Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Qupperneq 2
Rannsóknarnefnd Alþingis réð Elínu Jónsdóttur til að starfa stuttu eftir að hún seldi eignarhaldsfélag sitt, Baðm, á 500 þúsund krónur en 117 milljóna króna kúlulán félagsins hjá skilanefnd Glitnis er á gjalddaga árið 2011. Elín starfar nú sem forstjóri Bankasýslu ríkisins. HITT MÁLIÐ ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI FORSETINN HAFNAR ICESAVE Spennuþrunginni bið lauk með því að Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti að hann myndi ekki skrifa undir lögin um ríkis- ábyrgð vegna Icesave heldur vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá tók við önnur spennuþrungin bið eftir því hvort lögin verði samþykkt eða þeim hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við- brögðin létu ekki á sér standa. Stjórn- arliðar voru mjög ósáttir við forsetann, andstæðingar Icesave-samkomulagsins fögnuðu og sumir hvöttu til þess að sam- ið yrði að nýju í stað þess að láta þjóðar- atkvæðagreiðsluna fara fram. Erlendis brugðust menn harkalega við og lýstu furðu sinni á því að forsetinn hefði ekki staðfest lögin. Þar með væru Icesave-greiðslurnar í upp- námi og vildu sumir ráðast í harkalegar aðgerðir gegn Íslendingum. STÖÐVAÐUR Í LEIFSSTÖÐ Jón Þorsteinn Jónsson fjárfestir var stöðvaður af öryggisvörð- um á Keflavíkurflugvelli 22. desember. Hann var með 2,5 milljónir í erlendum gjaldeyri á sér, en aðeins má flytja 500 þúsund krónur á milli landa. Jón var nýbúinn að losna úr farbanni hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknarinnar á Exeter-málinu. Tekin var skýrsla af Jóni Þorsteini í Leifsstöð. Öryggisverðir í öryggishliðinu á Keflavíkurflugvelli fundu peningana í fórum Jóns Þorsteins. Jóni var sleppt að lokinni skýrslutöku og hann fékk að halda áfram ferð sinni til Bretlands þrátt fyrir að upphæðin væri þetta miklu hærri en mátti vera með. Skýringar Jóns á því af hverju hann var að flytja peningana úr landi hafa því þótt fullnægjandi. FERÐAGLAÐIR FULLTRÚAR Kostnaður Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja vegna ferðalaga stjórnarmanna á tveimur árum er nærri sjö milljónir króna. Þeir hafa ferðast til tólf landa á tíma- bilinu. Fimm stjórnarmenn Orkuveitur Reykjavíkur og dótturfélags hennar, Reykjavík Energy In- vestment, REI, ferð- uðust til tólf landa á síðustliðnum tveim- ur árum. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfull- trúi Samfylkingarinnar og stjórnarmaður beggja félaganna, trónir á toppnum en hún ein á nærri þriðjung alls kostnaðarins eða rúmar tvær milljónir. Misjafnt er hvort stjórnarmenn hafi farið einir út, tveir saman eða jafnvel þrír. Farið var til Bandaríkjanna, Djíbútí, Englands, Eþíópíu, Filippseyja, Indónesíu, Japans, Jemen, Noregs, Slóvakíu, Svíþjóðar og Ungverjalands. 3 1 F R J Á L S T , Ó H Á Ð D A G B L A Ð FÉKK MILLJÓNIR Í KÚLULÁN HJÁ GLITNI SKULDIN ÚR 110% Í 175% n XXXXXXX FRÉTTIR HANN GERÐI ÞAÐ AFTUR dv.is MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 6. – 7. JANÚAR 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 2. