Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Page 17
Pétur Blöndal „Hótanir og ofbeldi hafa fylgt Icesave frá byrjun hrunsins. Uppgjöf og nauðung af hálfu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins hafa fylgt þessu sömuleiðis... Það er talað um frostavet- ur og sá eini sem vill segja ríkisstjórnina frá er hæstvirtur forsætisráðherra sem hótar stöðugt að segja af sér. Hótanir og ofbeldi fylgja Icesave sem sagt áfram.“ Ragnheiður E. Árnadóttir „Við getum enn þá staðið í lappirnar. Við getum enn þá sýnt viðsemjendum okkar að við getum staðið saman á ögurstundu. Fellum þennan samning.“ Ragnheiður Ríkarðsdóttir „Ég hef aldrei, hæstvirtur utanríkisráðherra, komið mér hjá ábyrgð, ég geri það ekki nú, ég ber ábyrgð á því sem mér ber, en á þessum samningum ber ég ekki ábyrgð...“ Tryggvi Þór Herbertsson „Mál þetta setur efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í hættu og ógnar lífskjörum á Íslandi um langan tíma. Undir- liggjandi samningur er minnisvarði um vankunnáttu og einfeldni og er hlutaðeigandi til ævarandi skammar. Ábyrgð þeirra háttvirtra þingmanna sem veita málinu brautargengi er mikil...“ Unnur Brá Konráðsdóttir „Þetta mál er nátengt Evrópusambands- aðildarumsókninni sem hér liggur inni af hálfu þessarar ríkisstjórnar. Og hafið þessi orð mín til marks að spunameistarar Samfylkingarinnar munu þegar í stað að lokinni þessari atkvæðagreiðslu fara að planta því inn að nú verðum við að ganga í ESB til að fá þessa skuldbind- ingu fellda niður. Ég segi nei, nei, NEI.“ Birkir Jón Jónsson „Ég veit að almenn- ingur mun við næstu alþingiskosningar ekki treysta þessum tveimur stjórnmálaflokkum til að leiða sín mikilvægustu mál til lykta. Við þurfum að breyta þessu máli, við þurfum að fara fram sem ein heild og ræða við Breta og Hollend- inga um að taka þessa samninga upp að nýju.“ Eygló Harðardóttir „Ég get ekki séð hvernig við eigum að standa undir þeim skuldbindingum sem við höfum þegar tekið á okkur þannig að ég skil ekki hvernig í ósköpunum við eigum að geta bætt þessu við...“ Gunnar Bragi Sveinsson „Ég verð að segja, frú forseti, að í ljósi þess að sjá það og vita hversu ná- tengdur þessi samningur er Evrópusambandinu og þeirri kúgun sem kemur frá því batteríi er þessi atkvæðagreiðsla mjög sérstök...“ Höskuldur Þórhallsson „Það er eitt samt sem ég sé eftir og það er að ég skyldi ekki hafa varað fólk meira við hættunni af því að samþykkja Icesave, varað þjóðina við því að nú væri verið að leggja skuldir einkafyrirtækis, skuldir útrásarvíkinganna, á komandi kynslóðir... Það er sú ábyrgð sem núverandi ríkisstjórn verður að axla og það er sorglegt að hugsa til þess að sumir þingmenn taka afstöðu eingöngu út frá því að þetta mál er nátengt Evrópusambandsaðild.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „En vonbrigðin eru þeim mun meiri með Vinstri hreyfinguna – grænt framboð. Ég átti ekki von á þessu af þeim flokki. Ég er hreinlega farinn að velta því fyrir mér eftir að hafa fylgst með þessari ríkisstjórn til hvers sá flokkur eiginlega er. Hann hefur svikið allt sem hann lofaði.“ Sigurður Ingi Jóhannsson „Ég bið þingheim um að hlusta í fimm sekúndur. Hér úti er þjóðin byrjuð að greiða atkvæði með fótunum. Það er ríkis- stjórninni til háborinnar skammar hvernig hún hefur staðið að þessu og sundrað þjóðinni.“ Siv Friðleifsdóttir „Það er mín skoðun að lokinni þessari umræðu að bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar hafi verið að gera sitt besta. Þótt okkur greini á hafa báðir þessir hópar verið að gera það sem þeir telja réttast.“ Vigdís Hauksdóttir „Í kvöld gengur vinstri norræna velferðarstjórn- in fram með frumvarp sem leggur himinháar skuldir einkaaðila á komandi kynslóðir að uppskrift Alþjóðagjald- eyrissjóðsins... Ég hafna fjárkúgunum og ofbeldi Breta og Hollendinga. Ég hafna þessum þrælasamningum.