Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 FRÉTTIR James Leitner, hjá Falcon-vogun- arsjóðnum í Bandaríkjunum, fékk verðlaun frá samtökum vogunar- sjóða sem kallast Drobny árið 2006 fyrir að hafa tekið stöðu gegn ís- lensku krónunni. Leitner þessi, sem var hluthafi í Straumi-Burðarási og sat í stjórn bankans, tók við þessum verðlaunum á ráðstefnu samtak- anna í Kaliforníu í apríl það ár. Talið er að Leitner hafi haft frumkvæði að því að vogunarsjóðir, meðal annars þeir vogunarsjóðir sem eru í Drob- ny-samtökunum, tækju stöðu gegn krónunni sem var afar sterk á þess- um tíma. Stöðutaka gegn gjaldmiðli geng- ur í einföldu máli út á það að veðja á að gengi hans lækki. Slíkar stöðutök- ur voru algengar á Íslandi á árunum fyrir bankahrunið og voru það bæði innlendir og erlendir aðilar sem tóku stöðu gegn gjaldmiðlinum. Talið er að stöðutökurnar hafi náð ákveðnu hámarki á árinu 2006 en að þær hafi tíðkast fram að bankahruninu. Stöðutökurnar rannsakaðar Páll Hreinsson, formaður rann- sóknarnefndar Alþingis, hefur gef- ið það út að stöðutökur gegn krón- unni verði rannsakaðar og má reikna með að fjallað verði um þær í skýrslu nefndarinnar sem birt verður í byrj- un febrúar. Í samtali við DV seg- ist Páll ekki geta gefið það út hvort fjallað verði um stöðutökurnar gegn krónunni í skýrslunni og að menn verði bara að bíða eftir henni. „Ég má ekki fara út í inntak hennar. Menn verða bara að bíta á jaxlinn og bíða og leyfa okkur að klára. Við erum á síðustu metrunum,“ segir Páll. Sendi tölvupóst um stöðu- tökuna Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir í bók sinni um hrunið, Why Iceland, að James Leitner hafi í febrúar sent tölvupóst til þeirra vogunarsjóða sem voru meðlimir í Drobny-sam- tökunum og stungið upp á því að þeir ættu að taka stöðu gegn íslensku krónunni og öðrum gjaldmiðlum með háu gengi. Gengi krónunnar á þessum tíma var ofmetið að sögn Ás- geirs en um þetta leyti kostaði doll- arinn rúmar 60 krónur. Meðlimir Drobny-samtakanna tóku þessum ráðleggingum Leitners og einhverjir þeirra tóku lán í krón- um til að kaupa aðra gjaldmiðla. Fljótlega eftir þetta byrjaði gengi krónunnar að lækka og í byrjun maí var dollarinn kominn upp í tæpar 72 krónur. Sá sem ákvað að taka fimm mánaða stöðu gegn krónunni í jan- úar gat því grætt um 12 krónur fyrir hvern dollara sem keyptur var fyrir krónurnar. Ekki er vitað um einstök viðskipti meðlima Drobny-samtakanna en Leitner fékk svo verðlaun fyrir hug- myndina á ráðstefnu þeirra sem haldin var í apríl 2006, eins og sést á myndinni. Stærðu sig af árangrinum Ásgeir segir í bók sinni að einhverj- ir af vogunarsjóðstjórunum sem tóku stöðu gegn krónunni á þenn- an hátt hafi stært sig af því hversu vel viðskiptin með krónuna hefðu gengið, í stað þess að ræða ekki um það eins og venjan er. „Það virðist felast meiri sigur í því fyrir egóið að knésetja heilt land en að leggja fyr- irtæki að velli,“ segir Ásgeir í bók- inni auk þess sem hann heldur því fram að vogunarsjóðirnir hafi litið á íslenska hagkerfið sem auðvelda „bráð“. Næsta ráðstefna sem Drobny- samtökin héldu á eftir ráðstefn- unni í Kaliforníu þar sem Leitner var verðlaunaður fór fram