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 S& S U M ICE SA VE ÚTLENDINGAR ERU GÁTTAÐIR STJÓRNIN SITUR ENN M YN D R Ó BE RT R EY N IS SO N n RÁÐIN FORSTJÓRI BANKASÝSLU RÍKISINS KULDINN MEIÐIR n Á ÞREMUR ÁRUM n ÞJÓÐIN Í ÓNÁÐ n ÍHUGAR KOSNINGAR MAGMA KEYPTI AFLANDS- KRÓNUR NEYTENDUR n Á SKRIFSTOFU VIÐ HLIÐ BJARNA MÓTMÆLANDI VENST BJARNA ÁRMANNS RÁÐ UM ÆFINGAR Í FROSTI FYRIR MILLJÓNIR PÓLITÍKUSAR FERÐUÐUST 2MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 4. - 5. janúar 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 1. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 Á LEIÐ ÚR LANDI MEÐ MILLJÓNIR JÓN ÞORSTEINN STÖÐVAÐUR Í LEIFSSTÖÐ: n TIL LONDON SAMA DAG OG FARBANNI VAR AFLÉTT n MEÐ MILLJÓNIR Í REIÐUFÉ Í HANDFARANGRI n ER TIL RANNSÓKNAR HJÁ SÉRSTÖKUM SAKSÓKNARA „EINN PLÚS EINN VERÐI ÞRÍR“ n ÍSLENSKIR ÚTRÁSARSTJÓRNENDUR ÚTSKÝRÐU EINSTAKAN ÁRANGUR SINN „EINS OG VENJULEGIR ÍSLENDINGAR GERÐUM VIÐALLT SJÁLFIR!“ BESTU ÚTSÖLURNAR NEYTENDUR VEGLEGT KVEÐJUHÓF ÖGMUNDAR: FÉLÖGIN BORGA BRÚSANN FRÉTTIR ÞARF FRÍ FRÁ KVENFÓLKI n KALLI BERNDSEN ER FLÚINN Í HITANN FÓLK FRÉTTIR ICESAVE OG GJALDÞROT SEÐLABANKA KOSTA SEXTÍU MILLJARÐA Á ÁRI FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 FRÉTTIR Fimm stjórnarmenn Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélags henn- ar, Reykjavík Energy Investment, REI, ferðuðust fyrir tæpar sjö millj- ónir króna á síðustliðnum tveim- ur árum. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarmaður beggja félag- anna, trónir á toppnum en hún ein á nærri þriðjung alls kostnaðarins eða rúmar tvær milljónir. Misjafnt er hvort stjórnarmenn hafi farið einir út, tveir saman eða jafnvel þrír. Ferðakostnaður stjórn- armannanna fimm er að sjálf- sögðu greiddur af Orkuveitunni og REI en á þessum tveimur árum ferðuðust fulltrúarnir til tólf landa, Bandaríkjanna, Djíbútí, Englands, Eþíópíu, Filippseyja, Indó nesíu, Japans, Jemen, Noregs, Slóvakíu, Svíþjóðar og Ungverjalands. Hefði mátt spara Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orku- veitunnar, telur að allar ferðirnar sem farnar hafa verið undanfarin tvö ár séu innan eðlilegra marka og lærdómsríkar. Hann segir vissulega að í einhverjum tilvikum hefði verið hægt að spara ferða- lög. „Ferðirnar hafa án efa kom- ið stjórnarmönnunum að miklu gagni því þarna hafi fyrirtæki og aðstaða verið skoðuð sem pen- ingar hafa verið settir í. Stjórnar- mennirnir voru því að kanna hvort eitthvert vit hafi verið í því sem gert hefur verið. Það er nauðsyn- legt að skoða þau dæmi sem eru í gangi,“ segir Hjörleifur. Sigrún Elsa bendir á að aðeins sé um tvær ferðir að ræða af henn- ar hálfu á umræddu tímabili. Að- spurð hvort nauðsynlegt hafi verið að senda þrjár fulltrúa í sömu ferð- ina telur hún að svo hafi verið. „Já, ég held að það hafi verið gagnlegt en ég var eini fulltrúi minnihlut- ans og það var meirihlutans að ákveða hversu marga hann sendi. Við náðum að sjá vel starfsemina og þessi verkefni sem unnið er í eru oft á tíðum mjög langt í burtu. Fyrir mína parta hefur það gagn- ast mér mjög vel að ferðast út og kynnast verkefnunum, það er bæði mjög lærdómsríkt og gagnlegt fyrir fyrirtækin,“ segir Sigrún Elsa. Vernda spillinguna Ólafur F. Magnússon borgarfull- trúi er afar ósáttur við þennan háa ferðakostnað og hefur barist fyrir því að dregið sé úr slíkum ferðalögum. Hans