Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 FRÉTTIR Hið opinbera þarf að greiða ríflega 350 milljarða í afborganir og vexti á næsta ári og greiðslubyrði ríkisins verður hærri en hún er í dag næstu 12 árin. Icesave er tiltölu- lega lítill hluti þess sem ríkið og sveitarfélögin þurfa að borga. Hagfræðingur óttast greiðslufall ef ekki semst um Icesave. AFBORGANIR LÆKKA LOKSINS ÁRIÐ 2023 Ríkið og sveitarfélögin þurfa að greiða rúma 350 milljarða íslenskra króna í afborganir og vexti af lánum á næsta ári. Næsta ár verður jafnframt það þyngsta og næstu 12 ár verða öll erfiðari en þetta ár ef marka má út- reikninga Vilhjálms Þorsteinssonar forritara og bloggara á mbl.is. Hann hefur tekið saman hvern- ig afborganir og vextir af lánum hins opinbera munu dreifast næstu árin. Árið 2023 rofar fyrst til, miðað við nú- verandi fosendur. Icesave bara 13% Eins og sjá má á grafinu nema heildarafborganir af erlendum lánum næstu fjórtán árin 2.260 milljörðum króna. Þar af eru af- borganir vegna Icesave aðeins tæplega 13 prósent. Vilhjálmur byggir samantekt sína á fyrirliggj- andi gögnum frá Lánasýslu ríkis- ins, ársreikningum orkufyrirtækja og sveitarfélaga og upplýsingum um fjármögnun nýju bankanna. Miðað er við fast verðlag og gengi. Vextir af erlendum lánum eru reiknaðir sem áætlaðir raunvextir í viðkomandi gjaldmiðli, gert er ráð fyrir 88 prósenta endurheimtum af Icesave og að raunvextir af lánum verði 4 prósent. Þá er gert ráð fyrir því að endurheimtur úr búi Lands- bankans byrji fyrst að berast árið 2011, líkt og Seðlabankinn spáir. Tekjurnar aukast Guðmundur Ólafsson hagfræðing- ur segir að útreikningar Vilhjálms virðist nærri lagi. „Þeir eru kannski örlítið í hærri kantinum en nokk- uð nærri lagi,“ segir hann og bæt- ir við að samantektin rími við töl- ur sem aðrir hafi sett fram. Spurður hvort ríkið ráði við þessar afborg- anir spáir Guðmundur að svo verði með þeim fyrirvara að Ísland fái lán til að dreifa greiðslunum yfir lengri tíma, eða þar til hagvöxtur aukist. „Ef við gerum ráð fyrir 3,5 prósenta hagvexti eins og var frá 1945 til 2000 þá tvöfaldast þjóðarframleiðslan á 20 árum. Margur hefur séð minna grand í mat sínum en það. Það gleymist stundum að tekjur okkar, ef allt er með felldu, aukast mjög hratt,“ segir Guðmundur. Greiðslufall ríkisins Eins og sést á bláu súlunni eru nú- verandi skuldir ríkissjóðs miklar. „Stærsti hlutinn af skuldunum er uppsafnaður halli ríkissjóðs, svo það sem Seðlabankinn skilur eft- ir. Minnsti hlutinn er Icesave,“ seg- ir hann og bætir við að skuldir orku- fyrirtækjanna verði ekki vandamál þar sem um þær hafi verið samið. Guðmundur óttast greiðslufall tak- ist Íslandi ekki að semja um Icesave. „Ef samningarnir við Icesave verða felldir, og við verðum ekki í sam- starfi við AGS, þá er það mjög lík- legt. Skuldatryggingarálagið getur snarhækkað ef við fellum Icesave. Það þýðir að við fáum engin lán. Þá getum við beðið Guð að blessa okk- ur. Við lifum það af en það verður erfitt,“ segir hann. