Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 FRÉTTIR Einn fjórmenninganna sem grun- aður er um stórfelld gjaldeyrissvik, Karl Löve Jóhannsson, er einn eig- enda gistiheimilis sem Fangelsis- málastofnun hefur tekið á leigu und- ir nýtt skammtímafangelsi. Um er að ræða gistiheimilið Bitru í Flóahreppi og leigir stofnuninn af Karli næstu tvö árin. Í október síðastliðnum auglýsti Framkvæmdasýsla ríksins eftir hús- næði undir skammtímafangelsi og fyrir valinu varð gistiheimilið Bitra í Flóahreppi, skammt frá Selfossi, en þar var um árabil rekið kvennafang- elsi. Fyrir liggur viljayfirlýsing milli Fangelsismálastofnunar og eigenda gistiheimilisins um leigu en unnið er hörðum höndum að því að koma húsnæðinu í stand fyrir útleigu undir fangelsið þar sem vistaðir verða brota- menn sem ekki þarfnast stífrar örygg- isgæslu. Á þeim tíma sem Fangelsis- málastofnun leigir húsnæðið af Karli gæti verið réttað yfir honum fyrir hin meintu gjaldeyrissvik og verði hann fundinn sekur gæti hann mögulega afplánað dóm í eigin húsnæði. Karl Löve skráður eigandi Bæði talsmaður Framkvæmdasýsl- unnar og fangelsismálastjóri telja að Karl eigi fyrirtækið ekki lengur en það stangast á við hlutafélagaskráningu. Það er við fyrir- tækið Árberg ehf. sem samið var um leigu húsnæð- isins en húsaleigu- samningur verður full- kláraður þeg- ar stand- setning húsnæðisins lýkur. Stofnandi fyrirtæk- isins var Karl Löve en skráður eigandi þess í dag, samkvæmt hlutafélagaskrá, er fyrirtækið Lyngdalur ehf. Eigandi Lyngdals er svo aftur Karl Löve ein- samall og bæði fyrirtækin eru skráð til heimilis að Goðatúni í Garðabæ, á sama stað og Karl var áður skráður til heimilis. Það er því ljóst að Fangels- ismálastofnun hefur samið við Karl Löve um leiguna. Í stjórn Árbergs er núverandi rekstaraðili Skíðaskálans í Hvera- dölum, Ragnar Vignir Guðmunds- son, og samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslu ríkisins var hann í broddi fylkingar viðsemjenda um leigu húsnæðisins undir bráðabirgða- fangelsi. Ragnar Vignir vinnur nú að endurbótum húsnæðisins og er vonast til að þeim ljúki í byrjun marsmánaðar. Meint milljarðasvik Karl Löve var sá fjórði í röðinni sem var handtekinn og færður til yfir- heyrslu hjá efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra. Áður höfðu þeir Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson og Ólafur Sigmundsson verið hand- teknir í tengslum við meint gjaldeyris- brask. Þeir þrír eru fyrrverandi starfs- menn Straums fjárfestingabanka en hjá bankanum hefur verið fullyrt að ekkert bendi til þess að þremenning- arnir hafi brotið af sér í starfi sínu þar. Efnahagsbrotadeildin grunar þá um að hafa grætt milljarð króna í braskinu en heildarfjárhæðin sé tal- in nema þrettán milljörðum. Braskið á að hafa farið í gegnum sænska fé- lagið Aserta AB þar sem fjórmenning- arnir eru sagðir lykilmenn. Karl Löve vísaði málinu á bug í yfirlýsingu og segir ásakanirnar algjöran skáldskap. „Það er ekki einu sinni flugufótur fyr- ir þessu. Stundum verður fjöðrin að hænu en í þessu tilfelli varð fjöðrin að fataskáp. Þeir hefðu allt eins get- að sagt að við tengdumst Al Kaída og stæðum auk þess í stórfelldum inn- og útflutningi á eiturlyfjum,“ sagði Karl í yfirlýsingu. Málið skoðað Jón H. Ásbjörnsson, verkefnisstjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, stað- festir að samið sé við Árberg ehf. um leiguna en telur að annar eigandi en Karl Löve sé að fyrirtækinu í dag. Hann bendir á að Karl hafi uppruna- lega lagt inn leigutilboðið en nýr eig- andi hafi tekið það yfir. „Sá sem á fyrirtækið rekur meðal annars Skíða- skálann og sá eigandi er í forsvari fyrir Árberg. Þegar við auglýstum eftir hús- næði lagði fyrri eigandi inn tilboðið og það var samþykkt. Nýr eigandi kaupir síðan fyrirtækið og tekur þannig yfir tilboðið,“ segir Jón. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa staðið í þeirri trú að verið væri að semja við Karl Löve um leiguna. Reynist svo vera segir hann málið verða skoðað. „Karl Löve er ekki leigusali í þessu tilviki því hann átti fyrirtækið en á það ekki lengur. Af okkar hálfu kemur ekki til greina að semja við dæmdan brotamann en viðkomandi hefur ekki verið dæmd- ur. Ef slíkt kæmi upp á leigutímanum þá yrðum við að skoða það vel,“ seg- ir Páll. Einn úr hópi hinna grunuðu fjórmenninga í stórfelldu gjaldeyrissvikamáli, Karl Löve Jóhannsson, leigir Fangelsismálastofnun húsnæði undir fyrirhugað skammtíma- fangelsi skammt frá Selfossi. GRUNAÐUR LEIGIR RÍKINU FANGELSI TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Af okkar hálfu kemur ekki til greina að semja við dæmdan brotamann en viðkom- andi hefur ekki verið dæmdur. Ef slíkt kæmi upp á leigutímanum þá yrðum við að skoða það. Til bráðabirgða Leiga