Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Síða 46
46 föstudagur 4. desember 2009 NafN og aldur? „Þorlákur Már Árnason. Fertugur.“ atviNNa? „Knattspyrnuþjálfari og skáld.“ Hjúskaparstaða? „Kærastan mín er sætust.“ fjöldi barNa? „Tveir unglingar.“ Hefur þú átt gæludýr? „Átti einu sinni páfagauk og fiska sem ég náði engu sambandi við. Langar að eiga hundinn sem Þórdís systir á…“ Hvaða tóNleika fórst þú á síðast? „Fór á Bob Dylan með Gísla Hjartar Eyjamanni.“ Hefur þú komist í kast við lögiN? „Því miður verð ég að segja já...okkur skólafélögun- um fannst mjög sniðugt að taka færeyska fánann sem var á gistihúsi nokkru í miðbænum. Við löbb- uðum niður Laugaveginn og töluðum færeysku í sirka 3 mínútur. Þá kom löggan og eyðilagði fjörið.“ Hver er uppáHaldsflíkiN þíN og af Hverju? „Lopasokkar úr 66°Norður, af augljósum ástæðum.“ Hefur þú farið í megruN? „Eiginlega ekki...fór samt um daginn og lét athuga blöðruhálskirtilinn í mér.“ trúir þú á framHaldslíf? „Ég er einn af þeim mörgu sem trúa því að við breytumst í húsflugur í næsta lífi en með sama heila og áður.“ Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að Hafa Haldið upp á? „Vá, það er af nógu að taka. „Only way is up“ kemur upp í hugann, ekki hugmynd um með hvað hljóm- sveit. Hræðilegt lag.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Nick Cave gerir mig ástsjúkan.“ til Hvers Hlakkar þú NúNa? „Ég hlakka til jólanna því þá fæ ég pakka.“ Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aftur? „Groundhog day.“ afrek vikuNNar? „Að koma bókinni minni út.“ spilar þú á Hljóðfæri? „Ég er góður söngvari en gjörsamlega vonlaus á hljóðfæri. Gæti samt spilað á trommur í góðri hljómsveit.“ viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið? „Nei, takk, látið okkur í friði!“ Hvað er mikilvægast í lífiNu? „Börnin okkar.“ Hvaða ráðamaNN muNdir þú vilja Hella full- aN og fara á trúNó með? „Það væri mikil áskorun í því að fylla Steingrím J. Ég fengi sennilega Sigmund Erni og Árna Johnsen til að hjálpa mér.“ Hvaða fræga eiNstakliNg myNdir þú Helst vilja Hitta og af Hverju? „Guy Roux sem þjálfaði Auxerre í rúmlega 30 ár. Ég myndi spyrja hann út í Eric Cantona og fleiri kappa sem hann þjálfaði.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, ég orti ljóð til mömmu minnar eftir að einn félagi minni hellti rauðvíni í nýja stofuteppið henn- ar... Ég var svo logandi hræddur að ég samdi ljóð til að sleikja hana upp. Byrjunin var svona: Teppið, það var svo heppið. Að eiga mömmu eins og þig.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég er það stríðinn að þetta er mjög jafnt yfir dag- inn, alla daga ársins.“ Hvaða fræga eiNstakliNgi líkist þú mest? „Mér hefur verið líkt við Bubba Morthens síðustu ár en ég held að ég sé æ meir að líkjast Pétri Blöndal, við erum með nákvæmlega eins eyru.“ ertu með eiNHverja leyNda Hæfileika? „Já.“ á að leyfa öNNur vímuefNi eN áfeNgi? „Nei, og hættið að stela ljósalömpum frá garðyrkju- bændum!“ Hver er leið íslaNds út úr kreppuNNi? „Að þétta liðið og liggja aftarlega á vellinum, draga andstæðinginn framar og beita svo baneitruðum skyndisóknum.“ Þorlákur Árnason hefur gefið út sína fyrstu skáldsögu, Orðin sem aldrei voru sögð. Þorlákur hefur áður gefið út barnabók en fyrir utan ritstörf þjálfar hann fótbolta í Stjörnunni. laNgar í HuNd systur siNNar Suðurlandsbraut 10 • Reykjavík • 2. hæð Sími 568 3920 og 897 1715 Áratuga reynsla skólanna sýna að fótboltaspil frá FAS endast og endast www.billiard.is Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is Fanntófell sérhæfir sig i framleiðslu á borðplötum, sólbekkjum og matarborðum eftir óskum hvers og eins. Fanntófell hf | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | S. 587-6688 www.fanntofell.is | fanntofell@fanntofell.is FANNTÓFELL borðplötur - sólbekkir NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.