“ FRÉTTIR 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 17 Bjarni Benediktsson: „Það er mikill misskilning- ur hjá hæstvirtum þingmönnum stjórnarflokk- anna að þeir geti ekki borið ábyrgð á þessu máli og líka sent það til þjóðarinnar. Í því liggur mikill misskilningur.“ Á aðeins örfáum dögum virðist hafa orðið umtalsverður viðsnúningur í Icesave-málinu, rétt eins og niður- stöður nýrrar Capacent-Gallupkönn- unar sýna. Þeim hefur fjölgað ört sem ekki eru fylgjandi synjun forsetans. Það er að minnsta kosti mat Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra sem ræðir nú við starfsbræður sína á Norðurlöndum í því augnamiði að útskýra málstað Íslendinga í Icesave- deilunni. Hann er gramur stjórnar- andstæðingum sem hann sakar um að leika tveimur skjöldum í málinu með skaðvænlegum áhrifum gagn- vart erlendum þjóðum: „Nú heyrist mér að fleiri og fleiri séu farnir að tala um það að þeir hafi aldrei verið að tala um annað en að við ætlum að borga og að við ætl- um að standa við okkar skuldbind- ingar og ég fagna því. Það er kom- inn tími á að þeir sem þannig tala, en tala um leið gegn þessum samn- ingum, að þeir útskýri hvað þeir eigi við. Eru þeir að tala um að við eigum að borga lágmarkstrygginguna upp á 20.887 evrur? Gott, þá liggur það fyrir. Og þá er þetta bara spurning- in um hvernig. Þannig að nú mæli ég með því að fjölmiðlar og aðrir fari að spyrja stjórnarandstöðuna, InDe- fence-menn og fleiri: „Hvað eigið þið við þegar þið segið að við eigum ekki að hlaupast frá okkar skuldbinding- um? Þegar þið segið að við ætlum að borga en bara ekki svona?“ Hvað vilja framsóknarmenn? Stjórnarandstaðan hefur haldið sig til hlés gagnvart ríkisstjórninni eft- ir að Ólafur Ragnar Grímsson for- seti varð við óskum um að synja nýju Ice save-lögunum staðfestingar. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að fara gegn ríkisstjórninni í krafti ákvörðunar forsetans en sé reiðubúinn til að starfa í ríkisstjórn. En hvað eiga framsóknarmenn við með að standa við lágmarks- skuldbindingar? „Það er mín skoð- un að ríkið sé ekki skuldbundið að lögum til að ábyrgjast Icesave-inn- stæðurnar. Það þýðir ekki að menn eigi ekki að fá greidda þessa upphæð en þeir eiga kröfu í þrotabú Lands- bankans. Í því eiga að vera til næg- ir peningar til að standa undir þess- um kröfum. Eigendur sparifjár á Icesave-reikningunum eiga allir þá kröfu, en það er ekki skylda ríkisins að ábyrgjast hana.“ Sigmundur segir það tilraunar- innar virði að kanna hvort allir flokk- ar geti náð að skilgreina skuldbind- ingarnar í sameiningu. „En ég vil endilega stefna áfram að þjóðarat- kvæðagreiðslunni.“ Hvað vilja sjálfstæðismenn? Forysta Sjálfstæðisflokksins kall- ar eftir samstöðu um Icesave, segir forsetann hafa verið samkvæman sjálfum sér en í grundvallaratrið- um. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, hefur þó lýst sig mótfall- inn pólitískum afskiptum forsetans. En hvað á flokkurinn við þegar for- ystumenn flokksins tala nú um að Íslendingar eigi þrátt fyrir allt að standa við skuldbindingar sínar? „Það er mótsögn hjá fjármála- ráðherra þegar hann talar um að ábyrgjast skuldbindingar Icesave en bindur það í lög um leið að þessar sömu lagalegu skuldbindingar séu véfengdar. Þetta þarf hann sjálfur að útskýra,“ segir Bjarni. „Hann ger- ir ráð fyrir að fá leiðréttingu síðar ef úr óvissunni fæst skorið. Ég hef sagt að við viljum leggja mikið á okkur til að leysa málið. Það á ekki að nálgast það með þeim hætti að sjálfgefið sé að ábyrgjast 20.887 evru lágmarkið á hverjum sparifjárreikningi Ice save. Það eru stóru mistök ríkisstjórnar- innar að undirgangast lágmarks- trygginguna að fullu með vöxtum og óbilgjörnum skilmálum.“ Bjarni gerir ekki athugasemd- ir við fyrirhugaða þjóðaratkvæða- greiðslu. Til þess að fara aðra leið og jafnvel fram hjá henni þurfi að nást samstaða innanlands um forsendur nýrra samningaviðræðna. Auk þess séu slíkar viðræður vitanlega háðar vilja viðsemjenda til að hefja nýjar viðræður. „Ég tel hyggilegt að staldra við og að við veltum fyrir okkur öðr- um möguleikum og nýtum tækifær- ið til að leiða fram lausn sem víðtækari sátt get- ur náðst um en þau lög sem vísað hefur verið til þjóðarinnar.