Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 HELGARBLAÐ Birgir fæddist á Hesteyri í Sléttu- hreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1954, kennaraprófi frá KÍ 1955 og stundaði nám í félagsráðgjöf við The University of Chicago 1965. Birgir hóf kennslu við Langholts- skólann í Reykjavík 1955 og starf- aði þar til 1998. Samhliða rak hann, ásamt systkinum sínum og móður, verslunina Guðmundur H. Alberts- son á Langholtsvegi 42. Birgir var virkur í starfi KFUM, var m.a. skólastjóri kvöldskóla fé- lagsins og einn stofnenda sunnu- dagaskólans á Holtavegi. Þá var hann umsjónarmaður barnaefnis Sjónvarpsins á upphafsárum þess. Birgir og Edda, kona hans, stofn- uðu heimili í Álfheimum og bjuggu þar í rúm tuttugu ár en árið 1981 flutti fjölskyldan í Lækjarás í Selás- hverfi. Birgir var góður íslenskumað- ur og átti gott með að koma fyrir sig orði. Hann hafði ríka þörf fyrir hreyf- ingu og stundaði blak til fjölda ára. Virðing og væntumþykja fyrir náttúrunni einkenndi hann, enda undi hann sér best á æskuslóðum innan um fjöll og óspillta náttúru á Hesteyri og Hornströndum þaðan sem hann flutti tíu ára gamall. Hann hóf hins vegar að koma þangað reglulega til sumardvalar með fjölskyldu sinni upp úr 1960 og átti sína síðustu ferð þangað í sum- ar. Birgir var fararstjóri gönguhópa á þessum slóðum nokkur sumur. Hann bar sterkar taugar til Noregs, en móðir hans var norsk og frænd- garðurinn þar stór. Þau tengsl skip- uðu ávallt stóran sess í lífi hans. Fjölskylda Eiginkona Birgis er Evlalía Krist- ín Guðmundsdóttur (Edda) , f. í Reykjavík 21. 12. 1935, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gíslason, f. 1900, sjómaður, og Guð- björg Kristinsdóttir, f. 1904, hús- móðir. Birgir og Evlalía voru gefin saman þann 19.7. 1959 í Vatnaskógi og fögnuðu gullbrúðkaupi á sl. ári. Börn Birgis og Evlalíu: 1) Borg- hildur, f. 27.5. 1960, kennari, gift Agli Steinari Gíslasyni, f. 1956, húsa- smið. Börn þeirra: a) Steinunn Eik, b) Kristín Edda, c) Dagný Björk, d) Ingileif, e) Aldís Helga, f ) Ægir Sölvi. 2) Guðmundur Albert, f. 1.7. 1961, bóndi, en kona hans er Unn- ur Jóhannsdóttir. Barn þeirra: a) Edda Sonja. Börn Unnar og fóstur- börn Guðmundar eru Anna Birna og Kári. 3) Gunnar Friðrik, f. 16.5. 1967, viðskiptafræðingur, kvæntur Erlu Sesselju Jensdóttur, f. 1966, við- skiptafræðingi. Börn þeirra: a) Há- kon Freyr, b) Ester Elísabet, c) Bald- vin Bjarki. 4) Guðbjörg Helga, f. 15.1. 1969, hjúkrunarfræðingur, gift Hlyni Sævarssyni, f. 1965, prentsmið. Börn hennar og Jóhanns Guðnasonar, f. 1965, d.1994, og fósturbörn Hlyns a) Birgir Daði, b) Agnes, c) Rebekka. Dóttir Hlyns og fósturdóttir Guð- bjargar d) Katrín Melkorka. Börn Guðbjargar og Hlyns e) Ísabella, f ) Tómas Orri. Systkini Birgis voru Dagný G. Al- bertsson, f. 31.5. 1925, kennari, og Reidar G. Albertsson, f. 10.7. 1928, d. 1982, kennari en eftirlifandi eig- inkona hans er Oddrún Jónasdóttir Uri f. 1939. Foreldrar Birgis voru Borghild Berntsdóttir Albertsson (f. Årseth), f. í Noregi 8.7. 1900, d. 1989, húsmóð- ir, og Guðmundur H. Albertsson, f. á Marðareyri í Veiðileysufirði 20.5. 