skoðun er sú að Orkuveitan hafi í gegnum tíðina hagað sér eins og eyland sem ekki sé hluti af borg- inni. „Þessi ferðakostnaður er með öllu óþolandi. Ég hef iðulega vilj- að hafa þessa hluti uppi á borðin en hef ávallt mætt harkalegri andstöðu annarra borgarfulltrúa, þeim sem ég kalla 14:1 flokkinn því allir fulltrúar hinna flokkanna standa þétt sam- an í að vernda fríðindi sín. Þannig er staðið vörð um spillingu, svínarí og sóun á almannafé,“ segir Ólafur. „Með þessu er vísvitandi ver- ið að sólunda fé borgarbúa. Ég hef lengi barist gegn þessu en það hef- ur reynst mér mjög erfitt að fá svör, til að mynda frá Orkuveitunni og sem borgarstjóri mætti ég mikilli hörku þaðan þegar ég vildi fá ferðalögin upp á borðið. Borgarfulltrúarnir líta svo á að þeir hafi einhver fríðindi langt umfram aðra.“ Ekki ferðafrek Aðspurður segir Hjörleifur: „Það má alltaf ræða fram og til baka hvar TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Á toppnum Sigrún Elsa ferðaðist fyrir rúmar tvær milljónir á tímabilinu en segist alls ekki ferðafrek í störfum sínum fyrir borgina. Rúm milljón Guðlaugur fór til Englands, Japans, Noregs og Svíþjóðar á vegum Orkuveitunnar. Ferðalögin kostuðu 1,2 milljónir króna. Berst gegn spillingu Ólafur segir ferðakostnað stjórnarmannanna út í hött þar sem verið sé að sóa almannafé. Ein og hálf Kjartan ferðaðist fyrir eina og hálfa milljón til Djíbútí, Eþíópíu, Kaliforníu og Jemen. OR og REI Ásta fór líka til Eþíópíu, Djíbúti og Jemen ásamt því að fara á ráðstefnu í Ungverjalandi. Samanlagður kostnaður er rúmar 1,3 milljónir. Á tveimur árum er kostnaður Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtæk ja nærri sjö milljónir króna vegna ferðalaga stjórnarmanna. Þeir hafa ferðast til tólf landa á tíma- bilinu en mestur kostnaður hefur hlotist af ferðalögum Sigrúnar Elsu Smáradóttur , borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. FERÐAST VÍÐA FYRIR MILLJÓNIR Hvert hafa þau farið? Ár Nafn Áfangastaður Tilefni ferðar 2008 Ásta Þorleifsdóttir Jemen, Djíbútí, Eþíópía Farið með iðnaðarráðherra 2008 Kjartan Magnússon Jemen, Djíbútí, Eþíópía Farið með iðnaðarráðherra 2008 Sigrún Elsa Smáradóttir Filippseyjar, Indónesía og Djibútí Kynnisferð á virkjunarsvæði 2008 Ásta Þorleifsdóttir Búdapest Ráðstefna 2008 Guðlaugur G. Sverrisson Osló/Stokkhólmur Ráðstefna 2009 Hrólfur Ölvisson Kalifornía Fundur með Iceland America Energy 2009 Kjartan Magnússon Kalifornía Fundur með Iceland America Energy 2009 Kjartan Magnússon Galanta í Slóvakíu Aðalfundur Galantaterm 2009 Sigrún Elsa Smáradóttir Kalifornía Fundur með Iceland America Energy 2009 Guðlaugur G. Sverrisson Japan Í viðskiptasendinefnd utanríkisráðuneytisins 2009 Guðlaugur G. Sverrisson London Fundir um rafvæðingu samgangna FERÐIR Á VEGUM ORKUVEITUNNAR 2008 2009 Samtals: Ásta Þorleifsdóttir 259.414 0 259.414 Guðlaugur G. Sverrisson 161.732 1.029.242 1.190.974 Samtals: 421.146 1.029.242 1.450.388   FERÐIR Á VEGUM REI 2008 2009 Samtals: Ásta Þorleifsdóttir 1.086.500 0 1.086.500 Hrólfur Ölvisson 0 464.503 464.503 Kjartan Magnússon 840.127 701.217 1.541.344 Sigrún Elsa Smáradóttir 1.694.960 464.503 2.159.463 Samtals: 3.621.587 1.630.223 5.251.810 London Kalifornía Galanta Búdapest Osló Stokkhólmur Eþíópía Djíbútí Jemen hefði mátt spara og hvort í ein- hverjum tilvikum hefði verið hægt að senda færri fulltrúa. Fyrir það verða stjórnarmennirnir sjálfir að svara en í flestum tilfellum hefur þetta eflt víðsýni þeirra. Hjá okkur er núna allt á bremsunni og við eyð- um ekki neinu í ferðir nema þær séu bráðnauðsynlegar. Hvað þessi tvö ár varðar hefði hugsanlega í einhverj- um tilvikum verið hægt að spara peninga.