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Afborganir og vextir af erlendum lánum GRAF VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON Kæra Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, á hendur fyrrverandi starfsmanni, Oddi Ey- steini Friðrikssyni, hefur skilað sér í ákæru af hálfu ríkissaksóknara. Forstjórinn kærði Odd Eystein fyrir gróf meiðyrði í sinn garð og annarra stjórnenda fyrirtækisins. Steinþór kærði Odd og sakar hann um að hafa haldið úti vefsíðunni slat- urfelagid.com þar sem fram komu ásakanir á hendur forstjóranum og öðrum yfirmönnum þess efnis að þeir væru að slátra fyrirtækinu með harð- neskjulegum stjórnunarstíl og slæleg- um starfsanda. Steinþór og fleiri yfir- menn voru á vefsíðunni nafngreindir og birtar myndir af þeim þar sem yf- irmennirnir voru meðal annars kall- aðir rassasleikjur forstjórans. Þá fékk Steinþór nóg og kærði til lögreglu. Steinþór segir ekki nokkurn vafa á því að Oddur Eysteinn hafi haldið síðunni úti og þannig vegið að SS og stjórnendum fyrirtæksins úr laun- sátri. „Við erum búin að senda inn allnokkrar kærur og þær eru frá þeim einstaklingum sem hafa verið settir á skotskífuna á þessari vefsíðu. Búið er að birta myndir af fjölda starfs- manna með alls konar skítkasti. Mér finnst mjög slæmt að menn geti kom- ist upp með svona skrif og trúi því ekki að nokkur maður taki mark á þessu. Þetta er orðið algjört ógeð og viðbjóð- ur fram og til baka,“ sagði Steinþór í samtali við DV þegar hann var nýbú- inn að kæra vefsíðuna til lögreglu. Á vefsvæðinu komu fram full- yrðingar um að starfsandinn innan SS væri í molum og meðal annars hefðu brotist út slagsmál vegna þess á fjöldaskemmtun fyrirtæksins. Þar var fullyrt að slök stjórnun af hálfu Stein- þórs hefði orsakað hið slæma and- rúmsloft innan fyrirtækisins. trausti@dv.is Ummæli á vefsíðu gegn Sláturfélaginu draga dilk á eftir sér: Ákærður fyrir meiðyrði Ekki sáttur Steinþór fékk nóg af skít og ógeði á vefsvæðinu og kærði því til lögreglu. Ragnheiður tekur sæti Ásbjörns Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur af hálfu Sjálfstæðisflokksins tekið sæti Ásbjörns Óttarssonar í þingmanna- nefnd sem hefur með höndum að semja tillögur um viðbrögð við nið- urstöðum rannsóknarskýrslu Al- þingis. Skýrslan er væntanleg fyrir næstu mánaðamót. Ásbjörn ákvað að segja sig úr nefndinni eftir að DV og fleiri fjöl- miðlar fjölluðu um ólögmæta arð- greiðslu úr fjölskyldufyrirtækinu Nesveri í Snæfellsbæ. Ásbjörn skil- aði 20 milljóna króna arðgreiðslu frá árinu 2007. Efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra hefur mál Ásbjörns til skoðunar. Norski loðnuflot- inn á Íslandsmið Norski loðnuflotinn er nú kom- inn til loðnuveiða austur og suð- austur af Íslandi en fyrir helgi komu út nýjar reglugerðir um loðnuveiðar íslenskra og erlendra skipa á vetrarvertíð 2010. Á mánudag voru 22 norsk loðnu- skip komin á svæðið. Eftirlit með veiðunum mun fara fram með eftirlitsflugvélinni Sif og varðskipi Landhelgisgæslunnar. 79 norsk skip eru komin með leyfi til að veiða á þessari vertíð en 25 skip geta verið við veiðar í einu. Kannabisræktun í blokk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um helg- ina. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust nokkrir tugir kannabis- plantna á ýmsum stigum ræktunar auk lítilræðis af öðrum fíkniefnum. Á sama stað var einnig lagt hald á kylfu og nokkra hnífa. Þá tók lögregl- an í sína vörslu ýmsan búnað sem tengist kannabisræktuninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.