Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Side 64
n Vöðvafjallið Garðar Ómarsson, öðru nafni Gazman, er ástfangið upp fyrir haus. Hann er sko sann- arlega sönnun þess að risavaxnir menn geta verið mjúkir sem lömb þegar Amor hefur skotið þá með örvum sínum. Gazman lætur ald- urinn heldur ekkert stöðva sig en hann er þrjátíu og eins árs og kær- astan sautján ára, enda spyr ástin ekki um aldur. Um daginn sendi hann kærustunni afar sæt skilaboð á Facebook þegar þau voru á leið- inni í ræktina saman. „Þú ert litla músin mín, músin mín, þú ert litla músin mín, músin mín. Sé þig klukkan 4,“ skrifaði vöðvafjall- ið til kær- ustunnar og sendi með sætan kyssu- kall. Hvernig væri að fá sér músagildru, Auddi? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Ástfangið vöðvafjall D Y N A M O R E Y K JA V ÍKÞriðja og síðasta bókin í heimsfrægri Millennium-trílógíu Stiegs Larsson er komin út hjá Bjarti. Sem og langþráð spennusaga eftir frægasta höfund í heimi, höfund Da Vinci lykilsins. MILLENNIUM ÞRÍLEIKURINN EFTIR STIEG LARSSON OG TÝNDA TÁKNIÐ EFTIR DAN BROWN. SPENNA, SPENNA, SPENNA! VINSÆLUSTU HÖFUNDAR Í HEIMI D Y N A M O R E Y K JA V ÍK „Maður gæti grátið!“– Þórarinn Þórarinsson, DV.Grátið yfir því að bækur Stiegs urðu aðeins þrjár. „Maður gæ ti bara hágrátið!“ – Kolbrún B ergþórsdót tir, Kiljan októb er 2009. Af sömu ás tæðu. Það er bara einn Dan Brown 1. SÆTIMETSÖLULISTANEW YORK TIMESÍ 7 VIKUR! „Gríðarlega vel skrifaðir og flottir krimmar.“– Páll Baldvin Baldvinsson, Kiljan janúar 2009 n Catalina Mikue Ncogo var dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjaness á þriðjudag- inn. Dómsuppkvaðningin fór fram klukkan þrjú og voru fjölmiðla- menn mættir í Héraðsdóm fyrir þann tíma til að freista þess að ná tali af Catalinu. Hún lét hins vegar ekki sjá sig heldur mætti aðeins verjandi hennar, Sveinn Andri Sveinsson. Um klukkan korter yfir þrjú var ljóst að Catalina þyrfti að dúsa í fangelsi fyrir vændisstarfsemi og fíkniefnabrot en hún var sýknuð af ákæru um mansal. Glöggir íbúar í Hafnarfirði sáu hins vegar Catalinu læðast út úr Hér- aðsdómi um tuttugu mínútum seinna, með- an fréttabíll Stöðvar 2 var enn á staðnum, og setjast inn í bif- reið sína. Catalina faldi sig n Spéfuglinn Auðunn Blöndal lét þau orð falla í útvarpsþættin- um Harmageddon fyrir stuttu að hann væri kominn með kærustu. Athugull blaðamaður Séð og Heyrt heyrði það og ákvað að kanna hvort eitthvað væri til í því þótt Auddi hefði sagt þetta meira í gríni en al- vöru. Blaðamaðurinn sendi Audda póst og spurði hvort eitthvað væri til í sögunni. Ekkert svar barst frá Audda. Þá ákvað blaðamaðurinn að hrekkja Audda aðeins en hann er sjálfur þekktur fyrir góðlátlega stríðni. Nokkrum dögum seinna sendi blaðamaðurinn annan póst til Audda og sagði honum að hann og kærastan væru stærsta efnið á forsíðu blaðs- ins sem færi í prentun eftir klukkutíma. Þá var Auddi ekki lengi að svara og sagði þetta bara vera grín og hann væri alls ekki að hitta neina stelpu. auddi tekinn Rithöfundurinn Andri Snær Magna- son hlaut í vikunni þýsku Kairos- menningarverðlaunin árið 2010. Verðlaunin eru veitt úr Toepfer Stift- ung-sjóðnum. Verðlaunin eru talin ein mikilvægustu menningarverð- launin í Evrópu. Mun Andri veita verðlaununum viðtöku í Hamborg í febrúar á næsta ári. Verðlauna- féð er 75 þúsund evrur, eða tæplega 14 milljónir íslenskra króna. Í gær sagði sagn- og fornleifafræðingur- inn Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson frá því á bloggsíðu sinni að verð- launin væru ekkert annað en bit- lingur úr sjóði gamals nasista. Gaf Vilhjálmur það í skyn að Alfred Toepfer sem stofnaði sjóðinn hefði verið illræmdur nasisti. „Ef það eru einhverjir sem kunna að gera upp sína fortíð þá eru það Þjóðverjar,“ segir Andri Snær í samtali við DV. Hann ætlar að veita verðlaununum viðtöku. Að sögn Andra fékk Albrecht Dümling verðlaunin árið 2007 þar sem sam- tök hans höfðu beitt sér fyrir kynn- ingu tónlistarmanna sem voru of- sóttir af nasistum. Auk þess hafi fyrrverandi Auschwitz-fangi feng- ið verðlaunin. Því sé það fjarstæða að bendla verðlaunin við nasisma. Þess má geta að listamaðurinn Ól- afur Elíasson hefur líka hlotið þessi verðlaun. as@dv.is 14 milljónir kairos-menningarverð- launin munu færa andra snæ 75 þúsund evrur, eða 14 milljónir króna. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason um Kairos-menningarverðlaunin: ekki bitlingur nasista

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.