Fangelsis- málastofnunar er til bráðabirgða og þar verða vistaðir fangar sem ekki þarfnast strangrar öryggisgæslu. Yrði skoðað Páll segist í þeirri trú að Karl Löve sé ekki eigandi húsnæðisins en reynist svo vera verði málið skoðað komi til sakfellingar viðkomandi. Tveir milljarðar greiddir í bætur Fimmtán þúsund og sjö hund- ruð einstaklingar fengu atvinnu- leysisbætur greiddar í gær fyrir tímabilið 20. desember til 19. jan- úar. Fyrir það reiddi Vinnumála- stofnun fram um 1.988 milljónir króna. Flestir eru sem fyrr atvinnu- lausir á höfuðborgarsvæðinu eða 11.640 manns samkvæmt upp- lýsingum frá Vinnumálastofnun. Suðurnes koma þar á eftir með 1.864 atvinnulausa en á Norður- landi eystra er 1.401 án atvinnu. 17.339 eru skráðir atvinnulausir en sá fyrirvari er á þeirri tölu að um 20% þeirra eru í hlutastörfum á móti bótum. Sextíu misstu vinnuna Um sextíu manns var sagt upp í fjórum hópuppsögnum í síðasta mánuði. Fyrirtækin sem sögðu fólkinu upp starfa að mann- virkjagerð og upplýsinga- og út- gáfustarfsemi. Helstu uppgefnu ástæður uppsagnanna eru verk- efnaskortur, endurskipulagning, rekstrarerfiðleikar og minni fjár- framlög til opinbers rekstrar. Þessar hópuppsagnir koma til framkvæmda á tímabilinu febrúar til júlí á þessu ári, flestar í apríl. Flestar uppsagnanna eru á höfuðborgarsvæðinu. Ólafur fagnar sigri í borgarstjórn Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi fékk samþykkta tillögu sína um að frambjóðendur til borgarstjórnar í vor ásamt sitjandi borgarfulltrú- um skuli gera grein fyrir eignastöðu sinni. Tillöguna lagði hann fram á fundi borgarstjórnar og var málinu vísað til forsætisnefndar. Ólafur F. sagði að þetta væri mikill sigur fyrir sig. „Mikill fjáraustur sumra sigur- sælla frambjóðenda í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins rennir stoðum undir vísbendingar um að fjárhagsleg tengsl og eignastaða þeirra gerir þá vanhæfa til að gegna trúnaðarstörf- um sem kjörnir fulltrúar Reykvík- inga,“ segir í bókun Ólafs F. frá borg- arstjórnarfundi á mánudag. Enn er Ólafi afneitað Deilur Frjálslynda flokksins og Ól- afs F. Magnússonar borgarfulltrúa um F-listann standa enn. Ólafur F. keypti auglýsingu í Fréttablaðinu á þriðjudag til að kynna mál- flutning sinn á borgarstjórnar- fundi sama dag. Auglýsingin var í nafni Borg- armálafélags F-lista. Þetta sætta frjálslyndir sig ekki við og segja fé- lag þetta ekkert tengjast Frjálslynda flokknum, sem stóð að framboði F-lista. „Félag það sem Ólafur kallar „Borgarmálafélag F lista“ er einka- hlutafélag sem Ólafur stofnaði á valdatíma sínum sem borgarstjóri til þess eins að færa til fjárstyrk af hálfu borgarinnar sem áður hefur jafnan runnið til Frjálslynda flokksins,“ seg- ir í yfirlýsingu þeirra. Lítill samhljómur í orðum og gerðum forystumanna ríkisstjórnarinnar: Indriði undrast orð Jóhönnu Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmað- ur Steingríms J. Sigfússonar fjármála- ráðherra, segir ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur í Kastljósinu í gær, um að skynsamlegra hefði verið að fá vanan alþjóðlegan samningamann til að semja við Breta og Hollendinga um Icesave, vera illa rökstudd. „Ég sá nú engan rökstuðning fyrir því hjá henni. Menn þyrftu þá að geta rökstutt þetta með einhverjum hætti ef það yrðu líkur á betri árangri,” sagði Indriði í samtali við DV.is í gær. Aðspurður sagði Indriði Svavar hafa staðið sig ágætlega við samnings- gerðina. Menn ættu að benda á hvað fór úrskeiðis í stað þess að úthrópa Svavar. Gunnar Helgi Kristinsson stjórn- málafræðingur segir ekki vera full- an samhljóm á milli Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármála- ráðherra vegna ummæla Jóhönnu í Kastljósinu. „Steingrímur skipar í samninganefndina og það er á hans forræði. Jóhanna gefur því undir fót- inn að það gæti hafa verið gert öðru- vísi og betur. Þannig að það er ekki fullur samhljómur þar á milli. En ég veit ekki hvað má lesa mikið í þetta,“ sagði Gunnar Helgi í samtali við DV.is í gær. Gunnar Helgi sagði það vera rétt hjá Indriða H. Þorlákssyni að orð Jóhönnu hefðu verið illa rökstudd. „Jóhanna rökstuddi þetta ekki enda var þetta togað út úr henni í við- talinu,“ sagði Gunnar Helgi. For- ystumenn ríkisstjórnarinnar fund- uðu með stjórnarandstöðunni í gær um málefni Icesave. Lítið kom út úr þeim fundahöldum og segist stjórn- arandstaðan vera að gefast upp á ríkisstjórninni. Engrar lausnar sé að vænta. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sögðu báðir í fréttum RÚV í gærkvöldi að ríkis- stjórnin héldi áfram að verja fengna niðurstöðu um Icesave. birgir@dv.is Gagnrýndi fjármálaráðherra Forsætisráðherra telur að skynsam- legra hefði verið að fá vanan samninga- mann í Icesave.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.