Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 FRÉTTIR VÍGREIFUR Sea Shepherd-samtökin komust í fréttirnar fyrr í vikunni þegar jap- anskt hvalveiðiskip sigldi á hraðbát þeirra, Ady Gil, með þeim afleið- ingum að hann brotnaði í tvennt. Samtökin hafa sakað stjórnend- ur hvalveiðiskipsins um að hafa af ásetningi siglt á Ady Gil en aðeins einn áhafnarmeðlima, mynda- tökumaður frá Animal Planet, slas- aðist. Sex manna áhöfn Ady Gil var síðar bjargað af öðru skipi samtak- anna. Í kjölfar árekstursins, sem er sá síðasti í átökum japanskra hval- veiðimanna við umhverfissinnana í Suðurhöfum, lýstu Sea Shepherd- samtökin yfir „hvalastríði“ gegn japanska hvalveiðiflotanum. Báð- ir aðilar kenna hinum um og sagði áhöfn hvalveiðibátsins að Ady Gil hefði hægt ferðina þegar báturinn var að fara fyrir stefni hvalveiði- skipsins sem hefði ekki haft svig- rúm til að breyta um stefnu. En upptaka af atburðinum virð- ist renna stoðum undir fullyrðingar umhverfissinnanna því það virðist sem Ady Gil sé á nánast engri ferð þegar hvalveiðiskipið stefnir beint á hraðbátinn eftir að hafa breytt um stefnu. Allan tímann var dælt sjó úr slöngum yfir hraðbátinn, og eftir áreksturinn er dælt sjó á báða hluta hans. Alvöru hvalastríð Paul Watson, stofnandi Sea Shep- herd-samtakanna og skipstjóri flaggskips þeirra, Steve Irwin, sagði að Japanar hefðu með fram- ferði sínu fært baráttuna upp á nýtt og ofbeldisfyllra stig. Watson sagði að Japanar færu villur vegar ef þeir héldu að hin tvö skip sam- takanna hyrfu á braut frá Suður- höfum vegna atviksins. „Við stönd- um frammi fyrir alvöruhvalastríði núna,“ sagði Paul Watson. Meðlimir Sea Shepherd hafa verið þyrnir í augum japanskra hvalveiðimanna og reynt sitt ýtr- asta til að gera þeim skráveifu. Þeir hafa beint sterkum ljósgeislum að skipum hvalveiðimanna, kastað að þeim fnyksprengjum og reynt að flækja reipi í skrúfur hvalveiðiskip- anna. Hvalveiðimennirnir hafa svarað með því að dæla sjó úr há- þrýstislöngum á umhverfissinnana og einnig beitt hátíðnihljóðum. Óafsakanlegt Á vefsíðu bandaríska tímaritsins er haft eftir Peter Hammarstedt, fyrsta stýrimanni Bob Barker, syst- urskips Ady Gil, að áhöfn Ady Gil hefði ekki gert neitt sem réttlætti að siglt yrði á bátinn. En áhöfn jap- anska hvalveiðiskipsins, Shonan Maru 2, er á öndverðum meiði. Að þeirra sögn var skipið búið að vera undir „stöðugum árásum“ þenn- an örlagaríka miðvikudag. Einnig hefði fnyksprengjum verið skotið upp á dekk annars hvalveiðskips, Nisshin Maru, sem var í grennd- inni. Að sögn áhafnar Shonan Maru 2 voru skipverjar á Ady Gil að reyna að flækja reipi í skrúfu eða stýri hvalveiðbátsins þegar árekst- urinn var, sem er ekkert annað en „glæpsamleg hegðun“. Í yfirlýsingu frá japönsku fisk- veiðistofnuninni segir að aðgerðir meðlima Sea Shepherd séu „með öllu óafsakanlegar“. Paul Watson sagði að tjónið á Ady Gil væri töluvert fyrir samtök- in því Ady Gil hafi kostað um tvær milljónir Bandaríkjadala, um 250 milljónir íslenskra króna, „en líf eins hvals skiptir okkur meira máli“. Tvær rannsóknir Stjórnvöld Ástralíu og Nýja-Sjá- lands hyggjast hvor um sig rann- saka málavexti og hvatti aðstoð- arforsætisráðherra Ástralíu, Juliu Gillard, bæði Japana og umhverfis- sinna til að gæta stillingar á með- an áströlsk yfirvöld rannsökuðu ástæður árekstursins. Sagði Gillard að það væri kraftaverk að enginn hefði látist við áreksturinn. Ady Gil er skráður á Nýja-Sjá- landi og hafa siglingamálayfirvöld þar nú þegar hafið rannsókn á at- vikinu og kanna kvartanir hval- veiðiyfirvalda í Japan yfir framferði meðlima Sea Shepherd-samtak- anna. Ríkisstjórn Japan íhugar að auka öryggi fyrir hvalveiðiflota landsins, en skýrði það ekki nánar. Japanskir hvalveiðimenn hyggjast veiða um eitt þúsund hvali, aðal- lega hrefnu, áður en flotinn snýr til hafnar með vorinu. Engan bilbug er að finna hjá Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd-náttúruvernd- arsamtakanna, þrátt fyrir að samtökin hafi misst sinn hraðskreiðasta bát. Japanskt hvalveiðiskip sigldi á bátinn Ady Gil með þeim afleiðingum að hann brotnaði í tvennt. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Áreksturinn Shonan Maru 2 dælir vatni yfir Ady Gil þegar áreksturinn á sér stað. MYNDIR AFP Opið sár á Ady Gil Hraðbáturinn brotnaði í tvennt við áreksturinn. Stofnandi Sea Shepherd-samtakanna Paul Watson segist standa frammi fyrir alvöru „hvalastríði“. n Hét áður Earthrace n Hámarkshraði: 83 km á klukkustund n Lengd: 24 metrar n Þyngd: 26 tonn, með fullan tank n Eldsneyti: Blandað - dýrafita/lífrænt n Met: Sló met í siglingu umhverfis jörðina árið 2008, siglingin tók 60 daga, 23 klukkustundir og 49 mínútur Paul Watson stofnaði Sea Shepherd árið 1977 og síðan þá hafa hann og samtökin verið umdeild. Watson hefur sent Greenpeace-samtökunum, sem hann hjálpaði til við að stofna, tóninn og kallað þau „Avon-dömur umhverfis- verndarhreyfingarinnar“ vegna meintra bleyðulegra aðgerða þeirra. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Pauls Watson hefur hann orðið fyrir fjórum árásum þar sem skotvopni var beitt, en áhöld eru um áreiðanleika þeirrar fullyrðingar. n Þegar Sea Shepherd keypti kafbát árið 1994 sögðu yfirmenn kanadíska sjóhersins að það yrði of hættulegt fyrir óbreyttan borgara að stjórna honum. Paul Watson varð ekki orða vant: „Síðan eftir síðari heimsstyrj- öldina hafa Sea Shepherd-náttúru- verndarsamtökin ráðist um borð í fleiri skip, siglt á fleiri skip, tekið þátt í fleiri átökum á rúmsjó og sökkt fleiri skipum en kanadíski sjóherinn.“ n Þrátt fyrir að hafa misst hraðskreið- asta bát sinn hafa samtökin enn skip, fjármagn og viljann til að halda áfram, sagði Paul Watson: „Við stöndum frammi fyrir alvöruhvalastríði núna og hyggjumst ekki hörfa.“ Ady Gil

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.