Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Qupperneq 6
SANDKORN
n Einhverjir af starfsmönn-
um Kaupþings kölluðu Glitni
„partí bankann“ fyrir hrunið
vegna þess hversu regluverk-
ið í bankanum var veikt og
í lausum
skorðum.
Talað var
um að mun
auðveld-
ara hefði
verið að fá
lánafyrir-
greiðslu hjá
Glitni en í
Kaupþingi.
Uppnefnið er dæmi um þá
samkeppni sem ríkti á milli
bankanna. Reyndar var haft
orð á því að hjá Kaupþingi
hefði regluverkið verið svo
stíft að það hefði nánast skap-
að vandræði fyrir starfsmenn
bankans sem taka þurftu
ákvarðanir um lánveitingar
til viðskiptavina sinna. Þetta
kann hins vegar að hljóma
ankannalega í hugum margra
í dag eftir lekann á lánabók
Kaupþings og segir kannski
meira um hvernig ástandið var
orðið í bankaheiminum.
n Hæstaréttarlögmaðurinn
Reynir Karlsson skrifaði grein
í Morgunblaðið á miðviku-
daginn þar sem hann tók upp
hanskann fyrir umbjóðanda
sinn, útrás-
arvíkinginn
Jón Þor-
stein Jóns-
son, vegna
umfjöllun-
ar DV um
hann og Ex-
eter-Hold-
ing málið.
Reynir hafði
reyndar ekki nein efnisleg rök
fyrir því hvað hefði verið rangt
í umfjöllun DV en kveinaði
þeim mun meira um „trúverð-
ugleika“ fjölmiðla. Slíkar máls-
varnir lögmanna fyir hönd
auðmanna hafa færst í aukana
eftir hrunið þegar spjótin bein-
ast að þessum umbjóðendum
þeirra. Einn frægasti talsmað-
ur þessa hóps er Sigurður G.
Guðjónsson lögmaður sem
meira að segja kom einu sinni
í Kastljósið til að verja Icesave-
kónginn Sigurjón Árnason
sem veitt hafði sjálfum sér lán í
eigin lífeyrissparnaði.
n Annars er það af Sigurjóni
að frétta að hann hefur dvalið
á Kanaríeyjum og sleikt sól-
ina upp á síðkastið á meðan
umræðan um Icesave-reikn-
ingana
hans hefur
tröllriðið ís-
lensku sam-
félagi. Sig-
urjón hefur
því flúið
af hólmi,
ef svo má
segja, enda
er enginn
maður meiri samnefnari fyrir
Icesave og hann sem talaði um
að reikningarnir væru „snilld“
eins og frægt er orðið. Kanarí-
farinn greip reyndar líka til að-
gerða eftir hrunið 2008 en þá
bjó hann sig undir hið versta
á þeim óvissutímum. Sigur-
jón mun hafa birgt sig upp af
dósamat og keypt hlý og skjól-
góð föt fyrir fjölskyldu sína
nokkur ár fram í tímann, líkt
og hann væri að búa sig undir
langan kjarnorkuvetur í skugga
hruns.
6 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 FRÉTTIR
Orkuveita Reykjavíkur hefur und-
anfarin ár verið rekið sem áhættu-
sækið einkafyrirtæki í stað fyrirtæk-
is í almannaeigu. Það er mat þeirra
sérfræðinga sem DV leitaði til vegna
himinhárra skulda fyrirtækisins í er-
lendri mynt.
Eftir bankahrunið og efnahags-
kreppu landsins hafa skuldir Orku-
veitu Reykjavíkur hækkað gífurlega
og er langstærstur hluti þeirra, eða
nærri níutíu prósent, í erlendri mynt
á meðan innan við tuttugu prósent
af tekjum fyrirtækisins eru í erlendri
mynt. Skuldirnar eru rúmir tvö
hundruð og þrjátíu milljarðar króna
og lánshæfismat Orkuveitunnar er
komið niður á botn. Á meðan ekki er
útlit fyrir styrkingu krónunnar blasa
við erfiðleikar í endurfjármögnun
og talsverð hætta er á því að Reykja-
víkurborg neyðist til að auka eigið
fé fyrirtækisins til að bjarga framtíð
þess eða að fyrirtækið neyðist til að
hækka orkuverð til neytenda. For-
stjóri Orkuveitunnar segir slíkt ekki
standa til í bili.
