Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Side 21
FRÉTTIR 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 21 „LOFTÁRÁSIR Á ÖSKJUHLÍГ færslur sem sýna að afskaplega grunnt er á svokallaðri frændsemi Íslendinga og Norðmanna. Engu að síður er auðvelt að skilja þankaganginn á bak við þessa færslu sem „óskráður“ setti inn: „Öll þjóð- in tók þátt í kaupæðinu, ekki bara bankarnir. Landið flaut yfir af bygg- ingaframkvæmdum, dýrum jepp- um, tískufatnaði og gjaldeyrislánum. Hún gróf sína eigin gröf og neiti hún nú að gera upp skuld sína munu Vesturlönd og Evrópusamband- ið fylla gröfina og Ísland mun aldrei ná að grafa sig upp á ný. Mátulegt á þá [Íslend- inga].“ Fjandans flatskjáirnir Eftir hrunið beindust sjónir um- heimsins að því sem íslenska þjóð- in var orðin samdauna. Jakkaklædd- ir menn óku um á pikköpptrukkum, sem nú standa ónýttir hjá garði, en jeppaæðið var svo sem ekki ný- lunda, tónlistar- og ráðstefnuhúsið við höfnina var stækkað nánast dag frá degi og merkjaæðið með tilliti til klæða teygði anga sína allt niður í leikskólana. Reyndar hafa flatskjáir verið taldir til helstu myndbirtingar neysluæðisins, sem verður að telj- ast ómaklegt því nú hafa hefðbundin gamaldags lampasjónvörp ekki stað- ið Íslendingum, eða öðrum þjóðum ef því er að skipta, til boða í fjölda ára. NOKKUR DÆMI UM FÆRSLUR Á VEFSÍÐU AFTENPOSTEN „Fá lánaða peninga og neita að borga til baka! Siga innheimtunni á allt landið! Þessu hlýtur að fylgja refsing, viðskiptabann og ferðahöft í það minnsta. Meiri bölvaðir asnarnir! Það er ekki lengur hægt að líta á þá sem frændþjóð!!“ Óskráður „Norðmenn ættu að kynna sér málið áður en þeir koma með sjálfum- glaðar athugasemdir. Við vitum að þeim líkar að standa á hliðarlínunni og sjá Íslendinga tekna í görnina! Heija, heija!“ Óskráður „Hvenær varð trúverðugleiki hluti af viðskiptum? Ef maður setti það sem skilyrði gæti maður ekki verið í sambandi við næstum alla atvinnurekendur. Sérstaklega ekki banka, seðlabanka eða aðra.“ Óskráður „Þetta er barátta fólksins. Mér finnst frábært að íslenska þjóðin veiti þeim viðnám sem bera ábyrgð á skítnum. Kannski gætum við komið í veg fyrir að svona gerist aftur ef allt fólk í heiminum krefðist þess að bankar og fjármálageirinn tæki skellinn. Heija Ísland.“ Óskráður „Vill nokkur eiga viðskipti við Ísland aftur? Land og þjóð sem ekki standa við skuldbindingar sínar!“ Óskráður „Ef íbúar annarra Norðurlanda gæfu Íslandi einn eða tvo hundraðkalla nægði það til að greiða alla skuldina. Og litlir milljarðar að auki frá ríkisstjórnunum gerðu þeim kleift að leggja grunninn að áframhald- andi framgangi efnahagsins? Við hjálpum hvert öðru ef við viljum!“ Óskráður „Þetta er augljós sigur fyrir íslenska lýðræðið – og fyrir fjárhag þjóðar- innar til langs tíma litið. Grímsson gerði bara sína augljósu skyldu sem þjóðarleiðtogi alvöru lýðræðisríkis (með elsta þing heimsins enn þá virkt) Óskráður FÆRSLUR HOLLENDINGA Á VEFSÍÐU DE TELEGRAAF „Frábært frumkvæði hjá forseta Íslands. Af hverju ætti íslenska þjóðin að borga fyrir hegðunina í hollensku spilavíti með mikla peninga?“ JMC Vandijk frá Antwerpen „Ó, frábært. Þannig að núna þurfa skattgreiðendur í Hollandi að borga fyrir lélega bankastjórn á Íslandi? Ekki fjármálaheimurinn, ekki Ísland, ekki fólkið sem lagði peningana sína inn, heldur ég sem lagði peningana mína ekki þarna inn vegna þess að ég var varkár. Hvenær eru skattpeningarnir mínir notaðir á skynsamlegan hátt?“ Ed frá Adam „Það eru allir alltaf að kvarta undan löndunum í Suður-Evrópu. En stærsta bananalýðveldið virðist vera Ísland! Hollendingar lenda í öðru sæti því þeir héldu að peningarnir myndu endurheimtast!“ Peter frá Utrecht „Mun eftirlaunaaldurinn vera hækkaður upp í 72 ár núna?“ Crazy Henkie „Bos og vinir hans eru mjög barnalegir í hugsun, hvernig ætti 360.000 manna þjóð, þar af gamlingjar og börn, að geta borgað 3,8 milljarða skuld með vöxtum? Þarna eru margir flottir hverir og mikið grjót. Landið gæti orðið fínt fjórtánda hérað. Ég styð stækkun konung- dæmisins. Englendingar voru með fanganýlendu í Ástralíu, við gætum kannski notað Ísland.“ The Admiral frá Vlissingen „Fyrir mér mun Holland lýsa yfir stríði á hendur Íslandi. En JP [Balken- ende forsætisráðherra] mun líklega ekki þora, frekar en venjulega.