“ Sigrún Elsa gefur lítið fyrir topp- sæti sitt og ítrekar að hún sé síður en svo ferðafrek í starfi sínu sem borgar- fulltrúi og stjórnarmaður. Hún segir þessi ferðalög erfið og telur nauð- synlegt að spara ferðalög á þess- um erfiðu tímum. „Þetta er hrika- leg keyrsla og mikil vinna sem fylgir þessum ferðum. Á meðan gengið er eins og það er þurfa menn klárlega að spara í ferðakostnaði. Í sjálfu sér hef ég sem fæst orð um toppsæti mitt en sé horft til starfa minna þá er ég alls ekki ferðafrek hjá borg- inni. Á öllu kjörtímabilinu hef ég far- ið í þrjár ferðir á vegum borgarinnar, og fyrirtækjum hennar, að þessum ferðum meðtöldum. Ferðirnar hafa verið gagnlegar og peningunum vel varið,“ segir Sigrún Elsa. FRÉTTIR 6. janúar 2010 MIÐVIKU DAGUR 3 „Fyrir mína parta hefur það gagnast mér mjög vel að ferðast út og kynnast verkefnunum, það er bæði mjög lær- dómsríkt og gagnlegt fyrir fyrirtækin.“ F F I Kanadíska fyrirtækið Magma Energy keypti 2,5 milljarða króna á aflan dsmarkaði í gegnum íslenskt fyrirtæki í Lúxemborg. Krónurnar voru líklega notaðar til að greiða fyrir hlutabréf í HS Orku. Slík viðskipti eru ekki ólögleg en leiða ekki t il styrkingar krónunnar á innanlandsmarkaði og fara þvert gegn markmiðum Seðlaba nka Íslands. Kanadíska fyrirtækið Magma Energy keypti íslenskar krónur á aflandsmarkaði í Lúxemborg fyrir um 20 milljónir dollara árið 2009, samkvæmt heimildum DV. Upp- hæðin nemur tæplega 2,5 millj- örðum króna á núverandi gengi og er afar líklegt að krónurnar hafi verið notaðar til að greiða fyrir hluta af rúmlega 40 prósenta hlut í HS Orku sem fyrirtækið keypti á síðasta ári. Líklegt er að krónurnar hafi ver- ið notaðar til að greiða Geysi Green Energy fyrir 8 prósenta hlut félags- ins í HS Orku en Magma keypti hann á um 2,5 milljarða króna síð- astliðið sumar. Magma bætti svo við sig rúmlega 32 prósenta hlut í HS Orku í desember fyrir rúma 12 milljarða króna. Með þessu móti hefur Magma náð að verða sér úti um krónur á lægra verði en ef fyrirtækið hefði keypt þær hér á landi. Tekið skal fram að ekki er ólög- legt að kaupa krónur með þessum hætti en ef krónurnar hefðu ver- ið keyptar hér á landi hefðu við- skiptin getað styrkt opinbert gengi krónunnar. En vegna þess að að viðskiptin áttu sér stað á aflands- markaði urðu kaupin ekki til þess að styrkja opinbert gengi gjald- miðilsins. Ekki er hins vegar vitað á hvaða gengi Magma keypti krón- urnar né af hverjum var keypt. Magma er í eigu kanadíska auðmannsins Ross Beaty sem jafnframt er stofnandi, stjórnar- formaður og forstjóri fyrirtækis- ins. Hann kom meðal annars til Ís- lands síðastliðið sumar og fundaði með Steingrími J. Sigfússyni fjár- málaráðherra út af kaupum Mag- ma á hlutabréfunum í HS Orku. Arena milliliður Samkvæmt heimildum DV