granna og vini eftir í sárum. Í grein á vef Winston Churchill-safnsins í Lundúnum má hins vegar sjá að þetta varð til þess að ýmsir landar hans í Kanada töldu að hann væri óforbetranlegur lygalaupur. Seinni tíma rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós hversu mikilvægt starf hans var. Auðmaður verður njósnaforingi Næstu ár byggði William Stephen- son upp mikið viðskiptaveldi í Bret- landi. Þegar komið var fram á fjórða áratuginn var hann orðinn vellauð- ugur maður og átti í viðskiptum víða í Evrópu. Það var á þessum tíma sem samskipti hans og Winstons Churchill hófust. Churchill varð síðar maðurinn sem leiddi Breta í gegnum seinni heimsstyrjöldina en var á þessum tíma úti í kuldanum. Ráðandi menn í stjórnmálum vildu ekki hlusta á sífelldar viðvaranir hans um að Þjóðverjar væru að búa sig undir stríð. Hans Kristján segir eina ástæðuna fyrir því að Churchill var jafn vel upplýstur um hernaðar- uppbyggingu Þjóðverja og raun bar vitni að Stephenson fóðraði hann á nákvæmum upplýsingum, bæði tölulegum og ljósmyndum. 1. september 1939 réðust Þjóð- verjar svo inn í Pólland og þremur dögum síðar lýstu Bretar og Frakk- ar yfir stríði á hendur Þjóðverjum. Seinni heimsstyrjöldin var haf- in og virtist framan af sem ekkert gæti stöðvað framsókn þýska hers- ins. Þeir hernámu hvert landið á fætur öðru og Bretar urðu að setja nær hverja bytnu á flot til að bjarga hermönnum sínum frá Dunkirk í Frakklandi. „Þegar Churchill verður for- sætisráðherra Bretlands, 10. maí 1940, líður ekki nema mánuður þar til hann skipar vin sinn Willi- am Stephenson yfirmann allrar njósnastarfsemi Breta í Norður- og Suður-Ameríku,“ segir Hans Krist- ján. „Hann talar ekki við bresku leyniþjónusturnar og utanríkis- þjónustuna sem hann treystir ekki. Fer ekki í gegnum þingið til að fá fjárveitingu, heldur treystir á auð Williams Stephenson sem varð rík- ari en nokkur Íslendingur. Hann rekur þetta úr eigin vasa, borg- ar launin sjálfur og fer aldrei inn í fjárlög breska ríkisins. Hann ræður aðallega til sín Kanadamenn og var kominn með 2.000 njósnara á sín snæri. Honum er falið eitt verkefni; að koma Könum af hlutleysisstefnu sinni og fá þá til að lýsa yfir stríði gegn Þjóðverjum.“ Hans Kristján segir að William Stephenson hafi ekki verið vandur að þeim meðölum sem hann not- aði. „Starfsemin þolir ekkert dags- ljós. Hann notar mútur, hann lætur menn hverfa, hann stelur gögnum, hann falsar gögn og ruglar allt heila liðið,“ segir Hans Kristján og bætir við: „Ég álít að hann hafi haft mik- ið með það að gera að Ameríkanar tóku að sér hervernd Íslands. Það bjargaði Bretum því þannig gátu þeir verndað skipalestirnar án þess að fara sjálfir inn í stríðið.“ Bretar gátu líka kallað hersveitir sínar frá Íslandi og notað þær annars stað- ar enda höfðu þeir mikla þörf fyrir hermenn á þessum tíma. Ráðlagði Bandaríkjamönnum Endalok stríðsins þýddu ekki endalok leyniþjónustustarfsemi Williams Stephenson. Hann átti stóran þátt í að setja upp og skipu- leggja CIA, bandarísku leyniþjón- ustuna, ásamt William J. Donovan. Eftir að hafa hjálpað til við að koma Bandaríkjamönnum í stríðið varð Stephenson sérstakur sendi- maður Churchills í samskiptum við Franklin D. Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, og ráðlagði Banda- ríkjamönnum eftir það um hvernig væri best að byggja upp leyniþjón- ustu þeirra. Samtök í Kanada hafa haldið nafni Williams Stephenson á lofti og fengu í gegn í nóvember að gata var nefnd eftir Stephenson sem gekk undir dulnafninu Intrepid, eða geiglaus, meðan hann þjón- aði Churchill. Gary Solar, formað- ur Intrepid-félagsins í Kanada, benti þá á það í viðtali í kanadísku sjónvarpi að fyrsta þjónustunúm- er Williams Stephenson hefði ver- ið 38007, en þrír öftustu stafirnir eru auðvitað hið goðsagnakennda númer James Bond. Að einhverju leyti lifir Willi- am Stephenson áfram sem fyrir- myndin að James Bond, þó njósn- ari Flemings sé vissulega færður vel í stílinn frá fyrirmyndinni. Þannig segir Hans Kristján um ævi Stephensons eftir að hann hætti afskiptum af njósnastörfum: „Síð- an kaupir hann sér jörð á Jamaíka og býður Ian Fleming að koma og búa hjá sér. Fleming var farinn á hausinn, hafði misst starfið og var í vandræðum. Fleming tók þessu og hann byrjaði að skrifa James Bond- bækurnar.“ Vestur-Íslendingurinn William Stephenson varð stríðshetja í fyrri heimsstyrjöldinni og byggði upp víðfeðmt njósnakerfi í Bandaríkjunum að skipan Winstons Churchill, forsætisráð- herra Breta, í heimsstyrjöldinni síðari. Hann varð líka fyrir- myndin að ofurnjósnaranum James Bond, sem einn njósnara Stephensons, Ian Fleming, skrifaði frægar bækur sínar um. „Hann notar mútur, hann lætur menn hverfa, hann stelur gögn- um, hann falsar gögn og ruglar allt heila liðið.“ Undirmaður og höfundur Ian Fleming vann hjá William Stephenson og byggði James Bond að hluta á honum. Daniel Craig Er sá nýjasti sem leikur James Bond, njósnar- ann sem William var kveikjan að. James Bond Varð ódauðlegur í flutningi Seans Connery, sem lék Bond sem harðan nagla. Mikil áhrif Hans Kristján Árnason telur William Stephenson hafa haft mikil áhrif á gang stríðsins. Íslenski Bond Kanad- ísk heimildarmynd um Stephenson hefur verið þýdd og gefin út með íslensku efni. Ungi flugmaðurinn William gekk í herinn og varð síðar orrustuflugmaður. Geiglaus fulltrúi Churchills „Þessi er mér kær,“ sagði Winston Churchill um Vestur-Íslendinginn sem stýrði leyniþjónustu Breta í Vesturheimi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.