Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 3 mögnunarinnar á Glitnisbréfum Þáttar International yfir á Vafning. Hlutabréf Þáttar í Glitni stóðu eftir veðbandalaus í kjölfarið og skrifaði Guðmundur Ólason undir samning við Glitni í lok febrúar sem meinaði Vafningi að selja eða veðsetja hluta- bréfin í Þætti án samþykkis Glitnis. Líkt og komið hefur fram í DV var þessi leið farin til að endurfjár- magna hlutabréfin í Glitni og Invik þar sem eigendur bréfanna – Wern- ers- og Sveinssynir – áttu ekki kost á frekari lánafyrirgreiðslu frá Morgan Stanley. Því var leitað í sjóði Glitnis og Sjóvár til að borga erlend lán fé- laga þeirra. Kaupþing lánaði líka Einn þáttur Vafningsviðskiptanna sem ekki hefur komið fram áður snýst um aðkomu Kaupþings að þessum viðskiptum. Í byrjun apríl 2008 fékk Þátt- ur International lán frá Kaupþingi upp á 30 milljónir evra, rúmlega 3,4 milljarða á þávirði. Lánið var á endanum notað til að greiða nið- ur hluta láns sem Sjóvá hafði stofn- að til við Glitni. Veðið fyrir Kaup- þingsláninu var í hlutabréfum Þáttar International í Glitni og var það til tveggja ára. Glitnisbréf Þáttar voru því á endanum veðsett þrátt fyrir veðbann Glitnis. Áður en Sjóvá fékk lánið frá Kaupingi rann það hins vegar í gegnum Vafning sem endurgreiðsla á hluta láns, þar var Kaupþingslánið notað til að endurgreiða lán sem Vafningur hafði fengið frá Svartháfi. Svartháfur lánaði sænska félaginu Racon AB síðan upphæðina og það- an runnu fjármunirnir til trygginga- félagsins Sjóvár sem endurgreiðsla á hluta rúmlega 50 milljóna evra láns. Sjóvá notaði upphæðina síðan til að endurgreiða Glitni hluta láns sem tryggingafélagið hafði fengið frá bankanum. Með einni lánveitingu til Þáttar frá Kaupþingi gat þetta félaganet því endurgreitt lán nokkurra félaga sem tilheyrðu því. Lánið frá Kaupþingi hafði hins vegar enn ekki verið greitt síðastlið- ið sumar en það var flutt yfir í Nýja- Kaupþing við bankahrunið í fyrra. Í byrjun júní stóð þetta lán í rúmlega 32 milljónum evra. Nánast má full- yrða að Nýja-Kaupþing muni á end- anum þurfa að afskrifa þetta lán til Þáttar þar sem helsta eign félagsins – hlutabréfin í Glitni – urðu að engu í bankahruninu. Peningarnir runnu úr landi Skýringarmyndin af Vafningsvið- skiptunum sýnir mjög vel hver hugs- unin var með stofnun félagsins og hvernig endurfjármögnun lána fé- laga í Milestone-samstæðunni áttu sér stað á fyrri hluta árs 2008. Það var á þessum tíma sem íslensk fjár- festinga- og eignarhaldsfélög voru komin í verulega erfiðleika með fjár- mögnun þar sem erlend fjármála- fyrirtæki vildu ekki halda áfram að endurfjármagna þau. Íslensku félög- in þurftu því að leita heim til Íslands eftir fjármögnun: Fjármálafyrir- tækin hér á landi fengu þau í fang- ið, eins og það er orðað. Íslensku fé- lögin þurftu að leita sér að innlendri fjármögnun til að greiða niður er- lend lán. Lykilatriðin, og endapunktarn- ir, í Vafningsviðskiptunum eru end- urgreiðslurnar á tveimur lánum til Morgan Stanley upp á samtals 375 milljónir evra, um 45 milljarða króna, frá Þætti og Racon AB. Með þessum endurgreiðslum fara millj- arðarnir 45 út úr íslenska hagkerfinu og til erlendra aðila. Skýringarmyndin sýnir jafnframt hvaða leið stjórnendur Milestone og Þáttar fóru til að ná því markmiði að greiða Morgan Stanley þessar skuld- ir. Segja má að félögin sem tóku þátt í viðskiptunum hafi sópað peningum upp úr íslenska hagkerfinu til að ná því. Þessi félög leituðu í sjóði Glitnis, Sjóvár og Kaupþings til að geta greitt Morgan Stanley til baka og bjargað sér fyrir horn. Með þessum tíma- bundnu björgunaraðgerðum var ís- lenska efnahagshruninu seinkað um nokkra mánuði hið minnsta. Íslenska fjármálakerfið gat hins vegar ekki borið það til lengdar að fá þessi félög, eins og Racon og Þátt í fangið, og eiga útistandandi hjá þeim fleiri tugi milljarða króna. Sagt hefur verið að íslenska góðær- ið hafi verið fjármagnað með láns- fé að utan. Vafningsviðskiptin sýna líklega betur en nokkuð annað að hrunið hlaut að skella á þegar ís- lenskir fjármagnseigendur gátu ekki lengur sótt í lánsfé erlendis. FÉKK UMBOÐ FRÁ SJÁLFUM SÉR n SJ2 EHF (Sjóvá/Wernerssynir) - 48,8 prósent n Skeggi ehf. (SJ2, Hrómundur/Einar Sveinsson, Hafsilfur/Benedikt Sveinsson, BNT ehf./Einar og Benedikt ofl. og Sáttur/Guðmundur Ólason) - 39,10 prósent n Fjárfestingafélagið Máttur (SJ2, Hrómundur, Hafsilfur) - 12,1 prósent Eignarhald á Vafningi Ég kom ekkert nálægt þeim ákvörðunum sem áttu sér stað þennan dag. Ég skýst aldrei undan ábyrgð á því sem ég skrifa undir fyrir hönd þess félags sem ég sit í stjórn fyrir. FÖLDUNGUR ehf 30 milljónir evra frá Kaupþingi til Glitnis KAUPÞING Upphaflega: 103,7 milljónir evra Endurgreiðsla: 50 milljónir (frá Svartháfi) Lán: 53,7 milljónir evra 30 milljónir evra (lán) Morgan Stanley 158,2 milljónir evra Endurgreiðsla ÞÁTTUR int. Upphaflega: 103,7 milljónir evra Endurgreiðsla: 30 milljónir (frá Svartháfi) Lán: 73,7 milljónir evra Vafningur veðsettur Undirskrift Bjarna sést hér á þremur stöðum á samningnum við Glitni. Guðmundur Ólason skrifaði undir samninginn fyrir hönd SJ2 og Skeggja. Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason skrifuðu undir fyrir hönd Glitnis. Skuldbatt BNT Undir- skrift Bjarna sést á skjalinu ásamt undirskriftum Gunnlaugs Sigmundsson- ar og Jóns Benediktsson- ar. Gunnar Gunnarsson, starfsmaður Milestone, er vitundarvottur. G R A FÍK p alli@ dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.