“ Fjármálaráðherrann „Eru þeir að tala um að við eigum að borga lágmarkstrygginguna upp á 20.887 evrur? Gott, þá liggur það fyrir. Og þá er þetta bara spurn- ingin um hvernig.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks viðra nú hugmyndir um að sneiða hjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórn- arliðar saka þá um að leika tveimur skjöldum. HVAÐ VILJA ÞAU NÁKVÆMLEGA? Skuldbindingarnar „Það er mín skoðun að ríkið sé ekki skuldbundið að lögum til að ábyrgjast Icesave-inn- stæðurnar,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson. Nálgunin „Það á ekki að nálgast það með þeim hætti að sjálfgefið sé að ábyrgjast 20.887 evru lágmarkið á hverjum sparifjár- reikningi Icesave,“ segir Bjarni Bene- dikts- son. HÆSTÁNÆGÐUR FORSETI „Það, sem hann kallar vangaveltur embættis- manna, var yfirfarið af þeim manni sem mest- ur trúnaður hefur verið sýndur í peningamál- um þjóðarinnar.“ Almenningsálit og almannahagsmunir Ljóst er að með því að senda forset- anum minnisblað á síðustu stundu vildi ríkisstjórnin undirstrika hvaða efnislegu almannahagsmunir væru í húfi með undirritun Icesave- lag- anna. Kjarni yfirlýsingar forsetans og rökstuðningur með því að vísa mál- inu til þjóðarinnar hefur ekki tilvísun til efnisatriða Icesave-samningsins heldur til almenningsálitsins, skoð- anakannana, áskorana og álitamála um meirihlutavilja þingsins til þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið. Ólafur Ragnar svaraði þessu svo að réttur kjósenda til þjóðarat- kvæðagreiðslu væri - enn sem kom- ið er - í gegnum málskotsrétt forset- ans. „Ég er sannfærður um það þótt deila megi um einhver pró- sent til eða frá að um fjórð- ungur atkvæð- isbærra manna í landinu var á bak við þessa áskorun. Það er mun hærri tala en notuð hefur verið sem viðmið í til- lögum og stefnuyfirlýsingum stjórn- málaflokka á undanförnum árum og áratugum... Þannig að hinn lýð- ræðislegi vilji var í þessu máli, að mínum dómi, ótvíræður ef menn á annað borð vilja taka tillit til kring- umstæðna þar sem fólkið í landinu vill hafa sinn rétt.“ Ólafur bætti við að ákvörðunin hefði verið flókin og því hefði hann átt viðtöl við ráðherrana. „Þetta voru spádómar og vangaveltur um það sem kynni að gerast. Sumt kann að vera rétt... Enn sem komið er hefur það ekki ræst, sem betur fer. Grundvallarafstaða mín hefur verið, og er sú, að ef velja eigi á milli markaðar annars vegar og fjárhags- legra hagsmuna og svo lýðræðisins hins vegar - þetta tvenns konar val sem þú nefndir í þinni spurningu - þá hlýtur forsetinn að velja lýðræð- ið. Vegna þess að við búum við sam- félagsgerð þar sem lýðræðið er æðra markaðnum eða fjárhagslegum hagsmunum.“ Ánægður með viðbrögð erlendis Ólafur Ragnar fagnaði því að leiðara- höfundur Financial Times hefði lýst stuðningi við ákvörðun hans og ekk- ert hefði gerst á undaförnum dögum annað en að skilningur á málstað Ís- lendinga hefði aukist og væri meiri en hann hefði búist við. Borin voru undir hann þau orð Uffe Elleman Jensens, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, í grein í Berlingske Tidende að „Þegar forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar sem skuldbinda Íslendinga til þess að tryggja innstæður útlendinga í íslenskum bönkum er það ekki að- eins atlaga gegn fulltrúalýðræðinu í landinu. Það er einnig tilraun til þess að skrá Ísland út úr samfélagi þjóð- anna.“ Taldi Óafur Ragnar Uffe Ellem- an minni spámann en leiðarahöf- und Financial Times og að dansk- ir stjórnmálamenn hefðu stundum kveinkað sér undan þjóðaratkvæða- greiðslum. Utanríkisráðherrann „Mér þykir miður að forsetinn geri lítið úr grein- argerð ríkisstjórnarinnar,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.