á Íslandi í október 2006. Þar veittu samtökin Arnóri Sighvatssyni, yfirhagfræð- ingi Seðlabankans, verðlaun fyrir bestu gjaldeyrisvarnirnar. Einung- is nokkrum mánuðum áður hafði Leitner fengið verðlaun fyrir að stinga upp á stöðutöku gegn krón- unni. Júlíus Vífill 2. sæti Kæru sjálfstæðismenn í Reykjavík Ég og stuðningsmenn mínir höfum opnað kosningaskrifstofu í Borgartúni 6, á 4. hæð. Af því tilefni langar mig að bjóða ykkur í opnunarhóf laugardaginn 9. janúar kl. 15-17. Mér þætti afar vænt um að sjá sem flesta en ég sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu sem fram fer 23. janúar. Með kærri kveðju, Júlíus Vífill Ingvarsson INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Vogunarsjóðstjóri fékk verðlaun fyrir að stinga upp á stöðutöku gegn krónunni 2006. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur skoðað stöðutökur gegn krónunni. Páll Hreinsson gefur ekki upp hvort fjallað verður um þær í skýrslu nefndarinnar. Hagfræðingur hjá Kaupþingi segir Ísland hafa verið auðvelda „bráð“. HLAUT VERÐ- LAUN FYRIR ATLÖGU AÐ KRÓNUNNI „Ég má ekki fara út í inntak hennar. Menn verða bara að bíta á jaxlinn og bíða og leyfa okkur að klára.“ n Bandarísk samtök um 50 vogunarsjóða. Greiningarfyrirækið Drobny Global Advisors í Kaliforníu stendur á bak við samtökin. Hver meðlimur í samtökunum þarf að greiða 50 þúsund dollara til að gerast meðlimur. Meðlimir í samtökunum fá fréttabréf einu sinni í mánuði þar sem greint er frá stöðunni á markaðnum og áhugaverðum fjárfestingarkostum. Samtökin halda einnig ráðstefnur nokkrum sinnum á ári, meðal annars hér á Íslandi í október 2006. Drobny-samtökin n Gengur út á að veðja á að gengi tiltekins gjaldmiðils lækki gagnvart gengi einhvers annars. Algengt var að tekin væri staða gegn íslensku krónunni á árunum fyrir bankahrun. n Viðskiptin ganga út á það að fjárfestir fær lán hjá lánastofnun í ákveðnum gjaldmiðli og kaupir fyrir það gjaldeyri í annarri mynt. Ef gjaldmiðillinn sem lánið var veitt í lækkar getur fjárfestirinn selt gjaldmiðilinn sem hann keypti og fengið hærri upphæð til baka í gjaldmiðlinum sem hann fékk lán í. Svo getur hann greitt lánið til baka og haldið mismuninum. n Dæmi: Fjárfestir fær 100 krónur að láni frá banka og kaupir fyrir þær 3 evrur. 1 evra jafngildir þá 33,33 krónum. Gengi krónunnar lækkar svo og verður 50 krónur fyrir 1 evru. Þá getur fjárfestirinn selt evrurnar sínar 3 og fengið fyrir þær 150 krónur. Hann getur þá greitt 100 króna lánið til baka og haldið eftir 50 króna hagnaði. Stöðutaka gegn gjaldmiðli Verðlaunaður fyrir hugmyndina Á ráðstefnu Drobny-samtakanna í Kaliforníu í apríl 2006 var James Leitner verðlaunaður fyrir þá hugmynd að vogunarsjóðir tækju stöðu gegn íslensku krónunni árið 2006. Hann sést hér með verðlaunagrip- inn. Glærukynningu með myndinni má finna á heimasíðu Drobny-samtakanna. Skoða stöðu- tökurnar Páll Hreinsson hefur gefið það út að rannsóknarnefnd Alþingis muni skoða stöðutökur gegn krónunni fram að bankahruni. Talið er að Bandaríkjamaðurinn James Leitner hafi haft frumkvæði að stórfelldum stöðutökum vogunarsjóða gegn krónunni 2006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.