var ís- lenska eignastýringarfyrirtækið, Arena Wealth Management, milli- liður í þessum krónuviðskiptum Magma Energy. Viðskiptablaðið greindi frá því í apríl á síðasta ári að fyrirtækið hefði verið stofnað í Lúxemborg af nokkrum fyrrverandi starfsmönn- um Landsbankans og Kaupþings þar í landi. Í Viðskiptablaðinu var sagt frá því að þeir Þorsteinn Ól- afsson, Arnar Guðmundsson, Guðjón Sigurðsson og Einar Bjarni Sigurðsson væru meðal þeirra sem stæðu að Arena. Fyrirtækið er eitt af fjölmörgum eignastýringar- og ráðgjafafyrirtækjunum sem stofn- að hefur verið af íslenskum banka- mönnum eftir bankahrunið 2008. Heimildir DV herma jafnframt að ráðgjafafyrirtækið Capacent Glacier, sem Magnús Bjarnason stýrir, hafi haft milligöngu um að leitað var til Arena vegna viðskipt- anna með krónurnar. Capacent Glacier hefur unnið náið með Magma hér á landi og til að mynda sagði Magnús, þegar gengið var frá kaupum félagsins á 32 prósenta hlutnum í HS Orku í desember síðastliðinn: „Sam- starf Glacier og Magma er ekki til- viljunum háð. Sýn Ross J. Beaty á uppbyggingu jarðhitavirkjana fell- ur vel að stefnu Íslendinga í þess- um efnum en starfsmenn Glaci- er, sem hafa margra ára reynslu á sviði jarðhitaviðskipta, störfuðu margir áður fyrir Íslandsbanka, og höfðu því góða þekkingu til að velja réttan aðila fyrir þetta verk- efni,“ sagði Magnús en hann var framkvæmdastjóri hjá Glitni fyr- ir bankahrunið og átti að leiða orkuútrás bankans í gegnum útibú hans í New York. Segist ekki svara fyrir Magma Magnús Bjarnason segir að- spurður að Magma Energy hafi fjármagnað kaupin á hlutnum í HS Orku sem keyptur var af Geysi Green með eigin fé. „Ég ætti ekki að vera að svara þessu en ég ætla að gera það vegna þess að ég veit það: Það var með eigin fé ... Þeir fóru í nokkur hlutafjárút- boð á síðasta ári og meðal annars voru þeir fjármunir notaðir til að kaupa þessi bréf,“ segir Magnús. Aðspurður hvort krónurn- ar sem notaðar voru til kaup- anna hafi verið keyptar hér á Ís- landi eða erlendis segir Magnús: „Magma er almenningshlutafé- lag skráð í Kanada og ég get ekki svarað fyrir þá. Talaðu við þá,“ segir Magnús. Aðspurður hvort Magma hafi keypt krónurnar í gegnum Arena Wealth Management seg- ir Magnús: „Nú get ég ekki tal- að fyrir þeirra hönd. Ég get ekki verið að segja þér nákvæmlega hvað þeir gerðu,“ segir Magnús sem aðspurður segist kannast við umrætt eignastýringarfyrirtæki, Arena. „Já, ég hef heyrt þeirra getið.“ Aðspurður um hvort hann hafi haft milligöngu um að koma Magma í samband við Arena seg- ir Magnús: „Ég er ekki on-record með þetta ... Þetta er valid spurn- ing hjá þér en þú ert ekki að spyrja réttan aðila,“ segir Magnús. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is KEYPTU MILLJARÐA Á SLIKK Í ÚTLÖNDUM Krónuviðskipti á aflandsmarkaði Sérfræðingur í gjaldeyrismálum sem DV ræddi við segir að viðskipti með krónur á aflandsmarkaði (off-shore) hafi verið mjög algeng áður en Seðlabanki Íslands herti reglur um gjaldeyrisviðskipti í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Hann segir að tvö gengi séu á krónunni: opinbert gengi (on-shore) og svo gengið á aflandsmarkaði. Hann segir að viðskipti með krónur á aflandsmarkaði styrki gengið á