Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Qupperneq 44
Varalitarmorðinginn Ellefu ára að aldri sá William Heirens fólk í samförum og sagði móður sinni frá upplifuninni. Móðir Williams sagði hon- um að allt kynlíf væri „óhreint“ og að ef hann snerti einhverja konu fengi hann sjúkdóm. Þessi ummæli áttu eftir að hafa áhrif á William þegar fram liðu stundir. William Heirens er dæmdur bandarískur raðmorðingi sem fékk viðurnefnið Varalitarmorðinginn vegna skilaboða sem skrifuð voru með varalit á vettvangi eins morðsins. William Heirens hefur verið á bak við lás og slá í rúmlega sextíu ár, ár sem talið er met í þeim efnum. Lesið um Varalitarmorðingjann í næsta helgarblaði DV. DauðaDeilDaramman Velma Barfield var fyrirmyndarmóðir, en örlögin höguðu því þannig að hún missti stjórn á lífi sínu með hörmu- legum afleiðingum. Hún myrti til að fela slóð rána og falsana og var dæmd til dauða. Á dauðadeildinni reyndist hún mörgum samföngum sínum vel og fékk viðurnefnið „Death Row Granny“ eða Dauðadeildaramman. Velma Barfield fæddist 23. október 1932 í dreifbýli Suður-Karólínu, en ólst upp í grennd við Fayetteville í Norður-Karólínu. Velma var næst- elst barna Murphys og Lillie Bull- ard og elsta dóttirin. Murphy réð lögum og lofum á heimilinu og beitti ströngum reglum, en móð- ir Velmu var undirgefin, læddist með veggjum og blandaði sér ekki í meðferð heimilisföðurins á börn- um þeirra hjónanna. Velma hafði ekki erft undirgefni móður sinnar og fékk fyrir vikið ófá beltishöggin af hendi föður síns. Árið 1939 hófst skólaganga Velmu og fann hún í skólanum einhverja hvíld frá þrúgandi heimili sínu, en sætti útilokun af hálfu samnem- enda sinna vegna fátæklegs útlits. Hnupl og slægð Vegna þess hve Velma fann til fá- tæktar sinnar í skólanum hóf hún að hnupla. Hún nældi sér í skot- silfur frá föður sínum og var síð- ar staðin að hnupli frá öldruðum nágranna. Þegar Velma var tíu ára sýndi hún hæfileika í körfuknatt- leik og lék með liði sem faðir henn- ar stýrði og varð „uppáhaldsdóttir- in“. Með slægð tókst henni að fá frá föður sínum það sem hugur henn- ar girntist, en síðar á lífsleiðinni sakaði hún hann um kynferðislegt ofbeldi. Einkunnir Velmu í framhalds- skóla voru slakar, en hún eignað- ist kærasta, Thomas Burke, og áttu þau stefnumót samkvæmt ströng- um ákvæðum föður hennar. Sautján ára ákváðu Velma og Thomas að segja skilið við frekara nám og giftast, sem þau og gerðu þrátt fyrir andmæli föður hennar. Fyrirmyndarforeldrar Velma og Thomas eignuðust tvö börn, Ronald Thomas og Kim, og Velma var heimavinnandi hús- móðir og naut hverrar stundar sem hún átti með börnunum. Thomas vann ýmis störf og þrátt fyrir að þau hefðu ekki mikið fé milli handanna skorti þau ekkert. Velma kenndi börnum þeirra kristin gildi og hin unga, fátæka Burke-fjölskylda naut aðdáunar vina og ættingja sem fyr- irmyndarforeldrar. Þegar skólaganga barnanna hófst lagði Velma sig fram um að taka þátt í lífi þeirra. Hún tók þátt í skólastarfi, gerðist sjálfboðaliði í skólaferðalögum og taldi ekkert eftir sér. En hún fann til einmana- leika þegar börnin voru í skóla og ákvað að finna sér starfa til að fylla upp í tómarúmið. Óveðursský við sjóndeildarhringinn Árið 1963 gekkst Velma undir legnámsaðgerð. Aðgerðin tókst vel en geðslag Velmu breyttist. Geð- sveiflur urðu tíðar og bræðisköst algeng. Hún hafði áhyggjur af því að hún væri ekki eins eftirsóknar- verð sem kona því hún gæti ekki eignast fleiri börn. Velmu gramdist einnig hve Thomas var virkur utan heimilisins og kornið sem fyllti mælinn var þegar hún komst að því að hann var farinn að drekka. Árið 1965 lenti Thomas í bílslysi og fékk höfuðáverka. Þaðan í frá fékk hann oft og tíðum höfuðverk og drykkjan ágerðist. Andrúmsloftið á heimilinu ein- kenndist af rifrildum og deilum. Velma, yfirbuguð af streitu, var lögð inn á sjúkrahús og henni gefið róandi lyf og vítamín. Eftir að hún kom heim að nýju jók hún smátt og smátt lyfjaneyslu sína og hljóp á milli lækna sem skrifuðu upp á valíum fyrir hana. Heimilið brennur tvisvar Áfengisneysla Thomasar Burke og sjúkleg hegðun hans