Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Qupperneq 48
„Hugmyndin kviknaði hjá okkur á fundi á Blönduósi þegar við veltum fyrir okkur hvernig við gætum náð handverksfólki saman hér á Norð- urlandi vestra,“ segir Sigrún Indriða- dóttir, handverkskona í Skagafirði, en nokkrar skagfirskar handverks- konur munu halda öðruvísi jóla- markað í Hrímnishöllinni á Varma- læk laugardaginn 12. desember frá kl. 13-18. „Þetta er allt í vinnslu enn þá en við munum vera með lítið hús- dýrahorn þar sem við verðum með kálfa, kanínur, hrúta, hesta, hænsni og fleiri dýr fyrir börnin. Einnig verð- um við með léttar veitingar til sölu, bjóðum upp á lifandi tónlist, sölu á jólaskrauti og öðru handverki og matverki, sem er matur sem selja má á mörkuðum. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi og ég er líka nokkuð viss um að sveinki kíkir í heimsókn til okkar,“ segir Sigrún sem sjálf framleiðir myndir, kort og tösk- ur og fleira úr roði og leðri. Aðspurð segir hún mikla grósku í handverki í Skagafirði og hún seg- ir marga notast við hráefni beint úr náttúrunni. „Hér í Skagafirði er mjög fjölbreytt handverk og verður enn þá fjölbreyttara þegar við fáum hand- verksfólk úr Húnavatnssýslunum með okkur líka. Náttúrulegt hráefni heillar alltaf, sérstaklega efni beint úr umhverfinu auk þess sem við erum svo heppin að hafa verksmiðjuna Sjávarleður hér á Sauðárkróki sem er eina sútunarverksmiðjan í Evrópu.“ Sigrún vonast til að sjá sem flesta á markaðnum. „Ég bind miklar vonir við að mætingin verði góð, bæði hjá þátttakendum og gestum, og hlakka ég sérstaklega til að fá Húnvetninga í heimsókn. Ef vel tekst til munum við örugglega skoða það að endur- taka markaðinn að ári því þótt undir- búningurinn hafi verið strembinn og maður hafi yfirdrifið nóg að gera fyrir jólin er eitthvað jólalegt og skemmti- legt við þetta.“ indiana@dv.is Handverksfólk á Norðurlandi vestra verður með öðruvísi jólamarkað í Hrímnishöll: Öðruvísi jólamarkaður Umsjón: indíana ása hreinsdóttir, indiana@dv.is 48 fÖstudagur 4. desember 2009 lífsstíll HREIN SNILLD Drjúgt, fjölhæft og þægilegt... Gott á: gler plast teppi flísar stein ryðfrítt stál fatnað áklæði tölvuskjái omfl. ATH. frábært á rauðvínsbletti og tússtöflur S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is Borðaðu nóg en ekki of mikið Leyndarmálið er að finna út það magn sem líkami þinn þarfnast. meðalfjöldi kaloría er 2.000 á dag en fjöldinn fer þó eftir aldri, kyni, hæð, þyngd og daglegri hreyfingu. Borðaðu fjölbreyttan mat Prófaðu þig áfram í grænmeti og ávöxtum sem þú borðar ekki reglulega. Þú gætir fundið eitthvað spennandi. Passaðu upp á skammtinn ef þú ætlar að gera vel við þig fáðu þér þá minni disk, skiptu réttinum með vini og slepptu því að stækka máltíðina þótt það sé í boði. Drekktu vatn Líkami okkar er um 75% vatn en vatnið hreinsar allt kerfið, sér í lagi nýrun og þvagblöðruna. skiptu gosinu út fyrir íslenskt, ískalt, ókeypis vatn. Takmarkaðu óhollustu Borðaðu minna af mat sem inniheldur mikinn sykur og salt. ef þú drekkur eina litla gosflösku á dag gætirðu auðveldlega þyngst um heil átta kíló á einu ári. Forðastu öfgar Leyfðu þér allt í hófi. hafðu nammidag og mundu að enginn verður af einum bita feitur. Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti segir öll lítil skref í átt að hollara matar- æði gera gagn. Inga vill skipta út hvítu hveiti fyrir spelt og hvítum sykri fyrir hrásykur eða agave- sýróp. Hún segir marga matvöru hafa verið unna fram úr hófi og að nú þurfum við að fara til baka því minni hreinsun og minni vinnsla sé lykilatriði fyrir heil- brigðan líkama. Borðaðu þig granna „Margir halda að þeir þurfi að henda öllu út úr skápunum, láta spíra í gluggakistunum og rækta eigið græn- meti en sannleikurinn er sá að öll lít- il skref eru góð,“ segir Inga Kristjáns- dóttir næringarþerapisti sem segir að það sé í raun auðvelt að breyta mataræðinu til batnaðar. „Við getum skipt ýmsum tegund- um út fyrir annan hollari valkost sem hefur nærandi áhrif og með- ferðargildi fyrir mannslíkamann,“ segir Inga og bætir við að flestir sem feti þessa braut byrji á því að skipta hvítu hveiti út fyrir gott lífrænt rækt- að spelti. „Einnig er hægt að nota ís- lenska bankabyggið sem er fullt af frábærri næringu og hentar okkur Ís- lendingum mjög vel. Eitt og sér pass- ar það kannski ekki í bakstur þar sem það lyftir sér illa en með grófu spelti er það frábært. Algengur misskiln- ingur er að bankabyggið og spelt- ið sé glútenfrítt sem það er ekki svo við megum ekki ofnota það eins og við höfum gert með hvíta hveitið,“ segir Inga og ítrekar mikilvægi þess að speltið sé lífrænt ræktað. „Ef það er ekki lífrænt ræktað getur það ver- ið blandað hveiti og jafnvel gena- breytt. Þess vegna verðum við alltaf að spyrja í bakaríum þegar við kaup- um tilbúin brauð til að vera viss um það sé ekta.“ Inga segir að alltaf sé hægt að skipta hvítum sykri út fyrir hrásykur. „Líkaminn veit hvað hann á að gera við hrásykurinn sem er fullur af vít- amínum, steinefnum og snefilefnum en hann veit ekkert hvað á að gera við unna sykurinn. Við getum not- að hrásykur í staðinn fyrir venjuleg- an hvítan sykur í öllum tilfellum og bæði jólakökurnar og marensinn verða bragðbetri og sætari með hrá- sykri. Sjálf hef ég skipt yfir í agave- sýróp en 1 dl af hvítum sykri jafngild- ir hálfum til 3/4 dl af agave.“ Inga segir kaldpressaða olíu holl- ari en aðra olíu en við heithreinsun skemmist fitusýrurnar. „Kaldpress- un er það sama og coldpressed eða extra virgin en þeir sem vilja bragð- minni olíu geta skipt ólífuolíunni út fyrir kaldpressaða sólblómaolíu. Bólgu- og gigtarsjúklingar þurfa sérstaklega rétta olíu en þessi kald- pressaða skilar jákvæðum áhrifum á líkamann. Til að steikja upp úr mæli ég með hreinu, jafnvel saltlausu ís- lensku smjöri eða kókosolíu en hvort tveggja skemmist ekki í hita. Svo er hægt að fá sér bragðlitla kókosolíu svo það verði ekki kókosbragð af öllu.“ Inga segir marga matvöru hafa verið unna fram úr hófi og að nú vilj- um við fara aftur til baka. Hún tekur dæmi með sykurinn: „Í hvítum sykri er búið að hreinsa öll vítamínin og steinefnin í burtu svo eftir situr bara tómur sykur. Við þurfum sannarlega að hugsa til fortíðar í þessum efnum og minni hreinsun og minni vinnsla er lykilatriði.“ Þeir sem vilja fræðast meira um hollara mataræði og fræðast um námskeið Ingu geta haft samband á netfangið eig@heima.is. indiana@dv.is betri með hrásykri Jólakökurnar Næringarþerapisti „Við getum skipt ýmsum tegundum út fyrir annan hollari valkost sem hefur nærandi áhrif og meðferðargildi fyrir mannslíkamann,“ segir inga. gíraðu þig niður fyrir jólin Því miður getur stress og álag oft fylgt undirbúningi jólanna. eins yndislegur og þessi tími getur verið hefur myrkrið áhrif á marga á meðan peningaáhyggj- ur skyggja á gleði annarra. Þeir sem eiga á hættu að tapa sér í stressinu ættu að gera viðeigandi ráðstafanir og gíra sig niður, til dæmis með því að lesa nýju bókina 1001 leið til að slaka á sem var að koma út hjá sölku. Sigrún Indriðadóttir „ef vel tekst til munum við örugglega skoða það að endurtaka markaðinn að ári því þótt undirbúningurinn hafi verið strembinn og maður hafi yfirdrifið nóg að gera fyrir jólin er eitthvað jólalegt og skemmtilegt við þetta.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.