þeim markaði en leiði hins vegar til þess að fyrir vikið styrkist opinbert gengi krónunnar ekki. Hann segir að viðskipti með krónuna á aflandsmarkaði hafi verið miklu meiri en viðskiptin á on-shore markaðnum en að þetta hafi breyst eftir að Seðlabankinn þrengdi reglur um gjaldeyrisviðskipti. Sérfræðingurinn segir að markmið Seðlabanka Íslands með gjaldeyris- haftalögunum hafi verið að reyna að styrkja gengi krónunnar á on-shore markaðnum og slík viðskipti með krónuna á aflandsmarkaði grafi vissulega undir þessari viðleitni. Því má segja að krónuviðskipti á aflandsmarkaði fari gegn anda gjaldeyrishaftalaganna. Seðlabankinn vilji helst að öll viðskipti með krónuna fari fram á on-shore markaðnum. Hins vegar sé erfitt að eiga við slíka viðskiptahætti þar sem ekki sé ólöglegt að kaupa krónur á þennan hátt. Hann segir að fyrirtæki geti sparað sér allt frá 10 til 40 prósent á kaupverði gjaldeyris með því að kaupa hann á aflandsmarkaði. Fyrirtæki sem þurfa að kaupa sér krónur geta því sparað sér umtalsverðar upphæðir með því að gera það á aflandsmarkaði. „Nú get ég ekki talað fyrir þeirra hönd. Ég get ekki verið að segja þér nákvæmlega hvað þeir gerðu.“ Keyptu krónur á aflandsmarkaði Ross Beaty, fyrir miðju, og Magnús Bjarnason hjá Capacent Glacier sjást hér ásamt Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra sem þeir funduðu með í ágúst vegna kaupa Magma Energy á hlutabréfum í HS Orku. Japan Filippseyjar Indónesía Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Rannsóknarnefnd Alþingis birtir skýrslu sína um bankahrunið, sem flestir Íslendingar hafa beðið eftir í ofvæni, þann 1. febrúar næstkom- andi. Í vikunni birti DV frétt af því að Elín Jónsdóttir, sem nú er forstjóri Bankasýslu ríkisins hefði, ásamt eiginmanni sínum, fengið 54 millj- óna króna kúlulán þegar hún var framkvæmdastjóri Arev verðbréfa hjá Glitni til hlutabréfakaupa í Arev. Elín lét af stöfum hjá Arev í mars árið 2009 og starfaði eftir það fyrir rann- sóknarnefndina og fékk góð með- mæli fyrir störf sín þar. Í samtali við DV vildi Tryggvi Gunnarsson, nefndarmaður í rann- sóknarnefnd Alþingis, ekkert láta hafa eftir sér um störf Elínar fyr- ir rannsóknanefndina. Hann vísaði á Pál Hreinsson og vildi ekki tjá sig um það hvort það væri viðeigandi að ráða starfsmann til rannsókna- nefndarinnar sem hefði fengið kúlu- lán til hlutabréfakaupa. Auk þess gat hann ekki tjáð sig um það hvort fleiri starfsmenn rannsóknarnefndarinn- ar hefðu fengið kúlulán. Ekki náðist í Pál Hreinsson, formann nefndarinn- ar, í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Frægt var árið 2008 þegar Jónas Fr. Jónsson, fyrrum forstjóri Fjármála- eftirlitsins, óskaði eftir því að Sigríður Benediktsdótt- ir, sem situr í rannsókn- arnefndinni, ásamt Páli og Tryggva, myndi víkja vegna vanhæfis. Var tilefnið um- mæli sem hún viðhafði í viðtali við Yale Daily News um íslensku bank- ana. Samkvæmt heimildum DV ósk- aði Páll Hreinsson eftir því við Sigríði að hún viki úr nefndinni vegna þessa sem hún gerði ekki. Ummæli Sigríð- ar um bankana virðast því hafa verið talin mun alvarlegri en 117 milljóna króna kúlulán Elínar Jónsdóttur. 