Óskiljanlegar lántökur
Ketill Sigurjónsson lögfræðing-
ur segir fyrirtækið koma mjög illa
út úr gengislækkun krónunnar og
skilur illa hvers vegna Orkuveitan
hafi tekið þátt í áhættufjárfesting-
um. Hann bendir á fjárfestingar fyr-
irtækisins, meðal annars í rækjueldi
og sumarhúsabyggðum, sem dæmi
um óskiljanlegar ákvarðanir hjá al-
menningsfyrirtæki. „Fyrir sumum
fjárfestingum Orkuveitunnar eru
engin rök og augljóst að sumir þarna
voru orðnir veruleikafirrtir. Af ein-
hverjum ástæðum skuldar Orkuveit-
an mikið í erlendri mynt og sjálfur
skil ég ekki þær lántökur. Sé heildar-
myndin skoðuð kemur mjög augljós-
lega í ljós mikill munur á skuldum og
tekjum í erlendri mynt og þar liggur
mikil áhætta. Að mínu mati er það
gagnrýnivert hversu illa fyrirtækið
tryggði sig fyrir áföllum því það er í
almannaeign en ekki í áhættuvið-
skiptum,“ segir Ketill.
Guðmundur Ólafsson hagfræð-
ingur tekur undir gagnrýnina og seg-
ir stjórnendur Orkuveitunnar hafa
farið óvarlega í rekstrinum. Hann
bendir á að meginskýring þess sé
glæpsamleg skilaboð stjórnvalda
og Seðlabankans um að allt væri í
blóma. „Orkuveitan reyndi að þenja
sig út með fjárfestingum en það tókst
ekki. Fyrirtækið skuldar gríðarlega
í erlendri mynt og nú er hætta á að
gengið falli verulega. Þá er Orkuveit-
an í voðanum,“ segir Guðmundur.
Auðvelt að dæma eftir á
„Þetta er fyrirtæki í almannaeign en
lánaákvarðanir fyrirtækisins voru
teknar við aðrar aðstæður en nú
eru uppi. Þá var bullandi góðæri
og Seðlabankinn var búinn að falsa
kaupmáttinn upp á við og gengi krón-
unnar. Vegna óstjórnar og skilaboða,
sem jaðra við að vera glæpsamleg,
frá stjórnvöldum hefur Orkuveitan
líklega talið sig standa betur en hún
gerði í raun og veru. Í sjálfu sér skipt-
ir ekki höfuðmáli hver eigandinn er
því fjárfestingar þurfa alltaf að ganga
upp. Í þessu tilviki hafa þær hrunið
og eftir á er mjög auðvelt að segja að
stjórnendurnir hafi farið mjög óvar-
lega,“ bætir Guðmundur við.
Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orku-
veitunnar, er ósammála og vís-
ar gagnrýninni á bug. Hann segir
stærstan hluta skuldanna tilkominn
vegna skylduverkefna fyrirtækisins,
til dæmis fráveitu- og hitaveitumála.
„Ég er ekki sammála því að við höf-
um farið óvarlega. Töluverður hluti
skuldanna er vegna nauðsynlegra
og kostnaðarsamra skylduverkefna
okkar fyrir sveitarfélögin, sem sum
hver eru ekki farin að skila innkomu,“
segir Hjörleifur.
Slæmar ráðleggingar?
„Ég bendi líka á að við erum með
mikilvæga orkusamninga sem ekki
koma fram í okkar bókum sem eign-
ir. Skuldir okkar eru miklar og hátt
hlutfall í erlendri mynt en við þurft-
um einfaldlega að leita út fyrir land-
steinana því þar var hagstæðara að
taka lán vegna hárra vaxta hérlendis.