rak fjölskyld- una djúpt í fen upplausnar. Dag einn þegar Velma kom heim úr þvottahúsinu kom hún að heimil- inu í logum og fann Thomas dauð- an úr reykeitrun. Sorg Velmu var skammlíf þrátt fyrir að heimilið eyðilegðist í öðr- um eldsvoða skömmu síðar. Velma og börnin fluttu til foreldra Velmu og beðið var eftir tryggingabótun- um. Skömmu eftir lát Thomasar kynntist Velma ekklinum Jenning Barfield sem þjáðist meðal ann- ars af sykursýki og veiku hjarta. Þau gengu í hjónaband en áður en langt um leið hrikti í stoðum þess vegna lyfjaneyslu Velmu. Áður en til skilnaðar kom gaf hjarta Jenn- ings sig og Velma virtist óhugg- andi; hafði misst tvo eiginmenn, sonurinn í hernum, faðir hennar með lungnakrabba og til að bæta gráu ofan á svart eyðilagðist heim- ili hennar í eldsvoða – enn og aft- ur. Móðir Velmu deyr Velma flutti enn á ný heim til for- eldranna og skömmu síðar dró krabbameinið föður hennar til bana. Velma og Lillie, móðir henn- ar, rifust stöðugt og sumarið 1974 var Lillie lögð inn á sjúkrahús vegna alvarlegra kviðverkja sem læknum tókst þó ekki að skilgreina. Eftir örfáa daga leið henni betur og hún sneri heim. Næstu jól var öll fjölskyld- an saman komin, en Lillie hafði áhyggjur af eilífum rukkunum sem hún fékk vegna bifreiðar sem hún átti og hafði greitt að fullu. Hún bað einn sona sinna að athuga mál- ið, en innan nokkurra daga tóku kviðverkirnir sig upp aftur, verri en áður, og fyrr en varði var móðir Velmu liðið lík. 1975 var Velma dæmd til hálfs árs fangelsisvistar fyrir ávísanafals. Þegar hún losnaði úr fangelsi fékk hún starf við umönnun aldraðra hjóna, Montgomery og Dollie. Í janúar 1977 dó Montgomery en Velma hélt áfram að sinna um Dollie. Í febrúar lést Dollie í kjölfar sársaukafullrar magasýkingar. Dauðsföll sex og sjö Næsta starf Velmu fól í sér umönn- un annarra aldraðra hjóna, John Henrys og eiginkonu hans, Rec- ord, en hún hafði fótbrotnað og þurfti því sérstakrar hjálpar við. Velma flutti inn á heimili þeirra, en samskiptin einkenndust af sífelldu masi Record, sem fór í taugarnar á Velmu. Ekki bætti úr skák að fölsuð ávísun fannst í banka Record, sem varð henni ærið umtalsefni. Í apríl og maí glímdi John Henry við alvarlega magasýkingu sem dró hann að lokum til dauða í júní. Sama ár flutti Velma inn til Stu- arts Taylor, ekkils sem hún hafði kynnst, en fortíð hennar, lyfja- neysla og ávísanafals gerði Stuart fráhverfan hjónabandi. Skötuhjúin eyddu miklum tíma í kirkjutengt vafstur og á leið til einnar slíkrar samkomu fékk Stuart heiftarlegan magakrampa sem fór versnandi. Innan örfárra daga lést Stuart og ráðþrota læknar mæltu með krufningu. Himnahlið Velmu Áður en krufningu lauk fékk Ben- son Phillips, rannsóknarlögreglu- maður í Lumberton, dularfullt símtal. Kona tjáði honum gráti næst að hún væri systir Velmu Barfield sem hefði myrt Stuart Taylor og fleiri. Forvitni Phillips var vakin. Læknar komust fljótlega að þeirri niðurstöðu að arsenik væri líklegasta dánarorsök Stuarts, en þegar Velma var spurð út í málið var hún sakleysið uppmálað. Að lokum játaði Velma á sig morð- in á Montgomery, John Henry og móður sinni og sagðist hafa vilj- að koma í veg fyrir að þau kæm- ust að því að hún hefði stolið frá þeim peningum til að fjármagna lyfjafíkn sína. Síðar játaði hún einnig á sig fleiri morð, þeirra á meðal morðin á Stuart Thomas og Jenning Barf- ield. Velma var dæmd til dauða og fékk viðurnefnið Dauðadeildar- amman, en hún var óþreytandi við að hjálpa samföngum sínum og gefa þeim ráð sem gerðu þeim kleift að aðlagast fangelsislífinu. „Þegar ég geng inn í þetta her- bergi klukkan tvö í nótt verður það himnahlið mitt,“ sagði Velma skömmu fyrir aftökuna, 2. nóvem- ber 1984. UMsjón: koLbEinn ÞorstEinsson, kolbeinn@dv.is 44 föstudagur 4. desember 2009 sakamál „Þegar ég geng inn í þetta herbergi klukk- an tvö í nótt verður það himnahlið mitt,“ sagði Velma skömmu fyrir aftökuna, 2. nóv- ember 1984. Dauðadómur Aftökuherbegið var „himnahlið“ Velmu barfield. Dauðadeildaramman Velma barfield varð samföngum sínum stoð og stytta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.