1896, d. 1952, kaupmaður, útgerðar- maður og oddviti Sléttuhrepps. Útför Birgis fer fram frá Áskirkju í Reykjavík í dag, föstudaginn 8.1., og hefst kl. 15:00. Guðrún Lárusdóttir SKÁLD OG ALÞINGISMAÐUR f. 8.1. 1880, d. 20.8. 1938 Guðrún fæddist á Valþjófs- dal í Fljótsdal, dóttir Lárusar Halldórssonar, prests og alþm. á Valþjófsdal, og k.h., Kristínar Katrínar, dóttur Péturs Guð- johnsen, alþm., dómorgan- ista, kór- stjóra og ættföður Guð- johnse- nættar. Krist- ín átti þrjár syst- ur sem gift- ar voru þingmönnum; Mörtu, konu Indriða Einarssonar, skálds og alþm., og tengda- móður Ólafs Thors forsætisráð- herra, sem aftur var tengda- faðir Péturs Benediktssonar alþingismanns en tengdasonur hans er Ólafur Hannibalsson sem varð varaþingmaður; Guð- rúnu, sem gift var Jens Pálssyni alþm. en þau voru langafi og langamma Katrínar Fjeldsted, læknis og fyrrv. alþm, og Önnu Lovísu sem var gift Þórði Thor- oddsen, lækni og alþm. Þá var fjórða systirin Kristjana, móðir Péturs Halldórssonar, alþm. og borgarstjóra. Guðrún naut góðrar barna- og unglingamenntunar í heimahúsum. Hún var bæjar- fulltrúi í Reykjavík 1912-1918 og varð önnur konan sem var kjörin til Alþingis, þingmað- ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1930 og til æviloka. Guðrún drukknaði í Tungu- fljóti i Biskupstungum 20. ágúst 1938, ásamt tveimur dætrum sínum, er bifreið sem fjölskyld- an hafði farið með í ferðalag rann út í fljótið. Eiginmaður Guðrúnar var Sigurbjörn Á. Gíslason, ritstjóri, rithöfundur og prestur í Reykja- vík. Börn þeirra: Lárus, f. 22.5. 1903, d. 5.8. 1974, rithöfundur og borgarminjavörður Reykja- víkur og öðrum fremur stofn- andi Árbæjarsafnsins; Hall- dór Ástvaldur, f. 30.1. 1905, d. 20.4. 1983, verslunarmaður í Reykjavík; Kristín Guðrún, f. 15.3. 1906, d. 15.11. 1908; Gísli Sigurbjörn, f. 29.10. 1907, d. 7.1. 1994, forstjóri Elli- og hjúkrun- arheimilisins Grundar í Reykja- vík og Elli- og dvalarheimilis- ins Áss/Ásbyrgis í Hveragerði; Kristín Sigurbjörg f. 17.10. 1909, d. 2.2. 1919; Friðrik Baldur, f. 14.7. 1911, d. 15.6. 1988, stór- kaupmaður í Reykjavík; Kirstín Lára, f. 28.3. 1913, kennari í Reykjavík; Guðrún Valgerð- ur, f. 26.10. 1915, d. 20.8. 1938, húsmóðir í Reykjavík; Sigrún Kristín, f. 12.2. 1921, d. 20.8. 1938; Gústaf, f. 10.8. 1924, d. 26.2. 1925. MINNING Birgir G. Albertsson KENNARI MERKIR ÍSLENDINGAR Guðmundur fæddist á Dvergasteini á Skagaströnd og ólst upp hjá for- eldrum sínum á Skagaströnd og víð- ar í Vindhælishreppi en lengst af bjuggu þau að Bergsstöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í Hallárdal á Skagaströnd. Guðmundur hóf búskap með for- eldrum sínum og bræðrum að Sæ- unnarstöðum og bjuggu þau þar til 1944 er þau fluttu að Vindhæli á Skagaströnd. Þar bjó Guðmund- ur síðan í félagi við bræður sína, þá Guðmann sem nú er látinn, og Pál, sem nú er búsettur á Dvalarheim- ilinu á Blönduósi. Magnús, sonur Guðmanns er nú bóndi á Vindhæli. Guðmundur hætti búskap á Vind- hæli 1997 og flutti þá á Dvalarheimil- ið á Blönduósi þar sem hann var bú- settur til dánardags. Fjölskylda Systkini Guðmundar: Steingrímur, bóndi á Eyvindarstöðum í Blöndu- dal, nú látinn; Sigurður, lengst af verkstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga á Sauðárkróki, nú látinn; María, áður ljósmóðir á Sauðárkróki, síðar búsett í Hafnarfirði, nú látin; Guð- mann, bóndi á Vindhæli, nú látinn; Páll, fyrrv. bóndi á Vindhæli, nú á dvalarheimilinu á Blönduósi. Foreldrar Guðmundar voru Magnús Steingrímsson, f. 3.4. 