Okkar erfiðaða staða er því að mestu
tilkomin vegna gengisfalls krónunn-
ar því skuldirnar hafa við það rúm-
lega tvöfaldast. Í fljótu bragði sé ég
ekki að við hefðum getað komið í veg
fyrir þetta,“ segir Hjörleifur.
Aðspurður segir Ketill það ófor-
svaranlegt að Orkuveita Reykjavíkur
leggi út í áhættusamar fjárfestingar.
Hann telur mögulegt að fyrirtækið
hafi fengið slæmar fjármálaráðlegg-
ingar. „Ég held að Orkuveitan hafi
fengið slæmar ráðleggingar í þessum
efnum því Orkuveitan tekur ekki slík-
ar ákvarðanir ein og sér. Ég hef fyr-
ir því áreiðanlegar heimildir að fyr-
irtækinu hafi beinlínis verið ráðlagt
að frekari trygginga væri ekki þörf.
Hjá svona fyrirtæki í almenningseigu
á ekki að stunda fjárhættuspil eða
glórulausar fjárfestingar. Mér finnst
það vítavert hversu mikil áhætta hef-
ur verið tekin hjá Orkuveitunni án
þess að hún hafi tryggt sig betur en
raun ber vitni. Þetta er ekki gróðafyr-
irtæki,“ segir Ketill.
Orkuveita Reykjavíkur skuldar rúma tvö hundruð milljarða í erlendri mynt og gengis-
fall krónunnar hefur komið illa niður á fyrirtækinu. Áhættusækni Orkuveitunnar er
gagnrýnd þar sem óþarfi sé fyrir fyrirtæki í almenningseign að stunda áhættufjárfest-
ingar. Forstjórinn blæs á gagnrýnina.
VÍTAVERÐ ÁHÆTTA
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Fyrir sumum fjárfest-
ingum Orkuveitunnar
eru engin rök og aug-
ljóst að sumir þarna
voru orðnir veruleika-
firrtir.“
NOKKRAR TÖLUR ÚR
REKSTRI ORKUVEITU
REYKJAVÍKUR ÁRIÐ 2009*:
n Tap í rekstri: 11,2 milljarðar
n Eignir: 267 milljarðar
n Eigið fé: 36,5 milljarðar
n Langtímaskuldir: 207 milljarðar
n Skammtímaskuldir: 24 milljarðar
n Skuldir í erlendri mynt: 207
milljarðar
* Miðast við rekstrarreikning fyrirtæk-
isins til 30. september 2009.
EIGENDUR ORKU-
VEITUNNAR:
n Reykjavíkurborg: 93,539%
n Akraneskaupstaður: 5,528%
n Borgarbyggð: 0,933%
Mikið tap Orkuveita Reykjavíkur
skuldar rúma 230 milljarða og
stærstur hluti skuldanna er í erlendri
mynt. Hætta er á því að borgin
þurfi að leggja fram talsvert fé til að
bjarga rekstrinum eða að orkuverð til
neytenda hækki snarlega. Forstjórinn
segir það óþarfa í bili og að skuldirnar
séu að mestu tilkomnar vegna skyldu-
verkefna.
Glórulausar
skuldir
Ketill skilur
ekki hvers
vegna
fyrirtæki í
almanna-
eigu
stundaði
varasamt
fjárhættuspil
með slæmum
afleiðing-
um.
Slæm skilaboð Að mati
Guðmundar hafa stjórnendur
Orkuveitunnar farið
afar óvarlega í
rekstrinum en
það gerðu
þeir vegna
hættulegra
skilaboða frá
stjórnvöld-
um.
Erfið staða Hjörleifur segir að
fall krónunnar hafi
leikið Orkuveit-
una mjög illa
en bendir
á að mun
hagstæðara
hafi verið
að leita
lána út fyrir
landsteinana.
S áauglýsingasíminn er
smaar@dv.is
515
55
50