117 milljóna kúlulán Elín Jónsdóttir var framkvæmda- stjóri Arev verðbréfa á árunum 2005 til 2009. Árið 2007 fékk félagið Baðm- ur sem Elín átti, ásamt eiginmanni sínum, Magnúsi Gottfreðssyni lækni, 54 milljóna króna kúlulán hjá Glitni sem greiða átti árið 2011. Var lánið tekið til að kaupa 10 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu JST Hold- ing. Jón Scheving Thorsteinsson átti síðan 90 prósenta hlut í félaginu en keypti hlut Elínar og eiginmanns hennar þegar hún lét af stöfum hjá Arev í mars 2009. Jón Scheving keypti félagið Baðm á 500 þúsund krónur en skuldir fé- lagsins nema 125 milljónum króna. Eiga 117 milljónir af því að greið- ast til skilanefndar Glitnis árið 2011. Þess skal getið að Arev er enn í full- um rekstri og því er alls óvíst hvort skilanefndin þurfi að afskrifa lánið. Ekki vanhæf Þann 30. desember síðastlið- inn var tilkynnt um ráðn- ingu Elínar í starf for- stjóra Bankasýslu ríkisins. Í sam- tali við Press- una sagði Þor- steinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, að stjórn banka- sýslunnar hefði komist að því að kúlulán hennar ylli ekki vanhæfi hennar til að gegna starfi forstjóra. Þess skal getið að íslenska ríkið á fimm prósenta hlut í Íslandsbanka og tilnefnir einn mann í stjórn. Bankasýslunni er ætlað að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrir- tækjum og því má segja að Elín sé yf- irmaður stjórnarmanns ríkisins í Ís- landsbanka. Undirmaður Elínar gæti því orðið í þeirri aðstöðu árið 2011 að hafa ákvörðunarvald um hvernig farið verður með 117 milljóna króna kúlulán félagsins Baðms sem Elín átti áður. Vonbrigði að fá ekki starfið Alls sóttu 16 um stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins. Þeirra á meðal var athafnamaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson. Umsóknarfrestur rann út þann 2. nóvermber síðastlið- inn en var framlengdur. Í samtali við DV segist Guðmundur Franklín hafa orðið fyrir vonbrigðum með að fá ekki starfið. Bankasýslan hafi dreg- ið það mjög að tilkynna hver fengi starfið. „Enginn sem ég veit um var tekinn í viðtal vegna ráðningarinnar,“ segir hann. Guðmundur Franklín segist óska Íslandsbanka til hamingju með að hafa fengið Elínu sem yfirmann eins stjórnarmanna bankans. Eins og áður var nefnt fer ríkið með 5 pró- senta hlut í bankanum. Hann von- ar að það komi ekki til þess árið 2011 að Íslandsbanki þurfi að afskrifa 117 milljóna króna lán eignarhaldsfélagsins Baðms sem Elín náði að selja á 500 þúsund krónur þegar hún hætti hjá Arev verðbréfum í mars árið 2009. Vonsvikinn Athafna- maðurinn Guðmundur Franklín Jónsson segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að vera ekki ráðinn for- stjóri Bankasýslu ríkisins. LJÓSMYNDARI: RÓBERT REYNISSON KÚLULÁNADROTTNING RANNSAKAÐI HRUNIÐ ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is Réðu kúlulánadrottningu Rannsóknarnefnd Alþingis réð Elínu Jónsdóttur stuttu eftir að hún losnaði við 117 milljóna króna kúlulán sitt hjá skilanefnd Glitnis. LJÓSMYNDARI: SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Forstjóri bankasýslunnar Elín Jónsdóttir var ráðin forstjóri Bankasýslu ríkisins og var ekki vanhæf þrátt fyrir að hafa fengið kúlulán til hlutabréfa- kaupa árið 2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.