1881, bóndi á Bergsstöðum, og k. h., Guð- rún Einarsdóttir, f. 8.8. 1879, hús- freyja. Ætt Systkini Magnúsar voru Páll, ritstjóri Vísis, Páll, b. á Njálsstöðum á Skaga- strönd, og Friðrika, húsmóðir á Kag- aðarhóli á Ásum. Magnús var sonur Steingríms, b. á Njálsstöðum á Skagaströnd, bróður Þorgríms, afa Önnu Sigurð- ardóttur, forstöðumanns Kvenna- sögusafnsins, og Valborgar, fyrrv. skólastjóra Fósturskólans, móður Sigríðar Snævarr sendiherra, Sig- urðar Snævarr borgarhagfræðings, Stefáns Snævar heimspekings og Árna Snævar, fyrrv. fréttamanns. Annar bróðir Steingríms var Dav- íð, afi Brynleifs Steingrímssonar, læknis á Selfossi, og langafi Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðs- ins. Steingrímur var sonur Jónatans, b. á Marðarnúpi í Vatnsdal Davíðs- sonar, b. í Hvarfi í Víðidal Davíðs- sonar, hreppstjóra á Spákonufelli á Skagaströnd Guðmundssonar. Móð- ir Jónatans var Ragnheiður Friðriks- dóttir, pr. á Breiðabólstað í Vestur- hópi Þórarinssonar, sýslumanns á Grund og ættföður Thorarensen- ættar Jónssonar. Móðir Friðriks var Sigríður Stefánsdóttir, móðir Jóns Espólín sagnaritara og systir Ól- afs, stiftamtmanns í Viðey, ættföður Stephensenættar. Móðir Ragnheiðar var Hólmfríður Jónsdóttir, varalög- manns í Víðidalstungu Ólafssonar, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyra- rættar Jónssonar. Móðir Hólmfríð- ar var Þorbjörg Bjarnadóttir, sýslu- manns á Þingeyrum Halldórssonar, og Hólmfríðar Pálsdóttur, lögmanns í Víðidalstungu Vídalín. Móðir Magnúsar var Anna Guð- rún, dóttir Carls Friðriks Schram, b. á Kornsá í Vatnsdal, Christiansson- ar Schram, verslunarstjóra í Höfða- kaupstað, ættföður Schramættar. Móðir Önnu var Margrét Stefáns- dóttir, frá Hofi í Vatnsdal, amma Árna Pálssonar prófessors. Systkini Guðrúnar voru Gísli, sjó- maður á Skagaströnd, og Sigþrúður, húsmóðir á Skagaströnd. Guðrún var dóttir Einars, b. á Haf- urstaðakoti í Vindhælishreppi Gísla- sonar, b. í Köldukinn á Ásum Jóns- sonar, b. á Höllustöðum í Blöndudal Halldórssonar, frá Fossum í Svartár- dal, af Harðabóndaætt. Móðir Guðrúnar var María Guð- mundsdóttir, systir Guðmundar á Torfalæk, föður Páls Kolka læknis og Elínborgar á Kringlu í Torfalækjar- hreppi, móður Guðrúnar Teitsdótt- ur, ljósmóður á Skagaströnd. Móðir Maríu var Guðrún Guðmundsdóttir, smiðs á Síðu í Víðidal, Guðmunds- sonar, og k.h., Guðrúnar Sigfúsdótt- ur Bergmann, b. og hreppstjóra á Þorkelshóli í Víðidal, Sigfússonar, ættföður Bergmannsættarinnar. MINNING Guðmundur Bergmann Magnússon BÓNDI AÐ VINDHÆLI Á SKAGASTRÖND Fæddur 27.5. 1935, dáinn 26.12. 2009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.