Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Side 54
54 föstudagur 4. desember 2009 helgarblað Sviðsframkoma söngvarans og American Idol-stjörn- unnar Adams Lambert á American Music Awards- hátíðinni, sem send var út hjá sjónvarpsstöðinni ABC, hefur valdið miklu fjaðrafoki vestanhafs, enda Bandaríkjamenn afar við- kvæmir fyrir nekt, slæmu orðbragði og kynferðisleg- um tilburðum á sjónvarpsskjánum. Það sem Adam Lambert gerði, og fór fyrir brjóstið á mörgum Banda- ríkjamanninum, var að hann smellti kossi á karlkyns hljómborðsleikara, fór höndum um dansara og setti andlit sitt í örstutta stund í klofið á þeim sama dansara. Vissulega má setja spurninga- merki við þetta allt saman ef maður er þannig innstilltur, en ætla mætti að Lambert hefði verið merktur skar- latsrauða stafnum ef sumir fengju einhverju um það ráðið. Slæm hegðun í sjónvarpi Skemmtikraftar hafa hagað sér illa, eða verið sakaðir um það, í sjónvarpi í fjölda áratuga og löngu áður en um- ræddur Adam Lambert fæddist. Þó erfitt sé að fullyrða hver reið á vaðið má ætla að rokkkonungurinn Elvis Presley hafi verið með þeim fyrstu, og sennilega var enginn meira hissa á moldviðrinu en hann sjálfur. Til að vernda æsku landsins fyrir áhrifum mjaðmahnykkja konungs- ins var hann í árdaga ferils síns að- eins sýndur frá mitti og upp úr í sjón- varpinu. Það kúnstuga var þó að áður en þessi þaulhugsaða myndatökuað- ferð var tekin upp hafði konungur- inn verið sýndur í allri sinni dýrð í sjónvarpinu við ýmis tækifæri. Þessi tökuaðferð var meðal annars notuð í þætti Eds Sullivan þann 6. janúar 1957, þegar Presley kom þar fram í þriðja skipti. Í hin tvö fyrri skiptin var engum slíkum aðferðum beitt, en sviðsframkomu Presleys var líkt við nektardans. Doors og Sullivan Um áratug síðar nýtti Jim Morrison, söngvari hljómsveitarinnar Doors, listrænt frelsi sitt í þætti áðurnefnds Eds Sullivan. Ed þessi var að segja má holdgervingur banda- rísks siðferðis og gilda þar að lútandi og honum, og framleiðendum þáttarins, hugnaðist ekki texti lags- ins Light My Fire, þar sem segir „Girl, we couldn’t get much higher“ því í þeirra eyrum hljómuðu orðin líkt og skírskotun til fíkniefna- neyslu. Þeir kröfðust þess að Jim Morrison breytti textan- um, sem hann og gerði og á æfingu var lagið sungið með breytingunni. En í beinni út- sendingu söng Jim Morrison lagið með upphaflega og rétta textanum. Hljóm- sveitinni var ekki boð- ið að koma aftur fram í þætti Eds Sullivan og segir sagan að Ed hafi neitað að taka í hönd Morrisons að flutn- ingi lagsins loknum. Ögrar kaþólsku kirkjunni Víkur nú sögunni að bandaríska sjón- varpsþættinum Sat- urday Night Live og söngkonunni Sinead O’Connor. Sinead ákvað, þegar hún kom fram í honum 3. október 1992, að nota þáttinn til að koma á framfæri áliti sínu á kaþólsku kirkjunni. Hún söng lag Bobs Marley, War, og að flutningi loknum hélt hún á loft ljósmynd af Jóhannesi Páli II páfa, reif hana í tætlur og sagði: „Berjumst við hinn raunverulega óvin.“ Síðan fleygði hún sneplunum í átt að myndavélinni. Í kjölfar útsendingarinnar lýstu fjölmargir almennir sjónvarpsáhorf- endur og kirkjunnar menn hneyksl- an vegna framferðis Sinead O’Conn- or. Kossar og hægra brjóst Söngkonan Madonna setti mark sitt á Video Music Awards-hátíð MTV- sjónvarpsstöðvarinnar 28. ágúst 2003. Líkt og henni virðist einni lag- ið tókst henni að hneyksla og gleðja í sömu andránni, ekki þó sama fólkið vel að merkja. Madonna tók sig til og kyssti bæði söngkonuna Christinu Aguilera og Britn- ey Spears á opinn munn- inn. En þess var ekki langt að bíða að Madonnukossarn- ir hyrfu nánast í gleymsku og dá, því nokkrum mán- uðum síðar komu söngv- ararnir Janet Jackson og Justin Timberlake fram í hálfleik á Super Bowl 1. febrúar 2004. Í miðju atriði skötuhjú- anna tókst Justin Timber- lake, fyrir mistök eða ekki, að bera hægra brjóst Janet. Í málshöfðun konu nokkurrar á hendur Janet vegna uppákomunnar var lýst alvarlegum áhrifum uppátækisins á málshöfð- anda og fleiri Bandaríkja- menn og ítrekað að fjöldi barna hefði séð atvikið og beðið verulegan skaða af. Nú hefur uppátæki Adams Lamb- ert sýnt og sannað að enn er grunnt á móðursýkinni þegar siðferði al- mennings er misboðið með þessum hætti. Það er ekkert nýtt að listamenn nýti beinar útsendingar til að koma skoðunum sínum á framfæri. Skoðunum er hægt að lýsa með orðum eða athöfnum. Einnig kann að vera að um engar skoðanir sé að ræða heldur eingöngu að siðapostulum hugnist ekki sviðsframkoma listamanna. Óþekk í beinni Hljómsveitinni var ekki boðið að koma aftur fram í þætti Eds Sulli- van og segir sagan að Ed hafi neit- að að taka í hönd Morrisons að flutningi lagsins loknum. Hægra brjóst í beinni Þegar þarna var komið sögu var ekki að sjá nokkra undrun á Janet og Justin. Britney Spears og Madonna Koss þeirra féll fljótt í skuggann af „mistökum“ Justins og Janet. Karlmaður kyssir karlmann Adam Lambert gekk fram af bandarískum sjónvarpsáhorfendum. MynD AFP Beindi spjótum sínum að kaþólsku kirkjunni Hneykslaði kirkjunnar menn og almenning í beinni útsendingu. Ed Sullivan Varð nokkrum sinnum fórnarlamb óþekktar listamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.