“ The Vakantieman frá Roosendaal SKOÐUN BRETA VIÐRUÐ Á VEFSÍÐU THE GUARDIAN „Þetta er hneyksli. Fyrst stela þeir fiskinum okkar og núna ríghalda þeir í afrakstur erfiðis okkar.“ Dick Hardon „Ég lái þeim ekki. Gordon Brown beitti nýjum hryðjuverkalögum til að frysta fé íslensks banka og ætlar nú að neyða þá með tuddaskap til að greiða 50% af vergri þjóðarframleiðslu þeirra. Getið þið ímyndað ykkur hvað Daily Mail segði ef þessu væri öfugt farið??? „Greiðið stóran hluta tekna ykkar eða við hleypum ykkur ekki inn í ESB“ HAHAHAHAHA!“ mboy Allt í lagi, leggjum hald á allar eignir Íslendinga hér. Það sem vantar upp á getum við bætt með því að ræna og selja einstaka Íslendinga. Eins og í Íslendingasögunum.“ PeterHCT „Sendum herskipin á þá! Gordon Brown ætti að stilla upp hinni konunglegu Ark Royal-herdeild, með hollenskum stuðningsskipum, við sjóndeildarhring Reykjavíkur – einangra alla eyjuna frá umheimin- um, svelta íbúana og gera síðan nokkrar loftárásir og flugskeytaárásir á Öskjuhlíð og Skólavörðuholt, svona til að sýna aflið. Þeir gefast upp innan mánaðar og borga í topp... með vöxtum. Virkar alltaf. Bestu kveðjur – frá Columbus, Ohio – Bandaríkjunum.“ psygone „Íslendinga svíður enn að við sýndum þá dirfsku að stöðva þá í að fylla skjalatöskur þeirra með meiru af fjármunum breskra viðskiptavina Icesave og stinga af til Íslands. Gangi ykkur vel með nýja rusllánshæfis- matið, Ísland, AGS og ESB munu ekki bjóða ykkur nokkuð núna. Ísland hefur alltaf verið land sjóræningja, sjáið bara þorskastríðið.“ Abil975 „Við ættum að nota Íslendinga sem æfingaskotmörk eins og Frakkar gerðu á Bikini-eyjum á sjötta áratugnum. Kjarnorkuvopn okkar þarf að prófa endrum og eins [...] Síðan þegar við höfum þurrkað þá út getum við gert hreint fyrir okkar dyrum með því að segja að aðgerðir okkar hafi ekki verið af kynþáttalegum toga [...] Þetta tel ég að ylji manni í hjartastað, en þið? KALDHÆÐNI!!!!!!“ VladDrakul „Ef þeir borga ekki eigum við að fresta greiðslum til þróunaraðstoðar okkar í útlöndum þar til umræddri upphæð verður náð. Auðvelt. Vandamálið leyst.“ Dipper72 ATHUGASEMDIR Á VEFSÍÐU THE TIMES „Hlýtur að vera indælt að búa í landi þar sem stjórnmálamenn hlusta á fólkið. Getum við ekki bara haldið Íslandi utan ESB og ég flyt þangað án tafar.“ K R „Íslendingar voru hamingjusamir þegar þeir nutu ágóða uppvaxtar- tímans, en nú ættu þeir að undirbúa sig til að taka á kostnaðinum. Kannski hefðu þeir átt að spyrja ríkisstjórnina réttu spurninganna fyrir ári.“ Chris Mitchell AF VEFSÍÐU POLITIKEN Þetta sýnir kapítalismann í hnotskurn. Græðgin hafði yfirtekið alla heilbrigða skynsemi, og svo skilja þeir ekkert í því að áhætta fylgir fjárhættuspili. Sjáið hvernig pólitíkusarnir hér heima biðu í röð til að bjarga bönkunum.. þeir geta haldið áfram með sínar vangaveltur í þeirri fullvissu að samfélagið (skattgreiðendur) muni bjarga þeim aftur.“ J Jensen frá Óðinsvéum ÍSLENSKAR FÆRSLUR Bretar og Hollendingar er jú gömul nýlenduveldi og þekktir fyrir mis- beitingu valds gagnvart íbúum nýlendna þeirra. Nú eiga þeir engar nýlendur eftir. Þess vegna sýna þeir vald sitt miklu minna og veikburða landi, Íslandi, til að undirstrika metnað sinn. ESB og Norðurlöndin leika síðan á aðra fiðlu í þessari valdamelódíu yfir Íslandi.“ Örn Jónasson frá Mosfellsbæ, á vefsíðu Politiken „Hér er ein hugmynd. Flestir þeirra Íslendinga sem bera ábyrgð á kreppunni, þeirra á meðal eigendur helstu íslensku bankanna (sem að sjálfsögðu voru lítið annað en Ponzi-myllur) hafa falið stóran hluta síns illa fengna fjár á Bresku Jómfrúareyjum og Ermarsundseyjum. Síðast þegar ég gáði voru Tortóla og Guernsey undir bresku flaggi. Það er kominn tími til að Bretar geri eitthvað varðandi þá „fjármálaþjónustu“ sem býðst erlendum fyrirtækjum á þessum stöðum. Gerið svo vel að hirða þar það sem þið teljið ykkar.“ Broddi, á vefsíðu Guardian „Gott að ég er íslenskur og ég skulda ykkur Bretum ekki krónu, við Íslendingar viljum ekki ganga í hið fasíska Evrópusamband og við viljum ekki lán frá AGS, fjöldi stjórnmálamanna hefur lýst því yfir að það ætti að sparka AGS úr landinu.“ Butcher, á vefsíðu Guardian „Við ættum að nota Íslendinga sem æf- ingaskotmörk, eins og Frakkar gerðu á Bikini- eyjum á sjötta áratugn- um. Kjarnorkuvopn okkar þarf að prófa endrum og eins ...“ Hollenskur hermaður Einn Hollendingur vill hernema Ísland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.